Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 11
MORGLnNELAÍ)H)JUAUQARUAaUR(2fl.iJróLÍÍÍ{>9M *1 Sálmar á atómöld Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Matthías Johannes- sen. Umbrot og filmuvinna: Rit- smiðjan sf. Prentun og bókband: Prentsmiðja Árna Valdemars- sonar hf. Kápa: Málverk eftir Svavar Guðnason. Útgefandi: Almenna bókafélagið hf. Sálmar á atómöld birtust fyrst í ljóðabókinni Fagur er dalur árið 1966, en eru gefnir hér út öðru sinni í dálítið breyttri mynd, og þar voru ljóðin 49 en eru nú 65. Þessu ber að fagna, svo mjög sem sálm- arnir vöktu athygli. Sálmur? Mér kemur í hug spaugi- legt atvik. Streðlúið fólk, af iðu- torgi borgar, hafði flúið inn í skóg- arijóður með fjallalamb; glóðarkol og bjórkrúsir. Ilmur fyllti skála; vambir kýldar; kneyfað ölið og ár- löng þrá í kyrrð sveitar seitlaði inní sálartetrin, svo höfgi seig á brár. Allt í einu buldu á hlustum slík hljóð frá skógi, að fólk þaut upp með andfælum, gerði sér grein fyrir að einn vantaði í hópinn, sonarson minn 5 ára. Var drengurin'n orðinn snarvitlaus, — ætlaði hann að vekja íbúa grannskálanna allra? í reiði var þotið í skóginn og lítill drengur handsamaður, þar sem hann þaut milli greina og þandi bijóst og barka sem mest hann mátti. Spurninni í augum hans verður ekki lýst, þá hann starði í hneyksluð andlit okkar hinna eldri, og gömul eyru mín námu ekki vamarræðu hans gegn- um kjökrið. Morguninn eftir sátum við tveir við borð og sá stutti sagði: Afi, mér fannst svo gaman í gær- kvöldi, að ég var allt í einu orðinn Tarsan, þessi stóri, stælti þú veist. Þá gerði ég mér grein fyrir, að það var gleðivængur hrifningar bams- ins, sem finnur sig í faðmi sköpun- arinnar, er hafði lyft drengnum, allt í einu var hann orðinn strengur í hörpu skaparans: Varð að syngja með. Slík kennd hlýtur líka að hafa gripið góðskáld, er sest og stillir hljóðfæri sitt skaparanum til dýrð- ar, með hætti og slætti, svo ólíkum þeim svefnþornavaðli sem talinn er til sálma innan íslensku kirkjunnar í dag. Hér er ekki andlaust hnoð fiðrað með fallegu lagi. Hér er ekki smjattað á „blóði Lambsins“, ekki hrópað á „Dýrð handa mér“ og himnaríki gert að garðholu í stór- borg. Nei: Ég opna hjarta mitt, þetta innmúraða búr ljóða minna og sendi þau eins og fugla út meðal fólksins - veit að sum þeirra eiga i vðk að veijast eins og snjótittlingamir í hvitu kófi janúarbyljanna. Önnur skipta sér niður á bæina eins og hrafninn. (36) Er skáldið ekki að minna okkur hér á örlög sumra stórbrotnustu sálma er íslensk tunga hefir eign- ast: „Þú mikli eilífí andi“, (Davíð); „Þú Kristur ástvin alls sem lifír“ (Valdimar); nú eða hvernig með sálma nafna þess frá Sigurhæðum' var farið, þeim mörgum hent fyrir ómerkilegt leirhnoð; Hallgrímur meira að segja „færður í stílinn", svo hæfði kirkju (eins og Björn rit- stjóri sannar með sinni útgáfu) og svo mætti lengi, lengi telja. En samt, skáld verður að tala, því: „... eins og blómin spretta úr moldinni þannig hefur orð þitt vaxið í bijósti mínu.“ (11) Og hafí Matthías djúpa þökk fyr- ir sálma sína, gerða af meitluðum hagleik, leiftrandi myndum sem hreinlega elta mann, en fyrst og síðast fyrir þann kjark að þora að viðurkenna sig sem spurult barn í faðmi kærleikans guðs, þess guðs sem: „... gróðursetur eilíft líf í bijósti okkar.“ (26) Skáldið starir ekki aðeins á guð á krossi (31); ekki aðeins á guð sem öldung á himni (9); fínnur hann ekki aðeins í „guðsorði" í kirkju (38), heldur fínnur það augu hans hvíla alls staðar á sér, jafnt í gleði ástar foreldris yfír undrinu bam (42); sólstaf og fjallþey (56); landi (62) eða öldu (60); jafnvel gömlum manni, sem tekur í nefíð. Já, tilver- an öll er musteri guðs, sem andi hans lífgar, aðeins til fyrir hans gjörð, og þar er maðurinn engin undantekning (47). Matthías gerir í lotning sinni enga tilraun til þess að þræða þrenningarlærdóm kirkjunnar, hinn þríeini guð er í hjarta hans einn, og sköpunin verður ekki frá skapar- anum skilin, ekki fremur en ljóð skáldi. Samt gerir hann sér grein fyrir, að ljóðið er ekki skáldið (61); munur á manni og guði (15), mað- urinn á leið innar í faðm skaparans (19): Matthías Johannessen Asklok er ekki himinn. Og ég trúi því ekki að kistuiok taki við af himni og heiðum stjðmum. Samt, eins og Sókrates, sættir skáldið sig við andvanafædda von, ef það er vilji