Morgunblaðið - 30.06.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 30.06.1991, Síða 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ' SUNNUÐAGUR '30. 'JÚNP199T VIÐTAL VIÐ OLAF G. EINARSSOIM, MENNTAMALARAÐHERRA ÓLAFUR Q. EINARSSON, MENNTAMÁLARÁÐHSRRA. í BAKSÝN SKÓLAMANNVIRKI í GARÐABÆ, I>AH SEM OLAFUR HAFÐI AFSKIPTI AF BÆJARMÁLUM í 18 ÁR. eftir Elínu Pálmadóttur/myndir Kristján Amgrímsson FYRIR TVEIMUR mánuðum tók Ólafur G. Einarsson við ráðherraembætti menntamála, einu viðamesta og flókn- asta ráðuneytinu. Hér á íslandi er sami maður bæði fræðslumálaráðherra fyrir öll skólastig, sem nú orðið ná frá dagvistunarstofnunum og upp í háskóla, og hann er einnig menningarmálaráðherra með öll svið menning- ar og lista á sinni könnu, svo og vísindi og íþróttir. Enda reyndist mjög erfitt að koma blaðaviðtali fyrir í dagskrá hins nýja menntamálaráðherra. Ólafur kemur fyrir sem mjög traustur maður og yfirvegaður. Hann hefur verið sveitarstjóri í stóru bæjarfélagi í 12 ár, ásamt pólitískri forustu þar, alþingismaður í rúm 20 ár og í því erfiða starfi að vera formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins frá haustinu 1979. Sumir segja að þingflokkur- inn sá sé ekki sérlega taumléttur. Það kom kímniglampi í augun á ráðherranum þegar það var nefnt. Og bætt við að hann hefði orð fyrir að hafa haldið þar lipurlega um tauma. Væri farsæll í verkum og ekki þekktur fyrir að leysa málin með uppákomum í fjölmiðlum eða hávær- um yfirlýsingum. Ætlaði hann kannski að koma með nýjan og hljóðlátari stíl í menntamálaráðuneytið? Olafur kvað það rétt vera að hann hefði tekið við formennsku í þing- flokknum af Gunnari Thoroddsen haustið 1979, en hafði þá verið varaformaður í 1 ár. Hvemig til hefði tekist yrðu aðrir um að dæma. „Þing- flokkar eru þannig samansettir að þar eru menn með sjálfstæðan vilja og láta aldrei einn mann stjórna sér, hver sem hann er. Það er því töluvert mikil vinna að gegna for- mennsku í þingflokki. Og ég hefi litið svo á að viðfangsefnið sé frem- ur að laða menn að málefnunum en að stjórna þeim. Því verður maður oft að geyma sínar skoðanir þar til við á,“ svaraði Ólafur, og bætti við: „Ég upplifði þarna sér- stætt tímabil í sögu Sjáfstæðis- flokksins. Ég hefi stundum sagt að ef ég hefði séð fyrir þegar ég tók við formennsku þingflokksins haustið 1979 það sem átti eftir að gerast tveimur mánuðum síðar, þá hefði ég viljað vera laus við þessa vegtyllu. Ég er þá að tala um það þegar hluti þingflokks sjálfstæðis- manna gekk í lið með andstæðing- unum og í ríkisstjóm með þeim. Þetta olli mikilli ókyrrð í þing- flokknum, þar sem sumir vildu reka þessa félaga okkar þegar í stað. Ég var ekki á þeirri skoðun. Taldi að það mundi valda varanlegum klofningi í flokknum. Þetta var semsagt erfiður tími, þingflokkur- inn í tveimur hlutum og á þing- flokksfundum urðu ráðherrarnir að fara út þegar við fómm að ræða málin í stjórnarandstöðunni“. Jafnvægi lánasjóðsins til frambúðar Spurningunni um nýjan stíl svar- aði Ólafur einfaldlega á þá leið að hann hefði reynt að gæta þess að vera ekki með miklar yfírlýsingar þann stutta tíma sem hann væri búinn að vera menntamálaráð- herra. Tvö mál komu þó strax upp á borð hans, sem ollu verulegri ókyrrð, lánasjóðsmál námsmanna og uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu. „Eg veit að námsmenn hafa ekki sætt sig við þá lausn sem varð, en ég reyndi að gera þetta mildilega eftir því sem í mínu valdi stóð. Hefi aldrei sagt að námsmenn væra ofsælir af þessum lánum. Mínar röksemdir era eins og ég benti á, að námsmenn höfðu fengið hækkanir meðan rýmun varð á kjörum annarra í samfélaginu. Markmið mitt var að verja lánasjóð: inn, sem er að verða gjaldþrota. I það stefndi með því að lánin voru hækkuð og því mætt með lántökum á háum vöxtum, en lánað aftur vaxtalaust til 40 ára. Fjárveitingin í ár dugði ekki lengur til þess eins að greiða afborganir og vexti af lánum sem sjóðurinn þurfti að taka. Ég hefi ákveðið mat á því hve mik- ið er hægt að ætlast til að alþingi SJÁSÍÐU12 S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.