Morgunblaðið - 08.06.1991, Page 44
Álviðræður í Lúxemborg>:
Hluthafar reyna
að ljúka samn-
ingum innbyrðis
ÆÐSTU yfirmenn Alumax, Hoogovens og Granges, fyrirtækjanna
þriggja sem mynda Atlantsál hittast á fundi í Lúxemborg nú eftir
helgina þar sem þeir hyggjast ljúka innbyrðis samningum hluthafa
Atlantsáis og undirbúa lokaviðræður við íslensku álviðræðunefnd-
ina. Paul Drack forstjóri Alumax sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær: „Við vonumst til þess að ljúka öllum innbyrðis samningum
hluthafanna þriggja á þessum fundi.“
Van der Ros, aðstoðarforstjóri
hollenska fyrirtækisins Hoogovens
sagði í samtali við Morgunblaðið
að æðstu yfírmenn fyrirtækjanna
þriggja sem mynda Atlantsálhópinn
gerðu sér í hugarlund að á fundin-
um i Lúxemborg tækist að ganga
frá innbyrðis samningum á milli
hluthafanna. „Við erum nú að kom-
ast á lokastig í viðræðunum við ís-
lensku álviðræðunefndina og fyrir
þær viðræður þurfum við að stilla
saman strengi innbyrðis og ganga
frá ýmsum atriðum,“ sagði Van der
Ros.
íslenska stálfélagið:
Utlendingar auka
eignarhlut sinn
Á FUNDI hluthafa i íslenska stál-
félaginu hf. sem nýlega var hald-
inn var ákveðið að auka hlutafé
Þvotti stolið
af snúrum
UNDANFARNA daga hefur
talsvert verið um að þvotti
hafi verið stolið af snúrum á
höfuðborgarsvæðinu, og að
sögn lögreglunnar í Hafnar-
firði hafa það fyrst og fremst
verið gallabuxur sem þjófarn-
ir hafa ágirnst þar í bæ.
Aðallega hefur verið stolið af
snúrunum um nætur, og því vill
lögreglan beina því til fólks að
það láti þvott sinn ekki hanga
úti næturlangt.
félagsins um tvær milljónir doll-
ara og er það nú orðið þrjár
milljónir dollara eða um 185
milljónir króna. Að sögn Sigurð-
ar Gylfasonar fjármálastjóra fyr-
irtækisins var eignarhlutdeild
Ipasco Steel aukin úr 80% í 90%,
en eignarhlutdeild stærsta ís-
lenska hluthafans, Furu hf.,
minnkaði úr 15% í 5%.
Sigurður sagði að rekstur ís-
lenska stálfélagsins hefði gengið
fremur treglega fyrstu þijá mánuði
ársins, en frá páskum hefði hins
vegar gengið mjög vel. „Við erum
ennþá að beijast við vélar og ný
tæki sem verið er að gangsetja, og
einnig höfum við verið að þjálfa upp
starfsmenn. Frá áramótum hefur
verið skipað út 3.000 tonnum af
stáli og 1.500 tonn fara væntanlega
utan um miðjan þennan mánuð,“
sagði hann.
í
Vel viðrar til útivinnu
Morgunblaðið/Þorkell
Góðviðrið á höfuðborgarsvæðinu undanfama daga hefur komið sér vel fyrir þá sem þurfa að vinna að
viðhaldi húseigna sinna utandyra. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom að þessum manni þar sem hann var
að mála grindverk við hús í Lönguhlíð nú í vikunni.
Hraðfrystihús Ólafsvíkur:
Líkiir á gjaldþrota-
skiptum eftir helgi
ALLAR líkur eru á að stjórn
Hraðfrystihúss Ólafsvíkur óski
eftir að fyrirtækið verði tekið til
gjaldþrotaskipta eftir helgina,
að sögn Ólafs Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra hraðfrysti-
Þorsteinn Gíslason stjórnarformaður SR:
Lausn á fjárhags-
vanda SR í sjónmáli
ÞORSTEINN Gíslason, stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins,
segir að unnið sé að því fullum fetum að ganga frá skuldbreytingum
hjá fyrirtækinu, og hann reikni með að því verði lokið í næstu viku
þannig að fyrirtækið hafi frið til að starfa á eðlilegan hátt. Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segist vera sammála Friðrik Soplius-
syni, fjármálaráðherra, um að ekki sé sjálfgefið að ríkið taki endalaust
á sig ábyrgðir af rekstri fyrirtækja, og hann telji eðlilegast að það
eigi jafnt við ríkisfyrirtæki sem önnur fyrirtæki. Hann segir nauðsyn-
legt að ríkisstjórnin móti stefnu livað þetta varðar fljótlega.
