Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 1991
17
Kínverskir listamenn sýna á hverjum degi
Selfossi.
Li Ning og Ning Rongme í einu af atriðum sínum í Tívolhnu.
Tívolíið í Hveragerði:
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu okkur
með skeytum, blómum og á annan hátt i til-
efni af gullbrúðkaupi okkar þann 15. maí sl.
Áslaug S. Jensdóttir,
Valdimar Kristinsson,
Núpi.
Innilegt þakklœti fyrir gjafir, skeyti og blóm á
sjötugsafmœli mínu 18. júní.
Sérstakar þakkir til systkinanna frá Sandfelli,
sem héldu mér veislu á Selfossi.
Gísli Guðjónsson,
Lindarbraut 16.
NÆSTU fjórar vikur munu tveir
kinverskir fjöllistamenn sýna list-
ir sínar daglega í Tívolíinu í
Hveragerði. Um er að ræða
mæðgin, Ning Rongme og 18 ára
son hennar, Li Ning. Þau hafa í
frammi alls kyns töfrabrögð og
koma áhorfendum verulega á
óvart með list sinni.
Kínversku listamennirnir, sem eru
frá Peking, eru hér á landi á vegum
KÍM, Kínversk-íslenska menningar-
félagsins, kínverska sendiráðsins og
Tívolísins. Heimsókn þeirra er liður
í kynningu á kínverskri list og menn-
ingu á Islandi.
„Við erum mjög ánægð með að
fá tækifæri til að sýna hér á Ís-
landi,“ sagði Ning Rongme sem er
43 ára og hefur ferðast með kín-
verska ríkissirkusnum víða um heim.
Hún er af fjöllistafólki komin og
byijaði að fást við þessa list 6 ára
gömul. Li Ning sonur hennar byijaði
á svipuðum aldri. Maður Ning
Rongme er einnig fjöllistamaður og
saman heldur flölskyidan merki list-
arinnar á loft eins og íjölskyldan
hefur gert á metnaðarfullan hátt í
gegnum aldirnar. í Kína eru margar
slíkar ljölskyldur sem varðveita sér-
stæðan listaarf frá örófi alda.
Gerðar hafa verið sjónvarpsmynd-
ir um íjölskylduna og list hennar en
þau eru talin í hópi þeirra bestu í
Kína. Ning Rongme hætti þátttöku
í þáttaröð í sjónvarpi til þess að
geta farið þessa sýningaferð hingað.
Sýningar Kínverjanna eru bæði
fyrir börn og fullorðna og hafa upp
á margt að bjóða. Þeim- er hagað
þannig að engin sýningin er eins
alltaf ný atriði á ferðinni. Þau mæðg-
ég þá ákvörðun að draga mig alveg
í hlé frá opinberum félagsmálum.
Að telja sjálfan sig of stóran
Kannski er erfitt að komast hjá
þessu í fámennu þjóðfélagi ættar-
tengsla og kunningsskapar, þar
sem návígi er mikið (að ógleymdu
því hveijir voru saman í mennta-
skóla, það er ekki síður fróðlegt að
skoða). En stórmannlegt er það
ekki. Og ég get ekki hætt að undr-
ast þá sem gera sig ómerkilega til
þess að sýnast merkilegir. Orsökin
virðist oftast nær sú sama: stórlæti
og hégómleiki. Að menn telja sig
sjálfir of stóra fyrir hið smáa um-
hverfi sitt. Að þar sé ekki pláss
fyrir aðra. í besta falli er þá hægt
að mynda svolitla klíku til að standa
saman að því að halda öðrum í fjar-
lægð. Það sem menn vara sig ekki
á þegar til lengdar lætur, þótt þetta
geti allt saman tekist bærilega um
hríð, það er sú einfalda staðreynd,
að sérhver maður smækkar á því
að telja sjálfan sig of stóran. Það
er eins og sjá smávaxinn mann
ganga á tánum. Þa fyrst taka menn
eftir því að hann er smávaxinn.
Þessi dapurleiki er ein helsta
meinsemdin í íslensku þjóðlífi. Þess
vegna ættum við að reyna að eign-
ast aðra fyrirmynd í siðgæði en
Dobúa á Dobúey.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Iláskóhi íslands.
inin gerðu fólk agndofa af undrun
með töfrabrögðum sínum og ótrú-
legri fimi. Eitt af því sem er sér-
stætt við sýningarnar er hversu ná-
lægt þau eru áhorfendum. Sýning-
arnar fara fram í einu horni Tívolís-
ins, í bláa tjaldinu.
Sig. Jóns.
KARRIMOR BAKPOKAR
Ajungilak svefnpokar
SCARPA GÖNGUSKÓR
KARRIMOR FATNAÐUR
FRANCITAL REGNFATNAÐUR
TENSON FATNAÐUR
BIC SEGLBRETTI
MISTRAL SEGLBRETTI
GAASTRA SEGL O.FL.
GUL BLAUTBÚNINGAR
VIKING KAFARAGALLAR
SHERWOOD KAFARA-
LUNGU O.FL.
TJALDBORG FJÖLSKYLDUTJÖLD
PHOENIX GÖNGUTJÖLD
VANGO GÖNGUTJÖLD
KARRIMOR TJALDDÝNUR
OPTIMUS PRÍMUSAR
GIO STYLE KÆLIBOX O.FL.
f>Ú GETUR TREY5T Á
OKKUR ALLA LEIÐ
Samkort
E
Raðgreiðslur
Póstsendum samdægurs
Hvort sem þú leggur stund ó fjallgöngur, siglingar, köfun eða
útilegur með fjölskyldunni getur þú treyst á faglega ráðgjöf
okkarí Skátabúðinni. í öllum tilfellum eigum við .til úrvals
búnað sem hefur verið þrautreyndur við íslenskar aðstœður.
SNORRABRALTT 60 SÍM112045