skaparans: En ef dauðinn er stjömulaust myrkur, yppti ég kæruleysislega öxlum og tek í nefið. ^ Um tilvist skaparans er aldrei efast: Og langt er síðan ég gerði mér þess grein að engu skiptir þótt einhver hrópi: Útaf með dómarann - Því hann er sá eini sem ekki getur tapað. Eða: Allt er afstætt nema mið karlanna og kærleikur þinn. (23) Skáldið er firnafrótt, sækir því myndir í fræði ung sem forn, og hversu auðvelt á það ekki með að vitna í orð Krists, hikar þá jafnvel ekki við nýja þýðing: Leyfið bömunum að koma til mín. Þeir sem ganga ekki mínar brýr komast ekki yfir fljótið. (57) Stef úr Faðir vorinu (13, 21, 41, 51) eru andvörp orðlauss fagnaðar, gefa lofgjörðaróðnum sérstæðan, hugljúfan blæ. Sálmar á atómöld eru ortir ekki undir einum hætti, heldur mörgum, hjartslögin fönguð í orð á margan veg, sem aðeins æfðu skáldi er fært. Bálkurinn allur hlýtur að vera tónskáldum áskorun um að setjast nú út í náttúruna og gera sér lög við hæfi. Forspjall dr. Gunnars Kristjáns- sonar er mjög vandvirknislega unn- ið, dýpkar skilning á skáldskap Matthíasar. Bókagerðin öll er útgáfunni til mikils sóma. Skáldið sjálft skai hafa síðasta orðið, og í því felst þökk mín til þess fýrir gleðina er það veitir mér með þessa sálma í höndum: „Við eram böm að leik í garði þínum og þú heldur almáttugri vemdarhendi þinni yfir okkur. Samt höfum við farið illa með garðinn þinn traðkað grasið niður í dökkan svörð, tekið aldin ófijálsri hendi og brotið greinarnar, skorið klúryrði í börkinn. En þú brosir að kenjum okkar og við finnum kærleika þinn eins og hlýjan andvara í grasrótinni. Allt vald hefur þú í garði þínum, samt er hann okkur auðsóttur leikvöllur." (30) Bærinn í borginni _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Ljósmyndasýningar eru ekki daglegt brauð í listhúsum borg- arinnar, en fyrir vikið þeim for- vitnilegri þá sjaldan sem þær eru haldnar. Einn af framtakssamari ljós- myndurum borgarinnar hvað sýningar og önnur umsvif á vett- vanginum áhrærir er Sigurgeir Siguijónsson. Fyrir honum er ljósmyndafagið annað og meira en að mynda fólk á stofu sinni eða í heimahúsum, og hann er iðinn við að kanna hina ýmsu möguleika ljósopsins á sem fjöl- þættustum vettangi. Þekktastur er Siguijón fyrir mannamyndir sínar, sem oftar en ekki eru bráðsnjallar og bregða upp eftirminnilegri mynd af viðfangsefninu. En einnig hef- ur hann gefíð út bók með mynd- um af íslenzka hestinum, sem mikla athygli vakti að ég best veit. Nú er hann enn á ferðinni og að þessu sinni með sýningu á myndaröð í listhúsinu Nýhöfn, sem hann hefur tekið í Þingholt- unum og nefnir hann sýninguna „Bærinn í borginni“. Mun hann vera að höfða til þess að, Þingholtin eru dálítið alveg sérstakt í borginni, heimur útaf fyrir sig, sem margur gerir sér ekki grein fyrir. Þetta er vísast laukrétt og sýning Siguijóns undirstrikar þetta enn frekar og þannig tók ég eftir því er ég kom á sýning- una á dögunum að fólk skoðaði hana af mikilli athygli. Það má segja, að sýning sem slík útskýri sig sjálf en þó er afleitt að einstakar myndir skuli ekki númeraðar, hvað þá að sýn- ingarskrá liggi fyrir, sem gerir umíjallendum erfiðara um vik að gera henni skil. Eðlilega vöktu nokkrar mynd- ir athygli mína öðrum fremur svo sem af fískum hengdum upp á vegg, þrem strákum fyrir ofan vegg ásamt þrem skjöldum á veggnum. í báðum tilvikum kem- ur efnisgerð (struktur) veggj- anna mjög vel fram ásamt því að myndbyggingin er í senn list- ræn og hnitmiðuð. Nefna vil ég einnig mynd af Næpunni og útsýni yfír hana, sem er skýr og klár í formi. En sennilega er myndin af klósett- skálinni listrænasta verkið á sýn- ingunni, í öllu falli er hún mjög vel útfærð. Myndaröðina í heild hefði einnig allt eins mátt nefna „Frið- sæld Þingholtanna“, því að það er mikil friðsæld í þessum mynd- um og mikil sól og birta, sem gera andstæður skugga og dimmu skemmtilega lífrænar. Myndimar em í lit, sem er nokkuð nýtt hvað Siguijón áhrærir sem hefur lagt svo mikla áherslu á svart-hvítt og blæ- brigðin þar á milli. Þetta er skemmtileg sýning og vel fallin til þess að opna augu manna fyrir töfram Þing- holtanna ásamt því hve gömul hús geta verið vinaleg. Það er nefnilega ekki allt fengið með því að hafa rúmt um sig og öll þægindi á hreinu, en í lífvana kassalaga umbúðum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.