Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
við hefðum ekki fengið þennan fisk
hefði orðið að stöðva vinnslu vegna
hráefnisskorts í næstu viku. Við lán-
um Seyðfirðingum 12 tonn í dag og
fáum borgað í sama eftir viku,“ sagði
Ölver.
Klakkur VE mun landa á Seyðis-
firði í næstu viku og þá verða 12
tonn flutt tii Þórs á Eskifirði. KHB
mun einnig lána fisk til Fáskrúðs-
fjarðar og fá borgað þegar um hæg-
ist hjá þeim á Reyðarfirði.
Adolf Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Gullbergs, sem gerir
út Gullver, sagðist mjög ánægður
með verðið sem þeir hefðu fengið.
Hjá aflamiðlun fengust þær upplýs-
ingar að meðalverð á þorski á fisk-
mörkuðum í vikunni væri 88 krónur
en á Englandi hefði verðið verið um
130 krónur.
Landsvirkjun:
Boðið í afla Gullvers:
Landaði á Reyðarfirði
í staðinn fyrir að sigla
SKUTTOGARINN Gullver frá Seyðisfirði landaði í gær á Reyðarfirði,
en til stóð að skipið seldi í Englandi í næstu viku. Kaupfélag Hérðasbúa
á Reyðarfirði (KHB) bauð 103 krónur fyrir kílóið af þorski og tók
útgerð Gullvers því. Þetta er í fyrsta sinn sem tilboð berst í afla skips
sem ætlar að sigla frá því reglum aflamiðlunar var breytt fyrir mánuði.
Það voru KHB og Þór hf. á EsÍtí- hf. á Eskifirði sagði að HKB fengi
firði sem komu sér saman um að 140 tonn en Þór hf. 30 tonn. „Ef
bjóða í afla Gullvers, 170 tonn sem
er að mestu þorskur. Samkvæmt
nýjum reglum aflamiðlunar, frá því
í byrjun maí, skal fískvinnslufyrir-
tækjum gefinn kostur á að bjóða í
afla þeirra skipa sem hyggjast sigla.
Þetta var í tólfta sinn sem afli sem
sigla á með er auglýstur og í fyrsta
sinn sem tilboð berst.
Ölver Guðnason, verkstjóri hjá Þór
Skeiðarár-
jökull fær-
ist fram
SKEIÐARÁRJÖKULL hefur
hlaupið fram um tugi metra.
Vatnskerfið undir jöklinum hefur
breyst og vatn safnast nú þar fyr-
ir. Talið er að samhengi sé á milli
þessara atburða og lítils rennslis
í Skeiðará en allt þetta bendir til
að nýtt Grímsvatnahlaup sé í að-
sigi. Almannavarnir telja ekki
ástæðu til að grípa til sérstakra
öryggisráðstafana út af þessu en
ætla að fylgjast vel með ánni og
jöklinum.
Fulltrúar Almannavama ríkisins
og Vegagerðarinnar fóru í kynnisferð
um Grímsvatnasvæðið í gær ásamt
vísindamönnum og í framhaldi af því
munu fara fram mælingar á jöklinum
næstu daga. Hann hefur skriðið fram
um tugi metra og einnig hækkað
verulega. Einnig hafa orðið talsverð-
ar breytingar á vatnskerfinu undir
jöklinum sem hafa áhrif á rennsli
Skeiðarár og þetta þykir benda til
að Skeiðarárhlaup sé í vændum.
Vatnsborð í Grímsvötnum er nú orð-
ið hærra en í seinustu Skeiðarár-
hlaupum, hefur ekki verið hærra
síðan reglubundnar mælingar hófust
árið 1954.
í samtali við Morgunblaðið kvaðst
Helgi Björnsson jöklafræðingur ekki
búast við stóru hlaupi enda hafí kóln-
að í eldstöðinni undir Grímsvötnum
seinustu þijá áratugi og rúmmál
vatns minnkað. Þó gæti hlaupið orð-
ið mikið ef það fer að gjósa norðan
við Grímsvötn. Helgi er nú á ieið upp
á Grímsvatnasvæðið til að kanna
aðstæður.
Guðjón Petersen forstjóri Al-
mannavarna segir að vandlega verði
fylgst með svæðinu næstu vikur.
Hann tók fram að Grímsvatnahlaup
verði yfirleitt hægt og sígandi. Ennþá
er engin ástæða til að loka veginum
um Skeiðarársand en er til kemur
munu Almannavamir gera viðeig-
andi öryggisráðstafanir.
^ Morgunblaðið/Bjarni
Gámastöð við Ananaust
Starfsmenn gatnamálastjóra unnu við það í vikunni að koma upp
nýrri gámastöð á vegum Sorpu við Ánanaust. Þar verða sérstakir
gámar fyrir stærra rusl, sem ekki kemst í ruslatunnuna, annar fyrir
garðaúrgang og enn aðrir fyrir timbur, járn og dagblöð. Gámastöðvar
eru þegar komnar upp við Miklagarð í Sundum, í Breiðholti, við Sléttu-
veg, Njarðargötu og við Gufunesbæinn.
