Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
47
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Oa Æ KR-ingar fengu aukaspyrnu u.þ.b. fimm metr-
■ I um utan hægra vítateigshorns á 27. mín. og
Rúnar Kristinsson skoraði beint úr spyrnunni með glæsi- j
legu skoti — setti boltann yfir veggin og í nærhomið.
Mjög fallega gert en veggurinn var ekki þéttur.
1m Æ Hilmar Sighvatsson jafnaði með bylmings-
■ I skoti með vinstra fæti skammt innan teigs á I
næst síðustu mínútu leiksins, eftir góða sendingu fra ]
Sigurðí Víðissyni. Glæsimark.
ÚRSLIT
Bikarkeppnin
Síðustu leikimir í 3. umferð.
Dalvík - Leiftur..................3:4
Jón Örvar Einksson, Ágúst Sigurðsson og
Árni Sveinsson - sjálfsmark, Gunnlaugur
Sigursveinsson 2, Matthías Sigvaldason.
■Það var mikið fjör á Dalvíkurvelli, þar
sem um 500 áhorfendur voru samankomn-
ir. Þetta var fyrsti leikur „alvöru" leikur
liðanna síðan 1983. Leikurinn var opinn og
skemmtilegur og mikið um marktækifæri.
Þróun mála: 0:1, 1:1, 1:2, 2:2, 2:4, 3:4.
ÍA-Fylkir.........................2:1
Ólafur Adólfsson, Haraldur Ingólfsson
(vsp.) - Kristinn Tómasson.
■Þegar tíu mín. voru til leiksloka benti
fátt til annars en að Fylkir ynni óvæntan
sigur á Skaganum. En átta mín. fyrir leiks-
lok fengu þeir aukaspymu úti á kanti, Gísli
Eyleifsson sendi vel fyrir markið og Ólafur
hamraði knöttinn í netið með höfðinu. Einni
mín. siðar skallaði Þórður Guðjónsson í
þverslá og á síðustu min. leiksins fengu
Skagamenn vítaspyrnu eftir að Ólafi Adolfs-
syni var hrint i vitateignum. Haraldur skor-
aði örugglega úr vitinu. Mark Kristins Tóm-
assonar kom á 66. mín. og var mjög fallegt
— þrumuskot frá vítateigshorni í homið
fjær.
Haukar-tK.........................0:1
- Hörður Magnússon.
■Þriðju deildar lið ÍK komst þama í fyrsta
skipti i 16-liða úrslit bikarkeppninnar.
Huginn - Þróttur Nesk.............1:4
Aðalsteinn Smári Valgeirsson - Guðbjartur
Magnason 2 (2 vsp), Olafur Viggóson, Þrá-
inn Haraldsson.
■Guðbjartur hefur skorað sjö bikarmörk -
þar af fimm úr vítaspymum.
Þróttur R. - ÍBK..................3:4
Goran Micic, Haukur Magnússon, Sigurður
Sveinbjömsson (vsp) - Kjartan Einarsson
2, Gestur Gylfason, Jakob Jónharðsson.
■Keflvíkingar höfðu 3:0 forystu í hálfleik,
en Þróttarar gerðu tvö mörk á fyrstu fjórum
mín. síðari hálfleiks. Keflvíkingar komust
svo í 4:2 en Sigurður minnkaði muninn á
síðustu mínútunni.
Sagtvar...
Hörður Hilmarsson,' þjálí'ari
UBK, var ánægður í leikslok.
„Þetta var góður leikur og prúð-
mannlega leikinn enda hugsuðu
bæði lið fyrst og fremst um að spila
og leikmenn létu boltann ganga.
