Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 29
•! - ■ i«11 • (j • / t ic • íhy ’•; *>íoi> MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR-26. JÚNÍ T991------------------- ----------------------------------- 29 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Yfir 50% telja að ísland gangi í EB fyrir aldamót RÚMLEGA 50% svarenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands um afstöðu fólks til Evrópubandalagsins telja að Islendingar verði orðnir aðilar að bandalaginu árið 2000, þ.e. eft,- ir níu ár. Ef miðað er aðeins við þá, sem svara spurningunni, telja 60,5% að ísland verði í bandalaginu um aldamót. Þeir sem telja að landið verði áfram utan EB eru 21,9%, en þeir, sem svara því til að það sé hugsanlegt eða ýmsu háð, eru 17,6%. Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar var gerð fyrir Sam- starfshóp atvinnulífsins um evr- ópska samvinnu (SATES). Könn- unin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní síðastliðinn. Alls var leitað til 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Úr- takið var slembiúrtak úr þjóðskrá. Viðtöl voru tekin í síma og feng- ust svör frá alls 1040 manns, sem er 69,3% svarhlutfall. Nettósvörun - þegar dregnir hafa verið frá upphaflegu úrtaki látnir, erlendir ríkisborgarar og fólk, sem dvelur erlendis - er 70,6%. Félagsvísinda- stofnun telur að fullnægjandi skipting sé milli skiptingar úrtaks- ins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Því megi ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, 18 til Landshlaup FRÍ: Þátttak- endur eru á öllum aldri ÞÁTTTAKENDUR í Lands- hlaupi FRI, sem senn fer að ljúka, eru nú orðnir rúmlega 1.700 og eru þeir á aldrinum frá 2-86 ára. 75_ára, allvel. í könnuninni var spurt þriggja spurninga. Fyrst var spurt: „Tel- urðu æskilegt eða óæskilegt að ísland sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu?“ Næst voru þeir, sem svöniðu fyrstu spurningunni neitandi eða sögðust óvissir, spurðir: „Ef ti’yggt væt'i að íslend- ingar héldu fullu forræði yfir fiski- miðunum við landið, myndir þú þá telja æskilegt eða óæskilegt að Island sækti um aðild að Evrópu- bandalaginu eða myndi það engu breyta?“ Loks voru allir spurðir: „Telurðu að íslendingar verði orðnir aðilar að Evrópubandalag- inu árið 2000, þ.e. eftir níu ár?“ Fylgismönnum umsóknar hefur fækkað Við fyrstu spurningunni svör- uðu 5,8% allra svarenda því til að þeir teldu mjög æskilegt að íslend- ingar gengju í EB, en 18,8% sögð- ust telja það frekar æskilegt. Þeir, sem telja umsókn æskilega, eru því samtals 24,6%. Hlutlausir eða óvissir eru 30%. Þeir, sem telja umsókn frekar óæskilega eru 19,3%, en mjög óæskilega 22,2%. Samtals eru andstæðingar um- sóknar þá 41,5%. Ef aðeins er lit- ið á þá, sem taka afstöðu, eru 72,9% á móti umsókn, en 37,1% hlynntir. Þessar niðurstöður má sjá í töflu, sem fylgir hér með. Talsverð fækkun hefur orðið á Telurðu æskilegt eða óæskilegt að ísland sæki um aðild að Evrópubanda- laginu? Niðurstöður úr nokkrum þjóðmálakönnunum Félagsvísindastofnun- ar frá því í maí 1989. Hlutfall í maí 89 Hlutfall í okt. 89 Hlutfall i feb. 90 Hlutfall í niaí 90 Hlutfall nú Fjöldi nú Mjög æskiiegt 8,8 10,9 11,4 12,4 5,8 60 Frekar æskilegt 25,6 24,5 32,3 26,2 18,8 195 Æskilegt samtals 34,4 35,4 43,7 38,6 24,6 255 Hlutlaus/óviss 34,7 43,4 33,0 35,4 28,3 294 Frekar óæskilegt 16,3 13,0 12,3 15,2 19,3 201 Mjög óæskilegt 12,4 7,5 9,8 9,2 22,2 231 Óæskilegt sainlals 28,7 20,5 22,1 24,4 41,5 432 Svara ekki 2,1 0,6 1,2 1,6 5,7 59 Ef tryggt væri að íslendingar héldu fullu forræði yfir fískimiðunum við landið, myndir þú þá telja æskilegt eða óæskilegt að ísland sækti um aðild að Evrópubandalaginu, eða myndi það engu breyta? Þeir spurðii' sem töldu það óæskilegt eða voru hlutlausir úr töflu 1. Samanlögð svör úr þessum tveimur spurningum. Fjöldi Hlutfall Iliutfall þeirra Hlutfall þeirra o/ /o sem svara