Morgunblaðið - 26.06.1991, Page 44

Morgunblaðið - 26.06.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Ást er. . . ... að kaupa honum gjöf fyrir þína eigin pen- inga. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Fólk er oft syfjulegt snemma á morgnana, ekki þegar koinið er framundir kvöldmat? Mjólkin var búin, svo ég fór á næsta bæ . . . HOGNI HREKKVISI JÓLASVEINASKOUNN „ ÖpCf > HvfrlZrj' 5 AV ’MI 'd | \/(P FÁ HEMI5ÖKN EtNHVP.iT.' CFAI V'/».!. I^I.Í I Ui r ÍPAS.TA 'AC.» Fáránlegar sparnaðaraðgerðir Eg er bara almennur borgari sem nota þjónustu SVR mikið, og finnst þessar aðgerðir því fáránlegar. — Halda menn að þeir spari eitthvað með því að strætisvagnar aki á 20 mínútna fresti í stað 15? Þetta fyrir- komulag er viðunandi á sumrin; þá eru götur auðar og því ekkert sem hindrar vagnana í áætlun þeirra. Nóg er hún samt. En á veturna er annað upp á teningnum. Þá eru oft ferðir sem gjörsamlega falla niður. Og þá færi seinkunin úr 30 mínút- um yfir í 40 mínútur, ef maður ein- skorðar sig við tímatöfluna. Mér finnst það útí hött, að ætla sér að spara með því að það bitni svona heiftarlega á mér og fleirum. Hversvegna halda menn að vagn- arnir séu svona lítið notaðir? Það er af því, að fólk á ekki alltaf smá- pening á sér, og í staðinn fyrir að fara með strætisvagni vill það frek- ar nota bílinn en að þurfa að bíða eftir vagninum og lenda svo í vand- ræðum með að fá skipt. Því finnst mér það ekki vitlaust að setja nef- skatt, eða eitthvað slíkt á alla lands- menn, sem myndi renna til Strætis- vagna Reykjavíkur og þá yrði farið frítt allan ársins hring. Það myndi verða mjög þægilegt fyrir alla, sér- staklega skólafólk. Og í staðinn fyrir að sjá á eftir þessum nef- skatti sem fólk borgar, þá færi það frekar með strætó en að henda þessum peningi. Strætisvagnarnir eru alltaf troð- fullir á Þorláksmessu, og það er bara af þeirri einföldu ástæðu, að fólk telur að það sé betra að skilja bílinn eftir heima og fara frekar með strætó að kaupa inn o.s.frv., vegna þess að það kostar ekkert með vögnunum. __^ Að maður tali nú ekki um allan sparnaðinn. Um slitlagið á götun- um, um mengunina frá útblæstrin- um úr bílunum, um greiðari götur fyrir vagnana, um fækkun slysa, og svo mætti lengi telja..... Ingólfur Orn í»essir hringdu ... Goð verslun íbúi í Norðurbrún 1 hringdi: „Svo sannariega erum við án- ægð á Norðurbrún 1 með nýju búðina, Tíu til tíu, sem er hinu megin við götuna hjá okkur. Það eru allar nauðsynjavörur og verð- ið er ekki hærra en annars staðar og margt ódýrara. Og ekki má gleyma starfsfólknu sem er fyrsta flokks, elskulegt og hjálpsamt, og í alla staði starfi sínu vaxið. Það er opið frá klukkan 10 til 10 alla daga, jafnt sunnudaga sem aðra, svo fólk ætti að nota sér það ef eitthvað hefur gleymst fyrir helg- ina.“ Hvar fást Lloyd-skór Göngumóður hringdi „Eg er vanafastur maður og hef í nokkur ár aðallega notað hina traustu Lloyd gönguskó. Þessir skór fengust hjá P&Ó í Pósthússtræti en nú er sú verzlun hætt, því miður. Getur einhver frætt mig í gegnum Velvakanda hvar þessir skór fást nú? Greiða hestamenn í vegasjóð? Okukona hringdi: „Fyrir skömmu var rætt við gatnamálastjóra á Aðalstöðinni og sagði hann að það kæmi til greina að loka tilteknum vegum í Heiðmörk fyrir bílum svo hesta- menn geti haft þá fyrir sig eina. Nú eru lögð alls konar gjöld a okkur bíleigendur og vegirnir hafa verið byggðir fyrir þessa peninga. Ég hef hins vegar aldrei heyrt um að hestamenn greiði í vegasjóð og finnst það undarlegt ef þeir ætla að fara að eigna sér ein- hveija vegi. Þætti mér gott ef gatnamálastjóri gæti útskýrt þetta nánar.