Við erum með mannskap til að snúa
vörn í sókn mjög fljótt. Báðir mið-
heijarnir voru orðnir þreyttir og því
tók ég þá útaf og setti Guðmund
[Guðmundsson] fram, en hann er
mjög fljótur eins og sást. Það kom
mér ekkert á óvart nema þá helst
það að KR-ingar skyldu gefa okkur
fæi'i á að sigra í lokin, en ég er
sáttur við stigið.“
Guðmundur Guðmundsson
„Þetta voru að ég held sanngjóm
úrslit og ég er ánægður með stigið,
en við fengum tækifæri til að hirða
þau öll. Okkur hefur gengið illa að
halda út allan leikinn að undanförnu
— höfum náð forystu en dottið síðan
niður. Samt átti ég von á að við
myndum standa í KR-ingum og þó
þeir hafi átt meira í seinni hálfleik
sýndum við „karakter" og náðum
að rífa okkur upp í lokin. Ég fékk
gott færi skömmu fyrir leikslok og
átti að skora en ég á bara mark
inni seinna í sumar.“ ^
Guðni Kjartansson
„Strákarnir voru búnir að sætta
sig við 1:0 sigur en við áttum að
vera búnir að ganga frá þessu fyrir
löngu. En það er gott að losna við
þetta gervigras og það er það
ánægjulegasta við leikinn. Blikarnir
hafa það framyfir okkur að þeir eru
vanir að spila hérna og við getum
kannske kennt sjálfum okkur um
að hafa bara spilað hér einu sinni.“
Pétur Pétursson
„Það var ægilegt að fá jöfnunar-
mark í lokin. Þeir voru að vísu bún-
ir að vera meira með boltann en
það var ekkert að gerast hjá þeírrT"
og þeir fengu ekki færi fyrr en í
lokin. Það er erfitt að spila á þess-
um velli og þeir nutu þess að vera
vanir vellinum og kunnar réttu
hreyfíngarnar.“
Morgunblaðið/KGA
Arnar Grétarsson og Heimir Guðjónsson eigast hér við í einvígi toppliðanna Breiðabliks og KR.
Stóweldið slapp
með skrekkinn!
NÝLIÐAR Breiðabliks halda áfram að koma á óvart og í gær
velgdu þeir meistaraefnum KR undir uggum í hörkuleik á Sand-
grasinu. KR-ingar voru heldur sterkari og fengu góð færi ífyrri
hluta leiksins. Þegar þeir svo héldu sig örugga með sigur komu
Blikarnir; skoruðu og voru nálægt því að taka öll stigin.
Leikurinn var skemmtilegur og
greinilegt að bæði liðin ætluðu
að spila góða knattspyrnu og gera
það prúðmannlega. Boltinn gekk
^■■1 vel og liðin fengu
Logi þokkaleg færi. Arn-
Bergmann ar Grétarsson átti
Eiösson gott skot eftir glæsi-
skntar lega sókn Blika en
Olafur varði vel og hinumegin
komst Pétur Pétursson í gegn en
náði ekki góðu skoti. Það gerði
Rúnar Kristinsson hinsvegar er
hann skoraði úr aukaspyrnu; sendi
boltann yfír dularfullan varnarvegg
Blikanna.
Síðari hálfleikurinn var svo svip-
aður en smám saman náðu Blikarn-
ir undirtökunum, voru meira með
boltann en gekk illa að komast að
teignum. Það tókst ekki fyrr en í
lokin er Hilmar skoraði glæsilegt
mark.
Þegar komið var framyfír venju-
legan Ieiktíma fengu Blikar besta
færi leiksins. Arnar og Guðmundur
Guðmundsson galopnuðu vörn KR
og Guðmundur komst framhjá
Ólafí, en skot hans, utarlega úr
teignum, fór í stöngina og framhjá.
Það Ieikur enginn vafi á því að
Breiðablik er það lið sem hefur
komið mest á óvart í sumar. Ekki
aðeins með góðum úrslitum, heldur
ekki síður góðri knattspyrnu. Liðið
lætur boltann ganga og heldur hon-
um við jörðina, enda líklega með
minnsta framheijapar deildarinnar.