Banaslys
við Aust-
urbrún
85 ÁRA gömul kona lést eftir
alvarlegt umferðarslys sem varð
um níuleytið á fimmtudagskvöld
við Austurbrún í Reykjavík. Kon-
an var á leið yfir götuna þegar
bíll kom aðvífandi og hún varð
fyrir honum. Hún var flutt með-
vitundarlaus í sjúkrahús þar sem
hún lést.
Bifreiðin var leið á vestur Austur-
brún og varð konan fyrir bílnum
við gangbraut á móts við Hrafnistu.
Aðstæður til aksturs vom ágætar
en kvöldsólin skein beint á móti
ökumanni bifreiðarinnar. Hugsan-
legt er talið að hann hafi blindast
af sólinni. '
Ekki er hægt að birta nafn hinn-
ar látnu að svo stöddu. Slysarann-
sóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík óskar eftir að hafa tal
af vitnum að slysinu.
Raforkuverð til almenning'sveitna
hækkað um 5% um mánaðamótin
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið
að hækka gjaldskrá sína gagnvart
almenningsveitum um 5% frá og
með 1. júlí næstkomandi. Lands-
virkjun hækkaði gjaldskrá sína
síðast um áramótin og þá einnig
um 5%. Að sögn Aðalsteins Guðjo-
hnsen, rafmagnsveitustjóra í
Reylqavík, hefur enn ekki verið
tekin ákvörðun um hvaða breyt-
ingar verði gerðar á verði til al-
mennings í kjölfar hækkunarinn-
ar nú.
I fréttatilkynningu frá Landsvirkj-
un vegna hækkunarinnar segir að
um síðustu áramót hafi Þjóðhags-
stofnun mælt með því að gjaldskrá
Heilsuhælið í Hveragerði:
Samkomulag um skipun
nýrrar rekstrarstjórnar
SAMKOMULAG náðist í gær um að skipa til bráðabirgða nýja rekstrar-
sljórn á Heilsuhælinu i Hveragerði. Að samkomulaginu stóð fráfarandi
rekstrarstjórn hælisins, sljórn Læknafélags íslands og landlæknis-
embættið. Ný rekstrarstjórn hefur það hlutverk að endurskoða ýmsa
þætti í rekstrinum, þar á meðal starfsmannahald.
Hallgrímur Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Hveragerði, hafði milligöngu
í viðræðum þeirra aðila, sem deilt
hafa um rekstur Heilsuhælisins. í
samtali við Morgunblaðið í gær sagði
hann að eignaraðilar hælisins hefðu
í gær fallist á skipun hinnar nýju
rekstrarstjómar, og hún nyti stuðn-
ings allra málsaðila. Meðal annars
myndi hún ræða endurráðningu yfir-
læknanna tveggja, sem sagt var upp
fýrir skömmu og yfírlýsingar Lækna-
félagsins um brottrekstur þeirra
lækna, sem sæktu um störf á hælinu.
í rekstrarstjórn Heilsuhælisins
sitja nú Pétur Jónsson, deildarstjóri
hjá stjórnunarsviði Ríkisspítalanna,
Matthías Halldórsson, aðstoðarland-
læknir, og Gunnlaugur K. Jónsson,
sem sæti átti í fráfarandi rekstrar- •
stjóm hælisins.
fyrirtækisins yrði hækkuð um 8 til
9% gagnvart almenningsrafveitum,
en gjaldskráin hefði þá verið óbreytt
ailt síðan í nóvember 1989. Stjórn
Landsvirkjunar hefði hins vegar
ákveðið að hækka gjaldskrána aðeins
um 5% þá um áramótin og láta frek-
ari hækkanir bíða þar til síðar á ár-
inu. Á grundvelli þeirrar umsagnar
Þjóðhagsstofnunar og að höfðu sam-
ráði við stofnunina, hafi stjóm
Landsvirkjunar á fundi sínum á
fimmtudag ákveðið að hækka gjald-
skrána um 5% frá og með 1. júlí.
I fréttatilkynningunni segir jafn-
framt, að gjaldskrárverð fyrirtækis-
ins hafi Iækkað vemlega að raun-
virði á síðastliðnum árum og verði
áætlað meðalverð ársins 1991, komi
ekki til frekari hækkana, 46% lægra
en meðalverð ársins 1984. Vægi raf-
magns í framfærslukostnaði heimil-
anna hafi í febrúar síðastliðnum ver-
ið 1,2% samkvæmt vísitölu fram-
færslukostnaðar, samanborið við
2,6% í febrúar 1984.
Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagn-
sveitustjóri í Reykjavík, segir að
gjaldskrárhækkun Landsvirkjunar
hafi mismikil áhrif á almenningsveit-
umar í landinu enda séu orkukaup
misjafnlega stór hluti útgjalda þeirra,
allt frá því að vera um 60% útgjald-
anna upp í 70 til 80%. Venjulega
hækki veiturnar orkuverðið þegar
gjaldskrá Landsvirkjunar sé hækkuð
og þá stundum meira en sem nemur
hækkun gjaldskrárinnar til að standa
straum af aukningu annarra útgjalda
sinna, til dæmis vegna dreifikerfis.