“ Kettlingar Nokkrir kettlingar sem eru blendingar af angórakyni fást gefnins. Upplýsingar í síma 657763. Hálsmen Viðhengi af hálsmeni, róm- verskur peningur með gullhring utanum, tapaðist við Fjarðarkaup í Hafnarfirði á 14. júní. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 626370. Úr Kvengullúr með keðju tapaðist 19. júní sennilega í Austurbæn- um. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 611477. Víkveiji skrifar Skýrt vai' frá því í síðasta við- skiptablaði Morgunblaðsins, að fulltrúar fjögurra aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) hefðu komið í veg fyrir allsheijarbann við tóbaksauglýsingum innan banda- lagsins. Var ætlunin hjá talsmönn- um bannsins að það kæmi til fram- kvæmda l.janúar 1993, eðaásama tíma og hinn sameiginlegi innri markaður bandalagsríkjanna. Það var. framkvæmdastjórn EB sem vildi auglýsingabannið en full- trúar Breta, Þjóðverja, Dana og Hollendinga töldu það óþarft. Fjög- ur af 12 aðildarlöndum EB gátu þannig stöðvað framgang tillögunn- ar, sem minnir á þá staðreynd, að EB er ekki yfirríkjastofnun í öllu tilliti. Unnt er að hindra framgang ákvarðana framkvæmdastjórnar- innar, ef ríki taka höndum sanian um það. Þótt Víkveiji sé vaxandi and- stæðingur reykinga og þoli æ verr að reykt sé í næiYeru hans, hefur hann aldrei verið þeirrar skoðunar, að auglýsingar á tóbaki ráði úrslit- um um það hvort fólk reykir eða ekki. Þvert á móti hefur hann litið þannig á, að með auglýsingastarf- semi tóbaksfyrirtækja sé tekjum þeirra beint til þess að efla fjárhags- legan styrk fjölmiðla á svipaðan hátt og ríkisvaldið hefur miklar tekjur vegna einokunar sinnar á tóbaki og áfengi. x x x * Ifyrrgreindri frétt I viðskiptablaði Morgunblaðsins er skýrt frá því, að í Bretlandi hafi tóbaksfram- leiðendur takmarkað auglýsingar sínar sjálfviljugir. Var á það bent að þar í landi hefði reykingamönn- um fækkað úr 45% 1974 í 32% 1988. Framleiðendur á tóbaki hafna því alfarið, að nokkuit samband sé á milli auglýsinga og heildar- reykinga. Auglýsingar hafi aðeins áhrif á innbyrðis markaðshlutdeild seljendá. Víkveiji tekur undir þessa skoð- un um gildi auglýsinganna. Ástæð- an fyrir því að æ færri reykja er einfaldlega sú, að fólk er betur upplýst núna um skaðsemi reykinga en áður. Allir skynsamir menn hljóta að hafa áttað sig á því, að reykingar eru slæmar fyrir heils- una. Hvort fólk hafni þessum ótví- ræðu niðurstöðum ræðst ekki af auglýsingum. Hvað sem rökræðum af þessu tagi líður er harla ólíklegt, að hér verði að nýju leyft að aug- lýsa tóbak í fjölmiðlum. í frétt Morgunblaðsins kom ekkert fram um að þessi samþykkt ráðherraráðs EB hefði áhrif á evrópska efnahags- svæðið, sem EFTA- ríkin (en Ísland er eitt þeirra) ætla að stofna með EB frá 1. janúar 1993, ef áformin um svæðið ná fram að ganga. í sumum EB-ríkjum s.s. Italíu og Grikklandi eru tóbaksauglýsingar þegar bannaðar. Forsjárhyggja eins og sú sem felst í auglýsingabanni á ákveðnum vörutegundum og þá helst þeim sem eru ríkissjóði tekjulind eins og áfengi og tóbaki, nýtur stuðnings manna úröllum stjórnmálaflokkum. Hér er því ekki um flokkspólitískt mál að ræða. Raunar er þetta mál, auglýsingar á tóbaki og einnig áfengi, sem fáir vilja ræða án þess að láta fordóma stjórna ferðinni. Væri það ekki til þess fallið að styrkja útgáfu blaða og tímarita á íslensku eða fjárhagslega stöðu ís- Ienskra útvarpsstöðva að leyfa hin- um erlendu framleiðendum á varn- ingi sem er góð tekjulind fyrir ríkis- sjóð að auglýsa hér?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.