Morgunblaðið - 02.06.1991, Page 32
%
íeer iviui .s huoa
--MORGUNBEAÐIÐ
QIÖAJHVIUOHOM
SUNNOT5A'GUR'2r3ÚNrT9<rr
1 © 1991 Jim Unger/Dislribuled by Universal Press Syndicate
'Éq er c*.h le.)to~ ICorti scm Likist /wcr- •
ömcrklLegt og biUcgt."
POLLUX
A FÖRIMUM VEGI
Aðalbjörg Valdimarsdóttir
Helga Pétursdóttir
Kristrún Hauksdóttir
Ástin blómstrar í fríunum
Rætt við sjómannskonur í Grindavík
Grindavík.
Á SJÓMANNADAGINN hugsa
víst flestir til sjómaimanna sem
þurfa oft og tíðum að dvelja lang-
dvölum fjarri heimilum sínum og
ástvinum. En hvernig skyldi þeim
sem heima sitja liða? Er ekki ein-
manalegt að vera gift sjómanni?
„Jú, sérstaklega þegar þeir eru á
útilegubátum sem eru kannski viku
til tíu daga á sjó og stoppa síðan í
36 tíma í landi á milli," sagði Helga
Pétursdóttir en eiginmaður hennar,
Andrés Haukur Friðgeirsson, er 1.
vélstjóri á Skarfí GK 666.
„Eg sé alveg um rekstur heimilis-
ins og er stundum bæði pabbi og
mamma barnanna meðan hann er á
sjó. Samt tel ég að sjómannskonur
standi oft betur að vígi en aðrar
konur því þær verða að vera sjálf-
stæðar og oft að taka ákvarðanir
upp á eigin spýtur. Aftur á móti er
mjög gaman þegar maðurinn kemur
í land og við erum eins og nýtrúlof-
uð. Við notum tímann eins vel og
við getum og einbeitum okkur að
fjölskyldulífinu meðan hann er
heima.“
Farsíminn breytti miklu
„Já, auðvitað er oft einmanalegt
þegar maðurinn er á sjónum," sagði
Aðalbjörg Örlygsdóttir en eiginmað-
ur hennar, Arnór Valdimarsson, er
stýrimaður á Eldeyjar-Hjalta GK 42.
„Eg fínn mikinn mun á því að
maðurinn minn skuli vera á útilegu-
bát núna en hann var á dagróðrabát
fyrir áramót og það var mikil breyt-
ing bæði fyrir mig og börnin þegar
hann fór að vera í burtu í heila viku
og síðan heima í 12 tíma þegar kom-
ið er í land. Þá ætla allir að eiga
hann á heimilinu, hver vill sinn
skammt. Marsmánuður var alveg sér
á parti en þá var hann heima í hálf-
an sólarhring því að báturinn fór í
siglingu erlendis.
Það var mikil breyting að fá far-
símann þegar hann kom og mikið
betra að tala út á sjó sem ég geri
stundum. Annars skerpir þetta líka
ástina á móti þegar við hittumst
eftir langa fjarveru."
Höfum helgarnar saman
„Á dagróðrabátunum eru menn
oft komnir heim um kaffíleytið þann-
ig að hann er oft kominn heim á
undan mér og jafnvel sofnaður,"
sagði Kristrún Hauksdóttir. Hún
vinnur í banka en eiginmaður henn-
ar, Guðmundur Karl Tómasson, ger-
ir út og er skipstjóri á Vörðufelli
„Ég sé alveg um rekst-
ur heimilisins og er
stundum bæði pabbi og
mamma barnanna með-
an hann er á sjó. Samt
tel ég að sjómannskon-
ur standi oft betur að
vígi en aðrar konur því
þær verða að vera sjálf-
stæðar og oft að taka
ákvarðanir upp á eigin
spýtur.“
GK 205 sem er í dagróðrum. „Það
var mikil breyting þegar hann fór á
sjóinn því áður unnum við svo að
segja hlið við hlið í landi en sjálf-
sagt venst þetta eins og annað.
Hann fer á sjó snemma á morgnana
og er yfírleitt kominn heim seinni-
partinn nema á hávertíðinni, þá er
hann lengur og vinnudagurinn oft
langur. Eg sé því um heimilið og
reyndar sé ég einnig um bókhaldið
fýrir útgerðina. Við eigum helgarnar
yfírleitt fyrir okkur fjölskylduna
þannig að hann er ekki eins lengi
fjarri heimili sínu og ef hann væri
á útilegubát. Farsíminn kemur sér
Víkverji skrifar
Loksins er jafnt á komið í
svona nautaati...
HÖGNI HREKKVÍSI
„éG H8Vf2E>l AÐ þú HEFÐII? UN\/(Ð."
