Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 33
reei Lni rs; FiioAaTAOJAj araAjavinoaoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JULI 1991 33 ---TC VELVAKAWDI SVARAR í SÍMA 1691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Grúturinn stafar af hitaaugum Asgeir Einarsson hringdi: Eg fór um daginn á elliheimili að sækja heim mann sem heitir Kristinn Ólafsson og hann benti mér á skýringu á grútnum fyrir Norðurlandi sem ég tel að muni vera sú eina rétta. Þegar þetta nýlega slys er bor- ið saman við dæmi frá Reykjanesi á 17. öld sem sagt er frá í anná- lum kemur í ljós að þar eru svipuð skilyrði. Við Grímsey og Reykja- nes eru tvö hitaaugu, þ.e. síopnar gosstöðvar á sömu sprungu. Þeg- ar heilu torfurnar af fiski, t.d. loðnu, synda þar yfir drepast þær við 40-50 stiga hita. Síðan fer þetta allt saman á flot við góð lífsskilyrði. Þá komast smádýrin neðar og fer að geija í þessu. Við það myndast loft og grúturinn sem myndast fer á flot. Síðan skella norðaustanvindar þessu upp að ströndum. Þetta tel ég sennilegustu skýr- inguna á þessari grútarmengun. Gleymum ekki verðmætunum Einar hringdi: í sambandi við mengunina á Norðurlandi vil ég benda á að meginhlutanum af þeirri lifur sem fellur til á fiskiflotanum okkar hefur verið hent í sjóinn undanf- ama áratugi. í heitu sumri eins og þessu má vel vera að lýsi taki að framleiðast á miðunum. Einnig er öllum fiskúrgangi og ónýttum fisktegundum hent en þetta er einn besti lífrænn áburð- ur sem til er og mætti nota í stað- inn fyrir mengandi gerfiáburð. Hérna er því um tvöfalda sóun að ræða. Ef þetta væri notað gætum við hugsanlega sloppið við grútarmengun eins og nú er fyrir norðan. Einnig erum við hér að henda ómældum verðmætum. í þessu sambandi má geta þess sem Björn Dagbjartsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins sagði fyrir nokkrum árum þegar olíukreppan stóð sem hæst; að verðmæti lifrarinnar sem hent er á fiskimiðunum væri meira en nemur öllum olíukostnaði togara- flotans. Hverjum að kenna? Anton Erlendsson hringdi: Ég er fulltrúi margra ævareiðra vallargesta á Laugardalsvellinum. Nú er heitasta sumar í manna minnum en samt virðist ekki hafa sprottið gras á Laugardalsvellin- um í allt sumar. Völlurinn hefur aldrei verið gulari og ógeðslegri. Hver er skýringin á því? Starfs- menn vallarins hljóta að vera al- gerlega vanhæfir því að engin vandkvæði gætu verið á því að láta gras spretta í þessu veðri. Einhver hlýtur að bera ábyrgð á þessu og ég krefst skýringa. Grábröndótt læða týnd Grábröndótt læða, gulbrún á maga með hvítar loppur, rauða ól og eyrnamerkt, tapaðist frá Garðabæ fyrir nokkrum vikum. Frekari upplýsingar fást í síma 656046 eftir kl. 5. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Þeir eru 8 vikna og gullfallegir. Kassavan- ir. Þeir sem áhuga hafi hringi í Jeff í síma 689564 eftir kl. 5. Gallabuxnajakki í óskilum Gallabuxnajakki á u.þ.b. 8-10 ára stúlku hefur verið í óskilum á Boðagranda síðan snemma í sumar. Nánari upplýsingar í s. 12212. Doors-hljómplata Sá sem tók þrefalda hljómplötu með hljómsveitinni The Doors frá Dvergholti 16 í Mosfellsbæ s.l. laugardagskvöld er beðinn um að skila henni aftur á heimilisfangið sem ritað er aftan á plötuna. Fjólublátt telpnaveski Fjólublátt telpnaveski tapaðist á leið úr Seláshverfi upp í Aspar- fell s.l. miðvikudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 75536. Veikleiki í kerfinu Kona hringdi: Nú færist það stöðugt í aukana að krafíst sé að menn sýni skilríki með mynd. En hvað eiga þeir að gera sem hafa ekki ökuskírteini eða vegabréf? Það er hætt að gefa út nafnskírteini og myndirn- ar í þeim eru auk heldur orðnar æði gamlar í mörgum tilvikum. Er ætlast til að allir keyri bíl eða hafi vegabréf? Þetta er alvarlegur veikleiki í kerfinu. Fallegt listaverk Kona í Kópavogi hringdi: Mér finnst Regnboginn sem nýbúið er að reisa við Leifsstcð vera falleg listaverk. Hann er bæði fagur og tignarlegur í þessu annars hijóstruga umhverfi. Til hamingju, Rúrí. Góð þjónusta Ánægður viðskiptavinur hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti fyrir einstaklega lipra og góða þjónustu