Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 7
7 t(>31 Uin, .02 St.o/ íM! 20. JtJLl 1991 ) Kartöfluuppskeran: Eitt kíló af nýj- um kartöflum á 139 krónur GLÆNÝJAR íslenskar kartöflur komu í verslanir á höfuðborgarsyæðinu í gær. Þær upplýsingar fengust hjá Ágæti hf. að kílóið af kartöflum væri selt á 139 kr. Magnús Sturluson hjá Ágæti hf. sagði að tekið hefði verið á móti 3-4 tonnum af kartöfl- um í gærmorgun og þeim strax komið til versl- anna. Hann sagði að von væri á 6 tonnum um helgina og kæmu þær kartöflur í búðir strax eftir helgi. Kartöfluuppskeran er fyrr á ferð- inni í sumar en vanalega og eru horfur á góðri uppskeru. Húsaviðgerðir: Húseigendur vandi til samninga NEYTENDASAMTÖKIN, Húseig- endafélagið og Meistara- og verk- takasamband byggingamanna hvelja húseigendur til að ganga tryggilega frá því I skriflegum samningum við þá aðila sem fengnir eru til að annast viðgerðir húsa, hvað nákvæmlega eigi að gera og hvað það muni kosta. Einnig komi fram að um öll frá- vik þurfi að semja sérstaklega, til dæmis komi í Ijós að viðgerð verði viðameiri en í upphafi var talið. í fréttatilkynningu frá þessum aðilum segir að algengt sé að ekki sé gengið nógu vel frá því í samning- um við verktaka hvað gera eigi og hvað það muni kosta. Þess séu alltof mörg dæmi að þeir sem bjóði þjón- ustu sína geri óljós tilboð sem síðar standist ekki, jafnvel að hlaupist sé frá óloknu verki. Þá séu of mörg dæmi um að reikningar séu í engu samræmi við áður gerðar kostnað- aráætlanir eða óljós tilboð. Oft skeiki hundruðum þúsunda á upphaflegri kostnaðaráætlun og endanlegum- kostnaði, jafnvel þegar um sé að ræða viðgerðir á íbúðarhúsum. Þá eru húseigendur hvattir til að biðja verktaka að framvísa meistara- skírteinum frá Meistara- og verktak- asambandi byggingamanna. ------------- Landbúnaðar- ráðherra: Sparnaðar- tillögur í lok næstu viku Landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra stefnir að því að tillögur um niðurskurð á fjárlögum næsta árs í þessum ráðuneytum liggi í stórum dráttum fyrir í lok næstu viku. Gert er ráð fyrir að dregið verði úr útgjöldum sem nemi hátt á annan milljarð í landbúnaðarráðuneytinu og um 1,5 milljarð í samgönguráðuneyt- inu, annaðhvort með spamaði eða auknum tekjum. „Þessar tölur miðast við fjárlaga- tillögurnar eins og þær lágu fyrir í ráðuneytunum í vor þegar ég tók við,“ sagði Halldór Blöndal landbún- aðar og samgönguráðherra við Morgunblaðið. „En þær tillögur voru ekki fullunn- ar og þar em ýmis álitamál. Til dæmis var samþykkt landgræðslu- áætlun sem þingsályktun á síðasta þingi. Treystum við okkur til að standa við hana að fullu? Það er tal- ið að nauðsynleg hafnaraðstaða fyrir Vestmannaeyjaferju, sem þarf að vera tilbúin á næsta ári, kosti um 250 milljónir. Það eru fleiri slík fyrir- heit eða skuldbindingar sem við stöndum frammi fyrir og þarf að bregðast við,“ sagði Halldór. PARADÍS fyrir alla fjölskylduna Hótel Örk í Hveragerði er eitt glæsilegasta hótel landsins í falleg umhverfi og meö aðstööu sem á sér enga líka. • Glæsileg herbergi Veitinga- og ráðstefnusalir Þreksalur, gufubað og nudd Hárgreiðslu- og snyrtistofa Utisundlaug með vatnsrennibraut Barnalaug og heitir pottar Trampólín Skokkbraut Tennisvellir Níu holu golfvöllur Púttvöllur • Umhverfið er upplagt til skoðunar- og gönguferða að ógleymdu Tívólíi fyrir börnin. Sæludagar: Sérstakt dvalartilboð HÓTELÖfX Nánari upplýsingar veittar í síma 98 - 34700 fax 98 - 34775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.