Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 1
104 SIÐUR B/C
145. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vopnuð átök í Slóven-
íu þrátt fyrir vopnahlé
I.jubljana. Frá Önnu Hjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
VOPNAATOK milli landvarnasveita Slóveníu og júgóslavneska hersins héldu áfram
í Slóveníu á aðfaranótt laugardags og fram á morgun þrátt fyrir að ráðamenn
hefðu fyrir tilstilli sendinefndar Evrópubandalagsins (EB) lýst yfir vopnahléi frá
klukkan 21 að staðartíma á föstudagskvöld. Einnig fóru fréttir af átökum Serba
og Króata víða í Króatíu. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði á biaðamannafundi
í Ljubljana í gærmorgun, að þing lýðveldisins yrði að taka afstöðu til samþykktar
hans og Franjos Tudjmans, forseta Króatíu, um að fresta gildistöku sjálfstæðisyfir-
lýsingar lýðveldanna um þrjá mánuði, en þeir féllust á það á fundi með fuiltrúum
EB. Þingið kemur að óbreyttu saman á morgun, mánudag.
Kucan ítrekaði að Slóvenía ætti í átökum
við innrásarlið og styrjöld geisaði í landinu.
Hann sagði að sú staðreynd gæti haft áhrif
á vilja þingsins og hans sjálfs að semja við
ráðamenn í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu,
um slit við sambandslýðveldi Júgóslavíu og
framtíðarsamvinnu. „Slóvenía getur aldrei
aftur orðið hluti af Júgóslavíu. Ekki nema
með innlimun," sagði Kucan.
Vegatálmar — tijábolir, þungavinnuvélar
og flutningabílar — lokuðu enn ölium helstu
vegum á milli stærstu borganna í Slóveníu,
Maribor og Ljubljana, á laugardagsmorgun.
Slóvenska herlögreglan beindi allri umferð
frá flugvellinum við Ljubljana. Einn liðsmað-
ur hennar sagði fréttaritara Morgunblaðsins
að júgóslavnesk herdeild væri á flugvallar-
svæðinu en völlurinn væri í höndum Slóv-
ena. Hann sagði að samningaviðræður ættu
sér stað.
Italskir landamæraverðir skýrðu frá því
að t þriggja stundarfjórðunga skotbardagi
hefbi brotist út við Skofíje-landamærastöð-
ina við ítölsku landamærin í gærmorgun og
þykkir reykjarbólstrar hefðu stigið til him-
ins. Fjöldi sjúkrabifreiða hefði komið á stað-
inn og m.a. ekið særðum á sjúkrahús í
ítölsku borginni Trieste, handan landa-
mæranna. Þá sagði slóvenska útvarpið að
hermenn úr slóvenska heimavarnarliðinu
hefðu eyðilagt fimm skriðdreka sambands-
hersins og tekið 95 hermenn við Rozna
Dolina-landamærstöðina í fyrrinótt og sært
hermann í bardaga í borginni Ptuj í gær.
Ekki fengust þessar fregnir staðfestar en
útvarpsstöðin sagði í gærmorgun: „Stríðinu
í Slóveníu er ekki lokið.“
Ferðamenn streymdu úr landi í gær um
stöð á landamærunum við Ítalíu. Bæjarlífið
í Ljubljana virtist ganga sinn vanagang
þrátt fyrir spennuna sem ríkir í landinu.
Leiðtogar Serbíu tilkynntu sendinefnd
EB að þeir væru tilbúnir að falla frá and-
stöðu sinni gegn því að Króatinn Stipe
Mesic tæki við formennsku í forsætisráðinu.
Þar með er bundinn endi á sex vikna kreppu
i kringum ráðið, æðstu valdastofnun júgó-
slavneska ríkjasambandsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Renntfyrir lax í Kjósinni
Rausnarskapur
borgarstjóra
San Fransisco
ALLAN Fong í San Fransisco hafði ekki
mikið upp úr því að vera heiðarlegur.
Á veitingastaðnum þar sem hann vann
fann hann poka með 227.000 Banda-
ríkjadölum eða um 14 milljónum ÍSK
sem viðskiptavinur hafði skilið eftir.
Fong varðveitti peningana þar til eig-
andinn kom aftur og þegar borgarstjóri
San Fransisco frétti af málinu ákvað
hann að haldinn yrði sérstakur „Allan
Fong-dagur“. Borgarsjóður var að vísu
of fátækur til að geta veitt Fong pen-
ingaverðlaun svo að hann fékk í staðinn
að leggja bíl sínum endurgjaldslaust
hvar sem var í borginni þennan eina
dag. Frá eiganda peninganna hefur hins
vegar ekki heyrst múkk en eins og Fong
sagði sjálfur: „Hann hefði að minnsta
kosti getað þakkað fyrir sig!“
Skapar skort-
ur ájómfrúm
vanda í flugi?
KÍNVERSK stjórnvöld sjá fram á skort
á flugfreyjum vegna of lítils framboðs
af heilbrigðum jómfrúm. Flugmála-
stjórnin í Kína hefur einkum leitað til
menntaskóla eftir flugfreyjum og hefur
aldrei verið skortur á umsækjendum.
Kínverskt dagblað skýrði hins vegar frá
því á föstudag að margar þeirra, sem
sækja um þetta vinsæla starf, fullnægi
ekki kröfum stjórnarinnar þar sem þær
séu heilsuveilar, nærsýnar eða spjallað-
ar. Blaðið skýrði ekki hvers vegna mey-
dómur er nauðsynlegur í starfinu.
• •
Oryg’gisráð SÞ
varar Iraka við
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) kom saman á föstudagskvöld til að
ræða framkomu íraka gagnvart eftir-
litsmönnum SÞ sem í tvígang var mein-
aður aðgangur að mannvirkjum í írak
sem talin eru geyma kjarnorkuvopn eða
efni og búnað til framleiðslu þeirra.
Ráðið skipaði írökum að veita eftirlits-
mönnunm tafarlausan aðgang að mann-
virkjunum og sýna þeim þann búnað sem
fjarlægður var í skyndingu úr herstöð
sem þeim var ekki hleypt jnn í á föstu-
dag. Öryggisráðið varaði íraka við því
að það gæti haft alvarlegar afleiðingar
ef þeir brytu aftur vopnahlésskilmálana.
Þá var ákveðið að senda nefnd hátt-
settra manna til Bagdad til að krefjast
trygginga fyrir því að Irakar verði sam-
vinnuþýðir í framtíðinni.
Sérfræúingur
í viðskiptum
á Kolaskaga
Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra í viö-
tali við Morgunblaöið
I Saddam
Cblad
er gagnrýnið
viðhorf til
veruleikans
Viötal viö PálS.
Ardal heiÖurs-
1 Á? doktoryið Ilá-
JL O skóla íslands