Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
FIISASAGIR
fyrirliggjandi
Höfum einnig
fyrirliggjandi:
Rafstöðvar.
Rafmagnstalíur.
Steypuhrærivélar.
Verkstæðiskrana.
Loftþjöppur.
SALA-SALA-SALA-SALA
leÍgaTÉTgÁTeiga-leiga
Dalvegi 16,
200 Kópavogi.
Símar 42322-641020.
KRIPALUJÓGA
LEIKFIMIHUGAR,
SÁLAR OG LÍKAMA
Helgamámskeið með
GURUDEV
(YOGI AAIRIT DESAI)
28. - 30. júní.
Iþróttahúsi Digranesskóla
v/Digranesveg.
Námskeiðið býður upp á:
Kenningar Gurudevs
um listina að lifa lífinu.
Hugleiðslu og slökun.
Tilsögn í jóga.
Aðferðir til jtess
að losna við kvíða.
Sjálfskbnnunaræfingar.
Tímasetning:
Föstudag 28. júní kl. 19:15 - 21:00
Laugardag 29. júní kl. 9:00-18:30
Sunnudag 30. júní kl. 9:00-13:30
Verðkr. 7.900,- ( hjón 13.800.-)
Upplýsingar og innritun
í síma 679181
millikl. 17 og 19
mánudag tíl föstudags.
HEIMSLJÓS
Rangfærslur og* rakalausar full-
yrðingar Jóns Kristj ánssonar
eftir Björn Ævarr
Steinarsson
Jón Kristjánsson, vatnalíffræð-
ingur, hefur á undanförnum árum
gagnrýnt Hafrannsóknastofnun
fyrir ráðgjöf varðandi nýtingu
helstu nytjastofna. Málflutningur
Jóns byggir á þeirri alkunnu stað-
reynd að vaxtarhraði fiska er háður
m.a. fæðuframboði. Jón telur sig
hafa fullreynt að ef heiðartjarnir
eru grisjaðar, vaxi eftirlifandi fiskar
betur. Erfitt er þó að nálgast vísind-
alegar ritgerðir frá Jóni er sýna
fram á að svo sé og virðist Jón
byggja fullyrðingar sínar á fremur
huglægu mati á eigin athugunum.
Ekki er þó ólíklegt að þetta sé rétt.
Hinsvegar hlýtur að teljast vafa-
samt að yfirfæra þetta á hafíð
umhverfis Island og byggja ráðgjöf
á nýtingu helstu auðlindar íslend-
inga á þessum forsendum.
I viðtali við Jón K. í Morgunblað-
,inu þ. 19. júní sl. kemur fram fjöldi
rakalausra fullyrðinga og þvætting-
ur sem rétt er að fjalla aðeins um.
í fyrsta lagi er því haldið fram að
fyrrverandi forstjóra Hafrannsókn-
astofnunar, Jóni Jónssyni, og nú-
verandi forstjóra Jakob Jakobssyni,
greini á um hvort stærð fiskistofna
geti haft áhrif á fæðuframboð og
þar af leiðandi vöxt. Að sjálfsögðu
er báðum þessum mönnum ljóst, svo
sem öllum er eitthvað þekkja til líf-
fræði fiskistofna, að stofnstærð
getur haft áhrif á vöxtinn. Hinsveg-
ar er þeim einnig ljóst, en Jóni K.
greinilega ekki, að þorskstofninn
er nú aðeins tæplega milljón tonn
að þyngd, en hefur verið rúmlega
tvisvar sinnum stærri, að ekki er
samband á milli vaxtarhraða í ís-
lenska þorskstofninum og stofn-
stærðar á undanförnum áratugum,
að megin orsök ástands stofnsins
nú er alltof hörð sókn undanfarinna
ára. Það er því algjörlega út í hött
að halda því fram að rétta leiðin
til aukinnar afrakstursgetu nú sé
að grisja stofninn umfram þá hörðu
sókn undanfarinna ára. Það er því
algjörlega út í hött að halda því
fram að rétta leiðin til aukinnar
afrakstursgetu nú sé að Jón K.
skuli bera slíkt á borð fyrir alþjóð
að þannig skuli farið með okkar
verðmætustu auðlind.
í öðru lagi er því haldið fram að
afrakstursgeta hafi farið minnkandi
þrátt fyrir uppbyggingartilraunir.
