Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
JWtóéur
r
a
morgun
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt-
híasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Fermd verður Kristín Sigmunds-
dóttir, Látrum í Mjóafirði. Altaris-
ganga. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson. Messa kl. 14. Séra Ing-
ólfur Guðmundsson verður sett-
ur inn í embætti héraðsprests í
Reykjavíkurprófastsdæmum.
Séra Ingólfur Guðmundsson
predikar. Prófastarnir í
Reykjavíkurprófastsdæmum og
sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
þjóna fyrir altari. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H.
Friðriksson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.
Prestur sr. Hjalti Guðmundsson.
Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30.
Dómkirkjan.
GRENSASKIRKJA: Sunnudag:
Safnaðarferð. Lagt af stað frá
Grensáskirkju kl. 9.30. Farið
verður upp á Akranes og sótt
messa í Akraneskirkju. Eftir
messu verður borðað í safnaðar-
heimilinu og sjá kvenfélagskonur
þar um veitingar. Að máltíð lok-
inni verður minjasafnið að Borg-
um skoðað. Síðan verður haldið
heim, og ekið sunnan Akrafjalls.
Komið heim ekki síðar en kl. 17.
Ferðin kostar 1.200 kr. allt innifa-
lið. Þriðjudag kl. 14: Biblíulestur.
Sr. Halldór S. Gröndal. Síðdegis-
kaffi og umræður.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
14. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson. Organisti
Jón Stefánsson. Kór Langholts-
kirkju syngur.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
dag: Guðsþjónusta kl. 11 í Há-
túni 10b. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son. Guðsþjónusta sunnudag kl.
11. Sr. Bjarni Karlsson. Organisti
Ronald V. Turner. Heitt á könn-
unni eftir guðsþjónustuna.
Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12.
Guðspjall dagsins:
Lúk. 14.: Hin mikla kvöld-
máltfð.
Orgelleikur, altarisganga og fyrir-
bænir.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Reynir Jónasson.
Sr. Frank M. Halldórsson. Mið-
vikudag: Bænamessa kl. 18.20.
Sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Órganisti Gyða
Halldórsdóttir. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir. Mið-
vikudag: Samkoma kl. 20.30.
Sönghópurinn „Án skilyrða",
stjórnandi Þorvaldur Halldórs-
son.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þór Hauksson
annast guðsþjónustuna. Organ-
leikari Violeta Smidova. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Útvarps-
guðsþjónusta kl. 11. Organisti
Þorvaldur Björnsson. Gísli Jónas-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 20.30. (Ath. breyttan
messutíma.) Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Sönghópurinn „Án
skilyrða" annast tónlist. Þriðju-
dag: Fyrirbænir í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 14. Fimmtudag: Helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.
HJALLAPRESTAKALL: Messu-
salur Hjallasóknar, Digranes-
skóla. Almenn guðsþjónusta kl.
11. Sr. Kristján Einar Þorvarðar-
son.
KÁRSNESPRESTAKALL: Sum-
arferð safnaðarins verður farin
sunnudaginn 9. júní. Brottför frá
Kópavogskirkju kl. 10.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
SEUAPRESTAKALL: Laugar-
dag: Messa í Seljahlíð kl. 11.
Sunnudag: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20.30. Organisti Jón Stefáns-
son. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Helgi-
hald fellur niður þessa viku. Kirkj-
an er opin í hádeginu virka daga.
Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30. Stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18, nema laugar-
daga, þá kl. 14. Laugardagskvöld
kl. 20 ensk messa.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11. Virka daga kl.
18.30, nema fimmtudaga og
laugardaga kl. 19.30 og laugar-
daga kl. 14.
KFUM & KFUK: Almenn sam-
koma kl. 20.30 í kristniboðssaln-
um. Bænastund kl. 20.10. Ný-
ung sér um samkomuna. Ræðu-
maður sr. Jónas Gíslason.
SJÓMANNAHEIMILIÐ Örkin:
Samkoma kl. 17. Síðasta sam-
koma sem Johann Olsen trú-
boða, sem nú lætur af forstöðu-
mannsstarti, stjórnar. Hinn nýi
forstöðumaður Símon Hans
verður settur í embætti.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20.30. Reidun
og Kaare Moksen stjórna. Gestir
frá Noregi taka þátt í samkom-
unni.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 11.