sem taka afstöðu Mjög æskilegt 104 10,0 10,7 13,0 Frekar æskilegt 430 41,3 44,1 53,8 Hlutlaus/óviss 177 17,0 18,1 — Frekar óæskilegt 110 10,6 11,3 13,8 Mjög óæskilegt 155 14,9 15,9 19,4 Svara ekki 64 6,2 — — Alls 1040 100% 100% 100% Telurðu að íslendingar verði orðnir aðilar að Evrópubandalaginu um alda- mótin 2000, þ.e. eftir 9 ár? Fjökli Hluffall Hlutfall þeirra Hlutfall þeirra % sem svara sem taka afstöðu Ja 524 50,4 60,5 73,4 Nei 190 18,3 21,9 26,6 Hugsanlega/ýmsu háð 152 14,6 17,6 — Svara ekki 174 16,7 — — Alls 1040 100% 100% 100% Telurðu að íslendingar verði orðnir aðilar að Evrópubandalaginu um alda- mótin 2000, þ.e. eftir 9 ár? Greint eftir því hvort fólk telur æskilegt að óæskilegt að ísland sæki um aðild að EB. Hlaupnir hafa verið rúmlega 2.300 kílómetrar en hlaupaleiðin öll er 2.902 kílómetrar. Félagar í 112 félögum hafa tekið þátt í hlaupinu og nú á eftir að fara um félags- svæði sex Hérðassambanda. Hlaupinu lýkur á fimmtudaginn með því að hlaupið verður í gegnum fylgismönnum umsóknar um EB- Æskilegt Hlutlaus Óæskilegt aðild frá fyrri könnunum Félags- Jcl 83,0 62,6 44,7 vísindastofnunar, eins og sjá má Nei 6,4 15,2 37,0 í meðfylgjandi töflu. Samtals fylg- Hugsanlegt/ýmsu háð 10,6 22,2 18,4 ismenn voru til dæmis 43,7% í Alls 100% 100% 100% febrúar 1990 og 38,6% í maí 1990, en þá var síðast spurt um afstöðu Fjöldi 235 230 365 manna til EB. Síðan hafa meðal félagssvæði Fjölnis í Grafarvogi og þaðan niður Ártúnsbrekkuna um Suðurlandsbraut og niður á Laugar- dalsvöll. Áætlað er að ljúka hlaup- inu þar um kl. 18. annars verið haldnar þingkosning- ar. Andstæðingum EB-umsóknar hefur íjölgað að sama skapi frá fyrri könnunum, eins og sjá má í töflunni. Yfirráð yfir fiskimiðunum snúa dæminu við Þeir, sem sögðust vera hlutlaus- ir, óvissir eða telja umsókn óæski- lega, voru spurðir áfram hvort þeir teldu umsókn æskilega eða óæskilega ef tiyggt væri að ís- lendingar héldu fullu forræði yfir fiskimiðunum við landið. Hér snýst dæmið við. Að yfirráðum auðlind- anna gefnum segjast 10% mjög hlynntir umsókn, og 41,3% frekar hlynntir, eða samtals 51,3% allra svarenda. Hlutlausir eru áfram 17%. Þeir, sem telja umsókn samt sem áður frekar óæskilega, eru 10,6% og algjörir andstæðingar hennar, þrátt fyrir fyrirvarann, eru 14,9%. Samtals eru þetta 25,5%. Sé aðeins litið á þá, sem taka afstöðu, eru fylgismenn um- sóknar alls 66,8%, en andstæðing- ar 33,2%, að því gefnu að yfírráð yfir fiskimiðunum haldist. Þriðju spurningunni, um það hvort Island yrði orðið aðili að EB árið 2000, svöruðu 50,4% allra svarenda játandi en 18,3% neit- andi. Sé aðeins litið á þá, sem tóku afstöðu, eru 73,4% á þeiiri skoðun að ísland verði orðið eitt af EB-ríkjunum um aldamót, en þeir sem telja að svo fari ekki eru 26,6%. Ungt fólk hlynntara EB Þegar litið er á niðurstöðurnar eftir þjóðfélagshópum kemur í ljós að karlar eru hlynntari umsókn um aðild að EB en konur. Konurn- ar telja hins vegar í meira mæli en karlarnir að Island verði geng- ið í bandalagið um aldamótin. Þá sýnir það sig að yngra fólk er hlynntara umsókn um aðild en eldra, Reykvíkingar og Reyknes- ingar fremur en landsbyggðar- menn og fylgismenn stjórnarflokk- anna, Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokks, fremur en fylgismenn stjórnarandstöðunnar. Einnig kemur í Ijós að þeir, sem starfa við landbúnað og opinbera þjón- ustu, leggjast ákveðnast gegn umsókn um aðild að EB. Þegar litið er á spá manna um stöðuna við aldamót, sýna niður- stöður könnunarinnar að þeir, sem telja æskilegt að ísland sæki um aðild að EB, telja líklegra að land- ið verði komið í hóp EB-ríkjanna um aldamót, en hinir, sem eru slíku andvígir. Þetta má sjá í með- fylgjandi töflu. Óvissumörk Ákveðin óvissumörk eru á nið- urstöðum könnunarinnar. í könn- uninni segjast um 26% til dæmis vera hlynnt því að sótt verði um aðild að EB. Vikmörk eru um 2,7% miðað við 1.000 manna