Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
IKBAAim
© 1991 Jim Unger/Distributed bv Universal Press Syndicate
# þ>GLU skiptco um <± rúmunum ck huerjum
'dtql. £9 fim OLdreL mitt ! "
Ast er...
að skynja nálægð
hennar.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 LosAngeles Times Syndicate
Með
morgimkaffinu
Þennan tek ég orða-
laust...
Við höfðum einfaldlega
ekki efni á tjaldinu líka á
þessu ári.
Hugleiðing um ál-
ver og raforkuverð
Allmiklar umræður hafa verið
um fyrirhugað álver og eru ekki
allir hrifnir af því að það verði
reist. Kemur þar til kasta um-
hverfisvemdarsinna en þeir hafa
nú óneitanlega töluvert til síns
máls. Þó má spyija sig að hvort
Gallabux-
um stolið
Einhver óprúttinn gerðist
svo djarfur síðastliðið miðviku-
dagskvöld að 'stela nýlegum
Levis-kvengallabuxum af
snúru í norðurbænum í Hafnar-
firði, þar sem þær höfðu verið
hengdar út til þerris.
Eigandi gallabuxnanna skor-
ar á fólk í nágrenninu, sem
orðið hefur vart við hinn ópr-
úttna þjóf, að gefa sig fram
við eiganda buxnanna í síma
52557. Einnig er þjófnum gef-
inn kostur á að hengja buxurn-
ar aftur upp á snúruna, þar sem
klemmurnar hanga enn.
svona verksmiðja sé mikill meng-
unarvaldur t.d. í samanburði við
einkabílinn sem veldur mikilli
loftmengun. Flest atvinnufyrir-
tæki valda einhverri mengun og
ekki getum við lokað öllum fyrir-
tækjum til að koma í veg fyrir
mengun. Ailir fiokkar vilja þó
halda uppi fullri atvinnu hér í
landinu en það mun varla takast
nema álverið komi. Fyrirsjáanieg-
ur er niðurskurður í landbúnaði
og 'v staðinn verður auðvitað að
skapa ný atvinnutækifæri. Því
miður er hætt við að sjávarútveg-
urinn gefi ekki meira af sér næstu
árin en hann gefur nú, þar verður
því ekki um aukningu að ræða.
Stóri draumurinn um fiskeldið
heyrir víst fortíðinni til og sama
er að segja um loðdýrabúin. Hval-
veiðar munum við heldur ekki
stunda á næstunni ef þær verða
þá nokkurn tíma stundaðar á ný.
Það virðist ekki bjart framundan
hvað atvinnulífið varðar en stór-
framkvæmd eins og álverið myndi
skipta sköpum.
• Talað er um að ekki muni fást
nema tiltölulega lágt raforkuverð
og er það auðvitað mínus. Sú
spurning vaknar hins vegar í þessu
sambandi hvers vegna rafmagn
hér á landi er svona dýrt — þrátt
fyrir mjög hagkvæm skilyrði erum
við með eitthvert dýrasta rafmagn
í allri Evrópu. Spurningin er hvort
þarna hafi ekki full margir komist
á spenann og rekstrarkerfið hjá
Rafmagnsveitunum, með öllum
þessum „stjórum“ sé ekki full dýrt
og hægt væri að lækka fram-
leiðsluverð rafmagnsins verulega
með því að létta þar á jötunni.
Lægra raforkuverð myndi koma
sér vel fyrir aðra atvinnustarfsemi
og svo að sjálfsögðu fyrir hinn
almenna neytanda sem þarf að
borga fimm krónur og þrjá aura
fyrir hveija kílówattstund, hvorki
meira né minna.
Borgari
Þessir hringdu . .
Ófullnægjandi
verðmerkingar
Viðskiptavinur hringdi:
„Mér skilst að samkvæmt lögum
eigi skilyrðislaust að verðmerkja
aliar vörur sem eru til sýnis í búð-
argluggum. Sýnist mér all mikili
misbrestur á að farið sé eftir þess-
um lögum. Það er mikið hirðuleysi
hjá kaupmönnum að sinna ekki
þessari skyldu og dettur manni í
hug að eftirlitið sé lítið sem ekk-
ert. Væri ekki vanþörf á að gera
átak í þessu rnáli."
Hjól í óskilum
Bleikt kvenhjól fannst við
Grandaveg. Eigandi hafi samband
í síma 675684.
Úr
Svart úr með svörtu leðurbandi
tapaðist fyrir framan verslunina
Ljós og orka í Skeifunni 19 mánu-
daginn 3. júní og sást til tveggja
telpna sem trúlega hafa tekið það
upp. Vinsamlegast hringið í síma
84488 ef það hefur fundist.
Gleraugu
Lesgleraugu með ljósrauðri um-
gerð töpuðust 1. eða 2. júní.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 681074.
