Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 18
ÍvtORG'UNBLÁÐIÐ’ MIÐVIKUDAGUR 26.' jUNÍ' Í'9Öl í'8 Varðarferð í Dali o g fyrir Klofning eftir Höskuld Jónsson Varðarferðin er laugardaginn 29. júní. í þetta skiptið er förinni heitið um Bröttubrekku vestur í Dalasýslu, fyrir Klofning og til baka um Heyd- al til Reykjavíkur. Ferðin hefst við Valhöll. Þetta er löng leið og því mikilvægt að þátttakendur séu komnir á brottfararstað eigi síðar en 7:45 að morgni ferðadags. Hafið með ykkur nesti og minnist þess þá, að ferðin tekur 12 tíma. Verið vel búin. Við ráðum ekki veðri. Veður í Dölum er ekki alltaf það sama og í Reykjavík. Fyrsti viðkomustaður á leið vestur verður Munaðames, orlofsland BSRB. Þar fáum við okkur morgun- sopann en hlýðum jafnfrarnt á ávarp formanns Varðar, Ólafs Klemens- sonar. Dvöl getur ekki orðið löng þama því vestan Bröttubrekku bíður okkar sýslumaður Dalamanna, Frið- jón Þórðarson, með lið staðkunnugra manna. Munu heimamenn fylgja okkur um héraðið og fræða okkur um sögu þess og staðhætti. Lengsta viðdvöl höfum við á Laugum í Sælingsdal. Þar mun for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Oddsson, flytja ávarp og Friðjón Þórðarson bregða upp svipmynd af þessari sýslu sagna og mennta. Næsti áfangastaður _er Skarð á Skarðs- strönd, setri Ólafar og Bjöms Þor- leifssonar, en í kirkjunni á Skarði er enn altaristafla sú er Ólöf gaf kirkjunni. Þá liggur leið okkar um Svínadal áleiðis til Reykjavíkur. Það er ekki ofmæli að telja Dala- sýslu sögufrægasta hérað landsins. Dalasýsla á ein allra héraða nær óslitna skráða sögu frá landnámstíð. Auk frásagnar Landnámu um land- nám gerast stóratburðir Laxdælu, Eyrbyggju og Gísla-sögu Súrssonar í þessu héraði og Njála á þarna rætur. Þama var heimabyggð Sturl- unga og merkustu sagnaskrifara. Víg og sundurlyndi virðist eðlilegur þáttur margra sagnanna sem þó enda með rómantískari yfirlýsingum en annars staðar getur: „Þeim var ég verst, er ég unni mest.“ Þegar haft er í huga að sagna- meistarar héraðsins urðu til leið- sagnar er það næst guðlasti fyrir kontórista úr Reykjavík að lýsa þessu landi eða rekja sögu þess. Hér verður því stiklað á stóru rétt til þess að rilja upp nöfn nokkurra merkisstaða, þannig að frásögn verði þeim auðtengd þegar þar að kemur. Þegar komið er vestur yfir Bröttu- brekku blasir Sauðafell við. Vestan í fellinu stendur samnefndur bær. Á Sauðafelli bjó Sturla Sighvatsson og Sólveig Sæmundardóttir frá Odda. Þangað komu Vatnsfirðingar, Þórð- ur og Snorri Þorvaldssynir, um há- vetur með fjölmenni og hugðust drepa Sturlu. Happ hans var að hafa brugðið sér af bæ þennan dag. í Sturlu stað brutu Vatnsfirðingar hús, drápu og meiddu menn og kon- ur, rændu og spilltu. Vatnsfirðingar komust á braut frá þessum verkum sínum en stund hefndarinnar rann brátt upp. Ekki leið á löngu þar til leiðir Vatnsfirð- inga lágu um Miðdalina og drap þá Sturla þá bræður báða. Um miðja 16. öld var Sauðafell í eigu Daða í Snóksdal en Daði var í forystu fyrir siðaskiptamönnum. Daði sat ekki á Sauðafelli en hafði bú þar undir stjórn eftirlætisfrillu sinnar, Ingveldar. Haustið 1550 komu Jón biskup Arason og synir hans og settust þar í búið. Daði safn- aði þá liði og lagði til onistu við þá feðga. Voru Jón og synir hans hand- teknir í kirkjunni á Sauðafelli, flutt- ir til Skálholts og hoggnir. Þegar ekið er norður Dalina get- um við ri^að upp sögur um Jörfa, Höskuldsstaði, Hjarðarholt eða Sól- heima í Laxárdalnum. Okkur gefst ekki tími til að sækja alla þessa staði en við erum á sögusviðinu. Jörfi (eða Jörvi) er í miðjum Haukadalnum. Þar voru dansar og þvílíkir gieðileikir að landsfrægir urðu. Svo eftirsótt var að komast til þessara leika að vinnufólk gerði það að ráðningarskilyrði að fá að sækja leikana. Mjög þótti á skorta „Þegar haft er í huga að sagnameistarar hér- aðsins urðu til leiðsagn- ar er það næst guðlasti fyrir kontórista úr Reykjavík að lýsa þessu landi eða rekja sögu þess. Hér verður því stiklað á stóru rétt til þess að rifja upp nöfn nokkurra merkisstaða, þannig að frásögn verði þeim auðtengd þegar þar að kemur.