Hilmar og Arnar áttu mjög góðan
leik á miðjunni og Guðmundur var
mjög frískur.
KR-ingar fengi tækifæri til að
tryggja sér sigur en hættu of
snemma. Þeir lék þó mjög vel nær
allan leikinn og vörn þeirra er
líklega sú besta í deildinni, Atli,
Sigurður og Gunnar Oddsson mjög
sterkir og Ólafur öruggur í mark-
inu.
Jafntefli er líklega sanngjörn
úrslit, þegar miðað er við leikinn í
heild. Það skemmtilegasta við leik-
inn var þó að bæði liðinu voru
ákveðin í að spila og vonandi að
skemmtilegt einvígi stórveldisins og
nýliðanna haldi áfram.
Oa Æ Það var Ólafur Ró-
■ 1 bertsson sem kom
Víði yfír á 17. mínútu með fyrsta
marki sínu í 1. deild. Óiafur átti
mjög óvænt hörkuskot af 35 m
færi, knötturinn, small í þver-
slánni, hrökk þaðan í bak Hauks
markvarðar og í netið.
1a Æ Varamaðurinn Árni
■ I Hermannsson jafn-
aði fyrir KA á 85. mín. með
fyrstu snertingu sinni. Öm Við-
ar tók langl innkast, inn á víta-
teig, Erlingur fleyttí knettinum
aftur fyrir sig með höfðinu, og
Árni þrumaði í netið af stuttu
færi með vinstra fæti.
Ikvöld
Knattspyrna kl. 20
1. deild karla:
Laugardalsv. Fram - FH
1. deild kvenna:
Kópavogsvöllur UBK - ÍA
Neskaupst. Þróttur N. - Valur
4. deiid:
Varmá Afturelding - Vfkverji
Utandeiidarkeppni:
Gervigrasv. Flugleiðir - KMF
Jafnt í daufum leik á Akureyri
KA og Víðir gerðu jafntefli á
Akureyri í daufum leik og voru
það sanngjörn úrslit. Leikurinn var
ekki sérlega skemmtilegur á að
■mHH horfa, mikið var um
Anton langspyrnur en
Benjamínsson minna um góðan
samleik og mark-
tækiæri.
Víðismenn léku undan norðan
golu í fyrri hálfleik og sóttu nokkuð
grimmt fyrsta hálftímann en náðu
ekki að skapa sér nógu góð færi
til að skora. KA-menn virkuðu óör-
uggir í upphafi og náðu ekki að
sýna sitt rétta andlit. Þeir áttu ekk-
ert umtaisvert færi í fyrri hálfleik
en Víðismenn ógnuðu tvívegis, fyrir
utan atvikið er Ólafur skoraði.
Steinar Ingimundarson og Grétar
Einarsson voru þá á ferðinni en
náðu í hvorugt skiptið að nýta fær-
ið.
KA-menn höfðu vindinn í bakið
í síðari hálfleik og sóknarþungi
þeirra jókst jafn og þétt eftir því
sem leið á hálfleikinn. En það var
sama sagan hjá þeim og hjá Víði
fyrir hlé, lítið var um opin mark-
tækifæri. Það var svo varamaðurinn
Árni Hermannsson sem tryggði
norðanmönnum eitt stig strax eftir
að hann hafði komið inn á fimm
mín. fyrir leikslok.
„Við bökkuðum of mikið í seinni
hálfleik. Það var ekki meiningin,
heldur náðu KA-menn að pressa
okkur of aftarlega á völlinn og því
fór sem fór,“ sagði Óskar Ingi-
mundarson, þjálfari Víðis og fyrrum
leikmaður KA, svekktur í ieikslok.
Einar Einarsson átti besta leik
sinn í sumar hjá KA, vann vel á
miðjunni og Sverrir var mjög dug-
legur í framlínunni. Hjá Víði var
Grétar bestur, vann vel úr þejjjfc
sendingum sem hann fékk og
byggði upp margar sóknir.