Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 1
56 SIÐUR B 141. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins EB-ríki hafa fyrirvara á fullu tollfrelsi á sjávarafurðum innan EES: Tilboð íslendinga úr sög- unni verði raunin þessi Grindh valadráp í Færeyjum Það var mikið um að vera í Fær- eyjum í gær. Grindhvalavaða hafði gengið inn í einn flörðinn og voru eyjaskeggjar önnum kafn- ir við að slátra þegar vél Flugleiða flaug yfir. í fyrra voru drepnir alls 916 grindhvalir í Færeyjum í 11 drápum. - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og kveður þetta einnig gilda um tillögur Norðmanna Salzburg. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni og Kristófer M. Kristínssyni, TILLOGUR þær sem Norðmenn og íslendingar hafa kynnt í viðræðun- um um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og varða skipti á veiðiheimild- um gefa, að sögn talsmanna Evrópubandalagsins (EB), ekki tilefni til þess að veita þjóðum þessum fullt tollfrelsi á allar sjávarafurðir sem fluttar verða inn á markaði bandalagsins. Þetta sögðu viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum embættismanna EB I gær að loknum fundi þeirra með ráðherrum aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í Salzburg í Austurríki. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, sem sat fundinn fyrir íslands hönd, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hér væri á ferðinni innanhúsvandamál hjá EB sem bandalag- ið þyrfti að leysa. „Ef EB stendur fast á þessari afstöðu eru tilboð Norðmanna og Islendinga úr sögunni,“ bætti hann við. í sameiginlegri yfirlýsingu sem birt var í Salzburg í gær er ítrekað- ur sá ásetningur að ljúka samninga- viðræðunum um Evrópska efnahags- svæðið fyrir lok júlí með það fyrir augum að samningurinn verði undir- ritaður í haust. Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EB, sagðist vera bjartsýnn á að þetta tækist. Fram að þessu hefði tekist að að ná samkomulagi um mjög erf- ið og flókin atriði ,svo sem stofnanir EES og fyrirkomulag samráðs um ákvarðanir. Nokkur stórmál væru á hinn bóginn óafgreidd og nefndi Andriessen sjávarútvegshagsmuni, greiðslur EFTA-ríkja í þróunarsjóð EB og gegnumakstur flutningabíla um Sviss og Austurríki. Ljóst er að töluvert ber í milli EFTA og EB um hvernig túlka beri niðurstöðu ráðherrafundarins í Lúx- emborg í síðustu viku. Þá var lýst yfir því að samkomulag hefði náðst um pólitíska lausn á deilumálum bandalaganna tveggja. Andriessen sagði hins vegar í gær að hann vissi ekki til þess að nokkur hefði fullyrt að slíkt samkomulag hefði legið fyr- ir eftir þann fund. Jaques Poos, ut- anríkisráðherra Lúxemborgar og for- maður ráðherraráðs EB, neitaði að gefa skýr svör er hann var spurður hvort ekki hefði náðst pólitísk lausn á deilunni um sjávarafurðir. Hann kvaðst ekki geta svarað spurning- unni nákvæmlega en fram hefði kom- ið „heildarmynd af lausn“. Enn væri hins vegar deilt um tölur og tæknileg atriði. Svo virðist sem tiltekin aðildarríki EB, hið minnsta, telji tilboð íslend- inga og Norðmanna, sem kynnt var á Lúxemborgarfundinum, ófullnægj- andi og er búist við því að bandalag- ið geri EFTA gagntilboð sem m.a. geri ráð fyrir að takmarka beri þær tollaívilnanir sem EFTA fær fyrir sjávarafurðir. Að sögn embættis- manna EB og EFTA þýðir þetta í raun að EB hyggst tengja aðgang að mörkuðum sínum þeim veiðiheim- ildum sem skipt verður á við EFTA. „Við heyrðum frá EB að einstök aðildarríki segi að þau samþykki ekki fullan markaðsaðgang á grund- velli norska tilboðsins. Þá eru þau enn að hugsa út frá því að jafnvægi beri að ríkja á sviði sjávarútvegs. Því var hafnað á ráðherrafundi EB og EFTA í Brussel 13. maí þar sem lögð var áhersla á heildatjafnvægið í samningnum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í gær að fundinum loknum. „írar hafa formlega gert fyrirvara vegna inn- flutnings á síld, makríl og laxi. Bret- ar og Þjóðveijar telja ekki sjálfgefið að Spánveijar og Portúgalir fái þann afla sem fellur til EB í samningn- um,“ sagði utanríkisráðherra og kvað lausn velta á því hvort ráðherraráð EB gæti leyst innri ágreiningsmál bandalagsins á tilsettum tíma. Sjá