Morgunblaðið - 08.06.1991, Side 32
32
MÖRÓUNBLAÐID lAÚGARDAtíUR 8. JÚKÍ Í991
Minning:
Bæring Elísson
frá Bjarnarhöfn
Fæddur 9. maí 1899
Dáinn 30. maí 1991
Þá hefir nú þessi góði vinur minn
leyst hinar jarðnesku landfestar.
Farinn á vit nýrrar veraldar, sem
hann trúði og treysti á og var ekki
í vafa um að biðu sín verkefni á
æðri vettvangi. Það var ekki langt
í milli þeirra hjóna og eftir að hún
lést voru mikil umskipti á honum.
Bæring verður ekki lýst í fáum
orðum. Saga hans og fjölskyldu er
svo samofin þjóðlífinu, samofin því
að vinna landi og lýð gagn að betur
varð ekki á kosið. Vinnulúnar hend-
ur hans og hugurinnn þar á bak
við, sögðu samtíðinni margt og þeg-
ar hann var í Bjamarhöfn var gæfa
margra að eiga þau hjónin í ná-
grenni. Blómaskeið Bærings var á
þeim tíma sem menn urðu að láta
hendur standa fram úr ermum ef
þeir áttu ekki að verða undir í
kreppunni og einmitt þá lyfti hann
björgum og það mun Bjamarhöfn
lengi sýna. Og þegar hann flutti til
Stykkishólms, naut samfélagið þar
hans og fjölskyldu í ríkum mæli.
Þeir verða ekki taldir sem urðu
þeirra gæfu aðnjótandi að eiga hann
að vini, hafa leiðsögu hans og hjálp
gegnum árin og mun það ekki tí-
undað og ekki víst að það þjónaði
nokkrum tilgangi. Eitt veit ég að
það sem hann og þau hjón gátu
orðið nágrönnum sínum að liði, var
aldrei alheimt að kvöldi. Og ekki
veit ég til þess að hann skildi við
ævinnar æðsta verk í annars hönd
og ekki meir um það.
Hvort sem ég heimsótti þau hjón
í Bjamarhöfn, Borg eða dvalar-
heimilið var góðvildin og hlýjan
sama. Þegar þau fóru á dvalarheim-
ilið vissu þau að dagsverkinu var
lokið. Hann átti að vissu leyti erfitt
með að trúa því að svo væri, en
undir handleiðslu og hendi Guðs var
sjálfsagt að beygja sig. Drottinn
hafði verið þeim góður frá fyrstu
tíð.
Bæring var aldrei í vafa um að
mesta hamingjusporið var stigið
þegar fundum þeirra Árþóm Frið-
riksdóttur bar saman, gæti hann
aldrei þakkað til fulls.
Fyrir aðra og sveitarfélagið vann
Bæring með því hugarfari að eng-
inn tapaði á vinnunni hans og væri
gaman að hægt væri að segja slíkt
um sem flesta.
Opinbemm störfum sinnti hann
bæði hér og í Helgafellssveit, var
í hreppsnefnd og mörgum öðrum
nefndum og skyldurækinn var
hann.
Þetta er nú í fáum orðum mynd-
in sem ég á í huga mér af honum.
Góð mynd af sönnum þegni. Um
allt að hálfri öld naut ég hans sam-
fýlgdar og hlýju og það var ábyggi-
lega okkur báðum unaðarauki.
Nú við þessi tímamót, vil ég
þakka Bæring trausta og góða sam-
fylgd. Ég kveð hann þeirri kveðju
sem hann sagði svo oft: Guð veri
með þér.
Þökk og aftur þökk. Drottinn
blessi minningu góðs samferða-
manns.
Arni Helgason
í dag kveðjum við afa minn
Bæring Elísson. Hann andaðist á
St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi 30. maí, eftirrúmlegatveggja
mánaða legu. Örþreyttur og slitinn
leggst hann nú til hinstu hvíldar.
Já, löng er orðin leiðin hans afa,
rúm 92 ár. Farsæl lífsganga á enda
runnin.
