Morgunblaðið - 25.07.1991, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, símiA91122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Fullveldi Líbanons
fótum troðið
Sigurðarristan á
Ramsundsberginu
að hefur fárið furðu hljótt í
heimsfréttunum að Sýr-
Iendingar hafa í reynd tekið öll
ráð í Líbanon í sínar hendur og
stjórnin í Beirut er ekki annað
en leikbrúða í höndum stjórnar
Hafez Assad Sýrlandsforseta.
Að þessu hafa Sýrlendingar
stefnt leynt og ljóst um árabil
og aðdragandinn rekur sig ára-
tugi aftur í tímann; löngu fyrir
borgarastyijaldir í Líbanon - en
sú fyrsta braust út 1958 þó friði
væri síðan komið á næstu sextán
ár. Segja má að Sýrlendingar
hafi rennt hýru auga til Líbanons
frá því á tímum Ottómanveldis
Tyrkja. Við hrun þess í lok
heimsstyijaldarinnar fyrri fengu
Frakkar svo yfirráð þess svæðis
sem nú kallast Sýrland og Líban-
on.
Líbanir fengu sjálfstæði 1943
og gerðu þá leiðtogar kristinna
manna og múhammeðstrúar-
manna þar með sér sérstakan
samning um hvernig völdum
ætti að skipta svo réttlætis væri
gætt.
Næstu áratugi, eða til ársins
1975 - að stuttu skeiði árið 1958
undanskildu- var mikill upp-
gangstími í Líbanon. Þar
blómstruðu viðskipti og verslun,
akuryrkja og iðnaður. Menntun
og listir voru í hávegum. Beirut
var oft nefnd perla Miðaustur-
landa. Þar virtist ríkja víðsýni
og uppbyggingarhugur og
Líbanon var þá einatt tekið sem
dæmi um fyrirmyndarríkið;þar
bjuggu í sátt og samlyndi kristn-
ir og múhammeðstrúarmenn og
unnu saman að velferð síns
lands.
En óánægjan kraumaði undir
því eftir því sem ár liðu þótti
múhammeðstrúarmönnum þeir
beittir órétti af kristnum mönn-
um sem hefðu meiri völd en íjöldi
þeirra réttlætti. Meiri fjölgun
varð meðal múhammeðstrúar-
manna, einkum shita-múslíma-
og óumdeilt varð smám saman
að þeir báru skarðan hlut frá
borði í skiptingu valda og auðs.
Vanrækt var að sinna menntun-
armálum oog atvinnuuppbygg-
ingu shita- en þeir bjuggu eink-
um í suðurhlutanum. Þar áttu
kristnir Líbanir ekki einir sökina,
sunni-múslímar voru ekki áfj áðir
í að efla áhrif shitanna og töldu
þá ofsatrúarmenn sem þyrfti að
hafa gát á.
Ekki bætti úr skák að Sýr-
lendingar kyntu undir óánægju
shita og það duldist engum að
þeir studdu einnig Palestínu-
menn sem höfðu fluttst til Líban-
on og voru að verða eins konar
ríki í ríkinu, með vopnasending-
um og virtust gera flest það sem
gat leitt til að undirstöður
líbanska ríkisins gæfu sig.
Saga borgarastríðs í Líbanon
er flóknari en svo að hún verði
rakin í fáum orðum. Að henni
lokinni er landið í rúst, hundruð
þúsunda fallnir, tugþúsundir
hafa flúið. Sýrlendingar höfðu
hvað eftir annað sent liðsafla til
landsins undir því yfirskini að
þeir væru að stilla til friðar. Þeir
studdu þá fylkingu hveiju sinni
sem þeir töldu að klekkt gæti á
lögmætum líbönskum stjórnvöld-
um.
Að lokum var svo gert sam-
komulag fyrir tæpum tveimur
árum, oftast kennt við Taif í
Saudi Arabíu, þar sem það var
undirritað. Þar var líbanska
stjórnin, sem varla var þá nema
að nafninu til stjórn í landinu,
látin fallast á að Sýrlendingar
tækju að sér forsjá Líbanons.
