Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 13
urh veiðár "og vinnslu. Sumir vilja kalla það sjávarútvegsstefnu eða eitthvað annað. Nafngiftir skipta hér ekki máli ef markmiðið er það sama. Eitt er augljóst, að það er ekki eining meðal þjóðarinnar um þá stjórnun fiskveiða sem nú er í framkvæmd eða núgildandi lög um þá stjórnun. í- þessu felst veruleg hætta á því að þau átök, sem af þessu leiða, tefji fyrir eða eyðileggi þann hagkvæmnisárangur sem að var stefnt. Ennþá hafa lög um verndun fiskistofna ekki fært þann hagkvæmnisárangur sem þau áttu að gera. Fiskiskipum hefur ekki fækkað, fremur ijölgað. Lögin munu sýnilega ekki treysta atvinnu og byggð í landinu og að undanförnu hafa bæði almenningur og verulegur hluti stjórnmálamanna lýst vantrausti á núverandi stefnu. Fiskvinnslufólk hefur lýst því yfir að það muni ekki sætta sig við þá efnahagslegu misskiptingu sem henni fylgir og er í raun undarlegt að fleiri atvinnugreinar skuli ekki einnig hafa brugðist harðar við en raun er á. Ýmsar tillögur hafa verið settar fram um auðlindaskatt, leigugjald, aflagjald, ýmiss konar byggðakvóta o.fl. Allar þessar tillögur lýsa van- trausti á að markmiðssetning nú- gildandi fiskveiðistefnu sé nógu góð. Við undirbúning síðustu laga- setningar um stjórn fiskveiða stóð Verkamannasamband íslands, ásamt fleiri hagsmunaaðilum, að tillögu um að 30% kvótans yrði út- hlutað til fiskvinnslustöðva og þann- ig yrði stutt við stefnumið laganna um sameiginlegt eignarhald auð- lindarinnar og þeim, sem ríkustu hagsmuna hafa að gæta í landi, sköpuð samningsaðstaða um með- ferð eignarhaldsins og stutt við markmiðið um trausta atvinnu og byggð í landinu. Engin haldgóð rök voru fyrir því að fallast ekki á þessa tillögu. Það sýnir sig í dag þegar stefnir í hörð átök við fiskvinnslufólk og mörg sveitarfélög um núverandi kvótalög, að rétt hefði verið að taka tillit til þessarar tillögu. Að óbreyttri stefnu er mjög líklegt að tillaga um skatt- lagningu á sjávarútveginn í formi auðlindaskatts muni fá fylgi meðal þjóðarinnar og á löggjafarþinginu. Rök fyrir gjaldtöku hafa verið sett fram og ef farið væri vægilega í slíka gjaldtöku með lágu gjaldi í upphafi sem fengi aukið vægi á löngum tíma, t.d. 10-15 árum, er mjög líklegt að sú hagræðing yrði í sjávarútvegi, sem stefnt er að, og ekki þyrfti að koma til sérstakra efnahagslegra aðgerða af þessum sökum. Ýmis mikilvæg byggðarlög eiga nú í vök að verjast í efnahags- og atvinnulegum efnum., Það er m.a. vegna afleiðinga lagasetningar um stjórnun fiskveiða, sem ekki eru í framkvæmd, samkvæmt því ákvæði laganna, að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Hér hlýtur að vera átt við landið allt. Mjög illa horfir i ýmsum byggðarlögum sem fóru illa út úr upphaflegri skiptingu kvótans og hafa jafnvel síðan orðið að sjá á eftir kvóta og veiðitækjum á burt. Einnig í byggðarlögum þar sem úrvinnsla landbúnaðarafurða hefur verið gildur þáttur í atvinnu- starfsemi og/eða útgerð smábáta hefur vegið þungt í atvinnulífi. Þessi byggðarlög eiga skilyrðis- lausan rétt til sérstakra aðgerða í atvinnumálum sínum af hálfu ríkis- valdsins. Verði gripið til þeirra ráða að setja einhverskonar afgjald á veiðiheimildir, ætti að vetja hluta þeirra tekna til að kaupa upp kvóta sem úthlutað yrði til þessara byggð- arlaga, eða með öðrum