svarenda- hóp, og því má segja með um 95% vissu að á bilinu 23,3% til 28,7% þjóðarinnar séu þessarar skoðun- ar. Hins vegar telja 44% svarenda aðildarumsókn óæskilega. Fyrir hærra hlutfall eru vikmörkin víð- ari, og því má með 95% vissu álykta af niðurstöðum könnunar- innar að 40,9% til 47,1% þjóðarinn- ar séu á þeirri skoðun. Hálfsmánaðar samfelldur þurrkur suðvestanlands: Heyskapur víða hafinn þrátt fyrir að dregið hafi úr sprettu Gífurlegt álag á Vatnsveitu Reykjavíkur vegna mikillar vökvunar ÞURRKARNIR undanfarinn hálfan mánuð hafa dregið nokkuð úr sprettu á sunnan- og vestanverðu landinu, og á Norðaustur- landi hefur einnig dregið úr sprettu vegna kulda. Heyskapur er hafinn víða um land þó slægja sé ekki mikil, en að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýlingarráðunauts hjá Búnaðarfélagi ís- lands, má gera ráð fyrir að bændur nái afbragðsfóðri af túnum sínum. Spáð er svipuðu veðri næstu daga, en búist er við úrkomu á sunnanverðu landinu uin eða eftir næstu helgi. Ólafur Dýrmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þurrkarnir væru farnir að tefja grassprettu nokkuð, en heyskapur væri þó víðast hvar að fara af stað á sunnan- og vestanverðu landinu og_ einnig í Skagafirði og Eyjafirði. Á Vestfjörðum og Aust- urlandi væri hins vegar lítið um að heyskapur væri hafinn, og sama ætti við um Þingeyjarsýsl- urnar þar sem dregið hefði úr sprettu vegna kulda. Ólafur sagði að á einstaka stað á sunnan- og vestanverðu landinu hefði örlítið borið á því að tún á melum og söndum væru farin að sviðna vegna þurrkanna, en venjuleg móajarðvegstún og mýratún stæðu sig betur. Hann sagði að þar sem héyskapur væri byrjaður væri reyndar ekki um verulega mikla slægju að ræða, en þó mætti reikna með því að bændur næðu afbragðsfóðri, og þar sem svo snemma væri slegið mætti gera ráð fyrir góðri há. „Heyskapur byrjar í meðalári ekki að ráði fyrr en um mánaða- mótin júní-júlí, og stundum ekki fyrr en komið er eitthvað fram í júlí, þannig að enn er þetta jafn- vel skárra en í meðalári. Það vor- aði mjög vel og gróður fór vel af stað, en þurrkarnir hafa tafið nokkuð fyrir sprettu í úthögum. Það á sérstaklega við þar sem þurrlendi er mikið, og þar sem er rof og viðkvæmur jarðvegur er meiri hætta á jarðvegseyðingu, en í því sambandi hafa menn haft nokkrar áhyggjur af hálendinu. Ef hins vegar ekki gerir rok í úthaga á ekki að vera hætta á skemmdum, og spretta þar ætti að geta orðið ágæt ef færi að væta svolítið á næstur:ni,“ sagði Ólafur. Ekki er vitað til þess að vatns- skortur hafi neins staðar orðið af völdum þurrkanna, og að sögn Þórodds Sigurðssonar, vatns- veitustjóra í Reykjavík, er grunn- vatnshæð nú meiri en hún var í fyrrasumar. Hann sagði að gífur- legt álag hefði verið á vatns- veituna undanfarna daga vegna vökvunar á höfuðborgarsvæðinu, en það hefði þó ekki valdið neinum erfiðleikum. Sagðist hann telja að vatnsmagn væri nægilegt til að standast 2-3 mánaða samfelldan þurrk. Fjórtán daga samfelldur þurrk- ur hafði í gær verið á vestanverðu landinu, og sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, að enn væri ekki um neinn óvenjulega langan þurrkatíma að ræða. Hann sagði að lengsti samfelldi þurrkurinn í Reykjavík hefði verið sumarið 1960, en þá var úrkomulaust þar í 32 daga samfellt. Sólskinsstund- ir í Reykjavík það sem af er jún- ímánuði eru tæplega 270, og hafa þær ekki mælst fleiri síðan 1952 þegai' þær voru rúmlega 280. Flestar sólskinsstundir í júní frá því mælingar hófust voru hins vegar árið 1928, en þá mældust 338 sólsskinsstundir. Trausti sagði að svipuðu veðri og undanfarið væri spáð á landinu næstu daga, en gert væri ráð fyr- ir úrkomu sunnanlands um næstu helgi. „Það hefur reyndar margoft verið spáð rigningu á fjórða og fímmta degi undanfarið eins og nú, en einhvern vegin hefur úrko- musvæðið þó alltaf hörfað,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.