Þorsteinn Gíslason mótmælir hug-
myndum fjármálaráðherra um að
Síldarverksmiðjurnar verði teknar til
gjaldþrotaskipta. Hann segir að á
sama tíma og Síldarverksmiðjur rík-
isins hafi enga fyrirgreiðslu fengið
hjá ríkinu hafi 12 önnur fyrirtæki í
mjöliðnaði fengið fyrirgreiðslu úr
Atvinnutryggingasjóði og Hlutafjár-
sjóði upp á 2.078 milljónir en Sílda-
verksmiðjurnar fengið synjun um
fyrirgreiðslu úr þessum sjóðum.
„Vandi Síldarverksmiðjanna er
eingöngu vegna loðnubrestsins tvö
síðustu árin, en loðnubrestur eða
veiðibann er ekki í valdi stjórnar Síld-
arverksmiðja ríkisins," sagði hann.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann og Friðrik Sophusson,
fjármálaráðherra, væru alveg sam-
mála um að það væri mikið álitaefni
hvort taka ætti Síldarverksmiðjur
ríkisins til gjaldþrotaskipta eða selja
fyrirtækið.
„Vitaskuld er ekkert sjálfgefið í
því að ríkið taki endalaust á sig
ábyrgðir af rekstri fyrirtækja og
eðlilegast er að eitt gangi yfir ríkis-
fyrirtæki sem önnur fyrirtæki," sagði
hann.
Sjá ennfremur miðopnu.
hússins. Landsbankinn hefur til-
kynnt stjórninni að bankinn telji
þá áætlun sem unnið hefur verið
eftir varðandi fjárhagslega end-
urskipulagningu fyrirtækisins
ekki geta gengið upp, og því eigi
að óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Skuldir Hraðfrystihúss Ólafsvík-
ur skipta hundruðum milljóna
króna og er Landsbankinn
stærsti lánardrottinn þess, en
einnig eru Atvinnutrygginga-
sjóður og Byggðastofnun stórir
lánardrottnar. Um 100 manns
starfa lyá Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur, og þykir ljóst að
gjaldþrot fyrirtækisins muni
hafa nyög alvarlegar afleiðingar
í för með sér fyrir bæjarfélagið.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að á
fundi hans með bankastjórum
Landsbankans á fimmtudag hefði
verið farið yfir stöðu Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur, og það hefði verið sam-
eiginleg niðurstaða að fijáls skulda-
skil tækjust ekki. „Þetta mál var
aldrei komið svo langt að hægt
væri að leggja það fyrir stjórn
Byggðastofnunar, og forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra hvað
varðar atvinnutryggingadeildina.
Bankinn hreinlega gafst upp á að
fjármagna þennan rekstur, en
skuldsetning fyrirtækisins er slík
að það var sameiginleg niðurstaða
að ekkert annað en uppgjör kæmi
til greina,“ sagði hann.
Olafur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri frystihússins sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að varðandi íjárhagslega
endurskipulagningu hraðfrysti-
hússins hefði verið unnið eftir hug-
myndum frá Landsbankanum sem
settar hefðu verið fram í janúar
síðastliðnum. Ákvörðun hefði síðan
verið tekin um að falla frá þeim
hugmyndum á fundi Landsbankans
og Byggðastofnunar í fyrradag.
„Þessar hugmyndir voru í þeim
dúr að Landsbankinn, Byggðastofn-
un og Atvinnutryggingasjóður
felldu niður töluverðar skuldir.
Bankinn var fyrir löngu búinn að
lofa ákveðnum hlutum, en við höf-
um aldrei fengið neitt svar frá
Byggðastofnun eða Atvinnutrygg-
ingasjóði fyrr en þá nú, ef þetta á
annað borð telst vera svar.“
Ólafur sagðist ekki geta séð ann-
að en óskað yrði eftir gjaldþrota-
skiptum hraðfrystihússins strax
eftir helgina. Engir aðilar væru á
Ólafsvík sem komið gætu rekstri
fyrirtækisins af stað aftur, og því
erfitt að sjá hvenær það gæti farið
í gang á nýjan leik. Hjá fyrirtækinu
vinna um 100 manns, og sagði Ólaf-
ur að enga aðra atvinnu væri að fá
í bænum fyrir þann fjölda, en auk
þess færu ýmis þjónustufyrirtæki
illa út úr gjaldþroti hraðfrystihúss-
ins.
940/960
- Bifreið sew p" geiur íreyst!
LAUGARDAGUR 8. JÚNI 1991
VERÐ I LAUSASÖLU 100 KR.