Morgunblaðið - 08.06.1991, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
Kammersveit Seltjarnarness
Kammersveit
Selljarnarness
__________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Kammertónleikar Kammer-
sveitar Seltjarnarness með verkum
eftir Mozart, voru haldnir í Selt-
jarnarneskirkju sl. sunnudag en
sakir veikinda undirritaðs, er um-
fjöllun þessi síðar á ferðinni en
venja er og eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á þessari töf.
Það voru strengjafélagar úr
Kammersveit Seltjarnarness og
Blásarakvintett Reykjavíkur, sem
léku á þessum tónleikum og á efn-
isskránni voru kvartettar og kvint-
ettar fyrir blandaða hljóðfæraskip-
an og ein dúó sónata. Mozart
samdi sjö kammerverk slíkrar
gerðar og eina raddsetningu.
Tónleikarnir hófust á Kvartett
í F-dúr K. 370, sem er fyrir óbó,
fíðlu, víólu og selló. Þetta er metn-
aðarfullt verk, samið fyrir óbósnill-
inginn Friedrich Ramm og því að
mörgu leyti hreint einleiksverk
fyrir óbó, þó Mozart haldi stren-
gjaleikurunum við efnið og verkið
talið í svipuðum gæðaflokki og
klarinettukvintettinn frægi. Daði
Kolbeinsson lék verkið mjög vel
og sömuleiðis strengjaleikararnir,
sem voru Zbigniew Dubik, Guð-
mundur Kristmundsson og Ric-
hard Talkowsky.
Kvintett í Es-dúr K. 407, fyrir
horn, fiðlu, tvær víólur og selló,
var annað viðfangsefni tónleik-
anna. Verk þetta er sérkennilegt.
Fyrsti kaflinn er nálægt því að
vera hornkonsert og að frádregn-
um hæga kafianum, sem er tilfinn-
ingaþrunginn, er heildarmynd
verksins gamansöm og stríðin,
rétt eins og hann sé á stundum
að gera at í hljóðfæraleikurunum.
Hvað um það, þá var flutningur
verksins frábærlega vel útfærður
hjá Jósef Ognibene svo og strengj-
unum en til viðbótar þeim sem
fyrr er getið, bættist í hópinn Hilde
van Caspel.
Flautukvartettinn K. 285 er
frægur fyrir hinn undurfagra mið-
þátt (Adagio), þar sem syngjandi
tónn flautunnar er einráður en
strengirnir leika „pizzicato"
(plokka strengina) undir. Verkið
var mjög vel leikið af Bernhard
Wilkinson og strengirnir voru góð-
ir en fyrir Dubik var nú mættur
Andrzej Kleina. Þarna gerðist það,
sennilega vegna hitabreytinga í
kirkjunni, að tónstaðan (intonati-
on) raskaðist hjá strengjunum,
sem eðlilega var mest áberandi á
lágstrengjum sellósins.
Dúóinn K. 292, sem einnig er
nefndur sónata, fyrir fagott og
-selló var einnig markaður erfiðri
tónstöðu en að öðru leyti vel flutt-
ur af félögunum Hafsteini Guð-
mundssyni og Richard Talkowsky.
Tónleikunum lauk með klari-
nettukvintettinum fræga K. 581
og þar lék Einar Jóhannesson á
klarinettið af glæsibrag. Þetta er
eitt af fegurstu verkum Mozart,
þar sem snilldar tónhugmyndir
skara hveija aðra á svo einlægan
og opinskáan máta, að eindæmi
er. Ekki er að finna hjá Mozart
ótta við að vera „banal“ eða þörf
til að dyljast, hann þolir að vera
lesinn niður í kjölinn, hann upphef-
ur ekki sjálfan sig eða reynir að
taka sig út með frumlégum uppá-
tækjum, hann var aðeins opinskár
og hjartahreinn snillingur.
Fyrir þau meistaraverk, sem
leikin voru á þessum tónleikum,
svo og ágætan flutning, voru þess-
ir tónleikar stórkostleg búbót á
annars mjög gjöfulli tónleikaver-
tíð, sem senn fer að ljúka.
■ SÆNSKI gítarleikarinn og
tónskáldið Christer Persson mun
flytja tvö tónverk, er hann hefur
sjálfur samið, í Nýiistasafninu
sunnudaginn 9. júní kl.20.
Tónverk Persson verða flutt við
texta eftir sænska skáldið og mynd-
listarmanninn Bengt Adlers. Pers-
son, sem er sjálfmenntað tónskáld,
lærði á klassískann gítar við Tón-
listarskólann í Malmö en þaðan
útskrifaðist hann árið 1975.
■ SÉRA Ingólfur Guðmundsson
hefur verið ráðinn héraðsprestur í
Reykjavíkurprófastsdæmum. Hann
verður settur inn í embættið við
messugjörð nk. sunnudag, 9. júní,
kl. 11.00. Hin nýi héraðsprestur
prédikar, en prófastarnir í Reykja-
víkurprófastsdæmum ásamt sr.
Jakobi Ágúst Hjálmarssyni þjóna
fyrir altari. Dómkórinn syngur und-
ir stjórn Dómorganistans Marteins
H. Friðrikssonar.
(Fréttatilkynning-)
■ ORLOF húsmæðra i Hafnar-
firði verður á Laugarvatni dagana
8. til 14. júlí nk. Laugarvatn hefur
verið orlofsstaður í nokkur ár fyrir
húsmæður frá Hafnarfirði og hefur
aðsókn verið mjög góð, enda sótt
af húsmæðrum á öllum aldri. Tekið
verður á móti greiðslu og umsókn-
um 19. júní í safnaðarheimili Frí-
kirkjunnar við Austurgötu, kl.
18-20. Verð kr. 9.000 með ferðum.
■ JÚNI hraðskákmót
Taflfélags Kópavogs verður hald-
ið sunnudaginn 9. júní kl. 14.00.
Teflt verður í sal TK að Hamra-
borg 5, 3. hæð.
ARC 754 MW/FM sterió útvarp með segulbandi, sjálfvirkur stoppari á snældu.
Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir
bylgjulengd og fleiri upplýsingar. Tengi að framan fyrir CD geislaspilara.
ARC439 M W/FM sterió hágæða útvarp með segulbandi. Spólar sjálft til baka.
Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner“ sem finnur allar rásimar og spilar brot af
hverri þeirra. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku.
ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner",
magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega
skemmtilegri lýsingu í tökkum.
%
ARC180 Alvöru tæki MW/FM sterió útvarp og segulband. 2x25 wött. Upplýstur
stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara.
Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis.
(09 njót'ð ^ að hl , gó&
' verslanir oM*
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
.ismriym
rarera»m kiilý
íbúóar- og sumarhús byggö af traustum aðilum.
Leitaöu upplýsinga og fáóu sendan bækling.
S.G. Einingahús hf.
Selfossi, sími 9S-22277