Kettlingur
Lítill svartur og hvítur kettling-
ur fannst í Réttarholtsskólanum
fyrir skömmu. Hann er í gæslu í
Asgarði 161 og síminn er 35919.
Týndur köttur
Grár fressköttur fór að heiman
frá sér að Vesturvör 13 föstudag-
inn 31. maí. Hann var með appels-
ínugul ól með svörturm hjörtum.
Vinsamlegast hringið í síma 71451
eða Dýraspítalann ef hann hefur
Besti
þulurinn
Mig langar til að óska útvarpinu
til hamingju með að vera búnir að
fá Sigríði Guðmundsdóttur aftur til
starfa. Mér finnst hún vera lang-
besti þulurinn sem útvarpið hefur.
Það er virkilega gaman að heyra
þennan fallega norðlenska fram-
burð hennar og hún mismælir sig
næstum aldrei. Það er feikilega
mikill munur að hlusta á þannig
þul, þó hinir séu líka góðir, þá mis-
mæla sumir þeirra sig stundum.
Þeir leiðrétta sig ailtaf og gera það
alltaf rétt og ég veit að þetta getur
komið fyrir alla og maður á ekki
að láta slíkt fara í taugarnar á sér.
Það gera allir sitt besta. En mér
finnst mikill munur á fréttunum
þegar Sigríður les og finnst ástæða
til að þakka útvarpinu það framtak
að fá hana aftur.
Fréttafíkill
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrífar
Ffyrir skömmu hófust fram-
kvæmdir við lagfæringu á
gatnamótum Bústaðavegar og
Réttarholtsvegar og skildist Vík-
verja að ætlunin væri að búa til
beygjuakreinar. Þegar fram-
kvæmdir eru komnar á nokkurn
rekspöl sér Víkveiji ekki betur, en
að markmiðið hafi verið annað og
meira með þessum lagfæringum,
nefnilega breikkun Bústaðavegar.
Beyjuakreinarnar eru a.m.k. þær
lengstu sem Víkverji hefur séð. Að
mati Víkverja verður þessi dulbúna
breikkun Bústaðavegarins til þess
að auka umferðarþungann, sem svo
saftnarlega var ekki á bætandi.
Borgaryfirvöld geta ekki leyft sér
að breyta hverfisgötu smám saman
í hraðbraut gegn vilja íbúanna, sem
hafa m.a. óskað eftir því að umferð-
arþunga verði létt af götunni með
því að banna vinstri beygju inn á
hana frá Breiðholtsbraut. Bústaða-
vegurinn gengur þvert í gegnum
íbúðahverfi og yfir hann þurfa börn
hverfisins að ganga til að sækja
skóla. Sérstaklega er þetta var-
hugavert gagnvart yngstu börnun-
um í Fossvogi, sem þurfa að sækja
sundkennslu í Breiðagerðisskóla,
ofan Bústaðavegar. Fyrst borgar-
yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að
auka smám saman umferðarþunga
á Bústaðavegi, þá verða þau líka
að leysa vanda barnanna með því
að byggja sundlaug við Fossvogs-
skóla. Slík framkvæmd gæti jafnvel
verið í samvinnu við íþróttafélagið
Víking, sem er að-byggja sér fram-
tíðaraðstöðu aðeins austar í daln-
um.
xxx
Markaðsmál íslands hafa verið
í brennidepli á undanförnum
misserum, sérstaklega í tengslum
við tillögur svokallaðrar framtíðar-
nefndar. Okkur er umhugað að
koma nafni Islands á loft og við
vinnum okkur ímynd hollustu og
hreinleika. Ymsar aðferðir eru ör-
ugglega til svo nafn Islands stimpl-
ist inn í hugi_ útlendinga. Ein leiðin
er að koma íslandi inn í tölvuleiki,
en það sá Víkveiji fyrir skömmu.
Um var að ræða tölvuleik sem heit-
ir „Hvar í veröldinni er Carmen
Sandiego?“ og gengur út á það að
notandinn setur sig í spor leynilög-
reglumanns, sem leitar glæpa-
manna og getur fengið ýmsar vís-
bendingar, sem leiða hann á sporið.
Þegar leynilögreglumaðurinn fær
t.d. þær upplýsingar, að glæpamað-
urinn hafí spurst fyrir um lamba-
kjöt á hann að átta sig á því, að
leiðin liggi til íslands. Mjög ólíklegt
er að framleiðsluráð landbúnaðarins
hafi haft frumleik til að koma
lambakjötinu á framfæri með þess-
um hætti, heldur sé um einskæra
tilviljun að ræða að ísland varð
fyrir valinu sem einn áfangastaður
leiksins. Þetta leiðir hins vegar hug-
ann að því að jafnvel ólíklegustu
aðferðir markaðsmála gætu skilað
árangri, þó þær hefðbundnu virðist
stundum gagnslausar.