Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magp.ús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Blekking
og veruleiki
T) íkisstjórnin tók fyrir skömmu
ákvörðun um að leggja ekki
fram frekari fjármuni úr almanna-
sjóðum til þess að halda rekstri
Alafoss hf. áfram. í kjölfar þess tók
stjórn fyrirtækisins ákvörðun um
að óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Einn af alþingismönnum Fram-
sóknarflokksins, Páll Pétursson,
hefur gagnrýnt þessa ákvörðun
harðlega og sagði í viðtali við
Tímann í gær: „Þetta er mjög
óskynsamleg niðurstaða og það er
hörmulegt, ef ríkisstjórnin á sínu
fijálshyggjuflippi ætlar að rústa
allan atvinnurekstur í landinu ...
Það var ekki ágreiningur um, að
Álafoss ætti ekki fyrir skuldum í
bili. Spurningin var um, hvort þá
ætti að brenna húsið eða reyna að
laga það.“ í forystugrein Tímans í
gær er talað um „gjaldþrotaaðferð-
ir Sjálfstæðisflokksins“ og „endur-
reisnarstefnu Framsóknarflokks-
ins“.
Hér er um annað og meira að
ræða en Álafoss, heldur varða þess-
ar umræður meginsjónarmið um
uppbyggingu atvinnujífsins. Fyrr-
verandi ríkisstjórn, sem starfaði
undir forsæti Framsóknarflokksins,
beitti sér fyrir margvíslegum ráð-
stöfunum til þess að halda gang-
andi fyrirtækjum, ekki sízt í sjávar-
útvegi, sem réðu ekki lengur við
skuldabyrðina, sem á þeim hvíldi.
Þetta var ýmist gert með skuld-
breytingum eða því, að opinberir
aðilar gerðust hluthafar í einstökum
fyrirtækjum, m.ö.o. eins konar þjóð-
nýtingarstefnu. Með þessum að-
ferðum var rekstrarvandi fyrirtækj-
anna ekki leystur, heldur var honum
frestað. Á vegum fyrrverandi ríkis-
stjórnar voru gerðar víðtækar ráð-
stafanir til þess að tryggja rekstrar-
grundvöll Álafoss hf., sem á þeim
tíma voru taldar mundu duga.
Nokkrum misserum seinna kemur
í Ijós, að fyrirtækið á ekki fyrir
skuldum, eins og Páll Pétursson
hefur viðurkennt.
Það er sjálfsblekking af versta
tagi að halda, að hægt sé að bjarga
fyrirtækjum og byggja upp heilbrigt
atvinnulíf með þessum hætti. í viss-
um undantekningartilfellum er rétt-
lætanlegt, að ríkisvaldið veiti fyrir-
tækjum stuðning en þá verður að
vera rökstudd ástæða til að ætla,
að slíkur stuðningur geti hjálpað
þeim til þess að komast á réttan
kjöl. Aðgerðir þær, sem fyrrverandi
ríkisstjórn beitti sér fyrir til aðstoð-
ar allmörgum sjávarútvegsfyrir-
tækjum hafa sennilega haft þau
áhrif fyrst og fremst að fresta í
nokkur ár nauðsynlegri endurskipu-
lagningu og nýsköpun í sjávarút-
vegi.
Það er eðlilegur þáttur í framþró-
un atvinnulífsins, að fyrirtæki koma
og fara. Oft valda breyttar aðstæð-
ur því, að óbreyttur rekstur á sér
enga framtíð. Sem dæmi má nefna,
að fyrir nokkrum áratugum voru
reknar hér margar blómlegar heild-
verzlanir, sem dreifðu matvælum.
Þeim hefur fækkað mjög vegna
breyttra aðstæðna í matvöruverzl-
un. Til sögunnar hafa komið stór-
markaðir, sem í vaxandi mæli sjá
um innflutning sjálfir. í eina tíð var
hér töluvert blómleg framleiðsla á
karlmannafötum. Sá rekstur er orð-
inn mjög takmai'kaður hér vegna
gjörbreyttra markaðsaðstæðna.
