Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Hjá Andrési Nýkomin karlmannaföt. Verð kr. 12.900 - 13.900. Einnig buxur. Verð kr. 2.900 - 3.300. Stuttermaskyrtur og margt fleira. Andrés Andrés - Fataval Skólavörðustíg 22a, Höfðabakka 9c, sími 18250. sími 673755. 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaðsins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA“ Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík Vegna mikillar eftirspurnar hefur Rótarýklúbbur Keflavíkur látið endurprenta bókina Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes í samantekt Jóns Böðvarsson- ar, ritstjóra. Bókin er til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Birgi í síma 92-11950. Ómari....... 92-15151. Halldóri.... 92-14694 og Rótarýklúbbi Keflavíkur, pósthólf 209, 230 Keflavík. Verð bókarinnar er kr. 1.200,- og fæst hún send í póstkröfu um land allt. Útgáfunefndin. Meim en þú geturímyndaó þér! Áður óþekktir möguleikar í forystugrein The Independent í síðustu viku, skömmu fyrir leiðtogafund iðnríkj- anna sjö, er fjallað um hugsanlega efna- hagsaðstoð Vesturlanda við Sovétríkin. Sagt er að áður óþekktir möguleikar kunni að skapast í Evrópu og heiminum öllum, jafnt í viðskiptum sem í öryggis- málum og alþjóðasamskiptum, ef lífskjör batni og lýðræði nái að skjóta rótum í þessu firnastóra og fjölmenna ríki. Efna- hagslegt hrun þar sé á hinn bóginn al- vörumál fyrir Vesturlönd. Sovétmönnum verður að hjálpa í forystugreiii breska dagblaðsins The Inde- pendent í síðustu viku er fjallað um leiðtogafund iðnrikjanna sjö sem hald- iim var fyrr í þessari viku. Spurt er hvort ráð- legt sé fyrir vestræn ríki að aðstoða Sovétmenn í efnahagsþrengingum þeirra. Þar segir meðal annars: „Það er mikið hags- munamál Vesturlanda að Sovétríkin verði blóm- legt lýðræðisriki. Mikil- vægustu ástæðurnar eru ekki þær neikvæðu þó að oftast sé klifað á þeim. Vissulega væri það al- vörumál fyrir Vesturlönd ef til efnahagslegs hruns kæmi í Sovétrílqunum. Þörfin fyrir neyðarað- stoð yi-ði gífurleg. Um- hverfiskreppan þar sem er ærin fyrir yrði enn ógnvænlegri. Stórfelldur fólksflótti gæti brostið á. Og svo kynni jafnvel að fara, þó að það sé ef til vill fjarlægur möguleiki, að sovésk lgamavopn lentu í röngum höndum, heima eða erlendis. Út úr allri þessari ringulreið gæti komið óbilgjöm ein- ræðisstjóm eða fjöldi veikra héraðsstjóma. En jákvæðu ástæðum- ar til að veita Sovétríkj- unum hjálp em samt þyngri á metunum. Blómlegt lýðræðisríki á stærð við Sovétríkin yrði hinum f'rjáísa heimi mikil Iyftistöng, jafnvel þótt nafni ríkjasambandsins og uppbyggingu yrði breytt. Vegna gífurlegs mannauðs þeirra, nátt- úmgæða og þurftamikils neytendamarkaðar gætu skapast áður óþekktir möguleikar í Evrópu og velmegun aukist í ölltun heiminum. I alþjóða- stjórnmálum mundi það hafa ómæld áhrif á með- ferð öryggismála og auð- velda lausn vandamála í samskiptum þjóða í miUi, ef svo stór heimshluti sem Sovétrikin em, lyti lýðræðislegri stjóm. Það er mikið leggjandi á sig til að slík draumsýn nái að verða að veruleika. Ef einhver heldur fram að hugsanlegt sé að styrkur Sovétríkjanna verði notaður gegn okk- ur er því til að svara að Sovétríkin geta ekki orð- ið velmegandi án þess að lýðræðið festi þar rætur. Það veitir nokkra trygg- ingu fyrir að þar verði ekki snúið aftur til hátta sem kenna má við keis- araveldi eða kommún- isma.