Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 33
33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
RagnhHdur Oskars
dóttir - Minning
Fædd 21. desember 1935
Dáin 31. maí 1991
Afi minn og amma, Óskar og
Guðrún í Bjarnabænum á Sauðár-
króki, eignuðust þijú börn. Elst er
mamma mín Ingibjörg, næstur
Bjarni Páll og yngst Ragnhildur,
alltaf kölluð Lóa.
Þegar ég var lítill lést amma
Guðrún aðeins 55 ára gömul úr
krabbameini en þá var Lóa frænka
20 ára gömul, nú 35 árum síðar
fellur dóttir hennar úr þessum sjúk-
dómi á svipuðum aldri.
A þessum árum bjó fjölskylda
mín í suðurbænum, bræður mínir
tveir_ nokkrum árum yngri en ég
og Óskar bróðir nokkrum árum
eldri. íbúðarbyggð var þá í mótun
þarna í syðri bænum og þótti mér
fýsilegra að leika mér í ytri bænum
á Króknum þar sem afi bjó og sótti
ég þangað seint og snemma. Lóa
frænka og Palli frændi bjuggu þá
heima hjá afa í gamla Bjarnabæn-
um við Skógargötuna og þaðan eru
mi'nar bestu minningar barnæsk-
unnar. Mín fyrsta minning um Lóu
frænku, sem ég minnist í þessari
grein í dag, var þegar hún hafði
farið á kvennaskóla á Laugalandi
í Eyjafirði heilan vetur og kom heim
um vorið með geislandi hlátur og
glampa í augum, forfrömuð og full-
vaxta kona.
Ég laðaðist snemma að henni og
fór daglega gangandi úr syðri bæn-
um út í Skógargötu 7 til Lóu sem
sá um allt heimilishald í litla húsinu
sem fósturfaðir afa, Bjarni Jónsson
formaður, hafði byggt og búið {til
dauðadags.
Þeir sem muna Lóu á þessum
árum minnast þess að hún var glæs-
ileg stúlka með dularfulla reisn í
allri framkomu og stundum svolítið
fjarrænan svip í augunum. Mér
fannst hún fallegasta kona í heimi
og þar sem mamma hafði yfrið nóg
með að sinna bræðrum mínum
tveimur á unga aldri leitaði ég sí-
fellt til afa, Palla og Lóu og átti
þar mitt annað heimili árum sam-
an. Það voru því þau þijú sem tóku
þátt í uppeldi mínu að stórum hluta
og það var t.d. Lóa sem kenndi
mér á klukku.
Sérstaklega man ég eftir sunnu-
dagsborðhaldi í gamla Bjarnabæn-
um; Lóa steikti læri, blandaði sam-
an gosi og malti, bjó til búðinga
og allskonar eftirrétti og tertur og
lát fyrir það eitt að hafa fengið að
kynnast honum. Hann hefur nú
sagt skilið við þennan heim en
minningin um góðan og glaðlyndan
frænda mun lifa með okkur afram.
Halla og ívar
Þann 29. maí sl. var okkur til-
kynnt það að Össi, eins og hann
var ætíð kallaður, væri fallinn frá.
Þessar fregnir komu eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Össi var kær vin-
ur og frændi, hress og lífsglaður,
alltaf með glens og grín á vörunum,
þess vegna er það mikið áfall fyrir
okkur öll að hann skuli vera tekinn
frá okkur svona unggr, það veit
enginn hvenær tekapárinn kallar
okkur til sín. Þess'vegna spyr mað-
ur, af hvetju hann, af hvetju ekki
þeir sem vilja1 fara? Þessari spurn-
ingu verður ekki svarað. Össi var
nýbúinn að Iæra það sem hann
hafði áhuga á og var bytjaður að
vinna við það þegar kallið kom.
Hann spilaði mikið fótbolta, stund-
aði júdó og tefldi skák.
Össi stóð sig alltaf vel í því sem
hann tók sér fyrir hendur og vildi
ávallt gera betur. Hann var alltaf
tilbúinn að veita hjálparhönd þegar
til hans var leitað.