Hér er rétt að gera sér grein fyrir
því að Hafrannsóknastofnun hefur
ítrekað lagt til við stjórnvöld að
reynt verði að byggja upp stofninn
með minnkandi sókn. Staðreyndin
er hins vegar sú að yfirleitt hefur
ekki verið veitt í samræmi við ráð-
leggingar og því er þorskstofninn
í því ástandi sem hann er, en ekki
vegna „uppbyggingartilrauna". Allt
öðru máli gegnir um þá fiskistofna
sem veiddir eru samkvæmt tillögum
stofnunarinnar.
í þriðja lagi er því haldið fram
að „algjört apaspil sé að friða
hrygningarfisk“. Að undanfömu
hefur sókn í íslenska þorskstofninn
verið með þeim hætti að veiðar
byggjast að mestu leyti á nýliðun.
Nú eru að koma fimm lélegir ár-
gangar, árgangar frá 1986-1990,
inn í veiðistofn að meðaltali aðeins
um 140 millj. 3 ára nýliða (meðalár-
gangur er um 200 millj.). Hrygpiing-
arstofn hefur verið í lágmarki und-
anfarinn áratug og ekki tekist að
byggja hann upp með minnkandi
sókn þrátt fyrir ítrekaðar ráðlegg-
ingar þar að lútandi. Verulegar lík-
ur eru á að lélega nýliðun undanf-
arinna ára megi rekja til lítils
hrygningarstofns og afkomenda.
Að álykta að þessi lélega nýliðun
stafi af stærð 1983 og 1984 ár-
gangs (um 300 millj. hvor) er út í
hött og sýnir að Jón fhefur ekki
gefið sér tíma til að skoða stað-
reyndir málsins en kýs enn einu
sinni áð nota rakalausar fullyrðing-
ar.
í fjórða lagi heldur Jón því fram
að aukin ormasýking bendi til fæðu-
skorts og fari samfara lélegum
vexti. Hvaðan kemur þessi fullyrð-
ing? Þvert á móti benda rannsóknir
til að ormasýking sé meiri hjá fiski
sem hefur mikið æti, orminn fær
fiskurinn jú með fæðunni.
í fimmta lagi kemur fram í viðtal-
inu að „Á árunum 1930-1965 Var
„A Hafrannsóknastofn-
un starfa tugir sérfræð-
inga í hinum ýmsu
greinum sjávarlíffræði.
Þessir menn fylgjast vel
með hvað er að gerast,
hver á sínu sviði, og eru
í stöðugu samabandi við
starfsbræður sína er-
lendis, en Jón telur sig
einan geta dæmt þessa
menn sem aula.“
meðalveiði á þorski hér um 450
þúsund tonn á ári. Á þessu tíma-
bili fór veiðin einu sinni undir 400
þúsund tonn“. Hvaðan hefur Jón
K. þessar tölur?? Hið rétta er að á
árabilinu 1930-1965 var meðal-
þorskveiði á íslandsmiðum um 340
þúsund tonn og fór á þessu 35 ára
tímabili 18 sinnum undir 400 þús-
und tonn. Þessar upplýsingar eru
öllum aðgengilegar bæði í skýrslum
Hafrannsóknastofnunar og skýrsl-
um Fiskifélags íslands. Enn einu
sinni hvað gengur Jóni K. til?
í sjötta lagi fullyrðir Jón K. að
, Fiskurinn ferst í miklum mæli eft-
ir hrygningu, þar sem hún er mikið
álag á hann.“ Vitað er að þetta á
við laxfiska og ef til vill hefur Jón
K. orðið var við slíkt í heiðartjörn-
um. En þar sem Jón K. er gjarnt
að vitna í vísindagreinar eftir Jón
Jónsson, fyrrverandi forstjóra Ha-
frannsóknastofnunar, ætti hann að
hafa rekist á greinar þar sem Jón
Jónsson notar svokallaða gotbauga
sem myndast í kvörnum þorsks við
hrygningu til að meta dánartölu
þorsks. 1 þessum greinum kemur
skýrt fram að þorskurinn getur
hrygnt margoft a.m.k. 5-6 sinnum,
veiðist hann ekki áður. Vegna mik-
illar sóknar i stofninn nú, hrygnir
hver þorskur nú mun sjaldnar, hann
er einfaldlega veiddur áður.
Þannig er viðtalið við Jón K.
hver rakalausa fullyrðingin á eftir
annarri. Hann byggir meðal annars
gagnrýni sína á örfáum ýsutittum
er hann skoðaði á Faxamarkaði.
