Morgunblaðið - 30.06.1991, Síða 18
eftir Jörund Guðmundsson
PALL S. Ardal prófessor í heimspeki við Queen’s University í Kanada
var í gær skipaður heiðursdoktor við Háskóla Islands. Kunnastur
er hann af verkum sínum um skoska heimspekinginn David Hume
og liggja eftir hann bækur og fræðigreinar um þetta efni auk þess
sem hann hefur ritstýrt og haft umsjón með útgáfu á verkum eftir
þennan merka Skota. Páll er íslendinga kunnastur á sviði heimspek-
innar og er svo komið að hann er í dag almennt talinn meðal þekkt-
ustu fræðimanna í heimspeki Humes á erlendri grund.
En fræðasvið Páls er
víðtækara. Hann
hefur verið umsvif-
ámikill í skrifum
sínum um margvís-
lega þætti heim-
spekinnar og þá
sérstaklega sið-
fræðinnar. Meðal þeirra viðfangs-
efna sem Páll hefur fengist við eru
siðferðileg og réttarheimspekileg
vandamál er tengjast refsingum, lof-
orðum og samningum. Hann hefur
verið í fararbroddi heimspekinga í
heimalandi sínu í því að miðla heim-
spekilegri þekkingu til hagnýtrar
notkunar í samfélaginu. Þannig hef-
ur hann unnið umfangsmikið starf
við siðfræðilega ráðgjöf meðal lækna
og starfsfólks í heilbrigðisstéttum,
sem og meðal afbrotamanna, en þeim
hefur hann miðlað af siðfræðikunn-
áttu sinni um árabil.
Páll hefur komið víða við á ferli
sínum. Hann var kennari um nokk-
urt skeið við háskólann í Edinborg.
Hann var gistiprófessor við háskól-
ann í Toronto og við Dartmouth
College áður en hann réðst til
Queen’s University í Kingston árið
1969, en þar hefur hann starfað síð-
an. Háskólinn í Kingston skipaði
Páli í heiðursembætti við skólann
fyrir nokkrum árum fyrir afburða
framlag hans til heimspekinnar.
Segðu okkur af æsku þinni og
uppruna, Páll.
Ég er fæddur á Akureyri 1924 í
húsi afa míns og ömmu Páls Jónsson-
ar Árdal og Álfheiðar Eyjólfsdóttur.
Ég man vel eftir Páli en hann var
blindur síðustu æviárin og á morgn-
ana skreið ég oft upp í til hans pg
bað hann að segja mér sögu. Ég
pantaði þá gjaman efnið og vildi jafn-
an fá sögur af tuttugu góðum mönn-
um og ljörutíu vondum, slíkt myndi
náttúrulega gera sigur góðu mann-
anna meiri og betri.
Svo fluttumst við til Sigluflarðar
þegar ég var 7 ára gamall. Ástæðan
fyrir því að við fluttum þangað var
aðallega kreppan. Faðir minn stóð í
verslunarrekstri sem fór á hausinn.
Eftir það var lítið um vinnu, en betra
að hafa ofan af fyrir sér á Siglu-
firði, þar var þá alltaf síldin. Við
bjuggum hjá afa mínum Hannesi
Jonassyni bóksala og það var mjög
þröngt um okkur.
Tólf ára gamall var ég sendur í
síldina. Vann á plani, en reyndist
ekki nógu sterkur til að stunda þá
vinnu og veiktist af brjósthimnu-
bólgu og var sjúklingur næstu tvö
ár: Þar af var ég rúmfastur í sex
mánuði. Eftir þá legu var ég sendur
á heilsuhælið í Kristnesi þar sem að
móðir mín var fyrir. Á heilsuhælinu
þýddi ég bók úr dönsku og byrjaði
að læra ensku, en Jóhann S. Hannes-
son móðurbróðir minn sem seinna
varð skólameistari á Laugarvatni, fór
yfir enskustílana hjá mér, en dönsk-
una hafði ég lært sjálfur með því að
lesa dönsku blöðin. Þegar hér var
komið var ég orðinn 14 ára og tveim-
ur árum á eftir í skóia. Það var því
tímabært að ákveða hvernig haga
ætti skólagöngu minni.
Eftir þetta fór ég með móður minni
að Leifsstöðum og vann þar upp það
sem tapast hafði í náminu, á milli
þes sem ég var í heyskap, en það
er sú skemmtilegasta vinna sem ég
hef unnið, ef undan er skilin heim-
spekin. Þannig æxluðust því málin
að ég hef aldrei tekið fullnaðarpróf.
Nú var afi þinn Páll J. Árdal skáld.
Manstu eftir honum við þá iðju?
Já, hann notaði bretti við skriftim-
ar sem sett var málmteinum, en þessi
tilhögun gerði honum kleift að skrifa
og hann samdi ljóð og skrifaði þau
á þetta bretti. Hann þótti listrænn
og draga vel til stafs.
Hvað er þér kærast úr hans kveð-
skap?