Það getur ekki verið takmark í
sjálfu sér að halda atvinnufyrirtæki
gangandi, sem í eina tíð bjó við
traustan rekstrargrundvöll en ekki
lengur.
Sú aðferð að nota almanmnafé
til þess að blekkja sjálfa sig og
aðra og halda fyrirtækjum gang-
andi, sem ekki eiga sér tilveru-
grundvöll, a.m.k. ekki í óbreyttri
mynd, er líkleg til þess að halda
niðri lífskjörum í þessu landi. Þeim
mun meiri fjármunum, sem varið
er í þessu skyni úr opinberum sjóð-
um, yfirleitt fé, sem tekið er að
láni og helzt erlendis frá, þeim mun
þyngri verður sá baggi, sem allur
almenningur ber af þeim sökum.
Með þessum aðferðum er ekki verið
að bjarga atvinnu fólks, heldur er
verið að skerða lífskjör fólks.
Það er t.d. ekkert vit í því að
halda sjávarútvegsfyrirtækjum
gangandi, sem enginn rekstraf-
grundvöllur er fyrir, með framlög-
um úr opinberum sjóðum. Það er
meira vit í því að fækka skipum
og vinnslustöðvum og nýta betur
framleiðslugetu þeirra, sem eftir
verða. Með þeim hætti verður hagn-
aður af sjávarútveginum meiri og
hann verður betur fær um að greiða
starfsfólki sínu hærri laun. Það er
ekkert sjálfgefið, að lokun frysti-
húss þýði atvinnuleysi hjá starfs-
fólki þess sama húss. Verulegar
líkur eru á því, að frystihús, sem
margfaldar framleiðslu sína vegna
þess að meiri afli kemur til vinnslu,
geti veitt flestum, ef ekki öllum
starfsmönnum hins fyrra, atvinnu.
Þótt hér verði ekkert fullyrt um
það má vel vera, að ullariðnaður,
sem rekinn er í smærri einingum
geti orðið blómleg atvinnugrein,
þótt tilraunin með rekstur Álafoss
hafi misheppnazt. í sumum tilvikum
eru rök fyrir því að sameina rekstur
í stærri einingar, í öðrum tilvikum
eru rök fyrir því, að rekstur geti
skilað betri árangri í smærri eining-
um. Þetta fer allt eftir aðstæðum
í hinum ýmsu atvinnugreinum.
Munurinn á atvinnumálastefnu
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins kemur skýrt fram í
umræðum sem þessum. Framsókn-
armenn trúa því, að það sé skyn-
samleg leið að halda gjaldþrota fyr-
irtækjum á floti með opinberri að-
stoð, þótt hún sé veitt aftur og aft-
ur. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi
oft staðið að slíkum aðgerðum,
bendir afstaða hans í núverandi
ríkisstjórn til þess, að flokkurinn
ætli að taka þveröfuga stefnu og
horfast í augu við þær staðreyndir,
að skattgreiðendur hafa ekki efni
á þessari styrkjapólitík og að hún
heldur lífskjörum fólks niðri. Það
kostar átök að breyta um stefnu.
En það eru yfirgnæfandi líkur á
því, að þau átök skili árangri, þegar
upp verður staðið.
Móðirin fékk ekki mjólk á meðgöngutíma og litli strákurinn hennar er með blóð- Hún sagðist ekki þora
kreppusótt og fyrstu einkenni næringarsjúkdóms. bæði veik, af því hún
Sj álfs virðingin:
veg allrar veral
Við blasti aúga á stærð við epli — sennilega vegna sorps eða eitraðs
úrgangs sem foreldrunum var selt sem lyf.