Afi minn og amma Árþóra Frið-
riksdóttir hófu sinn búskap í
Reykjavík. Þar stundaði afí þá
vinnu sem til féll hverju sinni. Þar
til sumar eitt hann fer í vegavinnu
upp í Borgarfjörð. Þá kemur þar
til hans maður sem afa var ókunn-
ugur nema mvað hann vissi nafn
hans og að hann byggi í Reykjavík.
Sá ókunnugi biður afa að geyma
fyrir sig leðurskjóðu eina er hann
hafði með sér. Afí tekur við skjóð-
lést 7. júní sl.
t
STEFÁN BJÖRNSSON
fyrrum bóndi
á Grund t Svarfaðardal,
Dagbjört Ásgrímsdóttir.
t
Ástkær unnusti minn, faðir, bróðir, son-
ur og stjúpsonur,
KARL JÓHANN SIGHVATSSON,
tónlistarmaður,
sem lést af slysförum 2. júni síðastlið-
inn, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni
mánudaginn 10. júní kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á einkareikning Orgel-
sjóðs Þorlákskirkju nr. 7817 í Landsbankanum, Þorlákshöfn.
Sigríður H. Pálsdóttir,
Orri Grtmur Karlsson,
Sigurjón Sighvatsson,
Sighvatur Karlsson,
Ragnar Ingólfsson
og vandamenn.
t
Elskulegur,
ÞORLÁKUR EYJÓLFSSON,
Hryggjarseli 11,
áður Bragagötu 23,
andaðist í Landakotsspítala fimmtudaginn 6. júní.
Aðstandendur.
unni og bindur hana á sig innan
klæða. Þar var skjóðan svo um sum-
arið. Um haustið kemur sá ókunn-
ugi aftur að sækja skjóðuna. Hann
spyr þá afa hvort hann viti hvað
skjóðan hafí að geyma. Nei, það
vissi afí ekki. Sá ókunnugi opnar
þá skjóðuna og sýnir honum. Var
hún þá full af peningum.
Svo er það um veturinn að afí
sér Bjamarhöfnina auglýsta til sölu.
Hann fór þá að velta fyrir sér hvar
hann fengi peninga til kaupanna
ef af þeim gæti orðið. Þá kom skjóð-
an góða upp í huga hans. Jú, afí
leitar þennan ókunnuga mann uppi
og strax fékk hann lánaðar \ þús-
und krónur en það var kaupverð
býlisins.
Þessi saga segir meira en mörg
orð um það traust sem afí hafði
áunnið sér, þá ungur maður.
Árið 1932 fluttu þau síðan til
Bjamarhafnar í Helgafellssveit. Þar
bjugga þau ásamt bömum sínum
pg reyndar oft mörgum öðmm.
Störf til sveita voru önnur í þá daga,
ekki vom stórvirkar vinnuvélar eða
önnur nútímaþægindi. Þar var mik-
il erfíðisvinna, bæði á jörðinni og
einnig heyfong í eyjum.
Það er erfítt fyrir ungt fólk í dag
að setja sig í spor þeirra er þá hófu
búskap, með hendumar einar að
vopni.
Afí og amma áttu 19 góð ár í
Bjamarhöfn en þaðan lá leiðin að
Borg í Stykkishólmi. Þar héldu þau
áfram búskap. Auk þess stundaði
afí oft aðra vinnu samhliða bú-
skapnum.
Nú þegar afí hefur kvatt okkur
er margs að minnast frá bamsaldri
og til dagsins í dag. Við afí áttum
góðar stundir uppi á Stebbabletti
við leik og störf. I kringum lömbin
sem voru honum svo hugleikin, ég
þá smá stelpa. Fyrsta sinn sem ég
vann launaða vinnu var hjá afa við
afskurð á netum. Reyndar skar ég
nú ekkert af. Ég hélt í einhveija
spotta og fékk útborgað. Að fá út-
borgað í fyrsta sinn var stór stund.
Mörg aðfangadagskvöld áttum
við hjá afa og ömmu á Borg. Ég
man þann spenning sem fylgdi því
rétt fyrir jólin, hvort búið væri að
bjóða. Já, við áttum margar góðar
stundir á Borg.
