Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Rælqutogari á siglingu framhjá ísjaka norðaustur af Reykjafjarðarál í gær. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær er siglingaleiðin þarna fær ef siglt er með varúð. Borgarísjaki sést hjá Horni BORGARÍSJAKI hefur sést austur af Horni síðustu tvo daga. Er þetta einn borgarísjaki með borgarbrotum í kring. Þór Jakobsson hjá Veðurstofu sagði að skip hefðu orðið vör við íslands sagði að skip hefðu til- borgarísjakann bæði í gær og kynnt borgarísjaka 15 sjómílur fyrradag. Hann taldi iíklegt að norðaustur af Geirólfsgnúpi. Þór borgarísjakinn yrði þarna á reki um sinn því að jakar af þessari stærðargráðu bráðna hægt. Greinilegt væri þó að borgarísjak- inn sé að brotna sundur því að töluvert af borgarbrotum er í kringum hann. Kristján Ragnarsson formaður LIU: V onast til að afurða- verð lækki ekki frekar Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð lækkaðar vegna verðfalls Tryggingastofnun: Um 1.800 lyfjaskír- teini bíða vélritunar Alls hafa borist 3.300 umsóknir en afgreiðslutími er vika til 10 dagar ALLS hafa borist um 3.300 umsóknir um lyfjaskírteini til T ryggi ngastofnunar ríkisins eftir að hin nýja reglugerð um kostnaðarþátttöku í lyfjakostn- aði tók gildi um síðustu mán- aðamót. Þar af hafa þegar um 1.500 verið afgreiddar, um 1.800 eru misjafnlega langt komnar í vinnslu og bíða flest- ar þess, að lyfjaskírteinin verði vélrituð. Því verki á að ljúka innan fimm daga. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Tryggingastofnun í gær. „Ég á von á því að við aukið vinnuálag sem við höfum sett á afgreiðslu þessara skírteina, verð- um við komin yfir þessi 1.800 á næstu fjórum, fimm dögum, það er að segja að undir lok næstu viku verðum við búin að klára þetta sem núna liggur fyrir og síðan afgreiðum við skírteinin eftir hendinni," sagði Jón Sæ- mundur Siguijónsson formaður Tryggingaráðs. Jón Sæmundur sagði að til blaðamannafundarins hefði verið boðað af gefnu tilefni. „Hið gefna tilefni er það, að það hefur gætt nokkurrar óþreyju með af- greiðslutíma innan Trygginga- stofnunarinnar. Afgreiðslutíminn er vika til tíu dagar,“ sagði hann aðspurður um hvert tilefnið væri. „Mér sýnist að óþreyjunnar gæti fyrst og fremst vegna afgreiðslu- frestsins og við erum að skýra hér út hvernig hann er til kom- inn,“ sagði Jón Sæmundur. Hann kvaðst gera ráð fyrir að heildarfjöldi sjúklinga sem á rétt á lyfjaskírteini sé um fjögur þús- und manns. Fram kom á fundin- um að lyfjanefnd mun meta reynslu af reglugerðinni og skila tillögum um breytingar og endur- bætur í byrjun september næst- komandi. Ráðhúsið: Hugmynda- samkeppni um listaverk í sal borg- arstjórnar SKILAFRESTUR í hug- myndasamkeppni meðal listamanna um tvö verk í borgarsljórnarsal Ráðhúss- ins í Reykjavík er til 23. júlí. Verða þá valdir þrír til fimm listamenn, til þátttöku í lokaðri samkepppni um listaverkin. Um er að ræða vegglistaverk í sal borgarstjórnar og 280 fer- metra ofið tjald fyrir glugga, sem snýr að ráðhúsbygging- unni. Tjaldið verður dregið fyrir við sérstök tækifæri. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra og formanns dóm- nefndar, fá þeir þrír til fimm listamenn . sem fyrir valinu verða, 300 þús. krónur hver en að auk verða veitt 1. verðlaun, 300 þús. krónur fyrir hvort listaverk. INNGREIÐSLUR í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins í ágústmánuði vegna botnfiskafurða verða lægri en í þessum mánuði, 2,7 % verðmæt- is í stað 3,8%, vegna verðlækkunar á mörkuðum. Lækkun inn- greiðslnanna nemur helmingi verðlækkunarinnar, sem metin er 2,2%. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að eftir þær verðlækkanir sem dunið hafa yfir á síðustu mánuðum, geri menn sér nú vonir um að verð muni ekki lækka að marki úr þessu, einkum þar sem framboð sé lítið á mörkuðunum. Innsiglingin til Sandgerðis dýpkuð: Öll fiskiskip geta lagst að bryggju Keflavík. „Það sem er þarna að gerast er það, að verðið er að lækka,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær um verðjöfnunarhlutfall ág- ústmánaðar. „Það er auðvitað mikið áhyggju- efni að við erum núna komnir yfír hæðirta og erum að byija að fara niður i dalinn hinumegin," sagði hann um verðlækkunina. „Spum- ingin er