“ Efnahagslegt hrun kæmiengum aðgagni I forystugrein banda- riska dagblaðsins Wash- ington Post sem birtist í Internationa} Herald Tri- bune 15. þessa mánaðar er Qallað um sama við- fangsefni. Þar segir með- al annars: „Sovétmenn eiga enn eftir að taka þær grund- vaUarákvarðanir í stjóm- málum rikisins sem nauð- synlegar em til að um- breyta efnahagslífi þeirra og tryggja að vest- ræn lán komi að gagni. En það er einnig rétt að efnahagslegt hrun í Sov- étríkjunum kæmi engum að gagni. Þetta er vand- inn sem hin nýja heims- skipan stendur frammi fyrir. Þjóðverjar sem em næstir vettvangi finna mest fyrir þessum vanda. Þeir óttast að áframhald- andi efnahagshnignun í Sovétrílq'unum mundi ekki aðeins valda stjóm- málaupplausn þar, held- ur mundi slíkt einnig I verða dragbítur á efna- hagsþróun í Austur-Evr- ópu og þar á meðal í Austur-Þýskalandi, auk þess sem það gæti hrund- ið af stað fjöldaflótta vestur á bóginn. Þetta er ástæðan fyrir því að Þjóðverjar hafa tekið að sér hlutverk meðalgang- arans í samskiptum Moskvu og Vesturlanda — og það eitt út af fyrir sig er undraverð hlið á hinni undraverðu nýju skipan.“ Aætlanir án athafna einskis virði í forystugrein dag- blaðsins The European í síðustu viku er einnig fjallað um leiðtogafund- inn og hugsanlega efna- hagsaðstoð Vesturlanda við Sovétrikin. Þar segir meðal annars: „Vesturlönd gæta hagsmuna sinna best með því að styðja um- bótastefnu Gorbatsjovs forseta. Evrópa og Bandaríkin hafa engan hag af efnahagslegri upplausn í Sovétrílqun- um. Slikt mundi stórauka hættuna á að harðlínu- menn kæmust þar aftur til valda og endurvektu kaldastríðshugsunar- háttinn. En hvað sem þvi líður verður að tryggja eins og mögulegt er að efna- hagsaðstoðin hverfí ekki inn í svarthol sovésku kerfistregðunnar. Sov- étríkin verða að vera reiðubúin að hjálpa sér sjálf áður en þau geta ætlast til að fá aðstoð frá Vesturlöndum. Áætlanir án athafna em einskis virði. EkJki er að efa að við margháttaðan vanda verður að etja í sovésku efnahagslífi á næstunni. Og það verður óhemju- erfitt að dæma um hvort umbætumar gerast nógu hratt til að áframhald- andi efnahagsaðstoð geti I talist réttlætanleg." Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Torfærujeppar verða sýndir í miðborginni í dag milli klukkan 13 og 16 á Steindórsplaninu. Landsmótjeppamaima kynnt í miðborginni Fyrirlestur um hönnun mannvirkja JÖRG Schlaich prófessor mun halda fyrirlestur á vegum End- urmenntunarnefndar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda, mánu- daginn 22. júlí klukkan 17. Fyrirlesturinn mun fjalla um hönnun mannvirkja þar sem sam- an fer lausn á erfiðum verkfræði- legum vandamálum og kröfur um fallegt útlit. Mun hann einkum fjalla um brýr, þök, íþróttahallir. og yfírbyggð svæði. Jörg Schlaich, sem er prófessor við hönnunardeild háskólans í Stuttgart, er einn þekktasti verk- fræðingur heims í dag og var m.a. yfirverkfræðingur við hönnun Ólympíuþaksins i MÚnchen og hefur hannað fjölda yfirbyggðra útirýma síðan. Hann hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga og þegar fyrstu verkfræðiverðlaunin voru veitt í Þýskalandi á síðasta ári fékk hann bæði fyrstu og þriðju verðlaun fyrir glerþak og brýr. SÝNING á helstu torfærujepp- um landsins verður í miðborg- inni í dag milli klukkan 13 og 16 við Steindórsplanið. Verður það til að kynna hátíð jeppamanna um verslunarmanna- helgina, sem verður í Vík í Mýrd- al, þar sem einnig verður fjöl- skylduhátíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.