— og nú er verið að
murka úr okkur
lífið
TEXTIOG
MYNDIR: Jóhanna Kristjónsdóttir
„EG hef enga tölu á því hvað
mörg börn deyja á þessum spítala
á hverjum degi. Sum eru svo langt
leidd þegar mæðurnar koma með
þau að við vísum þeim frá. Við
höfum ekki hjúkrunargögn,
hjúkrunarlið né sjáum við fram á
að hægt sé að gera neitt. Mæðurn-
ar fara heim með börnin og þau
deyja nokkrum dögum síðar
drottni sínum. En stundum getum
við bjargað barnslífi og hefðum
við fengið hreint vatn og almenni-
legt mjólkurduft og einhver vít-
amín fyrir nokkrum mánuðum í
stað nú með hjálparstofnunarbíl-
unum væri hugsanlegt að fleiri
hefðu lifað.“
Þetta sagði Faiz A1 Zaoobaii yfir-
læknir á barnadeild Masching-spítal-
ans í Bagdad en þangað er komið
með mörg veikustu börnin, langt
leidd af næringarsjúkdómum. „Börn-
in eru hætt að vaxa, þau þrífast
ekki. Sundum vegna þess að mæð-
urnar hafa ekki fengið rétta fæðu,
hvað þá mjólk á meðgöngutímanum.
Mörg'fæðast andvana í heimahúsum,
við höfum ekki tölu á þeim fjölda.
Ef þau fæðast lifandi telst til undan-
tekninga ef hægt er að gera eitthvað
fyrir þau litlu. Eldri börnin sem eru
hér hafa þroskast sæmilega eðlilega
þar til fór að kreppa að í fyrra. En
þau hafa ekki fengið mjólk hvað þá
grænmeti eða ávexti. Mæðurnar hafa
fætt þau á menguðu vatni og gölluðu
mjólkurdufti sem selt var hér dýrum
dómum.“
Við gengum um deildirnar. Hvar-
vetna sjúk og vannærð börn. „Þessir
sjúkdómar hafa ekki þekkst hér ára-
tugum saman, kannski í mesta lagi
eitt tvö tilfelli á ári. Nú er heil kyn-
slóð að verða næringarsjúkdómum
að bráð. Líttu á, þessi stúlka er sjö
ára, hún er að þorna upp, líkaminn
er svo langt leiddur að hún svarar
ekki meðferð. Þessi er þriggja ára
og hún hefur stöðugar blæðingar,
trúlega af blóðkreppusótt og eitruð-
um vökva... þessi, sjáðu...“ Svo(svipti
hann umbúðum af auga barns og
við blasti auga á stærð við epli ...
og lokað auga á því miðju.
„Við erum búin að prófa ýmis lyf
en það verkar ekkert. Trúlega er
bólgan vegna eitrunar á vatni eða
sorpi sem barninu hefur verið gefið.
Við getum heldur ekki gert neina
uppskurði hér nema alveg í lágmarki
af því okkur vantar svæfingarlyf ...
það hefur þó komið fyrir við höfum
gert bráðaaðgerðir án svæfingar ...
Faiz læknir sagði innan og saman
við væru kraftaverk. Hann sýndi mér
ljórtán ára strák frá Basra sem hef-
ur verið til meðfet'ðar í sex vikur.
Hann var sex kíló þegar komið var
með hann en vegur nú tólf.„Sum
barnanna verða heilasködduð alla
ævi og bækluð þó þau hjari. Það er
verið að gera heila kynslóð að bækl-
uðum örvitum," sagði Faiz læknir.
„Líttu í kringum þig,“ hreytti hann
út úr sér. „Allt er viðeigandi við þær
aðstæður sem við búum við ... Hvað
okkur vantar mest. Sjáðu til, ég vil
ekki vera ókurteis. En viltu skila einu
og bara einu til fólksins heima hjá
þér. Allra sem þú talar við. Leyfið
okkur að selja olíuna okkar. Og
þá skulum við sjá um okkur sjálf.