hætti að bæta stöðu þeirra sem byggja veru- lega á fiskvinnslu. Það má hinsveg- ar ekki gera með því að færa afla- heimildir til útgerðar, á meðan sala á veiðiheimildum er með þeim hætti sem nú er. Fullyrðingar um það að byggðar- lögin séu ekki jafnfær um það að haida á veiðiheimildum með jafn skynsamlegum, eða skynsamlegri hætti og ráðuneyti suður í Reykja- vík, eru út í hött. Þær fullyrðingar eru aðeins settar fram í þeim þekkta gamla tilgangi að deila og drottna. Höfundur er fornmdur deildnr fískvinnslufólks í Verkamannasambandi íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 " " ■ : '—|—n’-1----!---------^TH- Norður-Ishaf siglingaleið og athafnasvæði eftir Þór Jakobsson Undanfarin 6 ár hef ég við góð- ar undirtektir framsýnna manna bent á, að ísland íiggi vel við vax- andi samgöngum um Norður- íshaf. Framfarir í siglingum um hið ísi þakkta haf felast í smíði öflugri ísbijóta, bættri ijarkönnun með veðurtunglum og öðrum gervihnöttum og síðast en ekki síst æ meiri reynslu skipstjórnar- manna og áhafna skipa í norður- höfum. Vonir áhugamanna um fram- gang málsins efldust við hina stjórnmálalegu byltingu í Sov- étríkjunum, enda hafa Sovétmenn nú sjálfir fullan hug á samstarfi við önnur lönd í þessum efnum. Um er að ræða siglingar um þriðj- ung árs, þegar fært þykir með fyrmefndri nútímatækni alla leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs, en þess má geta að fært er langar leiðir fleiri mánuði ársins. í júní í fyrra komu Sovétmenn á samstarfi við þijár vestrænar rannsóknarstofnanir, norska, enska og bandaríska um könnun á Norðausturleiðinni norðan Síberíu og möguleikum á notum af henni jafnvel árið um kring. I forystu vinnuhópsins er Dr. Ter- ence Armstrong sem um áratuga- skeið hefur allra manna best fylgst með siglingum um Norður-Ishaf og birt skýrslur um þær í ársriti „Scott Pólarannsóknarstofnunar- innar“ í Cambridge í Englandi. Þess má geta, að Dr. Armstrong kveðst fús að bregða sér til ís- lands, ef haldin yrði önnur ráð- stefna um ísland og Norður- íshafssiglingar. En haustið 1987 hélt Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins ráðstefnu á vegum at- vinnumálanefndar Reykjavíkur- borgar um hygmyndina um um- skipunar-og fríverslunarhöfn í tengslum við siglingar í norðurhöf- um. Þór Jakobsson „Er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að vita betur hvað gerist á þeim ís sem um síðir berst til okkar líkt og við viljum vita um upp- runa mengunar í sjó og lofti.“ Varpað hefur verið fram þeirri tilgátu, að hinn skæði grútur á 13 Ströndum kunni að hafa borist að norðan með eða á ísnum í Austur- Grænlandsstraumi. Menn eru á ferð og að ýmsum verkum við Austur-Grænland, Jan Mayen og Spitsbergen. Umsvif hafa verið á Norður-Ishafi í áraraðir á sviði rannsókna þar sem verið hafa dálítil þorp á floti á ísnum. En varasamari með tilliti til mengun- arhættu hafa þó verið viðamiklir flutningar milli hafna norðan Síberíu. Þrátt fyrir aukinn áhuga Sovétmanna sem annarra á nátt- úruvernd og eftirliti, hafa þar átt sér stað mengunarslys af ýmsu tagi. Altént er nauðsynlegt fyrir okk- ur íslendinga að vita betur hvað gerist á þeim ís sem um síðir berst til okkar líkt og við viljum vita um uppruna mengunar í sjó og lofti. A skal að ósi stemma. Það eru því ekki einungis heill- andi verkefni af ýmsu tagi — og skemmtiferðir(!) — sem bíða okkar íslendinga í Norður-íshafí. Það er nauðsynlegt að njósna um athafn- ir manna víðs fjarri og meðferð þeirra á því sem leika mun um landið okkar fyrr eða síðar: loft- inu, hafinu- og hafísnum. Höfundur er deildarstjóri bafísrannsóknadeildar Veðurstofu Islands. Áratugur fjölskyldu og hjónabands eftir Benedikt Jóhannsson Við byijun nýs áratugar er eðli- legt að menn skoði stöðuna á ýms- um sviðum þjóðlífsins, og reyni að gera sér í hugarlund hvert stefnir. Nýlega var hér á ferðinni erlendur spáspekingur og spáði um þróun mála á næsta áratug. það vakti athygli mína að í spádómum sínum vék hann ekki að stöðu fjölskyld- unnar og framtíð hennar. Er þó full ástæða til þess því ýmislegt bendir til þess að fjölskyldu- og hjónalíf eigi í vök að veijast um þessar mundir. Þar er ekki lítið í húfi, því oft er rætt um hjónaband- ið og fjölskylduna sem hornstein mannlegs samfélags. En hve sterkur er þessi hom- steinn? Eins og oft hefur komið fram hefur tíðni hjónaskilnaða auk- ist gríðarlega á undanfömum ára- tugum. Aukningin var um 200% frá 1960 til 1983, og er nú svo komið að á móti hveijum einum hjónum sem gifta sig skilja ein hjón eða ríflega það. Væru til tölur yfir slit sambúðar yrðu þær sennilega tals- vert hærri. Auðvitað getur skilnað- ur verið lausn á vanda fólks sem ekki á saman, en hann er ávallt visst tilfinningalegt skipbrot og álag fyrir þá sem í hlut eiga, ekki síst ef um böm er að ræða. Öryggi er grundvallaratriði í uppeldi barna, og há tíðni skilnaða er augljóslega ógnun við það. Nokkuð er einnig uni að börn megi búa við síendur- tekin sambúðarslit eftir skilnað for- eldra sinna. Það þarf bæði karl og konu til að eignast bam, og helst þarf einn- ig bæði karl og konu til að annast uppeldi þeirra svo vel fari. Árið 1989 bjuggu hins vegar 22% reyk- vískra barna hjá einstæðu foreldri. Einstætt foreldri með böm er ffem- ur veik eining, enda hlutfallslega algengt að þessir foreldrar þurfí að leita aðstoðar með börn sín hjá opinberum hjálparaðilum. Um 38% þeirra barna sem vísað er á sál- fræðideild skóla í Reykjavík vegna ýmissa vandamála búa hjá einstæð- um foreldrum. Nú er einnig svo komið að öruggur meirihluti þeirra barna sem leitað er með á sálfræði- stoð við heimanám, o.s.frv. Lítið hefur hins vegar verið gert til úr- bóta, en vonandi er nú komið að áratug athafna á þessu sviði. Nauð- synin er alla vega brýn. Gjalþrot einstaklinga hafa einnig aukist til muna undanfarin misseri, og þá er oft einnig í raun um gjald- þrot fjölskyldunnar að ræða. Já, ýmislegt bendir til þess að horn- steinn samfélagsins, fjölskyldan og hjónabandið, standi orðið nokkuð höllum fæti. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir fjölskylduna? Held- ur skilnuðum sífellt áfram að fjölga, og útivinna mæðra að aukast, eins og verið hefur undanfarna áratugi? Það er alltaf erfitt að spá, einkum um framtíðina, eins og góður veður- fræðingur sagði. Framtíðin í fjöl- skyldumálunum skellur hins vegar ekki bara yfir eins og lægðimar, þar fáum við nokkru um ráðið sjálf. Á þeim áratug sem nú er að byija gætum við hæglega - lagt meiri áherslu á aðbúnað barna, gæði fjöl- skyldu og hjónalífs. í því sambandi er ekki nóg að gera kröfur til samfé- lagsins. Hver og einn verður einnig að fara yfir eigið gildismat. Tími er kominn