Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
vtTt iv'!. rr•;i.
Valgerður Gísladóttir
hinsvegar vel þegar ég þarf að hafa
samband við hann og hann var eig-
inlega bylting þegar hann kom. Við
tölum aldrei saman í talstöðina; held-
ur skrifa ég honum bréf en að tala
í hana. Það er eins og að tala við
allan flotann.
Þrjá mánuði í burtu.
Valgerður Gísladóttir sem er gift
Willardi Ólasyni skipstjóra á Grind-
víkingi GK 606 var á sama máli,
að það væri oft á tíðum einmanalegt
að vera gift sjómanni. „Það var sérs-
taklega hér áður á síldarárunum
þegar við sáumst kanski ekki allt
sumarið allt upp í 3 mánuði. Willard
sá t.d. elsta son okkar, Gísla, ný-
fæddan í gegnum glerið á fæðingar-
deildinni og síðan ekki fyrr en hann
var orðinn þriggja mánaða. Þetta
breyttist síðan þegar sumarsíldin
datt niður og einnig þegar lögskipað-
ir frídagar komu í hveijum mánuði.
Hann hefur líka tekið sér lengri frí
nú undahfarin ár en áður. Þrátt fyr-
ir það eru þessi skip eins og Grind-
víkingur lengi úti á sjó í einu og
stoppa stutt á milli eins og þegar
loðnuvertíðin er í fullum gangi og
eins á rækjunni.
Maður var náttúrulega allt í öllu
hér áður fyrr og sá um allt heimilis-
hald í landi og síðan þegar hann kom
í land þá stjórnaði maður honum
líka. Þegar við vorum að byggja hér
í Grindavík þá sá ég um flestallt sem
því viðkom. En þetta hefur breyst
nú síðustu ár eftir að Willard var
meira í landi og samveran aukist."
FÓ
Haustnótt á hafinu
Eg hlustaði á viðtalsþátt Svan-
hildar Jakobsdóttur á Rás 1
fyrir skömmu en viðmælandi henn-
ar var Jón Óskar. Hann minntist
á kvæði, sem hann kunni aðeins
fyrstu ljóðlínuna úr: Er vaggar
skip á úthafs breiðu öldum.
Þetta kvæði heitir Haustnótt á
hafinu, er eftir Sigfús Elíasson og
birtist í ljóðabók hans Urðir, 1923.
Þetta ljóð er tengt sjómannadegin-
um í hugum margra ásamt laginu
sem það var sungið við.
Haustnótt á hafinu
Er vaggar skip á úthafs breiðu ðldunum
og undraljóma á sæinn máninn slær.
En bjart er yfir báru hvítu fðldunum,
er brosir máni á himni unaðs skær.
Þá fannann dreymir um fortíð horfna.
Hann fær vart blundað þó taki að morgna.
- Dreymir -
En andvörp hans öldugjálfri hljóðna þá,
er Eygló morgunljóma á hafið slær.
Svo þegar morgunsól, í austri, úr sævi ris
og sveipar gullnri blæju um haf og lönd.
Á haffletinum minninganna dansar dís.
En degi fagnar sjómanns fósturströnd.
Þá fæsta grunar hvað farmann dreymir,
sem fólgna minning í huga geymir.
- Dreymir -
í minninganna djúpi hyljast draumar þá,
er dagsljós þerrar klökkva af farmánns brá.
Opinberun Guðs
Reiði Guðs opinberast af himni
yfir öllu guðleysi og rangsleitni
þeirra manna, er kefja sannleikann
með rangsleitni, með því að það, er
vitað verður um Guð, er augljóst
meðal þeirra. Guð hefur birt þeim
það. Því að hið ósýnilega eðli hans,
bæði, hans eilífi kraftur og guðdóm-
leiki er sýnilegt frá sköpun heims-
ins, með því að það verður skilið af
verkum hans. Menn eru því án afsök-
unar.“ (Róm. 1,18-120.) Við vitum
að menn á öllum öldum trúðu, skv.
röksemd Páls postula um verk sköp-
unarinnar, á tilveru yfirnáttúrlegra
*
Eg fór í hjartaaðgerð
Mér er þakklæti efst í huga nú
þegar ég kem heim eftir 72 daga
samfellda sjúkrahúsvist.
Ég hefi ástæðu til að þakka frá-
bærum læknum Borgarspítalans
og Landspítalans lífsbjörg, hjúkr-
unarfræðingum á hjartadeildum
E-6 og G-ll ótrúlega þolinmæði
og umönnun og öðru starfsfólki
góða þjónustu og þjálfun.
Kæru vinir
Fyrrverandi vinnufélögum í lög-
regluliði Reykjavíkur, Rannsókna-
lögreglu ríkisins og Félagi yfírlög-
regluþjóna auk annarra vina,
þakka ég heimsóknir, góðar kveðj-
ur og blómagjafír sem veittu mér
gleði og styrk á erfiðu veikind-
atímabili svo sem óþolandi biðtíma.
Víst mun gróa meinið mitt,
- þú manst hve lífið blakti -
Ef hjartað mitt og hjartað þitt
halda jöfnum takti.
Daglegar heimsóknir stórrar
fjölskyldu minnar voru að sjálf-
sögðu ómetanlegar og verða ekki
þakkaðar með orðum, það mun ég
best gera með því að vera dugleg-
ur að æfa upp þrek á ný, svo við
sjáum sameiginlegan árangur
þeirrar fjölskyldu- og ástvinahjálp-
ar sem ég er aðnjótandi.
Hver veit nema handtök snör
henti enn og aftur.
Ef á ný mér færist fjör,
fimi, snerpa og kraftur.