Síðan hefur verið hnykkt á þessu
nokkrum sinnum og nú fyrir
nokkrum vikum var svo samein-
ingin fullkomnuð og hefur verið
greint frá aðalatriðum „sam-
komulags “ þessa hér í Morgun-
blaðinu. Líbanon hefur verið
svipt fullveldi sínu og þarf
líbanska stjórnin að bera allar
aðgerðir undir Damaskus stjórn-
ina og engar ákvarðanir, hvorki
í innan né utanríkisrmálum, má
taka nema að viðhöfðu samráði
við Sýrlendinga. í þessu plaggi
var einnig kveðið á um hert eftir-
lit með útlendingum og sagt var
að nauðsynlegt væri að fylgjast
með að blöð skrifuðu og flyttu
réttar fréttir. Á mannamáli þýðir
það einfaldlega að taka skuli upp
ritskoðun, en í Líbanon hafa
ijölmiðlar haft meira frelsi en
annars staðar á svæðinu.
Menn segja að nú sé friður í
Líbanon. Sá friður er hernáms-
friður. Friður á þeim forsendum
er byggður á sandi og færir
þrautpíndum og stríðsþreyttum
Líbönum varla fögnuð. Sjálfa
dreymir Líbani um að geta byggt
upp land sitt og endurheimt virð-
ingu sjálfra sín og annarra. Þeir
eru að upplagi iðjusamir og list-
fengir. Þeir hafa metnað fyrir
sitt land og vilja einnig græða
sárin sem fimmtán ára stríð hef-
ur óneitanlega skilið eftir. Undir
hernámi verður sú uppbygging
háð skilyrðum herraþjóðarinnar.
Hernámsfriðurinn í Líbanon nú
er því sjónhverfing. Til þess fall-
inn að fela að fullveldi þjóðar
hefur verið fótum troðið.
eftir Þór Magnússon
Meðal þekktustu fornminja frá vík-
ingaöld á Norðurlöndum eru rúna-
steinarnir svonefndu, sem flestir eru
í Mið- og Suður-Svíþjóð, einnig marg-
ir í Noregi og Danmörku en líka
nokkrir í nálægum löndum. Rúna-
steinarnir eru minnismerki, en hafa
þó ekki verið reistir á gröfum dauðra
manna, heldur við alfaravegu, þar
sem þeir gætu komið fyrir augu sem
flestra ferðamanna. Þetta eru oftast
allháir granítsteinar, reistir upp á
endann og áletrunin höggvin með
rúnum á eina eða tvær hliðar steins-
ins, oftast í bandfléttu í ormslíki, sem
dregur svip af skrautstílum víkinga-
aldar, enda oft talað um „rúnasteina-
stíl“. Stundum hafa menn höggvið á
steina, sem stóðu þar fyrir eða þá
jarðfast berg, en í flestum tilvikum
má ætla, að steinarnir hafi verið flutt-
ir að götunni.
Áletranir á rúnasteinunum eru
yfirleitt keimlíkar. Þar segir oftast,
að einhver vandabundinn eða nákom-
inn ættingi, svo sem eiginkona, synir
eða bræður, hafi látið setja steininn
eftir þann, sem þar er síðan nafn-
greindur. Stundum er síðan örstutt
frásögn um hann, svo sem að hann
hafi verið góður þegn eða hafi unnið
sér margt til ágætis. Jafnvel er skýrt
frá, að hann hafi sótt herfang um
langan veg eða fallið í herferð fjarri
heimabyggð sinni.
Á steinunum er oft meira skraut
en ormsfléttan ein. Stundum eru heið-
in tákn, svo sem þórshamar á hinum
eldri steinum, en kross á hinum yngri,
sem reistir voru í kristni eða settir
af kristnu fólki þótt enn væri heiðinn
siður í landu Þá er á stundum klykkt
út með fyrirbænum svo sem „guð
hjálpi sálu hans“ eða öðru því um líku.
Og fyrir kemur að sagt sé, að hinn
dauði hafi dáið í hvítavoðum, þ.e.
strax eftir skírn, og þá hefur hann
líkast til verið skírður er hann fann
dauðann nálgast.
„Sjaldan bautasteinar standa
brautu nær, nema reisi niður að nið,“
segir á Hávamálum, og er það ein-
mitt sannmæli hér, því að sem fyrr
segir eru bautasteinar við vegina
fornu og yfirleitt reistir af ættingjum.
Elztu rúnasteinar á Norðurlöndum
eru frá 6. öld eftir Krist og þessi
merkilega siðvenja og listgrein leggst
síðan af um miðja 11. öld. Rúnastaf-
rófið breyttist mikið á þessum tíma
og jafnframt eru rúnasteinar mis-
munandi eftir iöndum og landshlut-
um.