einnig bls. 20 Morgunblaðið/Ólafur Bragason Króatía og Slóvenía lýsa yfir sjálfstæði: Þing Júgóslavíu heimilar hernum að skerast í leikinn Lubjana, Zagieb. Reuter. ÞING júgóslavnesku lýðveldanna Slóveníu og Króatíu lýstu yfir sjálf- stæði þeirra í gær, degi áður en ráðgert hafði verið, og sögðu þau sig þar með úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Þing sambandsríkisins heimilaði hins vegar júgóslavneska hernum að skerast í lcikinn og koma í veg fyrir úrsagnir og júgóslavneska sljórnin efndi tafarlaust til neyðarfundar. „Þetta eru endalok Júgóslavíu eins og sambandsríkið hefur verið,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki í Zagreb, höfuðborg Króatíu, eftir að þing lýðveldisins hafði lýst yfir sjálf- stæði þess, ógilt flest júgóslavnesk lög á króatísku landsvæði og ákveð- ið að íjúfa öll tengsl við Júgóslavíu í áföngum. „Frá og með deginum í dag er Króatía sjálfstætt og fullvalda ríki,“ tilkynnti Franjo Tudjman, forseti Króatíu, með gleðitár í augunum eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæð- isyfirlýsinguna. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal þingmanna, sem sungu síðan þjóðsöng Króata. Aðeins lítill minnihluti á þinginu greiddi atkvæði gegn sjálfstæði. Þing Slóveníu samþykkti svipaðar aðgerðir með miklum meirihluta at- kvæða og efnt verður til sjálfstæðis- hátíðar í lýðveldinu i dag. Nýr fáni lýðveldisins verður þá dreginn að hún á Trg Osvobodite (Frelsistorg- inu) í höfuðborginni, Ljubljana, og efnt verður til hersýningar. Leiðtogar Slóvena og Króata líta svo á að þeir hafi stofnað fyrstu nýju ríkin í Evrópu frá því Austur- Þýskaland varð til eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar. Engin önnur ríki hafa þó viðurkennt sjálfstæði þeirra. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, kvaðst óánægður með sjálfstæðisyfirlýsingarnar og óttast að þær leiddu til borgarastyrj- aldar í Júgóslavíu. Margaret Tutwil- er, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, ítrekaði að Bandaríkj- astjórn myndi ekki viðurkenna sjálf- stæði ríkjanna. Þing Júgóslavíu samþykkti að heimila hernum að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir úrsagnir úr sambandsríkinu. Það er þó ekki á valdsviði þingsins að kalla herinn út, heldur forsætisráðsins, sem er skipað fulltrúum frá öllum júgó- slavnesku lýðveldunum sex og tveimur sjálfstjórnarhéruðum. Ráðið er aftur á móti óstarfhæft vegna deilna lýðveldanna um stjórnskipan Júgóslavíu í framtíðinni. Króatía og Slóvenía eru auðugust og vestrænust af júgóslavnesku lýð- veldunum sex sem stofnuðu sam- bandsríkið Júgóslavíu árið 1918. íbúar Slóveníu eru tæpar tvær millj- ónir en Króatíu íjórar og hálf millj- ón, þar af 600.000 Serbar. Stofnað- ar hafa verið vopnaðar sveitir Serba í Króatíu til að koma í veg fyrir úrsögn úr sambandsríkinu. Bretar í írak þar til öryggi Kúrda er tryggt London, Wasbington. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær, að breskar hersveitir hyrfu ekki frá írak fyrr en nægar tryggingar væru fengnar fyrir því að íraski stjórnarherinn léti Kúrda í friði á svæðum þeirra i norðurhluta landsins. Major sagði í fyrirspurnatíma í breska þinginu í gær, að það væri ekki ætlun Breta að halda hersveit- um í írak til eilífðarnóns. Kúrdar yrðu hins vegar ekki skildir eftir varnarlausir en þeir óttuðust mjög ofsóknir af hálfu hersveita Saddams Husseins forseta þegar sveitir banda- manna færu. Hæfu herir Saddams herför gegn Kúrdum yrði henni svar- að vægðarlaust. Sagði Major að ein forsenda þess að breska herliðið yrði kallað heim væri að stofnaðar yrðu varanlegar sveitir í nafni Sameinuðu þjóðanna til þess að fæla sveitir Saddams frá því að hefja aftur of- sóknir gegn Kúrdum. Pete Williams, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, tók í gærkvöldi undir yfirlýsingar Majors og sagði Bandaríkjastjóm sömu skoðunar og sú breska í málum Kúrda. Williams sagði jafnframt að Bandaríkjamenn íhuguðu að stofna hraðsveitir í nágrenni Kúrdabyggða til þess að vera til taks ef íraski stjórnarherinn léti til skarar skríða gegn Kúrdum. Sjá „Herlögum aflétt í Kúveit" á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.