Ath. breyttan messutíma.
Síðasta messa fyrir sumarleyfi
organista, kórs og sóknarprests.
Organisti Guðm. Ómar Óskars-
son.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10. Lesin
á þýsku.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Helgistund á sunnudagsmorgni
kl. 11. Sr. Gunnþór Ingason.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Kirkjudagur. Sr.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir pre-
dikar. Kaffisala í Glaðheimum að
athöfn lokinni. Sr. Bragi Friðriks-
son.
KAPELLA St. Jósefsspftala: Há-
messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
HVERAGERÐISKIRKJA: Messa
kl. 10.30. Sr. Tómas Guðmunds-
son.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl.
14. Organisti Rut Magnúsdóttir.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Ath. breyttan messutíma. Sr.
Halldór S. Gröndal. Organisti sr.
Árni Arinbjarnarson. Sóknar-
prestur þjónar fyrir altari. Nk.
fimmtudag kl. 18.30 fyrirbæna-
messa: Beðið fyrir sjúkum. Sr.
Björn Jónsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Vordögum
kirkjunnar lýkur. í guðsþjón-
ustunni munu börn bera fram
afrakstur vinnu sinnar m.a. í
söng, leikþætti og bænagjörð.
Foreldrar barnanna eru eindreg-
ið hvattir til að mæta. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
HVALSNESKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Vordögum
kirkjunnar lýkur. í guðsþjón-
ustunni bera börn fram afrakstur
vinnu sinnar m.a. í söng, leik-
þætti og bænagjörð. Foreldrar
barnanna eru eindregið hvattir
til að mæta. Sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
....
RAÐAUGl YSINGAR
TILKYNNINGAR
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjald-
heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fóge-
taúrskurði, uppkveðnum 3. þ.m., verða lög-
tök látin fara fram fyrir vangoldnum, opinber-
um gjöldum utan staðgreiðslu, sem féllu í
gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1.
maí og 1. júní 1991.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöld-
um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða
hafin að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur
ekki inntar af hendi innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
3. júní 1991.
Auglýsing um lögtök fyrir
fasteigna- og brunabóta-
gjöldum í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr-
skurði, uppkveðnum 3. þ.m., verða iögtök
látin fara fram til tryggingar ógreiddum fast-
eignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1991.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöld-
um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefj-
ast að átta dögum liðnum frá birtingu þessar-
ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd
innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
3. júní 1991.
Kynning á K.E.W. Hobby
háþrýstidælunni!
í dag er kynning á K.E.W. Hobby hjá
Rekstrarvörum, Réttarhálsi 2, frá kl. 10-16.
Komið og kynnist hvernig K.E.W. Hobby létt-
ir þrifin á bílnum, húsinu, stéttum o.fl.
| FÉLAGSSTARF
Sumarferð Varðar
Hinn árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 29. júní nk.
Farið verður í Dalina. Aðalleiðsögumaður verður Höskuldur Jónsson,
forstjóri. Ferðin verður nánar auglýst síðar.
Stjórn Varðar.
FÉIAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Sunnudagsferðir 9. júní:
Kl. 09.00 Skarðsheiði -
Heiðarhorn (1.053 m)
Ekið i Svínadal og gengið þaðan.
Fararstjóri: Jóhannes T. Jóns-
son. Verð kr. 1.600.
Ki. 13.00 - Fjölskyldudagur
í Heiðmörk
Stutt gönguferð um skógarreit
Ferðafélagsins. Að lokinni
göngu safnast þátttakendur
sannan og snæöa nesti, grilla
pylsur (takið pylsur með) og far-
ið verður í leiki með yngstu kyn-
slóðinni. Sannkallaður fjöl-
skyldudagur, eitthvað fyrir alla.
Komið með börn og barnabörn
í Heiðrnörk á sunnudaginn.
Verð kr. 500.