Það er mörgum ráðgáta, hvers
vegna slíkir rúnasteinar séu ekki
þekktir á íslandi. Rúnir hafa íslend-
ingar þó þekkt á þessum tíma, ekki
fer hjá því, og rúnir hafa verið ristar
á íslandi sennilegast á öllum öldum
og langt fram eftir síðustu öld. En
tímasettar rúnir frá landnáms- og
söguöld eru engar til frá íslandi og
elsta þekkt íslensk rúnarista er talin
frá 12. öld. Líklegast hefur tíska rún-
asteinanna ekki náð að fylgja land-
námsmönnum hingað né til annarra
eylanda í vestri. Hér var þó nóg gijó-
tið til að höggva í og það reyndist
vel nothæft þá sjaldan mönnum datt
í hug að hagnýta það í legsteina eða
til steinhúsagerðar. En_ einhverra
hluta vegna fengust íslendingar
lengst af mest við aðra listmennt en
smíðar í stein. -
Þótt hér skildi leiðir og íslendingar
hæfu snemma að skrifa bækur en
hyggju ekki í stein, færðu Norð-
urlandabúar sögur sínar og forn
minni úr Eddu í nokkrum tilvikum í
stein eða skáru í tré. Á marga rúna-
steina og myndsteina, sem eru þó
annars eðlis, eru höggvin minni úr
Eddukvæðum. Stundum eru það eins
einstakar myndir. Á einni er tröllkon-
an Hyrrokkin, á annarp sjálfur Mið-
garðsormurinn að bíta á færi Þórs, á
nokkrum myndsteinum er talinn sjást
Oðinn á Sleipni hinum áttfætta, og
mynd af Loka er á dönskum aflsteini
úr smiðju.
Þekktasta rúnarista með mynda-
sögu úr Eddu, og sú stærsta sem
þekkt er, er á Ramsundsberginu, sem
svo heitir, í Suðurmannalandi í Sví-
þjóð, og sýnir þekktan atburð úr
Völsungasögu.
Rúnaristan og myndasagan _er
höggvin á slétta, hallandi klöpp. Ut-
línan er óreglulega sporbaugslaga,
4,70 m á lengd og um 2 m á hæð.
Umgerðin um sjálfan myndsöguna
er að ofan bandflétta úr ormalíki.
Tveir ormar krækja þar hölunum í
hnút, en að neðan er lengri ormur,
sem virðist hafa sama höfuð og ann-
ar hinna efri og í þessum ormi er
áletrunin, sjálf r-únaristan, sem er
auðskilin öllum íslendingum, sem á
annað borð þekkja rúnastafrófíð, og
er nánast stafrétt þannig á nútímaís-
lensku.
Sigríður gerði brú þessa, móðir
Alreks, dóttir Orms, fyrir sáiu Hólm-
geirs, föður Sigröðar bónda síns.
Sigríður þessi Ormsdóttir, kona
Sigröðar Hólmgeirssonar og móðir
Alreks, gerði samkvæmt þessu brú,
svo að Hólmgeir tengdafaðir hennar
mætti verða sáluhólpinn.
Þetta er falleg áletrun sem lýsir
hug þeirrar mætu konu, sem greini-
lega hefur þótt svo mikið til tengda-
föðurins koma, að hún lét gera sem
sálugjöf hans þetta mikla og þarfa
mannvirki, trébrú, sem nú er löngu
horfin en talin er hafa verið um 65
m löng með um 5 m löngum stöplum.
Og að auki er álitið, að brúnni hafi
fylgt um 60 m langur vegur yfir
mýrarsund að vestan, en slíkir vegir
voru reyndar fyrrum einnig kallaðir
brýr. Og síðan minnist Sigríður þeirra
allra, feðganna þriggja og sjálfrar
sín, með því að láta höggva áletrun-
ina í bergið við brúna.
En áletrun, frásögn, var ekki nóg.
Heiít listaverk skyldi fylgja og það
var sótt í sögu Sigurðar Fáfnisbana,
og sýnir þessi rista vel, að hin fornu
Edduminni hafa verið vel þekkt í
Skandinavíu á þessum tíma.
Innan umgerðarinnar, sem orm-
arnir þrír mynda, er myndasaga, sem
Snorri segir svo snilldarlega i Eddu.
