Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
I
Póstur og sími:
Fundað með yfirmanni frá
Ericsson vegna bilana
YFIRMAÐUR frá L.M. Ericsson,
Thorbjörn Anderson, var væntan-
legur til landsins í gær og mun
hann ræða við yfirmenn Pósts og
síma í dag um hinar tíðu bilanir
er orðið hafa á símstöðinni í
Landssímahúsinu undanfarið.
Tveir tæknimenn frá Ericsson
fyrirtækinu hafa dvalið hérlendis
að undanförnu til þess að rann-
saka orsakir bilananna en engin
skýring hefur enn fundist.
Thorbjörn Anderson er yfirmaður
þeirrar deildar innan Ericsson sem
sér um hönnun, byggingu og við-
hald sjálfvirkrasímstöðva. Hann
kemur til landsins til þess að ræða
við Ólaf Tómasson póst- og síma-
málastjóra og aðra yfirmenn Pósts
og síma um bilanimar sem hafa
hvað eftir annað gert símstöðina í
Landssímahúsinu óvirka undanfar-
ið. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur,
blaðafulltrúa Pósts og síma, hefur
Thorbjöm Anderson og aðrir yfír-
menn hjá Ericsson verið í daglegu
sambandi til þess að fylgjast með
rannsókn tæknimanna Ericssons og
starfsmanna Póst og síma á
símstöðinni í Landssímahúsinu.
Hrefna sagði að jafnhliða þeim
rannsóknum sem em í gangi hér-
lendis séu starfsmenn Ericsson í
Svíþjóð að vinna úr þeim upplýsing-
um sem þeir fá héðan til þess að
fínna orsök bilananna.
Heilsuhælið í Hveragerði:
Uppsagnir lækna standa
UPPSAGNIR starfsfólks á Heilsu-
hæli Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði, hafa verið dregnar
til baka, að sögn Péturs Jónssonar
formanns bráðabirgðastjórnar
hælisins.
Uppsagnir læknanna standa enn
og sagði Pétur að deilt væri um
uppsagnartímann. Þeim var sagt
upp af fyrri stjórn hælisins en bráða-
birgðastjóm hælisins dró þá uppsögn
til baka og sagði þeim síðar upp
með löglegum hætti. Þeir hafa sex
mánaða uppsagnarfrest, sem rennur
út í síðasta lagi um áramót.
Ný stjóm hælisins tekur við um
áramót og sagði Pétur, að sú stjórn
tæki þá við hreinu borð, og gæti
ráðið læknana að hælinu á ný. Þeir
era í leyfi frá störfum og hafa verið
ráðnir læknar til afleysinga í þeirra
störf.
VEÐURHORFUR í DAG, 25. JÚLÍ
YFIRLIT: Yfir Bretlandseyjum er 1002ja mb lægð á leið austur en1025
mb hæð yfir Grænlandi, minnkandi lægðardrag yfir íslandi. 990 mb
lægð um 300 km suður af Hvarfi þokast austnorðaustur.
SPÁ Heldur vaxandi austlæg átt. Nokkuð bjart veður viðast á norð-
vestanverðu landinu og í innsveitum norðanlands. Sunnanlands
ferað rigna á nýjan leik, u.þ.b. frá hádegi. Úrkomubeltið fikrar sig
síðan hægt og rólega inn á landið eftir það. Fremur hlýtt áfram,
hlýjast í innsveitum norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG:Austan- og suðaustan
átt. Skýjað og vætusamt á Suður- og Austurlandi svo og á annesj-
um norðanlands. Um landið vestanvert og í innsveitum norðan-
lands verður að öllum líkindum þurrt og sums staðar léttskýjað.
Fremur hlýtt í veðri, einkum norðan og norðvestantil á landinu.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
y' Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyirk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
'/ / /
* / *
f * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V
y
Skúrir
El
— Þoka
= Þokumóða
’ , 5 Súld
OO Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að isl. tíma
hiti veður
Akureyri 11 súld
Reykjavík 12 rigning og súld
Bergen 20 skýjað
Helsinkl 20 skýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Narssarssuaq 14 rigning
Nuuk 14 hálfskýjað
Ósló 19 skýjað
Stokkhólmur 22 iéttskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 30 heiðskírt
Amsterdam 14 skúr
Barcelona 29 heiðskírt
Berlín 29 skýjað
Chicago 29 skýjað
Feneyjar 29 þokumóða
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 20 skýjað
Hamborg 25 skýjað
London 18 skúrásíð.klst.
Los Angeles 22 alskýjað
Lúxemborg vantar
Madríd 32 heiðskírt
Malaga 26 mistur
Mallorca 30 iéttskýjað
Montreal 30 hálfskýjað
NewYork 37 skýjað
Orlando vantar
París 21 skýjað
Madeira 24 léttskýjað
Róm 29 hálfskýjað
Vín 26 skýjað
Washington 38 skýjað
Winnipeg 26 skýjað
Hreindýr á beit.