“ að hreinlífis væri gætt á samkomum þessum og þegar 19 krakkar komu þar undir á einni gleðinni lét sýslu- maður þann dóm ganga að hún skyldi aflögð. Dómur þessi hefur þó ekki barið allt úr Dalamönnum. Þeir eru þekktir söng- og gleðimenn og bæta flestar þær samkomur sem þeir taka þátt í. Höskuldsstaðir eru neðarlega í Laxárdalnum. Hver man ekki frá- sögn Laxdælu af hjali þeirra Mel- korku og Ólafs páa í brekkunni við bæinn, er Höskuldur Dalakollsson kom að þeim og heyrði Melkorku tala í fyrsta skiptið. Hjarðarholt er rétt norðan Lax- ár. ðlafur pái reisti þar rausnarbú ásamt konu sinni Þorgerði Egilsdótt- ur frá Borg. Þeirra sonur var Kjart- an Ólafsson hetja Laxdælu. Áin Ljá er I nánd. Nöfnirt Ljár- skógar og Ljárskógarsel minna okk- ur á skáldskap og tónlist. í Ljárskóg- um fæddist Jón Jónsson, skáld og söngmaður (MA-kvartett) en í Ljár- skógarseli ólst upp Jóhannes úr Kötlum. Katlar eru reyndar bollar inn með ánni Fáskrúð. Þótt Sólheimar séuð ærið útleiðis verður á þá að minnast. Við þann blæ er Sólheimamóri kenndur, helsti draugur í Dalasýslu til skamms tíma. Móri var vakinn upp hálfvolgur út undir Jökli 1800. Þótt draugurinn dræpi menn og fénað var hann bæri- lega hagmæltur. Þekkt er þessi vísa er Mori kvað á glugga yfir rúmi prófastsins á Prestbakka, séra Búa Jónssonar. Vakirðu Búi? Viljirðu finna Mora knæfur er knúi. Kyrkt hef ég fjóra, líttu upp í ljóra, líttu upp í ljóra. Á leið okkar að aðaláningarstaðn- um lítum við Sælingsdalstungu. Þar bjó Snorri goði og fluttist þang- að frá Helgafelli. Í Tungu ólst Jón Thoroddsen- upp. Hinum megin í Dalnum eru Laugar. Þar sat Guðrún Ósvífursdóttir er hún sagði Gesti Oddleifssyni drauma sína og þangað bar Bolli henni fregnir af vígi Kjart- ans Ólafssonar. Niður undir Sælingdalsánni rís stapi mikiil — Tungustapi. Hann var talinn dómkirkja álfa og biskupsset- ur. Um hann má lesa í Þjóðsogum Jóns Arasonar, en sagan Tungustapi er frábær álfasaga. Meginefni henn- ar gerist á nýársnótt. Þótt við lítum Stapann nú á sumarbjörtum degi getum við séð fyrir okkur reið álfa- sveitar eftir einum manni. Fyrir álf- um fer foringi sem kveður við raust: Ríðum og ríðum það rökkvar í hlíðum ærum og færum hinn arma af vegi svo að hann eigi sjái sól á degi sól á næsta degi. Á leið okkar út á Fellsströndina lítum við heim til Hvamms, land- námsjarðar Auðar djúpúðgu. Þar bjó Hvamms-Sturla og þar fæddist Snorri Sturluson. Ámi prófessor Magnússon ólst þarna upp frá blautu barnsbeini, en Árni var fæddur á Kvennabrekku. Þegar komið er út á Fellsströndina verðu Staðarfell mest áberandi bæja. Höfuðból og menntasetur. Þar Hjartasamtökin í sókn eftir Harald Steinþórsson Kransæðasjúkdómar em al- gengasta dánarorsök á íslandi, en úr þejm hafa látist 43% þjóðarinn- ar. Úr öðrum hjartasjúkdómum og heilablóðfalli hafa dáið 11%. Kransæðastífla var fyrst greind hér 1938 en óx injög hratt á árun- um 1950—’70. Á áttunda áratugn- um hefjast hjartaaðgerðir og vom íslendingar sendir til Bretlands í uppskurði og síðar kransæðavíkk- un. Stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga Það var hópur sjúklinga, sem gengið höfðu undir hjartaaðgerðir í London, sem beitti sér fyrir stofn- un sjálfstæðra og óháðra samtaka hjartasjúklinga. Stofnfélagar Landssamtaka hjartasjúklinga í október 1983 vom 230. Fimm ámm síðar vora þeir orðnir 1.400 og nú munu fé- lagsmenn vera orðnir næstum 2.000. Fyrir ári var ákveðið að skipta samtökunum í deildir eftir lands- hlutum. Voru stofnuð 10 félög hjartasjúklinga um land allt sl. haust og fyrsta landsþing samtak- anna var haldið með glæsibrag í „Framfarir í læknmg- um hjartasjúklinga hér á landi hafa verið svo örar, að talið er að nú sé unnt að bjarga vegna bættrar læknismeð- ferðar 60 mannslífum á ári miðað við líklegan árangur læknismeð- ferðar fyrir 10 árum.