Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 5 Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Grútarrákir á sjónum norður af Gjögri í gær. Gæslan í grútarflugi: Rákir á dreif norð- ur undan Ströndum Svipaðar rákir oft sést á undanf örn- um árum, segir skipherrann FOKKER flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í ís- og grútarkönn- unarflug úti fyrir Norðvesturlandi. Kristján Þ. Jónsson skipherra í ferðinni sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkuð hefði sést af grútarrákum úti fyrir Ströndum á svæðinu frá Selskeri norðaustur undir Óðinsboða. Þær hafi verið dreifðar, mjóar og misjafnlega lang- ar, allt upp í nokkur hundruð metrar. Hann sagði að á undanförnum árum hafi oft sést slíkar rákir, en fyst nú séu menn að átta sig á að þær hafi verið grútur en ekki venjuleg froða. Könnunarflugið hófst yfir Skaga- firði og var flogið fyrir Skagatá inn á Húnaflóa. „Við fundum eiginlega ekki neitt sem hét grútur á austan- verðum Húnaflóanum og innan- verðum. Það var ekki fyrr en við komum að Gjögri sem við fundum eitthvað og þá fórum við að sjá grútarrákir á sjónum. Þetta virðast Vera örmjóar rákir og mislangar, frá um hundrað metrum upp í nokk- ur hundruð metra langar,“ sagði Kristján. Hann sagði að mest hafi verið um grútinn á svæðinu norðan við Gjögur^ út af Selskeri norðaustur undir Oðinsboða. Þar hafi rákirnar verið hingað og þangað á sjónum, ekki hafi þó verið mikið um þær. Síðan hafi þeim farið fækkandi, en orðið vart við þær, eina og eina, alveg norður að 67 gráðum og vest- ur með út að Hala. „Við höfum oft verið að sjá þetta á undanförnum árum, þetta er ekki í fyrsta skipti," sagði Kristján. „Maður hefur verið að sjá þama svona eina rák á sjónum og sagt við sjálfan sig að þetta væri bara einhver froða á sjónum eða eitthvað svoleiðis. Það er ekki fyrr en núna að verið er að tala um þetta og það sést í svona miklu magni að við förum að setja það í þetta sam- hengi,“ sagði hann. Skipulagsmál Reykjavíkur- borgar eru ofarlega á blaði •• segir Markús Orn Antonsson nýskipaður borgarsljóri MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri heimsótti borg- arstofnanir í vikunni og kynnti sér verklegar fram- kvæmdir á hennar vegum, skipulag nýrra hverfa og spáði í framtíðina ásamt emb- ættismönnum. I gær var farin skoðunarferð um borgina og komið við á helstu fram- kvæmdasvæðum, við Skúla- götu, í Grafarvogi, Árbæ og í Elliðaárdal. Markús sagði, að þessir fyrstu dagar hefðu verið sérstakir og um margt óvanalegir. „Ég hef heimsótt stofnanir borgarinnar og fyrirtæki til að fræðast um rekstur þeirra,“ sagði hann. „Skipulagsmálin eru þar ofar- lega á blaði og í nýju hverfi eins og Grafarvogi er hægt að virða fyrir sér hvernig skipulagshug- myndir hafa verið útfærðar." Markús sagði að ör uppbygg- ing hverfisins vekti mikla at- hygli. Þar hefði mikið verið byggt á skömmum tíma, meira en hann hefði gert sér grein fyr- ir í fljótu bragði. „Það er mér persónuleg ánægja að sjá Graf- arvogshverfi þróast með þessum hætti,“ sagði Markús. „Ég átti þátt í því á sínum tíma að hefja viðræður við ríkið um yfirtöku á hluta af Keldnalandi árið 1982. Þegar þær umræður hófust kom ég hingað á útsýnisstað með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, form- anni skipulagsnefndar, og Þórði Þ. Þorbjarnarsyni, borgarverk- fræðingi, og þá var hér ekkert einasta hús á svæðinu. Nú sést árangur af því starfí sem þá hófst.“ Markús sagði að meðal verk- efna sem honum hefði verið kynnt sérstaklega væru fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- hafnar, lagning Ósabrautar, stækkun smábátahafnarinnar við Grafarvog, skipulag útivist- arsvæða víða um borgina auk annarra stærri og fjárfrekari framkvæmda í umferðar- og holræsamálum. „Það er margt sem hefur komið þægilega og skemmtilega á óvart,“ sagði hann. „Ég er þegar farinn að hugsa til lengri tíma og taka þátt í að ákveða næstu skref.“ í Húsahverfi í Grafarvogi byggir Njáll Guðmundsson og óskaði hann Markúsi Erni til hamingju með nýja starfið þegar hann gekk þjá. □AIHATBU uALLl sur J£PPJ k AÐ 100.000 KMj DAIHAT5U FEROZA heldur enn áfram að fríkka bæði innan sem utan. Það er því ekki að undra þó hún hafi slegið svo rækilega í gegn, því að um leið og hún er áberandi falleg í útliti er hún á frábæru verði. Er hægt að hugsa sér betri kost fyrir sumarbústaðaeigendur, skíðafólk, útivistarfólk eða bara fólk sem vill fallegan og lipran bíl sem er hagkvæmur í rekstri. FEROZA KOSTAR FRA KR. 1,098,000 stgr. á götuna. faxafeni 8 • sími 91 - 68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.