Víkveiji dagsins horfði um síð-
ustu helgi á sjónvarpsfrétt af
nýju og forvitnilegu síldarminja-
safni norður í Siglufírði. Daginn
eftir kom góður vinur að norðan í
heimsókn. Og talið barst að þeim
gömlu og góðu dögum þegar silfur
hafsins gerði Siglufjörð að höfuð-
stað síldarævintýrisins, fyrstu
„stóriðjunnar“ í þjóðarbúskap ís-
lendinga.
Þegar íbúar Siglufjarðar voru
flestir töldust þeir um 3.100. í land-
legum, þegar siglutré erlendra og
innlendra síldveiðiflota mynduðu
samfelldan „skóg“ um fjörðinn
þveran og endilangan, og síldar-
bæðslur og söltunarstöðvar stóðu
undir nafni, gat „íbúatalan" þre-
faldast eða vel það.
Á þessum árum var enginn
námslánasjóður til. En lunginn úr
þeim, sem þreyttu langskólanám,
sótti námseyri sinn í silfur hafsins,
fyrst og fremst norður í Siglufjörð,
í margvísleg störf bæði til sjós og
lands. Þá voru tengsl skólakerfisins
og atvinnulífsins mikil og náin.
XXX
En síldarstofninn hrundi, trúlega
vegna ofveiði, erlendra flota
og innlends. íbúatala Siglufjarðar,
sem fór vel yfír 3.000 þegar bezt
lét, er komin niður undir 1.700. Og
enn hallar undan fæti í síldarbæn-
um, þótt þar sé þróttmikil bolfískút-
gerð og vinnsla.
Við ræddum saman um þessa
íbúaþróun í Siglufírði - og raunar
víðar á landsbyggðinni - Víkveiji
dagsins og vinurinn að norðan.
Norðlingurinn sagði að rökvís, ald-
inn kaupmaður, norður þar, héldi
því hiklaust fram, að Siglfírðingar
væru ekki rúmlega 1.700, eins og
tölur Hagstofu tíunduðu, heldur
sex, sjö þúsund. Þeir byggju að vísu
vítt og breitt um landið, máski eink-
um á suðvesturhorninu, en einu
sinni Siglfirðingur væri alltaf Sigl-
firðingur, og það í nokkra ættliði!
Þetta minnir okkur á að mikill
fjöldi fólks á höfuðborgarsvæðinu
er fluttur af landsbyggðinni, eða
rekur þangað rætur, og hefur taug-
ar til sinna æsku- eða uppruna-
byggða. Það er því út í hött að tala
um „tvær þjóðir" í landinu. Annað
mál er að sporna þarf gegn frekari
byggðaröskun, eftir því sem hægt
er, og það með marktækari byggða-
stefnu en fylgt hefur verið undan-
farið. Mergurinn málsins er að búaj
undirstöðuatvinnuvegum, landbún-
aði og sjávarútvegi, sem vega mun
þyngra í afkomu lanösbyggðarfólks
en höfuðstaðarbúa, rekstrarlega
stöðu til að skila hagnaði. „Jöfnuð-
ur“ í almennu verðlagi, samgöngum
og félagslegri þjónustu skiptir einn-
ig miklu máli. En atvinnulífíð og
afkomumöguleikamar vega þyngst.
Kauptún og kaupstaðir á lands-
byggðinni, sem byggja jöfn-
um höndum á sjávarútvegi og land-
búnaði, það er úrvinnslu landbúnað-
arafurða og verzlunar- og iðnaðar-
þjónustu við blómlegar sveitir um-
hverfis, hafa verulega betri stöðu
en „hreinir" útgerðarstaðir. Nefna
má staði eins og Akureyri og Sauð-
árkrók nyrðra. Þéttbýli, sem byggja
nær eingöngu landbúnaðarþjón-
ustu, eins og Egilsstaðir og Selfoss,
hafa og dafnað vel næstliðna ára-
tugi. Samdráttur í hefðbundnum
búgreinum hefur þó og hlýtur enn
að segja til sín í þessum sveitarfé-
lögum.
Víkveiji dagsins hyggur að fjórð-
ungssambönd sveitarfélaga og aðrir
hagsmunaaðilar hljóti að leggja rík-
ari áherzlu á endurskipulagningu
þessara undirstöðugreina, sjávarút-
vegs og landbúnaðar, hér eftir en
hingað til, þann veg, að þær lagi
sig betur að efnahagslegum veru-
leika í samfélaginu og umheiminum
- og verði byggðarlögunum þeir
hornsteinar í framtíðinni sem efni
standa til, ef rétt er að málum stað-
ið. Það sem máli skiptir er að gera
atvinnuvegina arðbæra í stað þess
að ausa fjármunum í viðvarandi
taprekstur, sem er meðorsök lakari
lífskjara í landinu en vera þyrfti.