Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNMJDAGUR' 30í JÚNÍ 1991
1"T| \ er sunnudaguf 30. júní, 181. dagur ársins
-L'-ti.VJT 1991. Fimmti sd. eftir Trínitatis. Árdegis-
flóð í Reykjavík kl. 8.21 og síðdegisflóð kl. 20.39. Fjara kl.
2.19 ogkl. 14.20. Sólarupprás í Rvík kl. 3.02 ogsólarlag
kl. 23.59. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.31 ogtunglið er
í suðri kl. 3.48. (Almanak Háskóla íslands.)
Þú hefir heyrt óskir hinna voluðu, Drottinn, þú eykur
þeim hugrekki, hneigir eyra þitt. (Sálm, 10,17.)
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND. í
Neskirkju voru gef-
in saman í hjóna-
band brúðhjónin
Borghildur Sverr-
isdóttir og Birgir
Guðnason. Heimili
þeirra er á Brimnes-
vegi 14, Ólafsfirði.
Sr. Guðmundur Óli
Óskarsson gaf brúð-
hjónin saman.
(Stúdíó 76.)
HJÓNABAND.
Þetta eru brúðhjónin
Þórunn Einars-
dóttir og Hjörtur
Ingþórsson,
Hraunbæ 148,
Rvík. Þau voru gef-
in saman í Hall-
grímskirkju af sr.
Pálma Matthías-
syni. (Ljósmyndar-
inn, J. Long.)
FRÉTTIR/MANNAMÓT
reglumenn vaktir. Varðstjór-
ar eru fjórir og jafnmargir
aðstoðarvarðstjórar.
fyrir helgina, fór út aftur í
gær. Á mánudag er breskur
togari væntanlegur inn.
OZ\ára afmæli. í dag, 30.
O U júní, er áttræð Helga
Sveinsdóttir, húsmóðir í
Görðum á Álftanesi. Hún
er að heiman, dvelst hjá dótt-
ur sinni í Þýskalandi.
Á MORGUN, 1. júlí, eru liðin
146 ár frá því að hið endur-
reista Alþingi kom saman til
fyrsta fundar síns í Mennta-
skólanum. Hinn 1. júlí árið
1886 var Landsbanki ís-
lands opnaður og þann sama
dag, árið 1930, opnaði Bún-
aðarbanki íslands. Og 1.
júlí 1863 fæddist Theodóra
Thoroddsen skáldkona.
FRÍMERKJASÝNING-
UNNI NORDIA 91, sem var
opnuð 27. júní, lýkur í dag,
30. júní. í dag verður loka-
dags-póststimpillinn í umferð.
Dagurinn í dag er tileinkaður
íslandssöfnurum, eins og
póststimpillinn ber með sér.
Aðsókn hefur, að sögn póst-
hússins á sýningunni, verið
góð, en í dag er hún opin kl.
10-18 og er enginn aðgangs-
eyrir.
BARNADEILD Heilsu-
verndarstöðvarinnar, Baróns-
stíg. Opið hús nk. þriðjudag
kl. 15-16 fyrir foreldra ungra
barna. Umræðuefnið er
líkamsrækt barna.
LÁRÉTT: — 1 híma, 5
kalda, 8 dapra, 9 safna sam-
an, 11 bárur, 14 kusk, 15
hljóðfæri, 16 fuglinn, 17
nokkur, 19 eydd, 21 mikill
fjöldi, 22 glataðist, 25 tíni,
26 tóm, 27 leðja.
LÓÐRÉTT: - 2 snák, 3
skaut, 4 ávaxtar, 5 einum, 6
kostur, 7 fugls, 9 óviss, 10
andlits, 12 blettótta, 13 gang-
ar, 18 sættu sig við, 20 fersk,
21 mynni, 23 frumefni, 24
greinir.
HÚSVERNDARDEILD.
Þjóðminjasafn Islands augl. í
nýju Lögbirtingablaði lausa
stöðu deildarstjóra húsvernd-
ardeildar safnsins. Starfið
felst einkum í umsjón og
rannsóknum friðaðra húsa og
húsa í vörslu safnsins. Krafíst
er háskólamenntunar í safn-
greinum eða byggingarlist og
er umsóknarfrestur settur til
10. júlí næstkomandi.
VESTURGATA 7, félags-
og þjónustumiðstöð aldraðra.
Á mánudögum og fimmtu-
dögum verður vinnustofan
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 spræk, 5 staup, 8 sunna, 9 gróin, 11 iðj-
an, 14 nið, 15 torga, 16 urðar, 17 róg, 19 agns, 21 sóði,
22^nálgast, 25 afi, 26 óar, 27 tía.
LÓÐRÉTT: — 2 pár, 3 æsi, 4 kunnar, 5 sniðug, 6 tað,
7 uxa, 9 gætnara, 10 ógrynni, 12 jóðsótt, 13 nomina, 18
ólga, 20 sá, 21 ss, 23 lóð, 24 ar.
opin kl. 10-12. Leiðsögn ann-
ast Villa. Á mánudögum kl.
13.30 fer fram danskennsla.
Gönguferð verður farin á
þriðjudaginn um miðbæinn,
lagt af stað kl. 11. Frjáls
spilamennska er á miðviku-
dögum kl. 13.30. Farið verður
í sund á miðvikud. kl. 9.15.
