Morgunblaðið - 25.07.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
17
Mengunin á Ströndum:
Æðarungar í fóstur
Heimasætan í Árnesi II hefur haft í mörg horn að líta að undanf-
örnu þvi auk þess að leika sér og hjálpa til við búskapinn hefur hún
séð um æðarunga sem heimilisfólkið bjargaði frá grútarmengun í
Árnesey. Ungarnir eru á bilinu 20 til 30 en sérstaka athygli vekur
að tveir þeirra eru albínóar það er að segja hvítir æðarungar.
Heimilisfólkið á bænum hefur tek-
ið eftir 1 til 2 albínóum í eyjunni frá
árinu 1984 en einu sinni áður hafa
hvítir ungar verið teknir í fóstur.
Tók hundurinn á bænum þá miklu
ástfóstur við ungana og urðu þeir
hændir að honum. Af þessu leiddi
að ungarnir hættu að vera hræddir
við hunda og vöruðu sig ekki þegar
nágrannahundur kom í heimsókn !
Talið er að allir albínóarnir séu
undan sömu kollunni en athygli vek-
ur að þeir virðast ekki skila sér til
baka. Líkur benda til að þeir drepist
en einnig er hugsanlegt að ungarnir
fái eðlilegan lit þegar þeir stækka.
Lítið hús hefur verið byggt fyrir
fósturbörnin í Árnesi II en girt í
kringum það. Ungunum gefur Rakel
fuglafóður og vatn sem þeir teiga
ómælt.
Mestur fugladauði
nyrst á Ströndum
ARNÓR Sigfússon, fuglafræðingur, er nýkominn úr fuglarannsóknar-
ferð um Strandir. Hann segist hafa komið auga á 300 lifandi æðarunga
í fjöruborðinu frá Ófeigsfirði til Straumness. Þar eru að meðaltali
7-8 þúsund hreiður ár hvert og sagði Arnór, að almennt væri reiknað
með því að tveir til þrír ungar komist á legg úr hreiðri. Þetta færi
eftir árferði, sem hefði verið óvenju gott í vor. Sunnar á Ströndum
er meira um lifandi fugla og til dæmis fann Arnór 600 lifandi unga
í Reykjarfirði syðri. Arnór sagði, að talið væri að 10 - 15 þúsund
hreiður væru á öllu svæðinu frá Straumnesi suður til Kollafjarðar.
í samtali við Arnór á miðvikudag
sagði hann að illmögulegt væri að
gera sér grein fyrir hve mikið af
fugli hefði drepist vegna mengunar-
innar. Hann sagði að erfitt væri að
giska á hve mikið af fugli væri á
svæðinu og benti á að vargur sækti
í hræin.
Fram kom að 300 ungar hefðu
fundist lifandi frá Ófeigsfirði til
Straumness en sunnar væri meira
um lifandi fugl. Arnór sá til dæmis
ekki grút í Reykjarfirði syðri en þar
taldi hann 600 lifandi æðarunga. I
Steingríumsfirði og Kollafirði var
einnig töluvert af lifandi fuglum en
Arnór sagði að verið væri að kanna
það svæði nánar. í Kaldbaksvík fann
Amór fálkaunga sem fengið hafði á
sig mengun og fiutti hann til Reykja-
víkur þar sem verið er að hlúa að
honum hjá Náttúrufræðistofnun ís-
lands.
Arnór vinnur nú að skýrslu um
fugladauðann sem hann mun skila
Eiði Guðnasyni, umhverfismálaráð-
herra, á næstunni.
Grænlenskt fótboltalið
í heimsókn á Bíldudal
Bíldudal.
BÍLDDÆLINGAR fengu í heimsókn, fyrir skömmu, grænlenskt knatt-
spyrnulið frá Kulusuk. Þetta er í annað sinn sem liðið kemur til Bíldu-
dals í heimsókn til að leika knattspyrnu við heimamenn.
Fyrir tveimur árum komu Græn-
lendingarnir hingað fyrst og var þá
stofnað til vinabæjartengsla á milli
Kulusuk og Bíldudals. Úrslit knatt-
spyrnuleiksins sem fór fram þá urðu
þau að bæði liðin skildu jöfn með
fjögur mörk hvor.
Síðan gerist það að þetta sama
lið kemur í heimsókn á ný og biður
um knattspyrnuleik. Því var að sjálf-
sögðu vel tekið og fór leikurinn fram
á laugardagsmorgni þann 13. júlí
síðastliðinn á Bíldudalsvelli. Leikur-
inn fór þannig að Bílddælingar sigr-
uðu Kulusuk 6-0. Gestirnir gistu í
félagsheimilinu Baldurshaga yfir
helgina og fóru til síns heima á
sunnudegi.
R. Schmidt.
BDMRG
B0MAG er leiöandi framleiðandi á þjöppum og völturum.
Viö eigum eftirfarandi tæki á lager og til afgreiðslu STRAX:
f VÉLHNALLA með bensínvél, 60 og 71 kg.
JARÐVEGSÞJÖPPUR meö bensín- eða dieselvél, 92,137 og 168 kg.
ISsT VALTARA, tveggja kefla meö dieselvél, 600 kg.
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ !
“I Ráðgjöf - Sala - Þjónusta
Skútuvogi 12A - Reykjavík - «812530.
Morgunblaðið/Vilmundur Hansen
Kári, 5 ára, og Rakel, 7 ára, með tvo af ungunum í Árnesi II.
Eins og sjá skera albínóarnir sig úr hópnum.
Mengunin
bráðnar
í sólinni
Mengun í fjörum á Ströndum
bráðnaði að hluta til í sólinni um
síðustu helgi. Enn er þó nokkuð
eftir í fjörunni og mengunin
heldur áfram að reka á land þó
í minni mæli sé en áður.
í samtali við Vilmund Hansen, frétt-
aritara Morgunblaðiðsins í Trékylli-
svík, á miðvikudag kom fram eitt-
hvað af grútnum hefði bráðnaði í
góðviðrinu um helgina en síðustu
daga hefði verið þoka og rigning
fyrir vestan. Hann sagði að enn
ræki mengun á land en minna en
áður og ekki í kekkjum eins og
áður hefðu sést.
Vilmundur sagði að allur æðar-
fugl væri farinn af svæðinu en þar
sveimaði kría. Hann sagði að tjald-
ur og stelkur virtust ekki hafa far-
ið illa út úr menguninni.
Mengunarsýni úr Húnaflóa frá
æðarbændum á Dröngum eru nú
til rannsóknar í Reykjavík. Þá er
unnið að því á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins að bera saman
mengunarsýni og sýnishorn^ af
rauðátu sem rannsóknaskipið Árni
Friðrikssson tók á Húnaflóa fyrir
helgi.
HÁGÆÐA SPORTFATNAÐURINN
FÉKK HREINT FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR
Okkur tókst að fá aðra sendingu af hinum frábæra
sportfatnaði frá H^O og er því betra að hafa
hraðan á fyrir verslunarmannahelgina
m.a. jogginggallar, hettubolir, stuttermabolir,
stuttbuxur, sundfatnaður og fl.
SENDUM
í PÓSTKRÖFU
VISA-EURO
Laugavegi 62 Sími 13508
f/ * * f i
* . , m WM