Það sem mér finnst athyglisverð-
ast við skáldskap afa míns var það
hvað hann var mikið á móti öllu of-
stæki og reyndi að styrkja málstað
lítilmagnans. Hann skrifaði til dæm-
is ljóðið Svanurinn og svínið, þar sem
hann bendir á að svaninum sé sýnt
allt of mikið dálæti vegna þess eins
að hann sé fallegur, en svínið aftur
á móti lítils virt vegna þess að það
lifir í saur og fegurðinni sé ekki fyr-
ir að fara. Fólk sagði hann hafa
kímnigáfu og það fannst mér þýðing-
armest í ljóðmælum hans og öðrum
verkum. Það kæmi mér ekki á óvart
að áhugi minn á siðferði eigi uppruna
sinn hjá Páli afa mínum.
Hvað varð svo til þess að þú gekkst
í Menntaskólann?
að var algjörlega frá sjálfum
mér komið. 'Reyndar var alltaf
litið svo á heima hjá mér að reyndist
ég hafa til þess nægjanlegar gáfur
þá myndi ég fara í menntaskóla. Ég
þurfti að taka próf upp í Menntaskól-
ann og þá úr námsefni bæði fyrsta
og annars bekkjar. Það var auðvitað
dálítið mikið álag að komast í gegn
um þetta próf og ég man eftir því
að frænka mín ein taldi mig of heilsu-
veilan til að þreyta slíkt próf. Það
gerði mig enn ákveðnari en fyrr að
ná þessu prófi. Það varð úr að ég
fékk þriðju hæstu einkunn. Ég ólst
upp við andrúmsloft þar sem mennt-
un var mikils metin. Jóhann Sigur-
jónsson skáld var frændi minn í
móðurætt og einhveiju sinni mun
hann hafa séð Jóhann frænda minn
Hannesson og dáðst að því hvað
hann væri myndarlegt barn. í fjöl-
skyldunni þótti fólki mikið til Jó-
hanns Siguijónssonar koma enda var
Jóhann móðurbróðir minn og skírður
Siguijónsson Hannesson í höfuðið á
skáldinu. Svo var það einhvetju sinni
að það berst í tal að Jóhann Sigur-
jónsson sé einhver merkasti íslend-
ingur sem búið hafi á erlendri grund.
Þá á Jóhann móðurbróðir að hafa
sagt: „Kannski ég verði annar“ og
ég fylgt í kjölfarið og sagt: „ . . .og
ég sá þriðji“. Þetta segir kannski
eitthvað um metnaðinn sem ríkti
heima til skólagöngu.
Hvernig var svo Menntaskólavistin
á þessum árum?
Mjög skemmtileg og ég skeminti
Rcett við Pál S. Árdal prófessor sem
skipaður hefur verið heiðursdoktor
við Háskóla Islands
mér bæði við lestur og leik og ýmis-
legt var brallað sem ekki átti að
gerast. Skriðið var inn og út um
glugga á heimavistum og annað slíkt.
Þar kynntist ég svo konunni minni,
Hörpu Ásgrímsdóttur, en hana sá
ég fyrst þegar ég var að taka inntö-
kuprófin, en kynni okkar urðu ekki
nánari fyrr en seinna.
Þegar Menntaskólanámi lýkur þá
ferð þú til Skotlands. Hvað réði því
vali?
Stríðinu var ekki lokið þegar ég
lauk námi, þannig að ég ákvað að
bíða stíðsloka og þá kom Bretland
fljótt ti álita bæði vegna þess að ferð-
alög til Ameríku voru dýr, svo líka
hitt að ég hafði þá trú að menntun
væri góð í Skotlandi. Þessa trú
byggði ég á því að ég hafði hitt náms-
menn sem stunduðu nám við Edin-
borgar-háskóla. Það varð því úr að
ég beið til haustsins 1945 og fór þá
til Edinborgar. í vegarnesti hafði ég
svokallaðan dúxastyrk til 4 ára náms
og án hans hefði ég aldrei farið til
náms þó svo að styrkurinn dygði nú
ekki til framfærslu.,
Hvað fórstu að læra?
Fyrst hóf ég nám í latínu og
frönsku sem ég stóð mig nú illa í. Á
þriðja ári komst ég að því mér til
skelfingar að til þess að Ijúka prófi
þá varð ég að taka heimspeki. Ég
varð æfur yfir þessu óréttlæti sem
ég var beittur og mér fannst svo illa
farið með mig að ég sótti um að fá
viðtal við deildarforseta. Honum
benti ég á óréttlætið sem fælist í því
að skikka fólk til þess að stunda alls
óhagnýtar greinar í stað þeirra sem
væru þýðjngarmjkil fyrir verðandi
kennara. Ég gleymi honum seint þar
sem hann sat og tottaði austurlenska
pípu sínu og sagði við mig eftir að
hafa hlustað á mig óskapast yfir
óréttlætinu sem ég væri beittur:
„Ætli svolítil heimspeki skaði þig nú
mikið, drengur minn“.
Ég átti ekkert svar við því, en
ekki veit ég hversu gott ég hef haft
af heimspeki, en að minnsta kosti
hef ég haft ofan af mér með henni.
Þegar ég hef síðan nám í heimspeki