Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 24
M MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Minning: Gísli Sigurðsson, Seyðisfirði Fæddur 26. júní 1926 Dáinn 14. júlí 1991 Látinn er á Seyðisfirði Gísli Sig- urðsson. Gísli hafði átt við erfíð veikindi að stríða sem að lokum lögðu hann að velli. Fyrir allmörg- um árum fékk Gísli hjartaáfall, sem leiddi til þess að heilsa hans varð ' aldei söm og áður. Það var síðan í janúar sl. að Gísli varð fyrir því óhappi að hrasa illa í hálku og meiðast á öxl. Afleiðingar slyss þessa urðu alvarlegri en nokkurn gat í fyrstu órað fyrir. Fylgdi þessu langt tímabil sem segja má að Gísli hafí litla sem enga hvíld hlotið sök- um verkja. í maí sl. fór Gísli síðan til Reykjavíkur og gekkst þar undir aðgerð á öxl, sem tókst vel og leit vel út með batahorfur þegar kallið kom. í þessari sömu ferð fór Gísli í hjartaþræðingu, sem leiddi í ljós að nauðsynlegt yrði að gera á hon- um stóra aðgerð sem fyrst. Með þennan úrskurð hélt Gísli austur til að vera viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar. Það var svo ekki fyrr en eftir giftinguna að Gísli skýrði fjöl- skyldu sinni frá því hvemig heilsu hans væri háttað. Þetta lýsir e.t.v. persónuleika Gísla best, þ.e. tillits- semi við aðra, þar sem hann gat ekki hugsað sér að nokkur skuggi hvíldi yfir brúðkaupi dóttur sinnar. Aðeins .6 dögum éftir brúðkaupið kenndi Gísli sér alvaríegs meins og lagðist inn á sjúkrahús Seyðisfjarð- ar þar sem hann lést aðeins 3 dög- um síðar. Framan af ævi starfaði Gísli við sjómennsku en síðan leiddu atvik til þess að hann hóf störf í landi. Starfaði hann mestan hluta starfs- ævi sinnar við bókhaldsstörf. Fyrir tæpu ári stofnaði hann svo bók- haldsfyrirtæki ásamt syni sínum. Var honum mjög umhugað um að þetta tækist sem best og lagði sig allan fram til að svo mætti verða. Raunin varð líka sú að þessu fyrir- tæki var vel' tekið og verkefnin reyndust meiri en nóg. Var það Gísla mikið gleðiefni að loksins varð af því að hann fór að starfa sjálf- stætt. Ég kynntist Gísla og fjölskyldu hans fyrir tæpum níu árum. Þegar litið er til baka eftir öll þessi ár kemur margt upp í hugann. Sér- staklega er mér minnisstætt það góða andrúmsloft sem ríkti á heim- ili þeirra hjónanna Gísla og Dúllu. Þangað var alltaf gott að koma og gestrisnara fólk er vandfundið. Hin síðari sumur hef ég átt þess kost að dvelja á Seyðisfírði og stunda atvinnu í tengslum við nám mitt. Dvölin á Seyðisfirði hefur ávallt verið sérstaklega ánægjuleg og stóran þátt í því eiga þau Gísli og Dúlla. Ekki var annað tekið í mál en við hjónin dveldumst hjá þeim þann tíma er við störfuðum á Seyð- isfirði. í fyrravor eignuðumst við hjónin dreng og dvaldist hann ásamt okkur hjá afa sínum og ömmu. Samvera okkar og Gísla varð því miður alltof stutt þetta sumar. Þó Gísli hafi oftast unnið langan og strangan vinnudag gaf hann sér alltaf tíma til að sinna börnum þeim sem á hveijum tíma dvöldust á heimili hans. Þeir sem til Gísla þekkja vita að ekki er of- mælt að segja að hann hafi verið barngóður með eindæmum. Sárt er nú að þurfa að kveðja góðan mann og félaga hinstu kveðju. Það er þó ljós í myrkri að gleðistundirnar til að minnast eru margar og ávallt skyldu menn hafa í huga á tímamótum sem þessum, að hlutfall hlýtur ávallt að vera á milli gleði og sorgar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja tengdaföður minn hinstu kveðju og þakka honum fyrir ógleymanlegar stundir. Jafnframt sendi ég konu hans og nánustu vandamönnum samúðarkveðjur því missir þeirra er mikill. Blessuð sé minning Gísla Sig- urðssonar. Jónas Andrés Þór Jónsson Góður heimilisvinur, Gísli Sig- urðsson, er kvaddur í dag með mikl- um söknuði og spurn í huga. Af hveiju hann? Af hveiju núna? Þeim spurningum verður ekki svarað. Tómarúmið er það sem eftir situr og verður erfitt að fylla. En á kveðjustund rifjast upp lítil atvik og góðar minningar. Og umfram annað fyllist hugurinn þakklæti fyr- ir góðan vin sem ávallt var hægt