Veiðiá 1.097
hreindýrum
heimiluð í haust
Umhverfisráðuneytið hefur
ákveðið að á timabilinu 10. ágúst
til 15. september megi veiða
1.097 hreindýr í Norður-Þingeyj-
arsýslu, Múlasýslum og Austur-
Skaftafellssýslu. Jafnframt hef-
ur ráðuneytið staðfest nýjar régl-
ur um hreindýraveiðar, sem eru
frábrugðnar eldri reglum að því
leyti, að nú er tilgreint hve
marga tarfa, kýr og kálfa megi
veiða i hveiju sveitarfélagi og
að sveitarfélögin eiga nú að
greiða tiltekið gjald fyrir hvert
dýr sem fellt er til rannsókna á
vegum embættis veiðistjóra.
Hinar nýju reglur umhverfisráðu-
neytisins um hreindýraveiðarnar
gera ráð fyrir að í stað þess að til-
greina einungis hvernig heildar-
fjöldi þeirra dýra, sem heimilt er
að veiða, skiptist milli sveitarfélaga,
er nú mælt fyrir um hve marga
tarfa, kýr og kálfa megi veiða í
1. Fjallahreppur
2. Skeggjastaðahreppur
3. Vopnafjarðarhreppur
4. Fljótsdalshreppur
5. Jökulsdalshreppur
6. Fellahreppur
7. Tunguhreppur
8. Hlíðarhreppur
9. Hjaltastaðahreppur
10. Borgarfjarðarhreppur
11. Seyðisljarðarkaupstaður
12. Skriðdalshreppur
13. Vallahreppur
14. Egilsstaðabær
15. Eiðahreppur
16. Mjóafjarðarhreppur
17. Norðfjarðarhreppur
18. Eskifjarðarkaupstaður
19. Reyðarfjarðarhreppur
20. Búðahreppur
21. Fáskrúðsfjarðarhreppur
22. Stöðvarhreppur
23. Breiðdalshreppur
24. Beruneshreppur
25. Búlandshreppur
26. Geithellnahreppur
27. Bæjarhreppur
28. Nesjahreppur
29. Bærinn Höfn í Hornafirði
30. Mýrahreppur
Samtals
hveiju sveitarfélagi. Jafnframt gera
reglumar ráð fyrir, að sveitarfélög-
in greiði tiltekið gjald fyrir hvert
dýr, sem fellt er og gangi það gjald
til rannsókna, sem embætti veiði-
stjóra annast á vistfræði hreindýra-
stofnsins og tengjast nýtingu hans
og verndun.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
umhverfisráðuneytinu er nú talið,
að í hreindýrastofninum séu rúm-
lega 4.000 dýr. Það sé talið of mik-
ið miðað við aðstæður og eðlilegt
að stefna að töluverðri fækkun dýra
á næstu þremur árum. Samkvæmt
þessu hafi nú verið ákveðið, að veiða
megi 1.097 dýr á tímabilinu 10.
ágúst til 15. september næstkom-
andi.
Tala þeirra dýra, sem umhverfis-
ráðuneytið hefur heimilað veiði á í
ár, skiptist þannig milli eftirtaldra
hreppa og kaupstaða:
Fjöldi hreindýra
Tarfar Kýr Kálfar Samtals
1 1 1 3
1 3 1 5
4 8 5 17
29 60 25 114
29 60 25 114
9 20 8 37
7 15 6 28
3 6 4 13
14 30 12 56
21 40 16 77
2 4 2 8
11 23 9 43
12 27 11 50
5 11 4 20
7 15 6 28
2 4 2 8
10 8 3 21
10 8 3 21
3 7 3 13
1 3 1 5
1 3 1 5
2 3 1 6
26 49 19 94
8 15 6 29
8 * 15 6 29
24 45 18 87
- 13 25 10 48
10 20 8 38
1 3 1 5
15 30 12 57
289 561 229 1079
Auk þeirra dýra sem skiptast 18 hreindýr í Borgarhafnarhreppi,
samkvæmt framansögðu, má veiða óháð aldri og kyni.
Blönduvirkjun:
Uppistöðulónið er
nánast orðið fullt
FRAMKVÆMDÖt við stíflur og
vatnsvegi við Blönduvirkjun eru
nú á lokastigi, að sögn Páls Ólafs-
sonar, yfirverkfræðings Lands-
virkjunar. Hann segir einnig að
uppistöðulónið á Auðkúluheiði sé
nú nánast orðið fullt og fyrir eða
um miðjan ágúst verði farið að
hleypa vatni þaðan um 25 km
leið í inntakslón virkjunarinnar.
Páll Olafsson segir að 1. sept-
ember sé gert ráð fyrir að inntaks-
lónið verði orðið fullt og búið verði
að prófa mannvirki á leiðinni og
þá sé næsta skrefíð að prófa vélbún-
að stöðvarinnar. Reiknað sé með
að þær prófanir taki um mánuð og
gert sé ráð fyrir að í október verði
hægt að gangsetja fyrstu vél virkj-
unarinnar og hefja framleiðslu raf-
magns, sem verði dreift inn á
byggðalínu. Verið Isé að vinna að
því að reisa háspennulínu frá stöð-
inni, sem þjóni því hlutverki.