Brottför í ferðirnar frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn
að 15 ára aldri. Þátttakendur á
eigin farartækjum eru velkomn-
ir í ferðina. Mæta í reit félags-
ins í skógarhlíðarkrika austast
í Heiðmörk.
Þriðjudagur 11. júníkl. 20
Kvöldferð í Lundey og Viðey
Siglt kringum Lundey á Kolla-
firði. Eina lundabyggð i nágrenni
Reykjavíkur, þúsundir lunda.
Brottför frá Sundahöfn (Viðeyj-
arbryggju). Verð 700 kr., frítt f.
börn 15 ára og yngri. Gengið um
Viðey. Einstök ferð.
Miðvikudaginn 12. júni er kvöld-
ferð i Heiömörk, skógræktarferö
í skógarreit Ferðafélagsins.
Frítt.
Fyrirtaks ferðahelgi
14.-17. júni:
1. Þórsmörk - Langidalur.
2. Skaftafell - Kjós - Ingólfshöfði.
Er Skeiðarárhlaup í vændum?
3. Öræfajökull - Hvannadals-
hnjúkur (2.219 m.y.s.).
4. Öræfajökull - Hrútfjallstind-
ar (1.875 m.y.s.).
5. Látrabjarg - Rauðisandur.
Ath.: Ferðafélagið skipuleggur
mikið úrval sumarleyfis-, helgar-
og dagsferða. Kynnið ykkur hvað
er i boöi, ferðir við allra hæfi,
ótrúleg fjölbreytni. Félagsferðir
eru öllum opnar, en það borgar
sig samt að gerast félagi. Sum-
arleyfisferðir verða auglýstar í
sunnudagsblaðinu.
Ferðafélag Islands.
/J Nýja Postulakirkjan
t/^ Háaleitisbraut 58-60,
2. h. (Miðbær).
Sunnudagur 9/6
Guðþjónusta kl. 11.00. Texti
dagsins: Jesaja 32:17
Laugardagur 8/6
Kynning á Nýju Postulakirkjunni:
Bæklingar gefnir og fyrirspurn-
um svarað í Kolaportinu.
Verið velkomin.
ÚTIVIST
3RÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606
Sunnudagur9. júnf
Kl. 10.30: Heklugangan,
6. áfangi
Ferðin hefst í Skálholti og verður
gengið upp með Tungufljóti að
Faxa öðru nafni Vatnsleysufossi.
Skemmtileg leið sem liggur
ýmist um ásana vestan fljótsins
eða eftir bökkum þess.
Kl. 13.00: Marardalur
Gengið frá Nesjavallavegi um
Marardal, sem er hömrum girtur
dalur og fyrrum skemmtisvæði
Reykvíkinga. Síðan meðfram
Húsmúla og að Draugatjörn.
Brottför í báðar ferðirnar frá
BSÍ-bensínsölu. Hægt er að
koma í rútuna á leiöinni.
Sjáumst!
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænastund í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunar framundan
Sunnudag. Almenn samkoma
kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá.
Miðvikudag. Bíblíulestur kl.
20.30. Laugardag. Bænastund
kl. 20.30. Sautjánda júní helgi.
Mót í Kirkjulækjarkoti dagana
14.-17. júní.
Nánari upplýsingar í síma í
21111 eða 675359.
Hvrtasunnukirkjan Völvufelli
Fimmtudagur. Vakningar-
samkoma k^ 20.30.
Sálarrannsóknafélag
Suðurlands
Miðillinn Bill Lions starfar á veg-
um félagsins 6.-19. júní.
Upplýsingar um einkafundi í
síma 91-688704.
Félagið Zion, vinir ísraels
Opinber fundur í húsi Vegarins,
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, I dag
kl. 15.00.
Fjölbreytt dagskrá:
Hvers vegna israel?
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Hátíðir gyðinga:
Ólafur Jóhannsson.
Lofgjörðarfórn, veitingar.
Allir velkomnir.
Skyggnilýsingafundur
með miðlinum Bill Lions verður
mánudaginn 10. júní kl. 20.30 I
sal Stangveiðifélags Reykjavík-
ur, Háaleitisbraut 68.
Húsið opnað kl. 19.30.
Sálarrannsóknafélag
Suðurlands.