Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 43
JOHOM
y
Asgeir
Zelezny
ÍÞRÖmR
FOLK
■ ÁSGEIR Sigurvinsson knatt-
spyrnukappi úr Vestmannaeyjum
hefur stofnað ferðaskrifstofu í
Þýskalandi ásamt Davíð Jóhanns-
syni. Ferðaskrifstofan nefnist
Lundi Tour Reisen og hefur aðset-
ur í Hamborg og er Davíð fram-
kvæmdastjóri. Þetta kemur fram í
blaðinu Fréttir sem gefið er út í
Eyjum.
■ JÓHANNES Guðmundsson,
88 ára, úr HSK, mun taka þátt í
Kappamóti öldunga í Laugardal
í dag. Jóhannes keppir í 100 m
htaupi, en hann á íslandsmet í í 80
ára flokki, 19,6 sek. og í 85 ára
flokki^ 19.8 sek.
■ PETUR Óskarsson úr 2. deild-
arliði Fylkis var úrskurðaður í eins
leiks bann af Aganefnd KSÍ á fundi
á þriðjudaginn vegna brottvísunar
í leik Fylkis og Grindavíkur 30.
maí. Hann tekur út leikbann í bikar-
leiknum gegn Bolungarvík í dag.
■ KARL Guðlaugsson, sem leik-
ið hefur með ÍR í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, hefur ákveðið að
leika með Snæfelli í Stykkishólmi
í úrvalsdeildinni næsta vetur.
■ BIRGIR Öm Birgisson, sund-
maður úr Vestra, hlaut Gíslabikar-
inn fyrir besta afrekið á Gíslamót-
inu sem fram fór á ísafirði 25.-26.
maí síðastliðinn. Mótið er árlegt og
er haldið til minningar um Gísla
Kristjánsson sem var forstöðumað-
ur Sundhallar ísafjarðar og sund-
kennari um áraraðir.
■ JAN Zelezny frá Tékkósló-
vakíu náði í vikunni fjórða besta
árangri eftir að spjótinu var breytt
— er hann kastaði 90,40 m á móti
í Bratislava. Þetta er tæpum metra
lengra en heimsmet Tékkans, sem
hann átti í sex daga í fyrrasumar,
en Finninn Seppo Raty á nú heims-
metið, kastaði 96,96 m um sl. helgi.
■ RÁTY notar nýtt sænskt spjót,
en Zelezny ungverska Nemeth-svo-
kallaða. „Hið ótrúlega kast Ratys '
hræddi mig ekki. Það er ekki víst
að það met verði staðfest," sagði
Zelezny eftir mótið.
■ RON Atkinson, framkvæmda-
stjóri Sheffield Wednesday, sagði
í fyrradag starfí sínu lausu og tók
síðan við stjóminni hjá Aston Villa
> gær. ■ atkin-
FráBob SON skrifaði undir
Hennessy nýjan samning, sem
ÍEnglandi gilti til 1993, við
Wednesday, í
síðustu viku og forráðamenn flags-
ins lýstu því yfir í gær að þeir
myndu fara í mál við hann.
■ DAVID Pleat hefur ákveðið að
taka tilboði Luton um að geras'
framkvæmdastjóri liðsins á ný.
■ LEEDS hefur boðið Derby
þijár milljónir sterlingspunda í
framheijann Dean Saunders hjá
Derby. Mörg félög hafa áhuga á
honum, en Howard Wilkinson,
stjóri Leeds, hefur tjáð forráða-
-mönnum Derby að hann sé tilbúinn
að hækka hvert það tilboð sem fé-
laginu berist annars staðar frá —
hann sé staðráðinn að næla í
Saunders.
■ LEEDS hefur þegar keypt
Wallace-tvíburana, Rodney og
Ron, frá Southampton og Tony
Dorigo frá Chelsea.
■ CARL S/intíhefur skrifað undir
nýjan samning við Leeds til tveggja
ára.
■ NORWICH borgaði metupp-
hæð þegar félagið keypti miðheij-
annDarren Beckford frá Port
Vale í gær á eina milljón stelings-
pund. Hann er 24 ára og skoraði
22 mörk sl. keppnistímabil.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991
Morgunblaðið/SigfOs G. Guðmundsson
Ágúst Gylfason, leikmaður Vals, í baráttu við Eyjamanninn Elías Friðriksson. Ágúst leikur gegn fyrrum félögum sínum í Fram á Laugardalsvellinum á
mánudagskvöldið.
„Leikgleðina hefur vantað
hjá leikmönnum Fram“
- segir Hólmbert Friðjónsson, sem spáir í leiki helgarinnar í 1. deild
„BYRJUNARSPENNA hefur
sett sinn svip á leikina í fyrstu
tveimur umferðunum í 1. deild-
arkeppninni. Leikmenn liða-
anna eru í mjög góðri leikæf-
ingu, en það hefur ekki komið
fram íleikjum liðanna enn sem
komið er,“ sagði Hólmbert
Friðjónsson, þjálfari 21 árs
landsliðsins, sem spáir f leiki
helgarinnar.
