Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 32
S2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Hjartans þakkir fœrum við þeim, sem gerðu okkur gullbrúðkaupsdaginn 22. júní sl. únægjn- legan, með heimsóknum, gjöfum og árnaðar- óskum. Oddný og Jón Jónasson, Sauðárkróki. Kaupmannahöfn KR. 19.7501 Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. J Til samanburðar: Ódýrasta superpex til Kaupmannahafnar á 33.750 kr. Þú sparar 14.000 kr. 1 Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. = F=mnFP=ania = 5DLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 FISKISKIP TIL SÖLU < 7 Höfum til sölu 11 brúttólesta stálskip, Ingu VE 99, sem er byggt á ísafirði 1988. Aðalvél Caterpillar 150 hestöfl. Aflaheimildir skipsins eru 20 þorskígildi. Bát- urinn er til sýnis í Vestmannaeyjahöfn. Allar nánari upplýsingar fást hjá Birgi B. Jónssyni í ísafjarðarútibúi Landsbanka íslands, sími 94-3022 eða Árna Á. Árnasyni í Landsbanka íslands, Reykjavík, sími 606284. Tilboðum skal komið til annars af tveimur framan- greindum mönnum fyrir kl. 12 á hádegi þann 2. ágúst næstkomandi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Lifi Austurstræti! Undanfarnar vikur hefur ráða- mönnum borgarinnar orðið tíðrætt um framtíð Austurstrætis. Hafa þeir nú á síðustu dögum verið að hallast meir að þeirri fásinnu að opna göngugötuna fyrir bílaumferð á nýjan leik. Fyrir tæpum tuttugu árum var Austurstræti lokað fyrir bílaumferð, ekki hvað síst fyrir til- mæli kaupmanna sem töldu að sú breyting myndi auka verslun í mið- bænum. Nú er komið annað hljóð í skrokkinn. Eru nú kaupmennirnir þrír við Austurstræti komnir á þá skoðun að bílaumferð um þessa fjölförnu göngugötu, auk fimm bfla- stæða, muni þreyta öllu um lífsaf- komu þeirra. Virðast þeir hafa borgarstjórn á sínu bandi í þessu máli og reyna nú borgarfulltrúar í örvæntingu að fínna rök fyrir breyt- ingunni. En það veitist þeim erfitt. Rök hníga nefnilega öll gegn þess- ari vitleysu. Breyting sem þessi myndi ekki aðeins kremja hjörtu flestra borgarbúa og skemma hið blómlega mannlíf miðbæjarins, heldur yrði hún eflaust kostnaðar- söm og á skjön við þann niðurskurð á að fara fram víðast hvar í þjóðfé- laginu. Af þessu ætti öllum að vera ljóst að breytingin fyrirhugaða er fárán- leg. Við hvetjum því borgarbúa til þess að láta í sér heyra og mót- mæla vitleysunni. Því gott mannlíf er án efa mikilvægara en hagsmun- ir örfárra kaupmanna. Lengi lifi Austurstræti! Þorkell og Halldór Perla er týnd Læðan Perla er týnd. Hún hvarf frá Skúlagötu 56 síðastliðinn mið- vikudag. Hún er með rauða perluól um háls og er merkt, annars vegar með ígrafið hjarta á ólinni með nafni hennar og símanúmeri og hins vegar eyrnamerkt nr. R1H006. Þeir sem hafa s'eð hana eða vita hvar hún er, hringið í síma 626447 eða 30794. Umhverfisspjöll Skoðanakönnun Félagsvísinda- deildar HÍ á dögunum gefur til kynna mikinn áhuga og umhyggju fyrir umhverfmu meðal íslendinga, sem auðvitað er af hinu góða. Þá vaknar upp spurningin hvaða um- hverfi? Jú, landinu, bæjunum og hafinu. Við viljum hafa hreint ó- mengað umhverfi okkur og afkom- endum okkar til handa. Umhverfis- vakningin er staðreynd. Allir vilja fegra umhverfið, losa það við meng- un og efla gróðurrækt. Það er því áhyggjuefni að farið er að bera á umhverfisspjöllum í annars okkar fallegu höfuðborg. Utiauglýsingar eru umhverfis- spjöllin. Á síðustu misserum hefur það færst í aukana að allskyns úti- auglýsingum hefur verið klesst upp víðsvegar um borgina. Þessi ófögn- uður er birtur á marga vegu t.d. á blikkandi Ijósaskiltum eða rúllu- skiltum og ekki er annað að sjá en gulu strætisvagnamir í Reykjavík séu einnig að verða ein allsheijar auglýsingaklessa. Nú á dögum þeg- ar margar þjóðir þ. á m. Banda- ríkjamenn eru að reyna að stemma stigu við þessu, þá byijum við. Það hefur einkennt Reykjavík að vera laus við útiauglýsingar og