bara hve djúpur sá dalur verður. Hann hefur oft reynst okk- ur ægilega djúpur þegar verðið byijar að lækka, en mér fínnst samt núna að menn geri sér vonir um það að þetta sé ekki mjög alvarlegt. Það er ekki að menn séu að vona að þetta háa verð komi kannski aftur, það er búið að spenna bogann býsna stíft í Ameríku á móti geng- inu í Evrópu. Svo þegar gengi doll- arans breytist og nær aftur fyrri styrk, þá auðvitað krefjast þeir þess fyrir vestan að aftur verði slakað á verðinu. Það hefur verið gert, auk þess sem verð hefur lækkað á sjó- frystum físki og landfrystum í Bret- landi. Núna er verð á físki, landfryst- um, sjófrystum, söltuðum og skreið, 9,4% hærra heldur en að meðaltali undanfarin fímm ár, var 1-1.2% hærra í júní og komst hæst í að vera í mars 13,6% hærra en meðal- tal undanfarinna fímm ára. Þetta er því aðeins að byija að halla und- an fæti, en við erum að vona að það verði ekki mikið meira,“ sagði Kristján Ragnarsson. Dýpkunarframkvæmdir í inn- siglingunni til Sandgerðis hafa gengið ákaflega vel í sumar og útlit er nú fyrir að verkinu verði lokið um mánaðamótin sept- ember-október. Innsiglingarleið- in sem dýpka þarf er um 800 m löng og verður dýpið á fjöru um 5Vi m, en var 3Vi~4 m. Breidd hennar verður um 50 m og var áætlaður kostnaður við verkið sem er unnið af finnskum aðila um 250 miHjónir. Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri í Sandgerði sagði mikla hafnarbót af þessum framkvæmdum og þegar þeim yrði lokið gætu öll fiskiskip nema stærstu loðnubátar farið um innsiglinguna án tillits til flóðs eða fjöru. Stóru loðnubátarnir eins og t.d. Sjávarborgin gætu þurft að bíða einhveija stund eftir flóði einu sinni í mánuði þegar stórstreymt væri. Verkið er unnið af fínnska verk- takafyrirtækinu Haka Civil Marin sem notar við það stórvirk tæki. Fyrst er borað og síðan sprengt og loks er gijótinu mokað upp með risa- vélskóflu sem er smíðuð í Þýska- landi. Hún tekur 8 rúmmetra af efni og er næst stærsta skófla sinnar tegundar í heiminum. Skóflan er tölvustýrð og gefur eftir þegar átak- ið er komið í 50 tonn. Áætlað var að um 60 þúsund rúmmetrar af efni kæmu úr innsiglingunni en að sögn Stefáns Jóns verður það líklega mun meira eða um 65-70 þúsund rúm- metrar. í fyrstu var allt efni losað í sjóinn fyrir utan innsiglinguna, en nú hefur verið ákveðið að nýta það til uppfyllingar. Efnið verður nú los- að inni í höfninni þar sem stór krani frá ístaki mokar því upp. -BB Flugrnálastj órn leigir þotu til ratsjárprófana FLUGMÁLASTJÓRN hefur tekið á leigu Leaijet 25C þotu vegna væntanlegra prófana nýju ratsjárstöðvanna á Bolafjalli, Gunnólfs- víkurfjalli, Stokksnesi og Miðnesheiði. Verkefni þetta er kostað af Atlantshafsbandalaginu, en nýju ratsjárstöðvarnar munu nýt- ast Flugmálastjórn við stjórnun flugumferðar innanlands og á alþjóðaflugleiðum um islenska flugstjórnarsvæðið. Þotan er leigð til eins árs og verður henni flogið af flugmönn- um Flugmálastjórnar. Tveir þeirra, Snæbjörn Guðbjömsson og Kári Guðbjörnsson, hafa þegar lokið bóklegri og verklegri þjálfun á vélina vestan hafs, en Snæbjöm er jafnframt verkefnisstjóri af hálfu stofnunarinnar. Fyrsti hluti verkefnisins var framkvæmdur í Bandaríkjunum strax að lokinni þjálfun, en þar fór fram frumprófun á fyrsta af þeim fjórum ratsjártækjum sem hér verða reist. Um leið var gerð nákvæm mæling á ratsjárendur- kasti Leaijet vélarinnar og svörun hennar borin saman við endurkast frá T-38 þjálfunarþotu sem er af svipaðri stærð. Ráðgert er að framhald verk- efnisins hérlendis hefjist í lok september nk. Prófun hverrar stöðvar fyrir sig mun taka um þijár vikur. Prófun stöðvanna á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli Morgunblaðið/PPJ Learjet 25C þotan sem Flugmálastjórn hefur tekið á leigu vegna verkefnis við prófun nýju ratsjárstöðvanna. verður væntanlega lokið fyrir ára- mót, en úttekt hinna stöðvanna næsta vor. Að sögn Snæbjöms Guðbjörns- sonar varð Leaijet 25C fyrir val- inu við þetta verkefni vegna stærðar vélarinnar, en hún gefur frá sér lítið endurkast frá ratsjá. Ennfremur var það skilyrði að vélin yrði háfleyg og upfyllir Learjet 25C þær kröfur þar sem þjónustuflughæð hennar er um 45.000 fet. - PPJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.