Veit Jón ekki að Hafrannsókna-
stofnun tekur sýni úr tugþúsundum
fiska árlega. Á Hafrannsóknastofn-
un starfa tugir sérfræðinga í hinum
ýmsu greinum sjávarlíffræði. Þessir
menn fylgjast vel með hvað er að
gerast, hver á sínu sviði, og eru í
stöðugu samabandi við starfsbræð-
ur sína erlendis, en Jón telur sig
einan geta dæmt þessa menn sem
aula. Varðandi gömul módel sem
þarf að henda skal bent á að stöð-
ugt er unnið að endurbótum að
þeim módelum sem notuð eru við
stofnmat nytjafiska og bætt inn í
þau þeirri þekkingu sem bætist við
á hveijum tíma. Rétt er að benda
Jóni á að formaður aðferðafræði-
nefndar Alþjóða Hafrannsóknar-
ráðsins er starfsmaður Hafrann-
sóknast ofnunar.
Ekki er hægt að láta hjá líða að
leiðrétta eina rangfærsluna enn.
Jón K. heldur því fram að Einar
Jónsson hafi fullyrt að hægvaxta
ýsa sem veiddist í Faxaflóa hafi
komið frá Grænlandi. Jón veit ekki
hvort hann á að hlæja eða gráta.
Undirritaður er reiðubúinn til að
gefa honum ráðleggingar í því sam-
bandi. Hið rétta er að Einar Jóns-
son nefndi þessa tilgátu í grein er
hann ritaði í sjómannablaðið Vík-
ing. Einar tók þar skýrt fram að
hann gerði þessa tilgátu ekki að
sinni en telur það þó ekki útilokað.
Þetta veit Jón K., en telur engu að
síður rétt að rangsnúa orðum Ein-
ars á þennan hátt. Mér er spurn
hvað gengur manninum til?
Hitt er svo annað mál að á fundi
vinnunefndar Alþjóða Hafrann-
sóknarráðsins um þorsk við Græn-
land kom fram að töluvert af ýsu
frá íslandsmiðum hefur verið að
vaxa upp við Grænland og alls ekki
ólíklegt að hún hafi gengið aftur
tii íslands eins og þorskurinn.
Fleira má upp telja í viðtalinu
við Jón Kristjánsson, vatnalíffræð-
ing, er hefur við engin rök að styðj-
ast en þetta látið duga að sinni.
Höfundur er fiskifræðingur á
Hafrannsóknastofnun.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Dobúar á Dobúey
eftir Njörð P. Njarðvík
í Atómstöð Halldórs Laxness
segir organistinn við Uglu í viðræðu
um siðferði: „Hjá einum þjóðflokki
er það glæpur sem hjá öðrum er
dygð; glæpur eins tíma er dygð
annars, jafnvel glæpur einnar stétt-
ar innan sama þjóðfélags á sama
tíma er dygð annarrar. Dobúar á
Dobúey hafa aðeins eitt siðgæðis-
lögmál og það er að hatast.“ Ekki
veit ég hvaðan Halldór hefur þetta
nafn á eyju og þjóð, kannski einfald-
lega úr ímyndunarafli sínu. En
stundum hefur sú hugsun sótt á
mig, að undir yfirskini þessa fram-
andlega nafns eigi hann blátt áfram
við okkur sjálf og land okkar.
Stundum hvarflar nefnilega að
manni að fátt tengi þessa þjóð
fastar saman en hatrið. Kannski
er nokkuð djúpt tekið í árinni með
orðinu hatur, en það er áreiðanlega
ekki of langt gengið, ef gripið er
til orða eins og fæð eða óvild. Ég
er nokkuð viss um að allir fullorðn-
ir íslendingar kannast við þetta,
annaðhvort af eigin raun eða sem
áhorfendur að aðförum annarra.