Afí var athafnamaður mikill,
vann öllum stundum. Enda vildi
hann að hlutimir gengu. Hann
sagði oft „ég vil að það gangi“.
Þetta höfum við systkinin oft sagt
á góðri stundu og síðan fýlgir mik-
ill hlátur. Þá hugsum við öll til afa
og um okkur fara hlýjar tilfínning-
ar.
Hann hafði yndi af því nú síð-
ustu stundir að sjá fólk vinna, svo
rík var vinnan í hans huga.
Fyrir 3 árum fluttu þau afí og
amma á Dvalarheimili Stykkis-
hólms. En fyrir rúmu ári kvaddi
amma okkur. Þegar amma mín dó
missti afí mikið, stór hluti af afa
fór með ömmu.
Nú síðustu 8 mánuði sem afí bjó
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
eyddum við afí saman hluta úr degi.
Sá tími var okkur báðum mikils
virði. Þökk sé þeim sem á bakvið
það stóðu.
Síðasta ár var afa mínum erfítt.
Þess vegna vil ég hér þakka sér-
staklega öllum þeim sem lögðu sitt
af mörkum til þess að gera honum
ævikvöldið ánægjulegra.
Afí átti sér uppáhalds vísu sem
hann hafði mikið dálæti á. Vísan
er svona.
Ofærðin er alltaf jöfn
óðum kraftar dvína
blasir nú við Bjamarhöfn
og bráðum fer að hlýna.
Kannski segir þessi vísa okkur
eitthvað um það hversu sterkar
rætur hann átti úti í Bjamarhöfn.
Hafí elskulegur afi minn hjartans
þökk fyrir allt sem hann var mér.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(V. Briem.)
Hanna Jónsdóttir
Það er orðin fost venja hjá mér
að helga fæðingardag formæðra og
forfeðra minna minningunni um
framliðna vini mína.
Ég hef séð gleðina ljóma í augum
þeirra, vegna þess, þeir fínna mjög
vel að þeim er ekki gleymt, þeir
Minning:
• •
Om Amarsson
Fæddur 20. mars 1969 En þegar þið hlægið og syngið með glöðum
Dáinn 29. maí 1991 hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins:
Það var hringt í okkur á miðviku-
dagsmorgun og okkur tilkynnt að
besti vinur okkar væri dáinn. Við
sátum sem lömuð og spurðum okk-
ur sjálf „af hveiju Össi“? Við gátum
ekki trúað því og vonuðumst til að
hann myndi ganga inn um dymar
og heilsa okkur, hress eins og ævin-
lega. En hann kemur ekki aftur,
hans tími var kominn.
Þeir deyja ungir, sem guðimir
elska mest.
Ljúfur drengur hefur verið tekinn
frá okkur, drengur sem allir elsk-
uðu. Við skiljum ekki þegar svona
ungt fólk er tekið frá okkur. En
Erni er ætlað að sinna mikilvægum
verkefnum annars staðar.
Elsku Amar, Hanna, Guðni,
Gunna, Keii, Steinunn og Siggi
minn, við styrkjum ykkur í ykkar
miklu sorg. Öðrum aðstandendum
Amars okkar sem einnig eiga um
sárt að binda sendum við innilegar
vinarkveðjur.
Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta;
ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert-
ir mig og kvelur, þótt iátinn mig haldið...
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfír lífínu...
(Neistar frá sömu sólu.)
Vinarkveðja, Finnur og Hulla.
Össi frændi er dáinn. Þegar við
fréttum um lát hans og gerðum
okkur grein fyrir að hann kæmi
ekki aftur til okkar fóra minning-
amar að streyma. Allar þær stund-
ir sem við áttum með honum, komu
til okkar ljóslifandi. Við minnumst
tímanna sem við eyddum með hon-
um heima á Ytra-Hrauni og göngu-
ferðanna sem hann fór með okkur
um landareignina. Þar fræddi hann
okkur um allt sem hann vissi um
landið og hafði greinilega áhuga á
sögu þess og náttúrunni í heild
sinni.
