Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 48
UNIX
FRAMTÍÐARINNAR
HEITIR:
IBM AIX
- svo vel
sétryggt
SJMnEfALMENNAR
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Metmanuður á Fæð-
ingarheimilinu í maí
Mæðrum boðið að fara fyrr heim
I MAI fæddist 51 barn á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar við
Eiríksgötu sem er nýtt met. Á sama tíma fæddust 243 börn á fæðing-
ardeild Landspítalans og í júní hafa 190 börn fæðst þar en það eru
aðeins færri fæðingar en á sama tíma í fyrra. Vegna manneklu á
deildunum yfir sumarmánuðina,
sængurkvenna úr fimm í fjóra.
Að sögn Maríu Björnsdóttur
hjúkrunarforstjóra á sængur-
kvennadeild Landspítalans, var
ákveðið í vor að fækka legudögum
sængurkenna í þeim tilvikum sem
við ætti og heilsa móður og barns
leyfði. Var það gert. eftir að í ljós
kom að erfitt yrði að manna deild-
ina yfir sumarið.
Elísabet Jónsdóttir forstöðukona
Fæðingarheimilisins sagði að rekst-
jjrinn hefði gengið vel og í maí
fæddist 51 barn á heimilinu en það
er nýtt met. Þar eru tíu rúm og er
þetta annað sumarið sem ekki kem-
ur til lokunar. Sagði hún að ákveð-
ið hefði verið í samráði við Fæðing-
ardeild Landspítalans að senda
væntanlegum mæðrum dreifibréf,
þar sem vakin er athygli á þeim
möguleika að stytta legutímann ef
Borgarráð:
9% hækkun
á dagvist-
argjöldum
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
var ákveðið að fækka legudögum
aðstæður leyfðu. Þessu hefur verið
vel tekið enda hefði reynslan sýnt
að margar mæður vildu gjarnan
komast sem fyrst heim, jafnvel þeg-
ar á þriðja degi.
Sagði Elínborg að á höfuðborgar-
svæðinu væru samtals 209 fæðing-
ar skráðar í júnímánuði en undan-
farin ár hafa fæðst um 250 til 270
börn í mánuðinum. í ár væru fæð-
ingar dreifðat'i yfir alla mánuðina.
EM í brids:
A
Island niður
í fjórða sæti
ÍSLENSKA landsliðið í brids tap-
aði 9-21 í gærkvöldi fyrir Israel-
um á Evrópumótinu í brids á Ir-
landi og er sveitin nú í fjórða
sæti.
Hollendingar unnu Sovétmenn
25-0 og skutust þar með í þriðja
sætið, einu stigi fyrir ofan ísland.
Islendingar spila í dag við Finna
og Norðmenn en nú eru sjö umferð-
um ólokið.
Sjá nánar á bls. 27.
Morgunblaðið/KGA
Ekki dropi úrlofti í 2 vikur
Ekki erjaust við að sumir séu farnir að óska eftir
rigningu, sérstaklega laxveiðimenn. Þessar ungu
stúlkur á Þróttarvellinum við Sæviðarsund stóðu í
vatnsúða í gær, sem framkallaður var með garð-
slöngu. Ekki hefur komið dropi úr iofti á vestan-
verðu landinu í 2 vikur samfleytt. Trausti Jónsson
veðurfræðingur segir að enn sé ekki um óvenjulega
langan þurrkatítna að ræða. Hann sagði að iengsti
samfelldi þurrkur í Reykjavík hefði verið sumarið
1960, en þá var úrkomulaust í 32 daga samfellt.
Sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er júnímán-
uði eru tæplega 270, og hafa þær ekki mælst fleiri
síðan 1952 þegar þær voru rúmlega 280. Fiestar
sólskinsstundir í júní frá því mælingar hófust voru
hins vegar árið 1928, en þá mældust 338 sólskins-
stundir. Það sólarmet fellur ekki í þessum mánuði.
Sjá nánar um áhrif þurrkanna á bls. 29.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu til aðildar að EB:
Andstæðingar umsóknar
41,5% en fylgismenn 24,6%
Rúmlega 51% hlynntir umsókn, séu yfirráð yfir fiskimiðunum tryggð
tillögu stjórnar Dagvistar barna
um 9% hækkun á dvalargjöldum
á dagheimilum borgarinnar frá
og með 1. september næstkom-
andi. Að sögn Hjörleifs Kvaran,
framkvæmdastjóra lögfræði- og
stjórnsýsludeildar, hafa dagvist-
argjöld ekki hækkað síðan í 1.
nóvember 1989.
Samkvæmt tillögunni munu ein-
stæðir foreldrar og námsmenn
greiða 8.600 kr. á mánuði fyrir 8
til 9 stundir á dag á dagheimilum,
en aðrir greiða 14.400 kr.
Fyrir 4 stundir á dag á leikskóla
greiðast 5.800 kr. á mánuði, fyrir
5 stundir er almennt gjald 7.300
kr. en 6.400 kr. fyrir forgangshópa
og fyrir 6 stundir er almennt gjald
8.800 kr. en 7.100 kr. fyrir for-
gangshópa.
Greiðsla fyrir hádegismat er
2.600 kr. og 900 kr. fyrir hressingu
á mánuði.