hingað til hefur fólk hér getað litið í kringum sig án þess að áróðurinn dynji á vitum þess. Nú er þessu dembt yfir almenning eins og á einn allsheijar sorphaug, hvar sem litið er í kring um sig skellur áróðurinn á fólki hvort sem það kærir sig um að kynna sér hann eða ekki. Þessi stefna ber að mínu viti vott um kæruleysi gagnvart umhverfinu og ósmekklega viðskiptahætti, því er ein beljan mígur er annarri mál. Þorsteinn Kristmannsson Víkveiji skrifar Laugardalslaug Vegna Sundmeistaramóts íslands 1991 verður Laugardalslaug lokuð sem hér segir: Föstudaginn 19. júlí Lokað frá kl. 17.30 Laugardaginn 20. júlí Lokað frá kl. 12.00 Sunnudaginn 21. júlí Lokað frá kl. 12.00 Þessa daga verða Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Breiðholtslaug opnar sem hér segir. Föstudaginn 19. júlí til kl. 20.30 Laugardaginn 20. júlí tilkl. 17.30 Sunnudaginn 21. júlí til kl. 17.30.* *Sundh(illin lokar kl. 15.00 21. júlí. ÍTR. að fer vel á því þegar viðrar jafnvel og gert hefur hér á landi í sumar, að menn ástundi úti- vist eftir því sem tími og aðstæður leyfa, enda hafa flestir nýtt sér góða veðrið til þessa. Víkveiji dags- ins er í þeim stóra hóp sem hefur notað kvöldin og helgarnar til gönguferða, hjólreiða og sundferða og hefur yfír fáu að kvarta í þeim efnum. Það er ekki oft sem hugur- inn hvarlar út fyrir landsteinana, þegar jafnfallega viðrar og hér. En þegar það hefur gerst, þá hefur það verið með samúð í garð þeirra sem kosið hafa að ferðast frá landinu til sólarlanda. Öðruvísi Víkveija áður brá. XXX ó er það svo að enn má gera betur til þess að búa að hjól- reiðarmönnum, því ökumenn eru harla tillitslausir við þessa skjóllitlu vegfarendur, þó þeir láti fara eins lítið fyrir sér og unnt er á hægri vegarkantinum. Elliðaárdalurinn og stígurinn meðfram Elliðaánum er til fyrirmyndar hvað varðar aðstöðu til göngu og hjólreiða, en betur má ef duga skal. Það þarf að lagfæra þær gangstéttar sem jafnframt eru ætlaðar til hjólreiða þannig að á gatnamótum verði á þeim flái, svo hjólreiðamaðurinn þurfi ekki stöð- ugt að stöðva og fara af baki. Á öðrum og hættumeiri leiðum, þar sem engar gangstéttar eða hjóla- brautir eru meðfram aðalumferðar- æðum, þarf að malbika litla braut- arrenninga fyrir hjólreiðarfólk. Þetta á við um alla leiðina úr Hafn- arfirði, í gegnum Garðabæinn og Kópavoginn til Reykjavíkur. xxx Litróf sundstaðanna á Reykjavíkursvæðinu verður æ skrautlegra og er það vel. Hafnar- fjarðarbær státar af nýlegri sund- laug, þar sem öll aðstaða er til fyrir- myndar. Sömuleiðis Garðabær og Seltjarnarnes. í febrúar síðastliðn- um vígðu svo Kópavogsbúar sína glæsilegu sundlaug, sem verður fullbúin stórkostlegt mannvirki. Kópavogsbúar geta verið stoltir af þessari framkvæmd sinni. Sérstaka ánægju Yíkveija hefur það vakið að sjá hversu vel búið er að börnun- um í Kópavogssundlauginni. Þau fá þriðjung þessarar 50 metra laug- ar fyrir sig og á þeirra hluta flýtur ljöldi skemmtilegra sundleiktækja. Þetta kann smáfólkið vel að meta. Enn er éitt ótalið sem Víkveiji telur að, Kópavogssundlaugin hafi fram yfir t.d. laugarnar í Reykjavík. Það er geðprýði og elskulegheit starfs- fólksins, sem er hreint óvenjulega lipurt og elskulegt. xxx Hveijum sýnist sinn fugl fagur - á því leikur enginn vafi. Þetta hefur Víkveiji orðið áþreifan- lega var við á undanförnum vikum, þegar hann hefur kynnt sér sund- laugarmenningu nágrannabyggð- arlaga Reykjavíkur. Hvarvetna hef- ur hann heyrt heimamenn segja frá því í heita pottinum eða úti í laug að þetta væri „besta laugin á land- inu“. Þær eru orðnar nokkrar „bestu laugarnar á landinu“. Víkveiji minnist þess, að fyrir nokkrum árum heyrði hann Vest- manneyinga státa af hinu sama. Það er síður en svo að leita þurfi langt út fyrir borgarmörkin til þess að finna hrepparíginn. Hvarvetna\á landinu virðist hann við hestaheilsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.