Hólmbert sagði að upp úr þessu
færu liðin að leika betri knatt-
spyrnu. „Blikunum tókst það ágæt-
lega gegn KA á dögunum, en þess
má þó geta að mótspyman var ekki
ekki mikil." Tveir toppleikir verða
um helgina. Víkingar fá KR-inga í
heimsókn og Valsmenn sækja
Framara heim á Laugardalsvöllinn.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Mjólkurbikarkeppnin - 2. umferð:
Akranes - Árvakur.............5:0
Bjarki Gunnlaugsson (27.), Karl Þórðarson
(28.), Alexander Högnason (34.), Amar
Gunnlaugsson (42.), Brandur Siguijónsson
(78.).
BStaðan [ leikhléi, 4:0. Áhorfendur: Um
400. Yfirburðir Skagamanna voru miklir,
sem sést best á þvf að að Árvakur komst
næst marki þeirra þegar þeir fengu sina
einu homspyrnu í leiknum, í síðari hálfa-
leik. Besti maður vallarins var Karl Þórðar-
son, 36 ára.
Dalvík - Völsungur............2:1
Gísli Davíðsson, Ágúst Sigurðsson - Hörð-
ur Benónýsson.
■ Staðan var, 1:0, fyrir Dalvík í leikhléi.
Áhorfendur: 120 greiddu aðgangseyri.
Tennis
Opna franska meistaramótið
Einliðaleikur karla - undanúrslit:
4-Andre Agassi (Bandaríkj.) vann 2-Boris
Beeker (Þýskalandi) 7-5, 6-3, 3-6, 6-1.
!Wim Courier (Bandaríkj.) vann 12-Michael
Stich (Þýskalandi) 6-2,6-7 (8-10), 6-2,6-4.
■Andre Agassi og Jim Courier em fyrstu
Bandarikjamennimir sem leika til úrslita f
opna franksa meistaramótinu 37 ár. Báðir
unnu þeir Þjóðveija, sem vom í sigurliði
V-Þýskalands í Davis Cup.
KR með sterkan hóp
„KR-ingar eru með mjög jafnan
og sterkan hóp leikmanna. Pétur
Pétursson er kominn á ferðina á
ný og styrkir hann KR-liðið mikið.
Þá er Ragnar Margeirsson að ná
sér á strik eftir meiðsli. Þessir tveir
leikmenn skipta KR-liðið miklu
máli og gera sóknarleik liðsins
grimmari. Víkingar eru með
skemmtilega blöndu af leikmönn-
um. Varnarleikur liðsins er þó ekki
nægilega sterkur," sagði Hólmbert.
Spáin: 0:1.
Leikgleóina vantar hjá Fram
„Það hefur verið dauft yfir leik
Framliðsins og sóknarmenn þess
hafa ekki náð að skora. Leikgleðina
hefur vantað hjá íslandsmeisturun-
um, þannig að Framárar hafa ekki
náð að sýna hvað í þeim býr. Þeir
mæta örugglega grimmir til leiks
gegn Valsmönnum, enda skiptir
leikurinn miklu máli fyrir þá. Þor-
valdur Örlygsson mun styrkja
Framliðið, en spurningin er hvort
að hann falli inn í leik liðsins í
fyrstu leikjum sínum með því. Það
tekur alltaf tíma að aðlaga sig nýj-
um aðstæðum og það er erfitt fyrir
Þorvald að byija gegn Val. Vals-
menn hafa sýnt mikla baráttu og
hafa nælt sér í öll þau stig sem
hafa verið í boði, en stigin skipta
miklu máli í harðri baráttu eins og
er í 1. deild. Valsmenn eru með
marga mjög góða einstaklinga, en
þeir hafa þó ekki sýnt þá knatt-
spyrnu sem þeir geta og hafa hæfi-
leika til að leika.“
Sþáin: 2:1.
Vantar samvinnu hjá KA
„Leikmenn KA ætla sér örugg-
lega sigur gegn Stjörnunni - til að
sitja ekki eftir. Þeir verða að vinna
hvernig svo sem þeir fara að því.
KA-liðið hefur ekki verið nægilega
samstillt og leikmenn verða að
vinna saman til að ná árangri.
Stjörnumenn eru á uppleið, eftir að
meiðsli hafa háð leikmönnum."
Spáin: 1:0.
Hólmbert spáir jafntefli í leik FH
og ÍBV. „FH-ingar hafa ekki náð
sér á strik og Eyjamenn verða þeim
erfiðir á Kaplakrikavellinum. Þeir
koma til leiks til að ná í stig til að
halda áfram að vera með í topp-
slagnum."
„Víðismenn hafa átt í vandræð-
um eins og leikmenn Fram og FH
og þurfa þeir sigur til að sitja ekki
eftir. Þeir eru alltaf erfiðir heim að
sækja og hef ég trú að heimavöllur-
inn verði þeim dýrmætur í
baráttunni við vaxandi lið Breiða-
bliks,“ sagði Hólmbert, sem spáir
Víði sigri, 2:1.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Hólmbert Fridjónsson, þjálfari 21 árs landsliðsins.
KNATTSPYRNA