Prentuð dagskrá liggur í afgr.
UMFERÐARMÁL. í Lög-
birtingi tilk. lögreglustjórinn
í Rvík, að borgarráð hafi
ákveðið að setja þrengingu á
Sóleyjargötuna austan Njarð-
argötu og að stöðvunarskylda
verði sett á Njarðargötu
sunnan gatnamóta við Sóleyj-
argötu, og að stöðvunar-
skylda verði sett á Hólsveg
við Langholtsveg. Þessar að-
gerðir í umferðarmálunum
taka gildi hinn 17. júlí næst-
komandi, segir í tilk.
MOSFELLSBÆR. Orlof
húsmæðra í Mosfellsbæ í
sumar verður á Laugarvatni
15.-21. júlí næstkomandi.
Hjördís í s. 666602 gefur
nánari uppl.
GUÐFRÆÐIDEILD Há-
skóla íslands. í Lögbirtinga-
blaðinu er augl. laus lektors-
staða við guðfræðideildina og
er staðan í kennimannlegri
guðfræði. Segir í augl. að lögð
verði sérstök áhersla á guð-
fræði safnaðar- og trúarlífs.
Um það hefur verið gerð sér-
stök samþykkt í byijun jún-
ímánaðar. Umsóknarfrestur
er settur til 1. ágúst nk.
FÉL. eldri borgara. í dag
er opið hús í Goðheimum við
Sigtún frá kl. 14. Spilað og
dansað verður kl. 20. Lokað
er í Risinu vegna sumarleyfa.
KÓPAVOGSLÖGREGLA.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
augl. í Lögbirtingi með um-
sóknarfresti til 12. júlí lausar
tvær stöður. I lögregluliði
bæjarins eru það sem heitir
24 stöðugildi innan lögregl-
unnar, af þeim ganga 16 lög-
HÚNVETNINGAFÉL. fer í
sumarferðina dagana 12.-14.
júlí. Ekið verður um Fljótshlíð
og Fjallabaksleið syðri. Kjart-
an í s. 814800 gefur nánari
uppk
KRISTNESSPÍTALI. í tilk.
frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu í Lögbirt-
ingablaðinu segir að Stefán
Yngvason læknir hafí verið
settur. yfírlæknir við endur-
hæfingardeild Kristnesspítala
við Akureyri. Mun hann taka
til starfa hinn 1. ágúst.
SÉRFRÆÐINGAR. Heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið tilk. í Lögbirtingi
um veitingu starfsleyfa til
sérfræðinga (lækna): Ás-
mundar Jónassonar sem er
sérfræðingur á sviði heimilis-
lækninga, Þórðar Þorkels-
sonar læknis, sem er sér-
fræðingur í barnalækningum,
Garðars Guðmundssonar,
sem er sérfræðingur í tauga-
skurðlækningum, Láru
Höllu Maack, sem er sér-
fræðingur í geðlækningum
með réttargeðlæknisfræði
sem undirgrein, og Guðjóns
Kristleifssonar tannlæknis,
sem er sérfræðingur í tann-
og munngervalækningum.
KÓPASKER. Oddviti Öxar-
fjarðarhrepps og skipulags-
stjóri ríkisins tilk. í nýlegu
Lögbirtingablaði að fram til
5. júlí sé frestur veittur til
að gera athugasemdir við
skipulagstillöguna um aðal-
skipulag Kópaskers 1990-
2010.
KIRKJUSTARF
FELLA- og Hólakirkja:
Fyrirbænir mánudag kl. 18,
í kirkjunni.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN: í
gær lagði Reykjafoss af stað
til útlanda. Stella Líra, as-
faltflutningaskip sem kom
H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN:
Á morgun er togarinn Ýmir
væntanlegur inn til löndunar.
Grænlandsfarið Magnús
Jensen er væntanlegt í dag.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
í hersljórnartilk. þýsku
herstjórnarinnar á Rúss-
landsvígstöðvunum eru
stóryrðin ekki spöruð þá
sagt er frá óförum her-
sveita Sovétmanna. í tilk.
segir að tjón Sovétherj-
anna sé gífurlegt, talað
er um tortímiugarorr-
ustur. Sé tjónið svo ofsa-
legt að það mælist aðeins
á heimssögulegan mæli-
kvarða. Talað um skrið-
drekaorrustur norðaust-
ur af borginni Minsk og
að í Póllandi hafi 100
þús. fangar verið teknir,
hundruð brynvagna og
300 stórar fallbyssur
höfðu fallið í hendur
þýsku heijanna. Þá var
barist á víglínunni norð-
an frá ísliafi suður að
landamærum Rúmeníu.
Líka er talað um ógurleg-
ar loftárásir á flýjandi
herdeildir Rússa í ná-
munda við Riga í Lett-
landi. Breska flotamála-
ráðuneytið sagði í sinni
tilk. að fyrir norðan Is-
land hefði verið tekinn
þýskur togari. Hann var
þar til að senda uppl. um
veður. Öll áhöfn þessa
veðurathugunarskips, 22
menn, hefði verið hand-
tekin.
Og hér heima vann
Gunnar Húseby það af-
rek á 17. júní-móti
íþróttamanna, að vinna
„Konungsbikarinn".
Hann hafði hlotið flest
stig í einstakri grein.
Varpaði kúlunni 14,22 m
sem gaf honum 839 stig.