Persónuleg sundurþykkja
Ég nota orðið áhorfandi af ásettu
ráði, af því að við erum nú áhorfend-
ur að fjarskalega dapurlegu sjónar-
spili sem leikhúsfólk setur upp fyrir
alþjóð. Þetta sjónarspil ber heitið
„Uppsagnarbréfin“ og á uppruna
sinn í Þjóðleikhúsinu, stofnun sem
ætti að einbeita kröftum sínum að
annars konar leiklist. Guð forði mér
frá því að taka þátt í þeim leik, og
þess vegna vil ég aðeins segja; Það
er auðvelt að skilja það sjónarmið
að endumýjun sé nauðsynleg stofn-
un sem fæst við listsköpun, en að-
ferðimar við þá endurnýjun eru
vægast sagt hranalegar. Og það
er óskynsamlegt fyrir hvern þann
sem ætlar að veita leikhúsi forystu,
að byija á því að sundra leikhús-
heiminum. Það er skylda sérhvers
manns sem velst til forystu, að bera
umhyggju fyrir persónulegri reisn
undirmanna sinna, þeirra sem ekki
hafa brotið af sér. Hitt er svo ann-
að mál, að deilumál af þessu tagi
em ekki einungis afleiðingar af ein-
um stökum atburði. Þau kalla fram
í dagsljósið sundurlyndið sem er til
fyrir, þótt það hafi ekki verið aug-
Ijóst og sýnilegt. íslensk stjómmál,
íslenskt félagslíf og listalíf er gegn-
sýrt af persónulegri sundurþykkju,
og hið sama gildir einnig um stöðu-
veitingar. Til að mynda eru þess
því miður dæmi í Háskóla Islands,
æðstu menntastofnun þjóðarinnar,
að menn hafí leikið sér að óvild sinni
undir yfirskyni fræðilegrar hlut-
lægni. Og allir vita hve ósýnt stjórn-
málamönnum er að skipa í embætti
samkvæmt hæfni. Þar býr því mið-
ur of oft annað undir, og eru um
það nýleg dæmi sem vakið hafa
athygli, af því að stjórnskipti urðu.
Annars hefðu menn í besta falli
lyft brúnum, hneykslast í orði, og
svo gleymt því sem ekki var hægt
að hafa nein áhrif á, hvort eð var.
Að koma höggi á aðra
Þegar ég fluttist aftur heim frá
Svíþjóð 1971, þá hafði ég um fimm
ára skeið verið áhorfandi að öðru
þjóðfélagi. Ég lifði þar góðu lífi, en
var sem útlendingur ekki beinn
þátttakandi í þjóðfélaginu. Ég
horfði í kringum mig og hugsaði:
þeir hafa þetta svona. En ég fann
alla tíð, að þetta var ekki mitt þjóð-
félag. Þess vegna var það svo, þeg-
ar ég fluttist aftur heim, að ég
hafði löngun til að vera þátttak-
andi, og tók því með gleði Jiegar
mér var gefinn kostur á því. Ég var
virkur í félagslífi í ein 12-13 ár í
íslensk-sænska félaginu, útvarps-
ráði, Rithöfundasambandinu, dóm-
nefnd bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs, Listahátíð í Reykjvík,
Þjóðleikhúsráði, og reyndar víðar.
Á þessum árum þóttist ég kynnast
íslensku menningarlífi nokkuð vel.
En ég kynntist líka öðru, sem ekki
var síður fróðlegt, þótt ekki væri
það jafn ánægjulegt. Alls staðar
(nema í bókmenntaverðlaunanefnd-
inni) kynntist ég undirferli, illgirni,
öfund, baktali og beinum ósannind-
um til að koma höggi á aðra, til
að reyna að koma sjálfum sér áfram
á kostnað annarra.
Ég sá menn bregðast illa við
velgengni annarra í stað þess að
gleðjast. Ég sá menn hindra fram-
gang góðra mála, ekki af andstöðu
við málstaðinn, heldur af því að
þeir vildu ekki að aðrir hlytu upp-
hefð, úr því að þeir sjálfir gátu
ekki fengið nógu mikinn sóma. Ég
sá menn láta þakka sér innvirðulega
fyrir það sem aðrir höfðu afrekað.
Eg sá að mönnum var ýtt burt af
því að þeir höfðu unnið of vel, og
þar með skyggt á aðra. Ég sá
flokkspólitískt ofstæki hampa
óhæfum mönnum og níða hæfa
menn fyrir störf, sem ekki komu
flokkspólitík nokkurn skapáðan
hlut við. Og ég ‘lærði að í hugum
marga er það ekki verkið sem skipt-
ir máli, heldur hver vinnur það. Að
sams konar verk gat verið stórkost-
legt ef það var unnið af þóknanleg-
um manni, en forkastanlegt ef
framkvæmdin var í höndum manns
sem litinn var hornauga. Svo að
dæmi séu nefnd. Þetta er erfitt að
horfa upp á til lengdar, og því tók