Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn kann að finna til
vanlíðunar í starfi sínu núna.
Hann má ekki missa móðinn,
heldur ætti hann að hyggja að
frekar menntunarmöguleikum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautinu hættir til að lifa í
dagd^aumum sínum um þessar
mundir. Það ætti að ráðast í
að ljúka þeim verkefnum sem
eru orðin á eftir áætlun.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 1»
Það er ekki rétti tíminn núna
fyrir tvíburann að kynna nýja
kunningja fyrir fjölskyldunni
eða bjóða heim vinum. Maki
hans hefur áhuga á að njóta
félagsskapar háns. Hann ætti
að taka tillit tii óska annarra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn sinnir skyidustörfum
sínum án alls fyrirgangs og
honum vinnst vel. Hann kann
að lenda í smávægilegum deil-
um, en samkomulag er innan
seilingar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) <ef
Óvæntur aukakostnaður fellur
á ljónið vegna barna þess. Nú
er rétti tíminn tii að hafa sam-
band við kunningja og þá sem
tengjast starfinu. Það mætti
gjarna vera meira með sínum
nánustu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Þó að meyjan geri rétt í því
að takmarka fjárútlát sín eins
og unnt er finnst henni nú
tímabært að leggja út í við-
haldsframkvæmdir heima fyr-
ir.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin ætti ekki að láta pirring
út af smámunum safnast fyrir
innra með sér. Það er kominn
tími til að leggja spilin á borðið.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Vinir sporðdrekans tefja um-
talsvert fyrir honum núna og
hann er að því kominn að missa
þolinmæðina. Hann ætti að
leggja sig allan fram í starf-
inu. Það mun fljótt borga sig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) SftÚ
Sumir gera kröfu til að bog-
maðurinn taka ákvörðun í
ákveðnu máli. Hann ætti að
flýta sér hægt og forðast að
blanda saman leik og starfi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steíngeitin ætti að iáta verk-
efni sem sinna þarf heima fyr-
ir njóta forgangs.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. t'ebrúar) ðh.
Samningaviðræður sem vatns-
berinn tekur þátt í dragast á
langinn. Hann verður óafvit-
andi þátttakandi í valdabar-
áttu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mai-s)
Fiskurinn á ekki sem auðveld-
ast með að vinna með maka
sínurn í dag. Kröfur sem til
hans eru gerðar í starfinu út-
heimta sjálfsaga af honum.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradv'ól. Spár af pessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
► visindalcgra staóreynda.
DÝRAGLENS
LJÓSKA
SMÁFÓLK
Lúsý, g-ættu þín á Hvað sagðirðu?
flugboltanum!
Ég sagði „gættu þín á
flugboltanum!“
Þakka þér fyrir.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Á hættunni gegn utan velur
suður að passa í þriðju hendi
með þessi spil.
Suður
♦ KDG75
¥K53
♦ 106
* 1096
Vestur Norður Austur Suður
- Pass Pass Pass
1 hjarta Pass Pass ?
En þarf svo að taka mikil-
væga ákvörðun í næsta hring.
Andstæðingarnir spila eðlilegt
kerfi, svo opnun vesturs getur
verið býsna sterk. En er það
ekki svolítið máttlaust að gefa
samninginn eftir baráttulaust?
Omar Sharif er ekki í nokkrum
vafa að flestir myndu segja 1
spaða. .
EPSON-keppnin, spil 21. Norður
gefur: NS á hættu. Norður ♦ 108643 ¥ 10642 ♦ ÁD + G2
Vestur Austur
♦ Á + 92
¥ ÁDG97 ¥8
♦ K872 ♦ G9543
+ ÁD4 + K8753
Suður
♦ KDG75
VK53
♦ 106
* 1096
Vestur Norður Austur Suður
- Pass Pass Pass
1 hjarta Pass Pass 1 spaði
dobl 3 spaðar 3 grönd Pass
5 tíglar Pass Pass Pass
Sagnir tóku ekki þá stefnu
sem suður vonaðist til. Vestur
úttektardoblaði einn spaða, og
austur galdraði fram rökrétta
sögn til að sýna láglitina. Eftir
upphaflegt pass við opnun
makkers, geta 3 grönd ekki ver-
ið sögð til vinnings.
NS fengu 23 stig af 100 fyrir
að gefa út 400 í 5 tíglum, en
hefðu fengið 62 stig fyrir að
sitja hjartabútnum.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna alþjóðamótinu í Metz í
Frakklandi í vor kom þetta athygl-
isverða endatafl upp í skák alþjóð-
lega meistarans Aldo Haik
(2.435), Frakklandi, sem hafði
hvítt og átti leik, og kvenstór-
meistarans Jönu Bellin (2.245),
Englandi.
Svartur lék síðast 65. — g7 —
g6 og virðist eiga jafnteflið tryggt,
en hvítur á skemmtilegf svar:
66. g5! - hxg5, 67. h6 - Bg8,
68. Rg3 - g4, 69. Kf6 - g5,
70. Kg7, svartur gafst upp. Sigur-
vegari á mótinu í Metz varð þvi
sovéski stórmeistarinn Vyecheslav
Eingorn með 7 'h v. af 9 möguleg-
um, en öflugastu þátttakendurnir
á mótinu voru flestir sovéskir.
I