Á þessu ári hafa 33.343 tonn af
langtímakvóta í þorskígildum verið
flutt á milli einstakra skipa, eða
7,1% af heildaraflakvótanum í
þorskígildum talið. Reikna má með
að a.m.k. helmingurinn af þessu
magni hafi gengið kaupum og söl-
FULL yfirráð íslendinga yfir
fiskimiðunum við landið skipta
iniklu fyrir afstöðu fólks gagn-
vart’ hugsanlegri umsókii um
aðild að Evrópubandalaginu,
samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar, sem Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands
hefur gert. 41,5% allra svarenda
um fyrir um 2,6 milljarða króna,
miðað við 155 krónur fyrir kílóið,
en bein sala á aflakvótum hefur
aukist úr 30% af flutningi aflakvóta
milli skipa í a.m.k. 50%.
Aflahlutdeild smábáta, sem
mega framselja aflakvóta sinn, var
telja umsókn um aðild óæskilega,
þegar spurt er beint, en þegar
spurt er áfram hvort trygging
fullra yfirráða fiskimiðanna
myndi breyta afstöðu manna,
snýst dæmið við og 51,3% allra
svarenda segjast hlynntir um-
sókn að þessu gefnu.
Könnun Félagsvísindastofnunar,
um áramótin 12,91% af heildar-
þorskkvótanum, 7,3% afýsukvótan-
um og 2,83% af ufsakvótanum.
Hins vegar er búið að færa 2,3%
af þorskaflahlutdeild þessara smá-
báta, eða 5.750 tonn af slægðum
þorski, yfir á aðra útgerðarflokka,
svo og 1,4% af ýsukvótahlutdeild
þeirra, eða 728 tonn, og 0,5%, eða
360 tonn, af ufsakvótahlutdeild
smábátanna. Miðað við 155 krónur
fyrir kílóið af langtímaþorskkvóta
hefur verið seldur aflakvóti af þess-
um smábátum fyrir 1.060 milljónir
króna á þessu ári.
Sjá nánar í Ur verinu bls. Bl.
sem gerð var fyrir Samstarfshóp
atvinnulífsins um evrópska sam-
vinnu, var framkvæmd 6. til 12.
júní sl. Samtals fengust svör frá
1.040 manns af 1.500, sem lentu í
úrtaki. Félagsvísindastofnun telur
úrtakið endurspegla þjóðina vel með
tilliti til búsetu og aldurs.
Fyrst var spurt: „Telurðu æski-
legt eða óæskilegt að Island sæki
um aðild að Evrópubandalaginu?"
Af öllum 1.040 svarendunum sögð-
ust 5,8% telja það mjög æskilegt
og 18,8% frekar æskilegt, samtals
24,6%. Hlutlausir eða óvissir voru
30%. Þeir, sem telja umsókn frekar
óæskilega, eru 19,3%, og þeir, sem
álíta hana mjög ófýsilega, eru
22,2%. Samtals gerir þetta 41,5%.
Ef aðeins er litið á þá, sem afstöðu
taka, telja samtals 37,1% umsókn
æskilega, en 72,9% óæskilega.
Þetta snýst við þegar þeir, sem
segjast hlutlausir eða telja aðild
óæskilega, eru spurðir áfram: „Ef
tryggt væri að íslendingar héldu
fullu forræði yfir fiskimiðunum við
landið, myndir þú þá telja æskilegt
eða óæskilegt að Island sækti um
aðild að Evrópubandalaginu, eða
myndi það engu breyta?“ Nú segj-
ast 10% telja umsókn mjög æski-
lega, og 41,3% frekar æskilega,
samtals 51,3%. Hlutlausir eru 17%.
Þeir, sem telja aðild frekar óæski-
lega, eru 10,6% og mjög óæskilega
14,9%, samtals 25,5%. Þegar teknir
eru þeir, sem tóku afstöðu, telja
samtals 66,8% umsókn um aðild
æskilega að yfirráðum yfir fiskimið-
unum gefnum, en andstæðingar
umsóknar, þrátt fyrir að slíkt yrði
tryggt, eru 33,2%.
Fylgismenn umsóknar um aðild
að EB eru mun færri í þessari könn-
un, þegar spurt er fyrirvaralaust,
heldur en í fyrri könnunum. í könn-
unum, sem Félagsvísindastofnun
hefur áður gert á afstöðu manna
til umsóknar um EB-aðild, hafa
fylgjendur umsóknar alltaf verið
fleiri en andstæðingar, þar til nú.
í þessari könnun var spurningunni
um yfirráð fiskimiðanna í fyrsta
sinn bætt við.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
jafnframt að 50,4% allra svarenda
telja að ísland verði orðið aðili að
Evrópubandalaginu um næstu alda-
mót, eða eftir níu ár. Hins vegar
telja 18,3% að svo muni ekki verða.
Þeir, sem segjast hlynntir umsókn
um aðild, telja fremur en aðrii' að
ísland verði eitt EB-ríkjanna um
aldamót.
Sjá nánar um könnunina
á bls. 29.
Sala á aflakvóta nemur
3 milljörðum á þessu ári
AFLAKVÓTAR hafa gengið kaupum og sölum fyrir að minnsta
kosti 3,1 milljarð króna á þessu ári, langtímakvóti fyrir 2,6 millj-
arða og skammtímakvóti fyrir um 500 milljónir. í ár hafa verið flutt
7.442 tonn af skammtímakvóta í þorskígildum milli skipa, sem eru
gerð út frá sömu verstöð en ekki í eigu sömu útgerðar, svo og 5.040
jtonn í þorskígildum á niilli skipa, seni ekki eru gerð út frá sömu
verstöð og án þess að jöfn skipti hafi átt sér stað á kvótategundum.
Miðað við 40 krónur fyrir þorskkvótakílóið hefur um hálfur milljarð-
ur verið greiddur fyrir þennan aflakvóta.