Morgunblaðið - 02.06.1991, Qupperneq 28
628 OC
1
Likamsrækt
eróbikk - iú<
- þrekhringur -
- karafte - taiji
Mörkin 8 v/Suðurlandsbraut - 108 Reykjavík - sími 67 94 00
TIL HAMINGJU MEÐDAGINN
ítilefni sjómannadagsins
verður kaffihlaðborð frá
kl. 14.30 í dag, sunnudag.
Verið velkomin.
FLUGLEIÐIR
!HD íí líííhMl
Reykjavíkurflugvelli, sími 22322.
Minning:
Eiríkur Einarsson
frá Hlíðarhúsum
Eiríkur Einarsson frá Hlíðarhús-
um var jarðsettur frá Sleðbrjóts-
kirkju 26. apríl sl., en hann andað-
ist í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
17. apríl eftir langvarandi veikindi.
Eiríkur Einarsson var fæddur
5. október 1912 í Hlíðarhúsum.
Foreldrar hans voru: Einar Sveinn
Einarsson frá Götu og Guðný Sól-
veig Eiríksdóttir frá Hafrafelli.
Eiríkur var yngstur fjögurra
bræðra: Elstur var Einar bóndi á
Ormastöðum fæddur 1898, Halldór
dó barn, Sigurbjörn drukknaði árið
1930 á Flateyri við Önundarfjörð
28 ára gamall. — Eiríkur varð
snemma stoð og stytta foreldra
sinna við búskapinn, sem á þessum
árum var mjög erfiður t.d. með
alla aðdrætti. Faðir Eiríks var
annálaður ferðagarpur og oft til
hans leitað, þegar sækja þurfti
lækni um langan veg. Einar Sveinn
dó 1940. Guðný var kona hress
og fróð og heimilið gestkvæmt.
Haustið 1929 kom í Hlíðarhús 4
ára snáði, Amgrímur Magnússon,
og ílengdist þar hjá Guðnýju og
Einari þar til 1945 eða þangað til
hann fluttist til Borgarfjarðar
eystri. Guðný dó 1945.
Árið 1946 fluttist í Hlíðarhús
Björg Runólfsdóttir frá Ásbrands-
stöðum í Vopnafírði1. Hófu þau
Eiríkur búskap saman og eignuð-
ust þijú börn: Sigurbjörn Hlíðar,
Guðmund og Guðrúnu. Synirnir
eru enn í föðurgarði en Guðrún er
búsett á Akureyri. Um tíma voru
hjá Eiríki og Björgu Aðalbergur
Þórarinsson, sem nú býr í Keflavík,
og Kristín sonardóttir Eiríks Kri-
stóferssonar skipherra. í höndum
Eiríks stækkaði búið í Hlíðarhúsum
umtalsvert: íbúðarhús og útihús
endurnýjuð. Ég man vel eftir Eiríki
frænda mínum, þegar ég var í
Fögruhlíð, enda var' stutt á milli
bæjanna. Hann var glaðlyndur og
tók þátt í störfum ungmennafé-
lagsins og fylgdist vel með þjóð-
málum. Sannast sagna þótti manni
ætíð nauðsyn að stoppa í Hlíðar-
húsum í Hlíðarferðum seinni ára.
Sömu sögu var að segja af Eiríki
að þá * sjaldan hann kom til
Reykjavíkur þá leit hann við hjá
foreldrum mínum og hafði frá
mörgu að segja. Þannig var hann
í huga okkar nokkurs konar tengi-
liður við fortíð og nútíð austur á
Héraði.
Við hjónin sendum Björgu og
fjölskyldu hennar okkar innile-
gustu samúðarkveðjur.
Hilmar Jónsson
Templarar:
Tækifærum til áfengis-
neyslu verði fækkað
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi ályktun vorþings
Templara á Suðurlandi, sem
haldið var þann 26. maí sl.:
„Vorþing Umdæmisstúkunnar
nr. 1 minnir á alvarlegt ástand
vímuefnamála á mörgum sviðum
og leggur megináherslu á eftirfar-
andi atriði:
1. Sérstaklega verði varað við
öllum tilraunum og hugmyndum í
þá átt að bijóta niður aðhald og
hömlur, afnám ríkiseinkasölu
áfengis og fijálsa sölu áfengis í
almennum matvöruverslunum.
2. Þingið telur fullsannað að auk-
in þjónustusemi og eftirlæti við
drykkjuhneigð landsmanna, svo
sem fjölgun veitingastaða og sölu-
staða áfengis, eykur drykkjuna og
þar með það böl og vandræði sem
vímuefni valda.
3. Þingið telur það fullreynt að
ekki vinnst umtalsverður sigur í
vímuefnamálum fyrr en stefnt er
að meiri bindindissemi og unnið að
því að fækka þeim tækifærum og
tilefnum að verið sé með áfengi en
fjölgað þeim heimilum og öðrum
stofnunum sem hafna allri vímu-
efnaneyslu. Telur þingið skýlaua
skyldu stjómvalda að gefa gott for-
dæmi í þeim efnum.“
WOODEX VIÐARVÖRN
4
3
FYRIR AUHD-FYRIR VIDINN
WOODEX viðarvörnin frá Hygæa er frábærlega endingargóð
og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum
aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr
acryl- eða olíuefnum.
WOODEX MULTITRÉGRUNNUR er vatnsblendin grunnviðar-
vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur
stöðugleika hans og endingu.
WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar-
vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni.
rfff«
WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar
þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL
þekur mjög vel og er létt að vinna með.
WOODEX INTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn
gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn.
WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum
sem nota má innanhúss sem utan.
Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land.
- Rétti liturinn!
urlnn
Síðumúla15, sími 33070