Ég hefi svo mörgum mikið að
þakka að mér fannst ég ekki ná
til allra sem eiga hjá mér hlýtt
handtak og því greip ég til penn-
ans og vona að ég sýni með því
að þakklátara fólk er ekki til en
sjúkir og minni máttar.
Úrbóta er þörf
Þá óska ég þess, heilbrigðisþjón-
ustunni til handa, að nýskipaður
heilbrigðisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, beri gæfu til þess
að beita áhrifum sínum á meðan
hann hefir aðstæður til, að bæta
heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Það virðast vera til peningar hjá
ríkinu í fánýt verk á sama tíma
og mannslífum er fórnað vegna
uppsafnaðra biðlista af fársjúku
fólki sem mörgu mætti bjarga ef
skilnings nyti við á réttum stöðum.
Snobbið á að víkja fyrir raunveru-
leikanum. Það er skýlaus krafa
hinna sjúku að allt sé gert sem
hægt er til að bæta kjör og fjölga
starfsfólki á sjúkrastofnunum svo
ekki komi til lokunar á því plássi
sem til er fyrir sjúka.
Og enn
Að síðustu en ekki síst er mér
bæði ljúft og skylt að þakka þeim
sjúklingum sem voru mér samferða
á spítölunum um skemmri eða
lengri tíma, góða viðkynningu með
ósk um góðan bata.
Ég endurtek þakklæti mitt sem
einn af þeim heppnu.
Guðmundur Hermannsson
vera, það sem við köllum fjölgyðis-
trú. En Guð hjálpaði mannkyninu
að öðlast eingyðistrú. Hann kaus um
tvö þúsund árum f.Kr. einn mann,
Abraham, og eina þjóð, gyðinga, til
að opinbera sig skírt. Frá þeim höf-
um við, kristnir menn og einnig
múhameðstrúarmenn eingyðistrú.
Opinberun Guðs varð síðan enn full-
komnari í persónu Jesú Krists. JÓ-
hannes postuli segir: „Orðið varð
hold. Hann bjó með oss, fullur náðar
og sannleika, og vér sáum dýrð hans,
dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurn-
um. Enginn hefur nokkurn tíma séð
Guð, Sonurinn eini, Guð, sem er í
faðmi föðurins, hann hefur birt föð-
urinn.“ (Jh. 1,14.18.)
En Pétur postuli varar oss við
því, að falsspámenn muni koma
fram: „Falskennendur munu líka
verða á meðal yðar, er smeygja
munu inn háskalegum villukenning-
um og jafnvel afneita Herra sínum,
sem keypti þá“ (2 Pt. 2,1.) Hafa þá
hinir fremstu grískra heimspekinga,
Artistóteles og Platón, ekki sett fram
skynsamlegri kenningu um Guð en
aðrir heiðingjar? Við getum játað.
því. Aristóteles (384-322 f.Kr.), sem
lagði grunninn að mörgum fræði-
greinum, einkum formlegri rök-
fræði, skrifar í riti sínu „Frumspeki"
(Metaphysica) um tilveru Guðs
(1072b): „Til er vera, sem veldur
hreyfíngu, án þess að eitthvað annað
hreyfi hana“ (Immotus movens). Svo
segir hann einnig (1074b), að „sá,
sem þekkir og það sem er þekkt, séu
eitt í guðlegum anda“. í sömu máls-
grein spyr hann líka hvort þessi vera
sé samansett eða ekki, í tíma eða
eilíf. Með því að beita skynseminni
kemur Platón einnig auga á eigin-
leika, sem heimspekin tileinkar Guði,
þegar hann talar um hina æðstu
frummynd, hið góða. Tómas frá
Aquino (1225-1274), upphafsmaður
Tómismans, gat sameinað (skírt,
eins og það er kallað) heimspeki
Aristótelesar og kristna kenningu
um Guð. Skv. Tómasi og kennslu
kirkjunnar getur þekking mannsins
ekki hnekkt opinberun trúarinnar,
heldur fullkomna trú og vísindi hvor
aðra. Heimspekin beitir aðeins skyn-
semi til að kynnast Guði, en guð-
fræði gengur út frá Guði, sem opin-
beraði sig í sköpunarverkinu og hjá
Gyðingum, og að lokum í Jesú Kristi,
annarri persónu heilagrar Þrenning-
ar. Séra Jón Habets
GUR 2. JÚNÍ 1991
•■ita;unv ■
f
Reiðskólinn Hrauni
Grímsnesi - sími 623020
Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga
Utreidar og bókleg kennsla um hesta
og hestamennsku.
9 daga námskeið með fullu fæði.
Reiðskólinn Hrauni
Þarsem hestamennskan hefst!
Sýning og sala
á handavinnu
Hraínistufólks
á sjómannadaginn frá kl. 13.30-17.00.
Kaffisala frá kl. 14.30-17.00.
Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði.
TILBOÐ ÓSKAST
íToyota 4 Runner EFI 4x4, árgerð ’87, Mazda RX-7
GTU, árgerð '88 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4. júní kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Sindra malarvagn, burðar-
geta 25.000 kg., árgerð '85 og Davey loftpressu 125
C.F.M. m/dieselvél, árgerð ’79.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Sala varnarliðseigna
SELENA
FERÐATÆKIN
ertoc et^iccr
Tilvalið í eldhúsið, bústaðinn
eða bátinn.
Fyrir rafhlöður og 220 volt.
Innbyggt loftnet.
Mið-, long- og fimm
stuttbylgjur og FM.
Verð oðeins kr. 5.562,-
i D f ■- 1 ?■
1 SÍilSiSI
o
Qi W" o
<3»
SJONAUKAR
8x40
Taska fylgir.
Verð aðeins kr. 3910.-
BIFREIDAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200
Saúvrlanástraut 1i