í Byggingar- vöruversluninni Ármúla 18. Ég týndi þar handhafaávísun á annað hundrað þúsund um daginn og var mitt nafn þar hvergi á. Innan klukkustundar voru þessir ágætu menn búnir að hafa samband við mig. Ég hef átt töluverð sam- skipti við þessa verslun og alltaf er sama sagan, öll þjónusta til fyrirmyndar. Skotist yfir á rauðu ljósi Hver er munurinn á því að skjóta af byssu þvert yfir umferðargötu af hendingu, og því að aka yfir gatnamót á móti rauðu ljósi? Vissulega er hér um gerólíkar athafnir að ræða í reyndinni en afleiðingarnar geta orðið hinar sömu í báðum tilvikum. Annaðhvort það að ekkert tjón er unnið eða hitt að einhver hlýtur meiðsl af, örkuml eða bana. Samlíkingin er því ekki alveg út í hött. Bæði byssa og ökutæki eru þarfaþing séu þau notuð í réttum og lögleyfðum tilgangi. Til að með- höndla hvort um sig þarf handhafí Kettlingur í vanskilum Þegar húsráðendur komu heim til sín á Smyrilsveg sunnudags- kvöldið 7. júlí sl., eftir rúmlega sól- arhrings ijarveru, kom í ljós, að litl- um, gráum kettlingi, líklega tveggja mánaða gömlum, hafði verið troðið eða hent inn um þvottahússglugga á íbúðinni, sem er á 1. hæð hússins. Þeim, sem hefir gerzt sekur um þetta óhæfuverk, er hér með til- kynnt, að kettlingnum var 12. júlí sl. verið skilað sem vanskilahúsdýri í Dýraspítalann í Víðidal hér í borg og gefst nú réttum eiganda þess kostur að gegna kalli samvizku sinnar og vitja kettlingsins þangað, innan 10 daga frá þeim degi að telja. að uppfylla sett aldursskilyrði og hæfnisskilyrði. Hæfnispróf er þreytt eftir að viðkomandi hefur fengið ítarlegar leiðbeiningar um rétta meðhöndlun. Síðan þegar út í alvöruna er komið gilda ákveðnar, lögboðnar leikreglur um notkun hvors tækis um sig. Reglurnar eru settar með sjónarmið almannahags- muna og heilla í huga og áhersla lögð á að ekki hljótist skaði af notk- un. Ef allir færu alltaf að settum reglum væru byssa og bíll í raun mestu skaðleysisgripir. En því er ekki að heilsa. Byssa og bíl eru hvort tveggja hættuleg vopn í hönd- um þeirra sem ekki hafa meðhöndl- un þeirra á valdi sínu og þeirra sem misfara með hlutina. Það leiðir okk- ur aftur að spurningunni' sem er sett fram hér í upphafi. Hvernig yrði tekið á máli þess sem hleypti af byssu út í umferðina og hvert væri almennt álit manna á slíkum verknaði? Til samanburðar getum við veit fyri okkur almennu áliti á því að ekið er á móti rauðu ljósi á gatna- mótum og hvernig slíkt er með- höndlað af réttvísinni. í báðum til- vikum er verið að ögra samborgur- um sínum og stofna lífi og limum þeirra í hætttrað ósekju. Viljum við una því? Hvaða álit hefur þú sjálf- (ur) á þeim sem brjóta á þér rétt og svipta þig þínum lögmætu hags- munum og öiyggi? Hér eigum við öll hagsmuni og það er nauðsynlegt að standa sam- eiginlega vörð um þá. Það er mikið í húfi þar sem um líf getur verið að tefla. Júlíus Einarsson Léleg þjónusta SVR Ég er alveg bálreið yfir þjón- ustunni hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Fargjöldin verða alltaf dýrari og dýrari og þjónustan lé- legri og lélegri. Hér áður fóru stræt- isvagnar á helstu leiðum með 12 mínútna millibili en núna fara þeir á 20 mínútna fresti yfir sumart- ímann og sumir aldrei oftar en á hálftíma fresti, t.d. áttan og nían. Allan nætur- og helgidagaakstur er búið að skera við trog og við sem lendum stundum í að vinna vakta- vinnu eitthvað fram yfir miðnætti verðum þá að ganga heim eða táka rándýran leigubíl. En um daginn tók þó steininn úr þegar einn strætisvagninn kom bara alls ekki þannig að vagnarnir fóru með 40 mínútna millibili. Ég og fjölmargir aðrir farþegar stóðum eins og hálfvitar og gláptum en aldrei kom vagninn og við komum öil of seint í vinnuna, a.m.k. ég. Ef Strætisvagnar Reykjavíkur væri einkafyrirtæki væri löngu búið að setja af forstjórann og alla stjórnina. Við Reykvíkingar eigum heimtingu á.betri þjónustu en þetta. Hólmfríður * TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate * Ast er buslugangur. Með morgunkaffinu Þú með þínar kókoshnetur. Heldurðu að við eigum að lifa hér aðeins af þeim? HÖGNI HREKKVfSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.