Elsku Hanna, Arnar og fjöl-
skylda, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð við þennan mikla
missi. Guð veiti ykkur styrk, blessuð
sé minning hans.
Jón Geir, Laufey og Sigrún
við sátum svo saman öll fjögur inni
í stofunni og borðuðum ósvikinn
sunnudagsmat.
Þetta þróaðist þannig að ég hélt
meira og minna til hjá þeim í
Bjarnabænum á hveijum degi fram
á unglingsár og á þeim árum var
Lóa frænka einn minn besti vinur.
Aðdáun mín á henni var ótakmörk-
uð enda hafði hún svo margt til
brunns að bera. Hún var ekki bara
glæsileg kona heldur líka góð
manneskja. Stundum sat hún og
saumaði eða hún tók fram gítarinn
og söng dægurlög upp úr heftinu
„Nýir danslagatextar“ og nokkra
vetur lék hún með Leikfélaginu á
Sauðárkróki. Það kom auðvitað
engum á óvart sem til þekktu að
Lóa gæti leikið svo eftirminnileg
sem amma Guðrún var gömlum
Króksurum í margskonar leikhlut-
verkum. Og Lóa fór að leika og
alltaf fékk ég að skröltast með
henni á æfingar og „general“-pruf-
ur. Og þetta tókst allt vel hjá henni
og afí sem sótti allar leiksýningar
var ánægður með frammistöðuy
hennar og ég ... mér fannst hún
bera af á öllum sýningunum.
Meðan Lóa var ógift og bjó enn
heima í Bjarnabænum gerðist það
eitt sinn að vinkonur af kvennaskól-
anum hennar komu í heimsókn sem
ekki væri í frásögur færandi ef
ekki hefði hún uppgötvað að her-
bergið hennar var skammarlega lít-
ið svo að stúlkurnar ætluðu varla
að geta sest þar inn vegna þrengsla.
Herbergi þetta var inn af eldhúsinu
og mun hafa verið herbergi þeirra
Ingu og Páls, foreldra ömmu Guð-
rúnar. En nú missti Lóa þolinmæð-
ina og heimtaði bara breytingar á
gamla húsinu og það sem fyrst!
Og á undraverðum hraða byggðu
afi og Palli viðbyggingu við
Bjarnabæinn með stóru herbergi
fyrir Lóu, góðu baðherbergi og
stóru þvottahúsi. Gerði Lóa svo
herbergið vistlegt og þægilegt á
smekklegan hátt þeirra tíma. „Þetta
er eins og í útlöndum, þetta er svo
fínt,“ sagði Þórður á Stöðinni, og
svo bætti hann við „hvaða vitleysa
er þetta, fer stelpan ekki að gifta
sig og flytja burtu.“ Ég hafði aldrei
tekið það með í reikninginn að Lóa
tæki upp á því að gifta sig.
Þegar ein aðal matvöruverslun
Kaupfélags Skagfirðinga var á
Freyjugötunni starfaði Lóa þar inn-
anbúðar. Daglegar ferðir eftir mjólk
og fískstykki enduðu ávallt í búð-
inni hjá Lóu sem oftar en ekki
renndi upp í mig mola af sælgæti.
Þar var þá verslunarstjóri Sveinn
Guðmundsson og þótti mér ávallt
reisn yfir honum og fasið öruggt
og ákveðið, ég var því svolítið mont-
in þegar ég uppgötvaði samdrátt
þeirra Lóu og Sveins. Þar sem ég
var eins og skugginn hennar Lóu
fór ég nokkrum sinnum út að keyra
með þeim í tilhugalífi þeirra. Þessi
ráðahagur var mér að skapi og
Fæddur 11. febrúar 1910
Dáinn 29. maí 1991
Mig langar í örfáum orðum að
minnast vinar míns Guðmundar
Valdimarssonar og þakka honum
samvinnuna.