Lífsgleði, skopskyn og einlægni
eru þeir þættir sem koma fyrst upp
í huga okkar er við minnumst Össa.
Alltaf sjáum við hann fyrir okkur
með bros á vör, enda er varla hægt
að segja að við höfum hitt hann
öðruvísi.
bindast manni enn traustari bönd-
um hreinnar og fölskvalausrar vin-
áttu. Framliðnir þrá þetta samstarf
við okkur, ég tel þetta fagurt dæmi
einlægni við framliðna ástvini, en
fe^urst er að biðja fyrir sálum fram-
liðinna.
Umhirða leiðanna í kirkjugarðin-
um skiptir líka verulega miklu máli
og vitjun að leiðunum. Þar dveljast
margir jarðbundnir andar og með
skyggnigáfunni má sjá á annað-
hvort reika fram og aftur hvíldar-
lausa, frá einu leiðinu til annars,
eða sitja á leiðum sjálfra sín, og
stundum er eins og þeir séu sár-
hryggir,
Fyrir nokkru varð mér gengið
fram hjá leiði, í einum af kirkju-
görðum Reykjavíkur, sem var mjög
úr sér gengið. Ég gat séð, að einu
sinni hafði það verið fallegt, en nú
virtist svo sem allir hefðu gleymt
hinum framliðna. Ég sá, með
skyggni minni, mann, 50-60 ára,
stóð við leiðið. Ég færði mig nær
honum og hann virtist skilja að ég
gæti séð hann og heyrt til hans.
Það er algengt um framliðna menn,
að þegar þeir séu orðnir lausir við
ringlið, sem kemur á eftir andlát-
inu, þá geti þeir séð, hvort sá mað-
ur, sem er frammi fyrir þeim, sé
miðill eða ekki. Maðurinn sagði við
mig: „Það eru allir búnir að gleyma
mér.“ Þetta varð mér umhugsunar-
efni. Hvað það er algengt að svipað
gerist: engu er jafn auðvelt að
gleyma og manneskjunum, af því
að ævinlega er einhver þess albúinn
að koma í stað þess framliðna og
þeir eru fáir, sem hugsa sér, að sá,
sem svo mikið gerði fyrir þá einu
sinni, sitji oft á leiði sínu, eftir að
hann er vaknaður í andaheiminum,
og sjái það, að þeir, sem hann lagði
sig í sölumar fyrir í jarðneska líf-
inu, hafí nú gleymt honum. Ég
spurði, hvort hann hefði heimsótt
konu sína og börn á heimilum
þeirra, hann játaði því. Við íslensk-
ir spíritistar og fyrram fundargestir
miðilsins Hafsteins Björnssonar vit-
um að menn flytja allt með sér inn
í eterheiminn nema jarðlíkamann:
alla hæfileika sína, skapgerðina,
persónuleikann, minnið, vináttu-
böndin, þetta eru allt eiginleikar
eterlíkamans, sem voru líka eigin-
leikar hins jarðneska líkama.
Þessi grein er skrifuð í minningu
góðvinar míns, sem flutti yfír til
hærri sviða hinn 30. maí sl. nýlega
orðinn 92 ára að aldri. Eg sendi
honum kveðju hér í Morgunblaðinu
9. maí 1989, vegna níræðisafmælis
hans og vísa til hennar um nánasta
hið jarðneska umhverfís hans.
Ég votta börnum hans og öðrum
nánum ættingjum mína dýpstu
samúð.
Helgi Falur Vigfússon
Eftir að hann hóf nám við Iðn-
skólann í Reykjavík fengum við að
sjá hann oftar. I göngum sínum um
höfuðborgarsvæðið bankaði hann
oft upp á hjá okkur og gladdi okk-
ur með nærveru sinni. Oft fengu
margir brandaramir að fjúka í þeim
heimsóknum. Einnig rákumst við
oft á hann óvænt í bænum og allt-
af gaf hann sér tíma til að stoppa
og spjalla.
Þó svo við hefðum kosið að eiga
mikið fleiri stundir með honum
Össa okkar erum við innilega þakk-