Aðalsteinn segir að stjórn veitu-
stofnana borgarinnar hafi fjailað um
gjaldskrárhækkunina á fundi sínum
í gær, en ekki hafi þar verið tekin
nein ákvörðun um breytingar á gjald-
skrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Búast megi við, að afstaða til þess
verði tekin á fundi stjórnarinnar síðar
í þessum mánuði.
25 merkjaduflum eytt árlega
Landhelgisgæslan telur
ástæðu til að vara fólk við
merkjaduflum sem finnast við
strendur landsins. í duflunum
er rauður fosfór en hluti þess
breytist I hvítan fosfór sem
kviknar í þegar efnið kemst í
samband við súrefni. Fólki sem
finnur merkjaduflin er bent á
að hafa strax samband við lög-
reglu eða Landhelgisgæslu sem
eyðir duflunum. Landhelgis-
gæslan eyðir að mcðaltali um
25 merkjaduflum árlega. Auk
þeirra finnast hlutir eins og
djúpsprengjur og tundurdufl við
strendur landsins.
Duflunum er hent úr flugvélum
við leit og björgun eða æfíngar og
rekur þau að landi. Mörg duflanna
rekur að landi á Reykjanesi og
norður á Snæfellsnes en einnig
norðanlands og annars staðar við
Morgunblaðið/Sverrir
Þrjár tegundir merkjadufla.
strendur. Yfirleitt eru merkjaduflin
ekki hættuleg meðan þau eru á
ströndinni en ef duflin þorna er
hætt við að hvítur fosfór í þeim
komist í samband við súrefni og
tendrist. Erlendis hafa orðið alvar-
leg slys þegar fólk hefur átt við
duflin og í sumum tilfellum reynt
að opna þau en enn hafa ekki orð-
ið alvarleg slys af þessu tagi hér
á landi. Engu að síður er ástæða
til að vara við duflunum og benda
fólki á að hafa samband við lög-
reglu eða Landhelgisgæslu sem
eyðir duflunum. Landhelgisgæslan
eyðir duflunum með því að sprengja
þau.
í hafinu umhverfis ísland er
einnig töluvert af djúpsprengjum
og tundurduflum frá því í seinni
heimsstyijöldinni en ástæða er til
að benda fólki á að efnin í þessum
hlutum eru enn virk. Öryggisbún-
aður þeirra gæti aftur á móti verið
skemmdur.
Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva:
Tillögur ráðherra
valda ómældu tjóni
í ÁLYKTUN félagsfundar Landssambands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva í gær um tillögur landbúnaðarráðherra um aðgerðir í fisk-
eldi segir að tillögurnar leysi ekki vandann en valdi ómældu tjóni.
Deilt er á ályktanir af skýrslu, sem lögð er til grundvallar ákvörðun-
um í málinu, og sagt að höfundur missi af meginkjarna málsins sem
sé ófullnægjandi fjármögnun á föstum birgðum, þ.e. bústofni fyrir-
tækjanna. Oskað er eftir fundi með forsætis-, landbúnaðar-, og fjár-
málaráðherra um stöðu atvinnugreinarinnar.
unnar er að höfundur missir af
meginkjarna málsins en hann er og
hefur verið ófullnægjandi fjármögn-
un á föstum birgðum, það er bú-
stofni fyrirtækjanna."
Þá segir í ályktuninni að Halldór
Blöndal, landbúnaðarráðherra, hafi
lýst því yfir að vandamál fiskeldis-
ins yrðu leyst í samráði við fiskeldis-
menn. Síðan hafi það gerst einu
sinni enn að málið hafi verið af-
greitt með einhliða tillögum án þess
að nokkuð tillit væri tekið til sjónar-
miða og tillagna fiskeldismanna.
LFH hefur lagt fram tillögur til
ríkisstjórnarinnar um nauðsynlegar
aðgerðir í fiskeldi.
Orðrétt segir í ályktuninni:
„Rösklega unnin skýrsla sem lögð
var til grundvallar ákvörðunum í
málinu, er byggð á þekktum stað-
reyndum, en þær ályktanir sem
skýrsluhöfundur dregur af stað-
reyndunum eru oft byggðar á veik-
um grunni og vanþekkingu á eðli
fiskeldisins þannig að ýmsar álykt-
anir eru beinlínis rangar. Ályktun
skýrsluhöfundar um að fiskeldi sé
í heild óarðbært og verði áfram er
röng. Framleiðslukostnaður í
skýrslunni er byggður á niðurstöð-
um síðustu ára og segir ekkert um
núverandi stöðu og fyrirsjáanlega
iækkun framieiðslukostnaðar. Það
alvarlegasta við niðurstöður skýrsl-