til að það sem fram fer innan veggja heimilisins skipi hærri sess en glæsileiki sjálfs húsnæðis- ins. Kannski er einnig orðið tíma- bært að leggja meiri rækt við göm- ul gildi á borð við trygglyndi og trúnaðartraust í einkalífinu, til mót- vægis við áherslu markaðsþjóðfé- Iagsins á sífellt aukið valfrelsi ein- staklingsins á öllum sviðum. Höfundur er silfræðingvr. Benedikt Jóhannsson „Ýmislegt bendir til þess að hornsteinn sam- félagsins, fjölskyldan og hjónabandið, standi orðið nokkuð höllum fæti.“ deildir skóla býr ekki hjá báðum kynforeldrum. Ofan á sársaukann við sjálfan skilnaðinn bætist oft fjárhags- og aðstöðuvandi þess foreldris sem er með börnin. Skortur á öruggu hús- næði leiðir kannski til tíðari búferla- flutninga, sem einir sér eru talsvert álag fyrir börnin. Könnun sem und- irritaður gerði nýlega sýnir að hegð- unarvandamál í skóla og á heimili eru greinilega algengari hjá börnum séu foreldrar þeirra skilin. Ekki er ólíklegt að þessi „ytri óróleiki“ sé merki um skort á innri öryggistil- finningu vegna þess óöryggis sem þessi böm og unglingar hafa búið við. Til viðbótar við aukna skilnaðar- tíðni hefur útivinna mæðra einnig stóraukist undanfarna áratugi, og er nú orðið fremur fátítt að mæður vinni ekki utan heimilis frá börnum sínum. Oft hefur verið rætt um að hið opinbera hafi ekki sem skyldi komið til móts við þessa þróun, t.d. með lengingu skóladags yngri barna, samfelldum skóladegi, að- Jónína S. Pálmadótt- ir - afmæliskveðja Áttræð er í dag Jónína Sigrún Pálmadóttir vistmaður á Hrafnistu Reykjavík (sjúkradeild). Jónína fæddist í Hraukbæjarkoti í Krækl- ingahlíð, en ólst upp á Akureyri. Jónína eignaðist 9 börn og eru 7 lifandi, en 2 drengir dóu barnungir. Ung fluttist Jónína norður á Strand- ir og bjó lengi á Drangsnesi ásamt Ingibergi Jónssyni manni sínum, sem nú er látinn. Ég veit að Ninna hugsar oft hlýtt til æskuslóðanna, en þó held ég að árafjöldinn sem hún bjó á Drangs- nesi með Begga sínum leiti þó oftar á hugann. Stundum var áreiðanlega þröngt í búi hjá stórri fjölskyldu en þessi mikla matmóðir sá þó um að enginn færi svangur úr hennar húsum og gilti það jafnt um gesti sem gangandi. Svo hafði hún þetta káta skap og dillandi hlátur hennar var svo smitandi að allt virkaði gott. Ég veit að margir hugsa hlýtt til Ninnu í dag og þakka henni svo margt í gegnum tíðina. í þeim skara fara náttúrulega fremst 7 börnin hennar og rúmlega 50 afkomendur. Allt frá því ég kynntist Ninnu fyrst hefur hún tekið mér afar vel og aldrei sýnt mér annað en ást og umhyggju. Fyrir það þakka ég hér og' nú, en ég veit að ég get aldrei þakkað henni sem skyldi. Og það er táknrænt að þó að þessi dil- landi hlátur og lífsfjör hafi nú að mestu þagnað, þá finnst mér ajltaf hátíð þegar ég heimsæki hana. Og alltaf fagnar hún mér jafn vel. Og þegar hún strýkur vanga minn og höfuð, renna minningarnar um hug- ann. Minningarnar um gamla daga þegar allt lék í lyndi og hún veitti öllum af sínum móðukærleika. Ég vildi að ég gæti gert meira fyrir hana, en þessi fátæklega af- mæliskveðja er þó þakklætisvottur sem kemur beint frá hjartanu. Hún hefur alla tíð tekið mér sem öðrum syni og þess vegna skrifa ég undir afmæliskveðjuna með ástarþökk fyrir allt það góða sem hún hefur gefið mér. Olafur Þór Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.