að leita til þegar erfíðleikar steðjuðu að. Gísli var fæddur í Reykjavík og þar alinn upp í stórum systkinahóp. Hann lauk prófí frá Verzlunarskóla Íslands og síðar tók hann einnig vélstjórapróf í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona Gísla er Guð- borg Sigtryggsdóttir frá Seyðis- firði. Hún studdi mann sinn í blíðu og stríðu, því ekki var lífið eilífur dans á rósum hjá þeim frekar en öðrum og vakti hún yfír honum nú til hinstu stundar. Þau eignuðust sjö efnileg börn sem lifa föður sinn. Börn þeirra eru Ingibjörg f. 1952, Sigurður f. 1955, Sigtryggur f. 1956, Ólafía María f. 1958, Ragn- heiður f. 1965, Guðrún f. 1971, og Sigurveig f. 1973. Fyrir hjónaband átti Gísli einn son, Bergstein. Hér á Seyðisfírði starfaði Gísli við bókhaldsstörf við ýmis fyrir- tæki, þó lengst við Fiskvinnsluna hf. og Gullberg hf. I fyrra stofnaði hann ásamt Sigurði syni sínum nýtt bókhaldsfyrirtæki og hlökkuðu þeir feðgar mikið til að starfa sam- an og byggja upp fyrirtækið. A þeim skamma tíma sem fyrirtækið starfaði óx það meira heldur en þá hafði órað fyrir ug gekk mjög vel. Gísli starfaði mikið að félags- málaum hér á Seyðisfírði og var ákaflega ósérhlífínn þar sem annars staðar. Ekki kunnum við að nefna öll þau félög sem hann tók þátt í stofnun á og starfaði í, en ekki ótrú- legt að það væru flest félög er störf- uðu á sviði menningar- og félags- mála. Þó ber að nefna sérstaklega Lionsklúbb Seyðisíjarðar. Þar lagði hann á sig gífurlega vinnu og var forgöngumaður um mörg verkefni sem klúbburinn starfaði að og fyrir það hlaut hann viðurkenningu frá Lionshreyfingunni. Bæjarfulltrúi var Gísli í fjölda ára hér á Seyðisfirði og tók sem slíkur virkan þátt á mótun samfélagsins. Hann starfaði auk þess í fjölda nefnda á vegum bæjarfélagsins, nú síðast sem endurskoðandi bæjar- reikninga. Gísli var heimilisvinur frá fyrstu kynnum. Alltaf fylgdi honum glað- værð, þegar hann kom og ótal sög- ur sagði hann okkur á góðum kvöld- um við eldhúsborðið. Ósjaldan sat hann að spilum með heimilisföðurn- um og fleiri vinum. Alltaf var hægt að leita til Gísla þegar eitthvað bját- aði á. Þegar dauðsfall og veikindi steðjuðu að fjölskyldunni með skömmu millibili var hann okkur ómetanleg stoð. Fyrsti maðurinn, sem kom í hugann fil að leita til þegar fjölskyldufaðirinn veiktist skyndilega, var Gísli og var það hann sem fylgdi hpnum í sjúkra- flugvélinni suður. Auk þess tóku þau Gísli og Dúlla tvær yngri syst- umar, 12 og 14 ára gamlar, inn á heimili sitt, þar til aðrar ráðstafan- ir vom gerðar. Það var ekki horft í að heimilið væri barnmargt fyrir. Þama voru tvö börn sem þurftu á hjálp að halda, þar sem eldri systk- inin voru í burtu í skóla og hjálpar- höndin var rétt út. Svona var Gísli, ávallt tilbúinn að hjálpa þar sem hjálpar var þörf, en hugsaði ekki um eigin hag. Alltaf átti hann hvatningarorð handa manni og sá björtu hliðarnar á vandamálunum. Við vottum Dúllu og börnunum og öðmm ættingjum og skylduliði okkar innilegustu samúð. Megi Guð styrkja þau og hugga í sorg þeirra. Sveinn og fjölskyldan Austurvegi 30, Seyðisfirði. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Khalil Gibran) t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON bóndi, Smjördölum, Sandvikurhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 17. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir okkar, ÞÓRUNN HRINGSDÓTTIR, Hringbraut 78, andaðist 8. júlí á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd annarra vandamanna, Áslaug Hringsdóttir, ísak Örn Hringsson. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÓLAFSSON bóndi í Lækjarhvammi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 15.00. Þórunn Einarsdóttir, Jón Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR SIGGEIRSON, lést á heimili sínu að kvöldi 18. júlí. Vilborg Bjarnfreðsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Sendum alúðarþakkir þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, OTTÓS VESTMANNS. Bára Vestmann, Guðmundur Vestmann, Unnur Vestmann. t Þökkum veittan stuðning og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur og afa, ÞÓRÐAR EYJÓLFSSONAR bónda, Goddastöðum, Laxárdal, Dalasýslu. Sérstakar þakkir færum við Lárusi Ragnarssyni lækni, Búðardal. Eyjólfur Þórðarson, Heiðar Þórðarson, Gísli Þórðarson, Ársæll Þórðarson, Eria Þórðardóttir, og Bára Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Guðrún Vigfúsdóttir, Guðmundur Gunnarsson barnabörn. Afí okkar er nú liðinn á braut. Farinn eitthvað til annara heima sem ekki er okkur sjáanlegur. Hann var búinn að vera mikið veikur og við vorum búin að biðja mikið en hann var búinn að ljúka sínu hlut- verki hér. Þó að hann sé nú farinn þá fínnst okkur að hann sé enn á meðal vor, okkur fínnst þetta svo óraunverulegt og skrítið. Það var alltaf mikil eftirvænting og spenna í loftinu þegar við vissum að hann var að koma hingað til okkar frá Seyðisfirði í heimsókn, hann var alltaf svo hress og sífellt eitthvað að grínast við okkur. Hann var þessi yndislegi afi sem fór með manni í bíltúr og gaf manni ís. Hann vann mikið og var oft mjög þreyttur þegar hann kom heim á kvöldin en það sást aldrei á honum nema þegar hann settist í stólinn sinn fyrir framan sjónvarpið og byijaði að dotta, og þegar við vorum yngri þá fannst okkur svo fýndið að sjá afa hijótandi fyrir framan fréttirnar. Hann átti það líka til að segja manni sögur af hinu og þessu sem manni fannst svo spennandi og skemmtilegt og vildi fá að heyra aftur og aftur. Við vorum sífellt að biðja hann að dansa við okkur eða sýna okkur eitt sérstakt spor sem hann kunni svo vel en ekkert okkar náði, hann hafði gaman af því hvað við reyndum til að geta dansað þetta spor líka en gekk heldur erfíð- lega hjá okkur. Þetta var svo skemmtilegur tími sem við áttum með honum og við munum aldrei nokkurn tímann gleyma honum. En þó hann sé farinn þá verður maður að leyfa lífínu að halda áfram, ekki hugsa endalaust um liðinn tíma og gleyma því að lifa lífínu sem er að líða. Við þökkum guði fyrir að hafa gefíð okkur allan þennan yndislega tíma sem við átt- um með honum og við munum varð- veita minninguna um hann um ókomna tíð. Elsku amma Dúlla, megi góður guð styrkja þig og leiða þig í gegn- um þessa erfiðu raun. Telma, Kjartan, Sigurður Kristinn og Guðborg Björk, Akureyri. Kveðja frá Lionsklúbbi Seyðisfjarðar Sunnudaginn 4. júlí síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fé- lagi okkar Gísli Sigurðsson. Hann fæddist í Reykjavík 26. júní 1926. Fluttist til Seyðisfjarðar 1956. Gísli var kvæntur Guðborgu B. Sig- tryggsdóttur, sem lifir mann sinn og eiga þau sjö uppkomin börn. Gísli var einn af stofnendum Lionsklúbbs Seyðisfjarðar árið 1956. Hann var varaformað.ur í fyrstu stjórn klúbbsins, og í byijun lenti það á honum að stjóma mörg- um af fyrstu fundum klúbbsins. Hann hefur í gegnum tíðina gegnt öllum stjórnarstörfum, einnig for- mennsku í flestum nefndum innan klúbbsins. Sérstaklega ber að nefna störf hans sem vímuvarnarfulltrúa síðastliðin ár, en þar var hann sem annars staðar mjög virkur. Hann var allan tímann mjög hug- myndaríkur og áhugasamur hvað varðar starf klúbbsins, átti hug- myndir að hinum ýmsu verkefnum sem meðlimir tóku sér síðan fyrir hendur, og var alltaf virkur í fram- kvæmdum. Hann beitti m.a sínum áhrifum innan klúbbsins til styrktar fötluðum íþróttamönnum og til að efla tómstundastarf unglinga hér í bæ. Gísli var ötull Lionsmaður sem vann af heilum hug að því að bæta mannlífið og umhverfið. Ónefnd eru hér störf á vegum bæjarins. Gísli varð fyrsti Melvin Jones félagi klúbbsins og var honum veitt þessi viðurkenning á 25 ára afmæli klúbbsins árið 1990. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar minnist með söknuði síns góða fé- laga og þakkar leiðsögn og þann góða félagsanda sam honum fylgdi. Klúbbfélagar votta eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum hluttekningu við frá- fall góðs drengs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.