Gummi var búinn að vera veikur
lengi og lést í Landspítalanum 29.
maí. Guð gefur og Guð tekur segir
máltækið og nú hefur vinur minn
Gummi kvatt þennan heim. Ég, sem
þessar línur rita, kynntist honum
fyrit- rúmum 12 árum, eða þegar
móðir mínn flutti með mig pínulít-
inn í Fannborg 1 í íbúð við hliðina
á Gumma. Við urðum miklir vinir
og gerðum margt skemmtilegt. Oft
gat hann brosað þegar ég kom til
glæsileg voru þau saman.
Það gerist síðan í lífí Lóu frænku
að hún gengut- í hjónaband með
Sveini Guðmundssyni, síðar lands-
þekktum hestamanni, og eignast
þau tvo drengi, Guðmund og Oskar
Pál. Það var örugglega vel ígrunduð
ákvörðun hjá þeim báðum að ganga
í hjónaband og farsæl því jöfnuður
var þeim og gagnkvæm virðing og
djúp ást. Þetta segi ég því að svo
vel fylgdist ég með lífí þeirra hjóna
vegna hins sterka sambands okkar
Lóu og Iíka vegna hins að bærinn
var lítill á þeim árum og samskipti
nokkuð náin. Alltaf þegar Lóa sagði
mér af Sveini var aðdáun hennar
fölskvalaus á lífsstarfi hans með
hestunum og þó skulu þeir sem
þetta lesa vita að hrossin tóku mik-
inn tíma frá hefðbundnu fjölskyldu-
lífi og ekki alltaf auðvelt að stilla
saman samverustundirnar. En sam-
hent voru þau hjónin og það fundu
þeir fjölmörgu hestamenn sem
heimsóttu þau í þeim erindum að
ræða við Svein unt hesta. Ekki veit
ég hversu vel og náið Lóa fylgdist
með hrossunum en hún vissi nóg
fyrir sig.
Lóa frænka hafði meðfæddan
listrænan streng í hjartanu. Þessi
listræni strengur var sterkur og
traustur og hann þandist og styrkt-
ist með þátttöku Lóu í söngstarfí í
kirkjukór Sauðárkrókskirkju á síð-
ustu árum en þar var hún aflmikill
drifkraftur. Með kirkjukórnum söng
hún í fjölda mörg ár og einsöngur
hennar með kórnum er eftirminni-
legur okkur sem hann heyrðum.
Þátttaka hennar í sönglífinu á
Króknum var henni afar mikils
virði. Fyrir ári sátum við á veitinga-
húsi í Reykjavík og ræddum um
sönginn. Lóa hafði komið til Reykja-
víkur til að kaupa húsgögn í nýja
íbúð sem hún var að flytja í ásamt
Sveini eiginmanni sínum. Þá barst
talið að tilteknu lagi sem ég til-
greindi en mundi ekki hvernig
hljómaði, raulaði þá Lóa þetta norð-
lenska lag fyrir okkur það hátt að
allir heyrðu á nærliggjandi borðum
og allt datt í dúnalogn. Rödd Lóu
var mjúk og áferðarfalleg með dill-
andi titringi. Við gleymdum stað
og stund við þennan flutning og
söngurinn er greiptur í minningunni
um ókomin ár.
Lóa frænka hafði geislandi fína
kímnigáfu, gat verið stríðin og
glettin og hafði skemmtilega frá-
hans á morgnana á náttfötunum til
að ná í jólakökusneiðina mína og
kókið og sátum við síðan og spjöll-
uðum saman. Hann var alltaf ljúf-
ur, góður og nærgætinn.
Mínum elskulega vini þakka ég
fyrir allar yndislegu stundirnar á
liðnum árum. Þær munu geymast
í hjarta mínu um ókomin ár.
Þér ástvinir eyðið nú hörntum
og afþerrið tárin af hvörmum.
Við endalok útlegðar nauða
hið algjöra líf vinnst í dauða.
(Ur Skólaljóðum)
Ástvinum Gumma sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur og bið algóð-
an Guð að lýsa-þeim og varðveita
þau um ókomin ár. N
Hilmar Þór Reynisson
sagnargáfu þegar spaugileg atvik
voru til frásagnar. Meðan Lóa vann
á símanum á Króknum, spjölluðum
við saman oft í viku og þá sggði
hún mér oft af broslegum atvikum
á Króknum og þá var oft rnikið
hlegið og flímað með menn og
málefni.