Irakar þola ekki að þurfa ölmusu.
Ég gef skít í stjórnmál. Ég veit
bara hvað við er að fást hér og
það er ekki hægt að bjóða okkur
upp á það sem er. Skilaðu þessu
heim til þín.“
„Við höfum treyst orðum manns-
ins sem ræður. Hann sagði að loft-
varnir Bagdads væru stórgóðar og
allar óvinaflaugar og flugvélar skotn-
ar niður. Það brást allt saman. Og
nú skiljum við ekkert. Vorum við
blekkt allan tírnann?"
Þú meinar af manninum sem ræð-
ur? sagði ég.
Saad leit í kringum sig. Bílstjórinn
var ekki langt undan. „Göngum að-
eins lengra. Það er fjarskiptastöð
hérna rétt hjá, þú getur séð hvað
Bush gerði.“ Hallaði sér að mér.
„Mundu að spyrja ekki þegar bílstjór-
arnir heyra. Þeir eru allir úr leyni-
þjónustunni. Af hveijum við vorum
blekkt. Er öðrum til að dreifa en
manninum sem ræður.“
Hann talar í lágum hljóðum. í írak
tala allir í lágum hljóðum nú. Skima
í kringum sig áður en þeir svo mikið
sem bjóða góðan daginn. Þó tala
menn einhvern veginn öðruvísi en
síðast þegar ég var hér. Leyfa manni
að spyrja meira. Gefa svör sem eru
stundum tvíræð en svör samt.
Og allii' eru reiðir. Reiðir vegna
þess að börn þjást og deyja hundruð-
um saman af næringarskorti, þau
best settu fá aðhlynningu á sjúkra-
húsum, flest eru að tærast upp heima
hjá sér. Menn eru reiðir af því þeir
fá ekki að selja olíu og eru upp á
náð og miskunn hjálparstofnana
komnii'. „Við getum bjargað okkur,
en okkur er ekki gefið tækifæri. Við
höfum uppfyllt öll ákvæði Sameinuðu
þjóðanna og þá kemur Bush ineð
nýjan fyrirslátt til að binda ekki enda
á viðskiptabannið. Hvað viljið þið
eiginlega. Sjálfsvirðing okkar er far-
in lönd og leið og nú viljið þið murka
úr okkut' líftóruná líka.“
Þetta segja menn alls staðar, hvort
sem maður talar við lækna á sjúkra-
húsum sem daglega standa frammi
fyrir því hvaða börnum eigi að gera
tilraun til að bjarga og hver eigi að
deyja drottni sínum, mæður sem sitja
grátandi við sjúkrabeð barna sinna,
skólastjóra sem var að reyna að halda
próf í grunnskólanum sínum þó
krakkarnir hefðu misst úr margar
vikur þegar allt var lokað og sprengj-
urnar sprungu allt í kring. Hver ein-
asti maður er reiður. Hængurinn er
sá að sumir finna reiði sinni ekki
farveg. Eru bara reiðir. „Ég sofna
reiður og vakna reiður og veit að ég
á ekki fyrir mjólkurdufti handa börn-
unum mínum í dag frekar en í gær,“
sagði Imam kunningi úr fyrri Iraks-
ferðum. „Ég gæti reynt að beina
reiði að Saddam eða Bush, en málið
er líka að ég er svo þreyttur á þess-
ari tilfinningu. Ég hef enga vinnu
og engar tekjur. Það er fylgst með
mér af því ég vann í Kúveit fyrir
innrásina. Þá grunar að ég sé í and-
spyrnuhópi. Þú getur bókað að þeir
taka þig í gegn fyrir að hafa lagt þig
í þá hættu að hafa haft samband við
mig.“
Én hvað sem öðru líður, Bagdad
er ekki sprengd borg, að sönnu hafa
verið sprengdar nokkrar brúnna yfir