Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JULI 1991 15 Seyðisfjörður: Atti fótum fjör að launa undan skátum FRÉTTARITARI Morgiinblaðsins á Seyðisfirði lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í gærmorgun þegar hann var að taka myndir af þýsku skátunum, sem komust í fréttir á dögunum þegar þeir fundust hrakt- ir og matarlausir á Fljótsdalsheiði. Skátarnir gerðu sig liklega til að ráðast á fréttaritarann þegar hann hugðist taka af þeim myndir. Hann átti fótum fjör að launa en skátarnir fóru um borð í Norrænu og yfirgáfu landið. „Ég var búinn að taka af þeim myndir án þess að þeir tækju eftir því við ferjuafgreiðsluna. Síðan ætlaði ég að spjalla við þá en þeir vildu ekkert við mig tala og færðu sig um set, líklega til að forðast mig," sagði Garðar Rúnar Sigur- geirsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég tók hins vegar af þeim nokkrar myndir í viðbót og fylgdist með þeim en þá kom einn þeirra, Alexander Puck, og bað mig að hætta og láta þá í friði. Það varð hins vegar bið á því að farið væri að tékka inn í ferjuna þannig að eftir smátíma ákvað ég að> taka nokkrar myndir í viðbót," sagði Garðar Rúnar. „Þá byrjuðu þeir hins vegar að kasta grjóti í mig. Ég ákvað að láta þá eiga sig, gekk inn í afgreiðsl- una og fékk leyfi til að fara inn á tollsvæðið þar sem ég beið eftir þeim. Þegar þeir komu þangað hlupu hins vegar þrír þeirra Jtil mín og ætluðu að hjóla í mig. Ég átti fótum fjör að laun en þeir fóru um borð og yfirgáfu landið" sagði Garð- ar Rúnar að lokum. Þýsku skátarnir á leið um borð í Norrænu. Morgunblaðið/Þorkell Japönsku listamennirnir Hotaro Koyama, Kaoru Hirabayashi, Mika Yoshizawa og Kazumi Naka- mura eru staddir á Islandi í tilefni sýningar á japanskri nútímalist á Kjarvalsstððum. Kjarvalsstaðir: Sýning á japanskri nú- tímalist opnuð um helgina SÝNING á japanskri nútímalist sem ber yfirskriftina Oskil- greind viðhorf - Breytileg lífssýn verður opnuð að Kjarvalsstöðum laugardaginn 20. júlí kl. 16.00. Á sýningunni eru verk eftir 12 japanska Iistamenn og koma 4 þeirra til landsins til að vera við opnun sýningarinnar. Þessi sýn- ing kemur frá Sezon safninu í Tokyo en það er eitt stærsta einkasafn í Japan. Að sögn Gunnars Kvaran, for- stöðumanns Kjarvalsstaða, hefur þessi sýning verið sett upp í Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki en Reykjavík er síðasti sýningar- staðurinn á Norðurlöndum. Þessi kynning á japanskri nútímalist á Norðurlöndunum er nokkurs konar endurgjald vegna Scandinavian Today sýningarinnar er haldin var í Japan 1987. Gunnar sagði að sýningin væri fjármögnuð af Tutc- humhi, eiganda Sezon safsins, en hann er einn af ríkustu mönnum í heimi. Reynt er á þessari sýningu að gefa sem breyðasta mynd af list- sköpun í Japan um þessar mundir. Flest verkin eru óhlutlæg og vinna margir japönsku listamannanna með efni úr náttúrunni er þeir umbreyta á ýmsa vegu. Gunnar sagði að athyglisvert væri að sjá hvernig japanskir listamenn hefðu tekið upp myndmál vestrænnar myndlistar og umbreytt því og að- lagað japönskum hefðum. Þrátt fyrir að vestræn áhrif komi víða fram er þó margt sem gæti einvörð- ungu sprottið upp úr japanskri menningu eins og verk listakon- unnar Hirabayashi en hún notar mikið japanskt letur í sinni listskðpun. Miklaholtshreppur: Bleikjueldi í Hrútsholti Borg í Miklaholtshreppi. Fiskeldisráðunautur í Borgarnesi kom hér í vetur á vegum Búnað- arsamtaka Yesturlands. Flutti hann erindi um og kynnti bleikjueldi, fundur þessi var vel sóttur. Taldi hann að hér væru ákjósanleg skil- yrði til bleikjueldis. Hér væri mjög heppilegt vatn sem kæmi undan hrauninu og fjallshlíðum. Þetta vatn væri með heppilegt hitastig til fiskeldis, nefndi þá fyrst og fremst bleikju. Magnús Guðjónsson bóndi í Hrútsholti hefur þegar hafið bleikjueldi, 325 fm eldislón. Vatnið er uppsprettuvatn undan Hafursfelli. Hiti vatnsins hefur ver- ið frá 7-10 stigum. Hann hefur sleppt í þetta lón 900 bleikjuseiðum af mismunandi stærð. Þegar frétta- ritari kom og skoðaði aðstæður þá syntu í lóninu fallegar og frísklegar bleikjur sem auðsjáanlega voru vel haldnar og hraustlegar. Þá hefur Erling Jóhannesson á Eiðhúsum hafið bleikjueldi og heyrst hefur að fleiri séu að und- irbúa slíka framkvæmd. - Páll Fiskeldislón Magnúsar í Hrútsholti, Moreunblaðið/Páll Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.