“ mars 1991. Þessi félög eru nú sem óðast að hefja öflugt starf hvert á sínu landsvæði. Hjartasjúklingar og þeir sem vilja styðja markmið sam- takanna geta gerst félagsmenn og stuðlað þannig að því að gera Landssamtök hjartasjúklinga að einum stærstu og áhrifamestu sjúklingasamtökum landsins. Enn- þá er alltof lítill hluti hjartasjúkl- inga og aðstandenda þeirra félags- bundinn. Stærsti sjúklingahópurinn — en fer rénandi ^Hjarta- og æðasjúklingar era langfjölmennasti sjúklingahópur- inn hér á landi. Talið er að ný til- felli séu 400-500 á hverju ári. Um 200 Islendingar gangast undir hjartaskurðaðgerðir árlega. Kransæðaútvíkkanir era um 100 á ári. En þrátt fyrir þessar geig- vænlegu tölur hefur nú síðustu árin orðið greinilega vart uppör- vandi breytinga til batnaðar á öll- um vígstöðvum. Tíðni nýrra tilfella hefur lækkað þar sem helstu áhættuþættir munu hafa færst i betra horf. Dánartíðni hefur líka lækkað síðustu fimm árin og má einkum þakka það bættum árangri læknismeðferðar. Forvarnarstarf og endurhæfing Hjartasamtökin hafa lagt mikla áherslu á fræðslu- og upplýsinga- starf um áhættuþætti kransæða- sjúkdóma og nauðsyn heilsusam- legra lífernis og skynsamlegs mat- aræðis. Þetta gildir jöfnum höndum sem forvörn og aðvöran fyrir þá, sem heilbrigðir eru og til að draga úr líkum á endurtekningu hjá þeim, sem áður hafa kennt sér meins. Staðreyndir sýna, að dregið hefur úr reykingum, blóðfita hefur lækkað í öllum aldurshópum og blóðþrýstingur lækkar ört. Annar meginþáttur í starfi hjartasamtakanna er að stuðla að endurhæfingu hjarta- og lungna- sjúklinga. Endurhæfingarstöðvar Haraldur Steinþórsson hafa tekið til starfa i Reykjavík og á Akureyri. Þar gefst fyrrver- andi sjúklingum kostur á sér- hæfðri þjálfun og þar með bættri líðan og aukinni starfsgetu. Einnig er í vaxandi mæli unnið að skilningi á gildi útveru og hreyfingar. Iðkun íþrótta, einkum gönguferða og sunds, eftir getu hvers og eins, eykur bæði hreysti og vellíðan. Hjartafélögin hafa þvi víða gengist fyrir myndun gönguhópa, þar sem hjartasjúklingar, aðstand- endur og vinir þeirra sameinast í hollri hreyfíngu og útiveru. Lækningar bjarga 60 mannslífum á ári Landssamtök hjartasjúklinga beittu sér ákaft fyrir því, að hjarta- skurðlækningar hæfust hér á landi. Sú starfsemi hófst á Lands- pítalanum fyrir 5 árum og nýlega mun hafa verið gerð skurðaðgerð nr. 500 og þar era nú líka fram- kvæmdar kransæðaútvíkkanir. Framfarir í lækningum hjarta- sjúklinga hér á landi hafa verið svo örar, að talið er að nú sé unnt að bjarga vegna bættrar læknis- meðferðar 60 mannslífum á ári miðað við líklegan árangur læknis- meðferðar fyrir 10 árum. Stóran þátt í þessum árangri má áreiðanlega þakka þeim rausn- arlegu tækjagjöfum, sem Lands- samtök hjartasjúklinga hafa fært Landspítalanum og sjúkrahúsum víðs vegar um landið. Verðmæti þessara tækja næmi nú nokkrum tugum milljóna króna. Almenning- ur hefur jafnan brugðist vel við fjáröflun samtakanna. Og nú vantar hjartaómsjá Ákveðið hefur verið að efna núna til skyndihappdrættis til ágóða fyrir kaup á hjartaómsjá fyrir hjartadeild Landspítalans. Landssamtök hjartasjúklinga hafa aldrei efnt áður til happ- drættis og er ætlunin að stilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.