Morgunblaðið - 08.06.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
17
Afmæliskveðja:
Yala Thoroddsen
Vala er fædd 8. júní 1921. Ég
kynntist henni 1938 er við vorum
á sex vikna námskeiði á Laugar-
vatni, 42 stúlkur, allt ungar heima-
sætur og flestar lofaðar og voru
víðs vegar að af landinu. Mat-
reiðslukennari var fröken Ólöf Jóns-
dóttir mjög flink í matargerð enda
kenndi hún matreiðslu á mörgum
bestu húsmæðraskólunum og mikil-
hæfur kennari, kunni að stjóma vel
sínum nemendum og fékk allt það
besta út úr öllum stúlkunum, hverri
fyrir sig.
Eins og gefur að skilja þá vorum
við ólíkar og ólumst upp við misjöfn
skilyrði, bæði í sveit, bæjum og sjáv-
arþorpum. Elsta stúlkan var 25
ára, yngstar voru þær Ólöf Guð-
mundsdóttir frá Fáskrúðsfirði og
Ingibjörg Finnsdóttir frá ísafirði.
Bárum við mikla virðingu hver fyr-
ir annarri og skólastjóra og hjúkr-
unarkonunni Ólöfu sem var siða-
meistari við borðhaldið og kenndi
okkur að þvo þvott og ganga frá
honum eftir kúnstarinnar reglum,
en það þætti ekki gott nú til dags.
Þá þekktust ekki frystikistur eða
ísskápar, snjó og salti var blandað
saman og voru búnir til fínir ísbúð-
ingar úr því.
Vala var alltaf þessi prúða og
góða stúlka og kom alltaf góðu til
leiðar, og ef eitthvað mistókst við
matreiðslu eða uppvartingu, þá tók
Vala alltaf öll mistök á sig.
Vala giftist 4. apríl 1941 hinum
mikla hæfíleika- og stjórnmála-
manni Gunnari Thoroddsen, sem
er yngsti þingmaður sem hefur ver-
ið hér á alþingi, og var oftast þing-
maður til 1983 að undanskildum
þeim árum sem hann var sendi-
herra í Danmörku og hæstaréttar-
dómari í nokkur ár. Gunnar heitinn
var ábyrgur og mikilhæfur stjórn-
málamaður og sá besti sem íslenska
þjóðin hefur átt fram á þessa daga
og er þá mikið sagt. Því við höfum
átt marga góða eins og Jónas frá
Hriflu, Bjama Ben. og Ólaf Thors.
Jónas lét byggja alþýðuskóla og
húsmæðraskóla og bjó unga fólkið
lengi að því og var það gott vega-
nesti út í lífíð. Og væri bara óskandi
að eins mikil kennsla væri í skólum
nú og var áður. Þá fóru nemendur
í skóla af því þeir höfðu áhuga, en
núna eru margir píndir í skóla upp
á sport og ríkið hjálpar til á öllum
sviðum og allt of mikið. Vala á fjög-
ur efnileg börn og átta barnabörn
og eru mikið tengsli á milli heimil-
anna. Vala hefur ekkert unnið úti
síðan hún giftist, enda em bömin
hennar miklir og góðir þjóðfélags-
þegnar og hafa aldrei verið með
lykla um hálsinn. Gunnar Thorodd-
sen lést 1983. Ég óska Völu allra
heilla í nútíð og framtíð.
Regína Thorarensen
STÓLAR, BORÐ
LEGUBEKKIR,
HJOLABORÐ
OG FLEIRA
Gullfalieg garðhús-
gögn í sumarbú-
staðinn, blómagarð-
inn eða garðstof-
una. Sterk og góð.
Þau eru litekta og
þola að standa úti
allan órsins hring.
Gœðavara ó góðu
verði.
Þriggja óra óbyrgð.
Opið laugardaga
kl. 10-16.
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •
REYKVISK
HEIMILI,
FLOKKIURGANGINN
Þetta fer á gámastöðvar
en alls ekki I sorptunnuna:
I sumarbyrjun tóku íbúar höfuöborgarsvæöisins upp nýja umgengni við
úrgang - ný vinnubrögð og nýjar reglur.
Fullkomin flokkunarstöö úrgangs - SORPA - er tekin til starfa.
• Málmhlutir
• Grjót og steinefni (smærri farmar, stærri
farmar fara á „tippa")
• Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í
efnamóttöku og á öörum viöurkenndum stöðum
s. s. lyf hjá apótekum og rafhlööur á bensínstöðvar)
Þetta má afhenda á gámastöðvum
en er óæskilegt í sorptunnuna:
• Prentpappír
• Garðaúrgangur sem ekki er notaður í heimagarði
| • Timbur (smærri farmar)
|
Hvert heimili og hver vinnustaöur þarf aö temja sér strax nauösynlegar
flokkunaraöferöir ef árangur á aö nást. Viö höfum skyldum aö gegna gagn-
vart iífríkinu og komandi kynslóðum.
Ellilífeyrisþegar í Reykjavík geta hringt í hverfisbækistöðvar gatnamála-
stjóra ogfengið sóttan garöaúrgangsem erí pokum við aðkomu lóöar.
Sorppokar veröa hirtir eins og áöur ef þeir eru settir endrum og eins viö
hliö sorpíláta. Þeir sem þurfa hins vegar oft aukapoka veröa aö nota sér-
merkta poka frá Reykjavíkurborg sem eru til sölu á bensínstöðvum.
Upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarverkfræðings í Reykjavík, sími
1 80 00, hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, sími 1 32 10 og hjá
SORPU, sími 67 66 77.
Tökum á fyrir hreinní framtíð
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík