Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JULI 1991 23 Jóhann Eiríksson, ísafirði - Kveðja Vinur minn, Jóhannes Eiríksson, fyrrverandi yfirfiskmatsmaður, lést eftir skurðaðgerð á Landakotsspítala 13. þ.m. Aðdragandinn var skammur og kallið kom óvær.t. Þótt æviárin teldust nær 80, var Jóhann jafnan teinréttur og léttur í spori og andlegt atgerfi, sem væri hann 10 árum yngri. Jóhann fæddist á Isafirði 23. jan- úar 1912, sonur hjónanna Kristínar S. Einarsdóttur frá Hríshóli í Reyk- hólasveit og Eiríks Br. Finnssonar verkstjóra frá Kirkjubóli í Valþjófsd- al í Önundarfirði. Hann var elstur sex alsystkina, síðan Baldur, lengi búsettur á Siglu- fírði, látinn, Bragi fyrrv. framkv.stj. Skreiðarsamlagsins, Amfríður (Adda) búsett í Orlando, Florida í Bandaríkjunum, Iðunn kaupm. á ísafirði, kona Böðvars Sveinbjarnar- sonar, hún er látin, og Einar Haukur fyrrv. skattstjóri, búsettur í Reykja- vík. Eina dóttur, Ingibjörgu, átti Ei- ríkur fyrir hjónaband. Jóhann fékk ekki langa skóla- göngu, eins og mörg systkina hans, en hann hóf snemma störf hjá föður sínum, sem var um langt skeið verk- stjóri við saltfiskverkun á Ísafírði, en saltfiskur var þá helsta úflutning- svara landsmanna. Eiríkur Finnsson var annálaður dugnaðarmaður og kröfuharður um vönduð vinnubrögð við saltfiskverk- unina. Jóhann sonur hans fékk því strangan skóla og mikla reynslu við verkun saltfisks frá fyrsta handtaki til þess síðasta, og að þeim lærdómi bjó hann ævilangt. Margir kunnir dugnaðarmenn unnu undir verkstjóm Eiríks og var Jóhann jafnan talinn þar með fremstu mönnum. Samviskusemi og reglusemi einkenndu öll störf Jó- hanns fyrr og síðar, enda ávann hann sér traust allra, sem hann átti samskipti við á lífsleiðini. Fædd 23. nóvember 1911 Dáin 9. júlí 1991 Nú er ei annað eftir en inna þakkar mál og hinstri kveðju kveðja þig kæra hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfir vorri sýn. - Það lífið sem er liðið úr læðingi sársaukans, var stillt, sem kappi, er kafar, í kvalabylgjufans, hélt æðrulaust og öruggt tii annars betra iands, var öflugt mitt í óstyrk af afli kristins manns. (Einar H. Kvaran) Okkur langar að minnast ömmu okkar Ástu Haildóru Gestsdóttur sem lést 9. júlí síðastliðinn. Við kynntumst ömmu ekki eins og flestir kynnast ömmum sínum vegna þess að fyrir tuttugu árum veiktist hún alvarlega og var á sjúkrahúsi og síðar á dvalarheimili aldraðra upp frá því. En orðstír deyr aldrei, því þótt hún gæti ekki sagt okkur frá lífi sínu, gerðu það aðrir. Við fundum alltaf þegar við heimsóttum hana í Stykkishólmi að við, afkomendur hennar, vorum það sem henni þótti dýrmætast, því þótt hún gæti ekki tjáð sig með orðum gerði hún það með viðmóti sínu. Alltaf átti hún eitthvað að gefa okkur og enginn fór án þess að þiggja nokkuð. Síðustu vikurnar sem hún lifði lá hún á Borgarspítal- anum eftir að hafa dottið og slasað sig. Þetta var erfiður tími fyrir hana að vera ekki á sínum heima- slóðum þar sem hún þekkti alla en við fundum að starfsfólk spítalans hugsaði vel um hana og reyndi allt Jóhann stundaði sjómennsku um skeið og var háseti á togaranum Hávarði ísfirðingi hjá þeim kunna aflamanni Ingvari Einarssyni. Þá fór hann í siglingar um tíma á skipum Eimskipafélagsins Goðafossi og Dettifossi. Leið hans lá þó aftur í land og að nýju til starfa við hlið föður síns, og varð þá hans hægri hönd í dagleg- um störfum og sá þá jafnframt um útreikning vinnulauna og ýmis skrif- stofustörf. Þekking hans og reynsla við saltfiskverkun leiddu til þess að hann fór að vinna við fiskmat og var ráðinn yfirfiskmatsmaður á Vest- fjörðum, sem hann gegndi iengi, en síðan varð hann deildarstjóri við Fiskmat ríkisins, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jóhann kvæntist ■ 31. desember 1957 Halldóru Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og komu þau sér upp fallegu og hlýlegu heimili á Hafnarstræti 17 á Isafirði. Böm þeirra eru: Þráinn Sigurðs- son jarðfræðingur, fæddur 9. janúar 1954, sonur Ijalldóru, sem Jóhann gekk í föðurstað. Hann er kvæntur Pigitsa Dourali fædd í Grikklandi og eiga þau eina dóttur. Þau eru búsett í Svíþjóð. Eiríkur Kristinn verkstjóri, fæddur 15. október 1956, kvæntur Jóhönnu Björgu Aðalsteinsdóttur og eiga þau fósturson. Svanhvít Guðrún læknaritari, fædd 21. september 1957. Sambýlis- maður hennar er Ólafur Þór Gunn- laugsson og börnin eru tvö. Jóhann Ingdór vélvirki, fæddur 10. nóvember 1959. Sambýiiskona hans er Beata Joó fædd í Ungveijalandi, kirkjuorganisti og söngstjóri á ísafirði. Guðbjörn Salmar verslunarstjóri, fæddur 16. nóvember 1962 kvæntur Ingibjörgu Snorradóttur skrifst.m. og eiga þau tvö böm. til að hjálpa henni. En hvíldin var kærkomin og nú vitum við að amma hefur hitt afa sem lést fyrir þrjátíu og fimm ámm. Minningin um ömmu mun lifa með okkur. Inga Lára, Ásta Sóley, Hel- ena, Lárus, Eiður og Aldís. Nú hefur elsku Ásta mín loksins fengið hvfidina. Þjáningum hennar og bið eftir að komast í æðri heima er lokið. Ég á henni svo ótal margt að þakka. Ætíð lét hún mig njóta þess að ég bar nafn Lárusar heitins eig- inmanns hennar. Ég veit að ég var litla stelpan hennar. Minningamar em ljúfar frá þeim tíma er elsku Ásta bjó í iangafa- húsi og síðar í rafstöðinni. Það var enginn eins og hún. Glensið, gamanið, söngurinn og lipurðin vom eiginleikar sem drógu alla tii hennar, ekki síst böm. Þau hrein- lega sópuðust að henni. Alltaf vora armar hennar útbreiddir, þrátt fyrir allt það mótlæti sem hún mætti á lífsleiðinni. Það var mér sárt að Jóhann var alla tíð ákaflega heim- akær og góður faðir og afi. Hann var í eðli sínu hlédrægur og tranaði sér hvergi fram, en öllu, sem hann tók að sér, skilaði hann með mestu ágætum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og lét hvergi hlut sinn, ef því var að skipta, en var jafnan rétt- sýnn og sanngjarn í hverju máli. Jóhann stjómaði kosningaskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á ísafirði margar undanfarnar alþingis- og bæjarstjórnarkosningar og vann það starf af alúð og röggsemi, eins og honum var lagið. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Isafjarðar árið 1957 og var virkur félagi alla tíð og hlaut ýmsar viðurkenningar klúbbsins. Jóhánn var um árabil áhugasamur laxveiðimaður og fóm þau hjónin oft saman í laxveiðitúra. Hann var fróðleiksfús, sjálfmennt- aður og las mikið af góðum bókum og átti gott bókasafn. Hann hafði sérstakan áhuga á fróðleik um fjar- læg lönd og þjóðir og las mikið er- lend tímarit um þau efni. Kristrún kona mín og Halldóra eru skólasystur úr Hjúkmnarskóla ís- lands og hafa starfað saman á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði um ára- tuga skeið. Þær era góðar vinkonur og við Jóhann urðum góðir vinir og geta ekkert fyrir hana gert eftir að hún veiktist. En þær voru ófáar stundimar sem við áttum saman. Orð vora óþörf. Nærveran var allt sem máli skipti. Minningin um elsku Ástu mína mun ætíð skipa stóran sess í lífi mínu. Hafi hún þökk fyrir. Stelpan hennar hún Lára. áttum saman margar góðar sam- verustundir, sem gott er að eiga minningar um. Sérstaklega minnist ég nú sameig- inlegrar ferðar með konum okkar til Bandaríkjanna árið 1986. Við fórum fyrst til New York og dvöldum þar í nokkra daga. Ég hafði komið tvisvar áður til þessarar stór- borgar og taldi mig geta leiðbeint nokkuð um Manhattan. Fljótt kom í ljós að Jóhann, sem aldrei hafði koin- ið þar áður, vissi bókstaflega allt um borgina og hafði ekkert fyrir því að rata, hvert sem ferðinni var heitið hvern dag. Síðan dvöldum við um tíma í sól- inni á Florida, en síðustu dagana notuðum við til þess að heimsækja Öddu systur Johanns, sem býr í Or- lando. Adda er gift sænskættuðum Bandaríkjamanni Harry Bergström og eiga þau tvær dætur Kristínu og Arlené, sem búa í Orlando. Það leyndi sér ekki, hve afarkært var með þeim systkinum Öddu og Jóhanni, og hve mikla virðingu og ástúð Harry og dæturnar sýndu hon- um. Það var enda ekki legið á því við okkur, að Jóhann hafði verið þeim betri en enginn, þegar þau bjuggu á ísiandi og um hríð í gamla ■faktorshúsinu í Neðstakaupstaðnum, en Jóhann var ennþá í foreldrahús- um. Það yrði of langt mál að tíunda allt, sem þetta góða fólk gerði fyrir okkur, en minningarnar lifa og þær rifjaði Jóhann oft upp. Nú er vinurinn genginn, enginn má sköpum renna. Þannig er gangur lífsins. Gömlu innfæddu ísfirðingarn- ir hverfa á braut einn af öðrum og eftir standa ófyllt skörð, eitthvað sem vantar í tilveruna - tómarúm. Að mæta ekki lengur góðum vini á götunni og bjóða góðan dag. Þo lifir hann áfram í svipmóti afkomend- anna og í minningunum, sem hrann- ast upp. Þannig heldur lífið áfram. Við Kristrún söknum góðs vinar og biðjum honum blessunar. Jafnframt vottum við Halldóru vinkonu okkar dýpstu samúð, svo og börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systk- inum og öðrum ástvinum. Blessuð sé minning Jóhanns Ei- ríkssonar. Ilögni Þórðarson Góður drengur er genginn. Mér var bragðið er ég frétti andlát Jó- hanns Eiríkssonar fyrrverandi yfir- fískmatsmanns. Það er fátítt að kynnast mönnum eins og Jóhanni, en kynni okkar hófust skömmu eftir að ég flutti til ísafjarðar fyrir sjö árum. Þau kynni voru öll á einn veg, hann var veitandi en ég þiggjandi. Aldursmunurinn var töluverður eða rúmir fjórir áratugir, en aldrei varð þess vart með öðram hætti en þeim sem mikil lífsreynsla eldri manns markar samskipti við yngri og óreyndari menn. Hann var einstakur þegar á þurfti að haida, því þá naut reynsla hans sín og oftast miðlaði hann henni þannig að þeir sem nutu trúðu því að þeim hefði dottið i hug það sem Jói Éiríks, eins og hann var oftast nefndur, lagði til. Þannig var því farið um mig. Öðrum lætur betur ættfærsla en þeim sem þetta ritar. Jóhann fæddist á ísafirði 23. janúar 1912. Foreldrar hans vora Kristín S. Einarsdóttir frá Hríshóli í Reykhólasveit og Eiríkur Brynjólfur Finnsson verkstjóri frá Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundar- firði. Jóhann kvæntist 31. desember 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóra Guðmundsdóttur hjúkrun- arfræðingi. Saman áttu þau fjögur börn, en áður átti Halldóra Þráinn Sigurðsson