Snorri segir frá því, að þá er þeir
þrír æsir, Óðinn, Loki og Hænir fóru
að kanna heiminn komu þeir að á
nokkurri og drápu otur, er lá þar og
át lax. Fáfnir og Reginn voru bræður
otursins og var Hreiðmar faðir þeirra
og í oturgjöld urðu æsir að reiða fram
svo mikið gull, sem fyllti og hyldi
belginn otursins. Þeir Reginn og
Fáfnir drápu síðan föður sinn þar að
hann galt þeim eigi bróðurgjöld. Reg-
inn flýði eftir það brott, er hann fékk
ekki sinn hluta gullsins, en Fáfnir brá
sér í orms líki og lagðist á gullið í
bóli sínu á Gnitaheiði.
Reginn tók síðan Sigurð konungs-
son til fósturs, er varð hinn ramm-
asti að afli og hugdjarfur. Smíðaði
Reginn honum sverðið Gram, er klauf
allt er fyrir varð. Fóru þeir Reginn
síðan á Gnitaheiði og gróf Sigurður
gröf á leið Fáfnis og settist þar í.
En er ormurinn skreið yfir gröfina
lagði Sigurður sverðinu gegn um
hann og varð það ormsins bani. Gerði
Reginn Sigurði síðan það til sáttar
að hann sleikti hjarta Fáfnis en sjálf-
ur drakk Reginn blóð hans og sofn-
aði síðan. Þegar Sigurður hugði, að
hjartað væri fullsteikt tók hann á
því, en brenndi sig og brá fingrinum
í munn sér. Þegar hjartablóðið kom
á tunguna skildi hann fuglamál og
heyrði þá, að igðurnar, sem sátu í
tijánum kváðu vísur og sögðu, að
Reginn sæti á svikráðum við Sigurð.
Drap Sigurður þá Regin. Tók hann
síðan hest sinn Grana og batt gullið
í klyfjar og settist síðan einnig á bak
og reið leið sína.
Þetta er einn kafli í sögu Sigurðar
Fáfnisbana og einmitt sá, sem sýndur
er á Sigurðaristunni. Ef horft er á
myndina af ristunni sést Sigurður
neðst til hægri, að vísu er hann utan
við sjálfa umgerð ristunnar, orminn,
en svo hlaut það að vera til að sýna
mætti hann reka orminn í gegn neðan
frá. Sigurður er sýndur eins og á
hlaupum og rekur sverðið Gram
gegnum orminn. Til vinstri sést svo
oturinn líkastur hundi, en af drápi
hans varð þessi atburður. Sigurður
sést síðan með hjarta Fáfnis yfir
loganum og bregður fingrinum í
munn sér, rétt eins og Snorri skýrir
frá. Lengst til vinstri sést svo búkur
Regins og höfuð hans þar hjá og þar
liggja smíðatól eins og smiðjubelgur
og steðji allt um kring. Hægra megin
sést svo tréð og igðurnar í limum
þess og hesturinn grani með gullkis-
turnar bundinn við það.
Lepgra nær myndasagan ekki, en
Snorri segir síðan frá því, er Sigurður
hélt áfram ferð sinni og varð drepinn
og hversu Guðrún Gjúkadóttir hefndi
hans. Varð síðan af því löng saga.
Talið er, að Sigurðarristan á Ras-
mundsberginu sé rist nær miðri 11.
öld. Á þessum tíma hafa Eddukvæði
eða sögur tengdar þeim enn verið
þekkt í Svíþjóð.
Fyrr er nefnt, að Sigurðarristan
er.stærsta þekkta rista sinnar gerð-
ar. Hún er meistaralega gerð, eitt
mesta snilldaiverk sinnar tegundar.
Um þessar mundir er sýning um
rúnasteina í Suðurmannalandi í Sví-
þjóð í Þjóðminjasafni íslands. Þar eru
ljósmyndir af rúnasteinum, skýring-
artextar og einnig litlar eftirlíkingar
af steinum. Þar er einnig eftirmynd
af Sigurðarristunni, máluð á klæði,
sem sýnir glöggt, hvernig þessu er
öllu fyrir komið. Sýningin er afar
snoturlega gerð, kom hingað fyrir
tilstilli Nönnu Hermannsson forstöðu-
manns Södermanlands Museum og