Fyrsta Sæluvikuballið setn ég
sótti var vorið 1966, þá sextán ára
gamall. Eftir að hafa fylgst með
dansleiknum og hljómsveitinni fór
ég niður í Græna sal. Þar sat Lóa
við borð með glatnpa í augum, bros-
andi og hún bauð ,mér og drykk í
glas. Fór hún síðan að benda mér
á að syngja hressilega nteð „kórn-
um“ í Græna salnum en þar sem
ég kunni ekki textana fylgdist ég
þess betur nteð þeint sem sungu
með. Lóa tók þátt í söngnunt af
mikilii glettni fannst mér. Hún söng
gjarnan einhverja rödd í laginu og
hélt þá tóninum titrandi mjúkum
og með nokkrum „víbrasjónum"
sem enduðu í sveiflum. Lagði ég
þetta vel á minnið og Iék síðan fyr-
ir bræður mína margsinnis við
ntikla kátínu þeirra. llafði ég þá
munninn lokaðan og lygndi aftur
augunum og söng innaní mér með
lokaðan munninn og löngum víbra-
sjónum sem gerðu lagið óþekkjan-
legt. Frétti Lóa af þessu og bað
mig einu sinni, kankvís á svip, að
lofa sér að heyra hvernig ég hermdi
eftir henni, sem ég gerði og hló hún
að þessu gríni mínu.
En lífið er ekki bara Græni salur-
inn og Sæluvikan, það er alvaran
og lífsbaráttan og tilgangurinn með
þessu lífi sem er spurning sem
brennur á mér þegar ég skrifa þess-
ar línur. Þótt Lóa væri oft brosandi
og glettin var hún í tali varkár í
dómum sínum um fólk og málefni.
Mér fannst hún afar mannglögg
og næm á þann þokka sem hver
og einn býður af sér. Mér er minnis-
stætt hversu hlýlega hún talaði um
tengdadætur sínar við mig og
tengdaforeldra sona sinna. Það hef
ég lært af henni og það hefur hún
haft eftir Óskari afa, að vera sann-
gjarn og réttsýnn og sýna samferð-
afólkinu skilning og hlýju. Sonum
sínum var hún hlý, skilningsrík
móðir og frábær félagi, eiginmanni
traust eiginkona og lífsförunautur.
Okkur öllum, sínum nánustu, var
hún sönn og ósvikin samferðarkona
í þessu lífi. Nú er hennar vegferð
lokið á meðal okkar, alltof stutt var
þessi ferð, svo margs var að njóta
og lifa fyrir.
Eiginmanni, sonum, tengdadætr-
um og nánustu ættingjum óska ég
að góður Guð styðji og styrki í sár-
urn söknuði.
Bjarni D. Jónsson
Kaupmenn,
innkaupastjórar
SÓL-
GLERAUGU
Otrúlegt úrval
af dömu-, herra-,
unglinga- og
barnasólgleraugum.
Einnig skíðasólgleraugu.
Frábært verð
HOLLENSKA
VERSLUN ARFÉLAGIÐ
Borgartúni 18
Sími 61 88 99 Fax 62 63 55
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi Qg hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
t
Eiginmaður minn,
YNGVI MARKÚSSON,
Oddsparti,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 5. júnf.
Sigríður Magnúsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför
BENEDIKTS ÁG. GUÐJÓNSSONAR,
Nefsholti. -
Kristin Benediktsdóttir,
Málfríður Benediktsdóttir,
Auður Ása Benediktsdóttir,
Teitur Benediktsson,
Einar Benediktsson,
Jóna Veiga Benediktsdóttir,
Guðný Finna Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Guðfinnsson,
Vigdís Jónsdóttir,
Ragna Ólafsdóttir,
Karl Þórðarson,
Olgeir Engilbertsson,
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför systur minnar og móðursystur,
GEIRÞRÚÐAR J. ÁSGEIRSDÓTTUR KÚLD.
Margrét Ásgeirsdóttir,
Aðalbjörg Björnsdóttir.
Guðmundur Valdi-
marsson - Kveðjuorð