Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 35 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Markasúpa á Skaganum SKAGAMENN voru minnugir ófaranna á Selfossi fyrr í vik- unni þegar þeirtóku á móti Haukum í gærkvöldi á Akra- nesi. Þeir höfðu yfirburði á öll- um sviðum og þegarflautan gall f síðasta sinn höfðu þeir sent knöttinn níu sinnum í mark mótherjanna og hefði sig- urinn allt eins getað orðið stærri. Ballið byrjaði á 2. mínútu þegar Haraldur Ingólfsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Bjarka Gunnlaugssonar. Bjarki sendi síðan Sigþór Eiríksson skrifarfrá Akranesi á tvíburabróður sinn Amar á 8. mín sem skoraði. Bjarki var enn á ferðinni á 16. mín þegar hann gaf á Harald frá endamörkum og enn og aftur lá boltinn í netinu. Fjórða mark heimamanna kom á 39. mín og enn eina ferðina átti Bjarki stór- an þátt í markinu. Hann lék á íjóra varnarmenn, gaf á Arnar sem var í opnu færi og skoraði. Einni mínútu síðar skoraði Þórð- ur Guðjónsson fimmta markið. Hann náði knettinum af varnar- Bjarki Gunnlaugsson manni, komst inn fyrir vörnina og skoraði auðveldlega. Framan af síðari hálfleik var meiri ró yfir leiknum en á 63. mín leiddist Sigursteini Gíslasyni þófið og skoraði með þrumuskoti af 25 metra færi. Kostic bætti sjöunda markinu við eftir góðan undirbún- ing Alexanders Högnasonar og átt- unda markið gerði Haraldur eftir að markvörðurinn hafði verið skot frá Bjarka. Haraldur hafði ekki sagt sitt síðasta orð því hann skoraði ijórða mark sitt 2 mínútum fyrir leikslok með skalla í stöng og inn eftir háa fyrirgjöf Karls Þórðarsonar. Skagamenn hafa tvívegis áður unnið með níu marka mun. Fyrst árið 1959 gegn ÍBK, en það ár var í fyrsta sinn leikið í 1. deild. Skag- inn vann þá 9:0. Árið 1973 unnu þeir Breiðablik 10:1 í 1. deild og þess má geta að Karl Þórðarson lék með í þeim leik. — eins og í gæi^ kvöldi. Faðir hans, Þórður Jónsson lék hins vegar með gegn ÍBK árið 1959. Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson, ÍA. HANDKNATTLEIKUR Fyrsti sigur Sauð- krækinga TINDASTÓLL vann sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli 4:3 í miklum baráttuleik. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrst og þar var á ferðinni Ólaf- ur Ólafsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þjálfari Grindvík- inga, Ómar Torfa- Bjðm Björnsson son, skoraði annað skrifarfrá mark gestanna með Sauðárkróki kollspyrnu. Guðbrandur Guð- brandsson minnkaði muninn eftir mjög vafasaomt úthlaup markvarð- ar Grindvíkinga. Einar Daníelsson jók forskot Grindvíkinga á 26. mínútu með skalla úr þröngu færi. Grindvíkingar sóttu meira fyrstu 20 mín síðari hálfleiks en heima- menn borðust af miklum krafti og Guðbrandur bætti örðu marki við á 63. mín með gullfallegu skoti frá vítateigshorni í stöngina fjær og inn. Á 83. mín var Guðbrandur enn á ferðinni og jafnaði metin með fallegu viðstöðulausu skoti. Ingi Þór Rúnarsson tryggði heimamönnum síðan sigur þegar hann braust í gegnum vörn gestanna og skoraði. Grindvíkingar reyndu af öllum kröftum að jafna en allt kom fyrir ekki. Maður leiksins: Guðbrandur Guðbrandsson, UMFT. Jón Kristjánsson skrifar undir Jón Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifaði í gærkvöldi undir samning við þýska úrvalsdeildarl- iðið Suhl og leikur því með því að minnsta kosti í eitt ár. Samningurinn er til þess tíma, en gert er ráð fyrir því að hann verði framlengdur um annað ár að þeim tíma loknum. „Þetta er mjög gott mál, bæði handboltalega séð og að öðru leyti. Samningurinn er mjög góður og klúbburinn virðist sterkur. Allt bæjarfélagið er á bak við hann. Þarna er mikill iðnaður og ef til vill er möguleiki á að fá vinnu þarna og öðlast þannig reynslu,“ sagði Jón við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir undirskriftina, en hann útskrifaðist nýlega sem verkfræðingur frá Háskóla íslands. Á myndinni eru, frá vinstri: Örn Höskuldsson, lögfræðingur Vals, Bernd Domagalla frá Suhl, Lothar Hueklenbroich frá Suhl, Jón, Jóhann Birgisson frá handknattleiksdeild Vals og Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur Handknattleikssambands íslands. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Sveinbjörnsson í baráttu við Dragan Manojlovic og Theódór Jóhannsson úr Þrótti. Jóhannes Jónsson félagi þeirra fylgist með. Gjafmildir Þróttarar ÞRÓTTARAR voru einstaklega gestrisnir þegar þeir gáf u Þórsurum tvö mörk er liðin átt- ust við i gærkvöldi. Þrjú mikil- væg stig fóru því til Akureyrar en Þróttara virðast vera að missa af lestinni á toppi deild- arinnar. alldór Áskelsson átti ekki í vandræðum með að nýta sér gestrisni Þróttar. Fyrst skoraði hann á 11. mínútu eftir að vamar- ■■■■■■ maður lagði knött- Skúti Unnar inn fyrir hann. Sveinsson Halldór bmnaði í skrifar gegn og skoraði af öryggi. Síðara markið gerði hann á 77. mínútu. Þá ætlaði varnarmaður að gefa á markvörðinn en sendingin var allt of laus og Halldór náði knettinum og skoraði aftur. Leikurinn var hræðilega slakur. Þórsarar komu greinilega til að ná í þrjú stig en þeir léku ekki eins skemmtilega og þeir hafa gert. Þróttarar voru enn slakari og lítið sem ekkert var reynt að spila á þeim bæ. Heimamenn sóttu þó meira í síðari hálfelik en sóknimar voru aðallega í formi háspyrna fram þar sem vamarmenn Þórsvoru of sterk- ir fyrir framlínu heimamanna. Maður leiksins: Halldór Áskelsson, Þór. og Tveir reykvískir flugmenn með golfdellu tóku óvenju- legan hring á Strandarvelli á Hellu fyrr í sumar. Þeir flugu á lítilli einkavél frá Reykjavík, lentu á 13. braut golfvallarins, lögðu vélinni aftan við teiginn og hófu leik. Fóru síðan allar 18 holurnar, ekki reyndar í réttri röð — heldur byijuðu á 13. og luku slætti á 12. braut — stigu þá aftur upp í relluna og flugu á brott! Þess má geta að 13. braut Strandarvallar er líklega lengsta golfbraut landsins; 542 metrar, og getur því, eins og dæmið sannar, nýtst ágætlega sem flugbraut. Öruggt hjá IBK KEFLVÍKINGAR unnu öruggan sigur 3:1 á Fylki í Árbænum í gærkvöldi. Þar með eru Suður- nesjapiltarnirenn ftoppbarát- tunni í 2. deildinni en Fylkis- drengirnir geta nánast afskrif- að 1. deildarsæti að ári. Fylkir var meira með knöttinn í leiknum en sóknarleikur þeirra var alveg bitlaus. Hins vegar voru framherjar gestanna mjög frískir ■■■■■■ og gerðu hvað eftífW' Andrés annað mikinn usla i Pétursson Árbæjarvörninni. skrifar Marco Tanacic gerði tvo mörk með stuttu millibili um miðjan íyrri hálfleik og þannig var staðan í leikhléi. í síðari hálfleik fór leikurinn mest fram a miðju vallarins. Kjart- an Einarsson gulltryggði þó sigur Keflvíkinga með ágætu marki eftir varnarmistök Fylkismanna. Finnur Kolbeinsson náði reyndar að minnka muninn fyrir Fylki skömmu síðar með hörkuskoti en þar við sat og öruggur og sanngjarn ÍBK-sigur var staðreynd. Maður leiksins: Kjartan Einarsson, ÍBK. W' Tíumörk í Mjódd ÍR-INGAR voru í stuði þegar þeirtóku á móti Selfyssingum í gær á heimavelli sínum. Sjö sinnum skoruðu þeir en fengu þrjú mörk á sig. Það voru ekki liðnar nema 3. mínútur þegar Kjartan Kjart- ansson skoraði fyrsta mark leiksins eftir varnarmistök. Kristján Hall- dórsson skoraði á ómar 10. mín gullfallegt Stefánsson mark eftir sendingu sknfar frá Tryggva Gunn- arssyni. Tryggvi skoraði sjálfur þriðja og fjórða mark ÍR en Páll Guðmunds- son minnkaði muninn með fallegu viðstöðulausu skoti rétt utan teigs eftir aukaspyrnu. Pétur Jónsson gerði fimmta mark heimamanna á 31. mín eftir fallega sókn ÍR. Porca minnkaði enn muninn fyrir gestina eftir að hann fékk boltann inn fyrir vörn ÍR. Tiyggvi gerði þriðja mark sitt og sjötta mark ÍR með fallegu skoti beint úr auka- spyrnu en Ómar Valdimarsson gerði þriðja mark Selfoss. Kjartan gerði síðasta mark þessa mikla marka- leiks í Mjóddinni. Maður leiksins: Tryggvi Gunnarsson, ÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.