sem nú býr í Svíþjóð. Elstur barna þeirra Jóhanns og Hall- dóru er Eiríkur Kristinn fæddur 15. september 1956. Kona hans er Jó- hanna Björg Aðalsteinsdóttir og eiga þau eitt fósturbarn. Svanhvít Guðrún er fædd 21. september 1957 og ei hennar maður Ólafur Gunnlaugsson. Þau eiga saman eitt barn og fyrir átti Svanhvít dóttur. Jóhann Ingdór ■ er fæddur 10. nóvember 1959 og er sambýliskona hans Beata Jóo. Y ngst- ur er Guðbjörn Salmar fæddur 16. nóvember 1962 og hans kona er Ingi- björg Snorradóttir. Þau eiga saman stúlku og dreng. Börnin fjögur búa öll á Isafirði. Kynni okkar Jóa hófust fyrir al- vöru þegar undirritaður hóf afskipti af bæjarstjórnarmálum á Ísafírði sköminu eftir áramót 1985-86. Áður vissum við hvor af öðrum. Jói tók að sér að stýra kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins vorið 1986 og áttum við þá um nokkurra vikna skeið mikið og náið samstarf. Aldrei varð þess vart af hans hálfu að ég hefði valist til forystu á lista flokks- ins með nokkuð snöggum hætti. Miklu frekar var eins og við hefðum unnið saman um langan tíma að því að skipuleggja kosningabaráttu og vinna þau störf sem til þurfti. Kosn- ingabarátta er mikið og óeigingjarnt starf og reynir þar á samvinnu margra og oft á þolrifin. Stundum gengur mikið á. Jóhann var orðinn 74 ára þegar þetta var. Við hittumst oft á morgnana fyrir vinnu frambjóð- endur og fleiri. Þótt ekki væri ætlast til að skrifstofan opnaði svo snemma var Jói jafnan mættur. Mér fannst það aðdáunarvert hversu harður C hann var af sér í starfinu. Árangur- inn var góður, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut tæp 46% atkvæða. Eftir þetta komu tvennar alþingiskosningar og einar bæjarstjórnarkosningar, sem reyndar voru háðar við óvenju erfiðar aðstæður, Flokksmenn gengu ekki sameinaðir til kosninga vorið 1990 er bæjarstjórn var kosin. Þeim mun harðar Jagði Jóhann Eiríksson sig fram. Árangurinn var vel ásættan- legur fyrir lista Sjálfstæðisflokksins miðað við allar aðstæður. Baráttu- krafturinn var óbilaður þótt fyrram samheijar sæktu nú á sömu mið og aldrei sagði Jói styggðaryrði um þá ágætu menn. Við alþingiskosningarnar 1987 og 1991 var sama upp á teningnum, heill og hagur flokksins gekk fyrir öllu og oft var vinnudagurinn iang- ur. Minningarnar um samstarfið eru aðeins góðar og bregður þar hvergi skugga á, þótt stundum hafi þurft að samræma sjónarmið. En það var þó ótrúlega sjaldan. Samvinnan á þessum vettvangi var með minna móti síðast liðið vor vegna veikinda undirritaðs. En í mínum augum var Jói hlekkurinn sem tengdi baráttu undanfarinna ára saman. Atvikin höguðu því þannig að eftir kosningar sáumst við ekki vegna fjarveru undir- ritaðs. Því var mér enn meira brugð- ið að frétta að Jóhann Eiríksson væri allur. Sjálfstæðismenn á ísafirði og víðar um Vestfirði, bæði karlar og konur, sakna góðs vinar og bar- áttumanns, samheija sem aldrei brást. Fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og nefndarmanna allra vil ég færa þakkir fyrir gott starf. Við hjónin færum eftirlifandi eig- inkonu, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Við megum aðeins minnast þess að hafa fengið kynnast einstökum manni og góðum dreng. Guð gefi að minning um góðan eigin- mann og föður og afa reynist ykkur styrkur í sorg ykkar. Ólafur Helgi Kjartansson \ Minning: AstaH. Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.