Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D tvgunlftjiMfe STOFNAÐ 1913 201. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins SOVETRIKIN LOGÐ NIÐ- UR í NÚVERANDIMYND Moskvu. Reuter. SOVÉSKA fulltrúaþingið afnam í gær rúmlega sjö áratuga gamla stjórnskipan Sovétríkjanna og lagði grunninn að nýju, laustengdu ríkjasambandi, sem lýðveldin eru sjálfráð um að ganga í. Þannig heyrir Samband sósíalískra Sovétlýðvelda nú sögunni til en það hafði þegar tekið að liðast í sundur eftir misheppnað valdarán harðlínukommúnista í ágúst. Þingið reyndi hins vegar að afstýra algjörri sundrun Sovétríkjanna með því að samþykkja nýjar valdastofnanir, sem fá það hlut- verk að undirbúa stofnun nýs „Sambands fullvalda ríkja". Þar hafa leiðtogar lýðveldanna bæði tögl og hagldir. „Við hverfum nú frá. miklu flokksveldi og holdum inn í algjör- lega nýtt tímabil," sagði Alexander Vladíslavlev, einn af umbótasinnun- um á fulltrúaþinginu sigri hrósandi eftir að ný stjórnskipan til bráða- birgða hafði verið samþykkt. „Það eru lýðveldin sem hafa skapað þetta nýja og gjörbreytta land." Þetta fékkst þó ekki samþykkt fyrr en Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti hafði sett þinginu úrslita- kosti. Tillaga hans og leiðtoga tíu lýðvelda, þar á meðal Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, um nýja stjórn- skipan hafði verið felld í þremur atkvæðagreiðslum og náði ekki fram að ganga fyrr en Gorbatsjov brýndi raustina og sagði: „Ef við getum ekki komið okkur saman um þetta leggur þingið niður störf." Hann fyrirskipaði síðan að tillög- urnar skyldu bornar undir atkvæði í fjórða sinn og þær fengu þá loks- ins stuðning tilskilins meirihluta. Samþykktin verður til þess að Svíþjóð; Rætt á ný um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd Stokkhólmi. Reuter. PIERRE Schori, aðstoðarut- anríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna yrði til þess að hið gamla baráttumál Svíþjóðar um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd fengi byr undir báða vængi á ný. Schori sagði að sovésk yfir- völd hefðu gefið afdráttarlausar yfirlýsingar um að Eystrasalts- ríkin myndu ekki fá að halda þeim sovésku kjarnorkuflaug- um, sem þar væru, ef ríkin hlytu fullt sjálfstæði. Hann sagði að Sten Ander- son, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, myndi taka málið upp að nýju er hann héldi til Moskvu þann 10. september nk., en þá mun hann m.a. eiga fund með Borís Pankín, nýskipuðum ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. stjórn flestra málaflokka færist frá miðstjórnarvaldinu í Kreml til þeirra lýðvelda sem vilja einhvers konar samband við Moskvuvaldið. Tillögurnar voru samþykktar í tveimur hlutum. Annars vegar féllst þingið með miklum meirihluta á ályktun, þar sem það lagði blessun sína yfir stofnun nýs ríkjasam- bands. Þar sagði ennfremur að hverju lýðveldi væri í sjálfsvald sett hversu náin tengsl þess við sam- bandið yrði. Síðan samþykkti þingið lög, sem nema úr gildi megnið af stjórnarskrá Sovétríkjanna og kveða á um þrískipta stjórnskipan til bráðabirgða. Þrjár valdastofnan- ir fara með völdin í landinu þar til nýr sambandssáttmáli verður undir- ritaður: þingið, þ.e. Æðsta ráðið, skipað fulltrúum sem lýðveldin til- nefna, Ríkisráðið, þar sem Gorb- atsjov og leiðtogar lýðveldanna eiga sæti, og efnahagsnefnd, með aðild allra lýðveldanna. Stefnt er að því að sambandssáttmálinn verði undir- ritaður innan nokkurra mánaða. Harðlínukommúnistar urðu fyrir fleiri áföllum í gær. Anatolíj Sobtsj- ak, borgarstjóri Leníngrad og um- bótasinni, gerði það til að mynda að tillögu sinni að lík Leníns yrði flutt úr grafhýsinu á Rauða torginu í Moskvu og grafið í kirkjugarði í Leníngrad. Þá vék Gorbatsjov þekktum harðlínukommúnista, Bor- ís Gromov hershöfðingja, úr emb- ætti aðstoðarinnanríkisráðherra. Gromov hafði látið þau orð falla fyrir valdaránið að aðeins sovéski herinn gæti afstýrt stjórnleysi í landinu. Fulltrúaþingið samþykkti enn- fremur að sovéski herinn yrði sam- einaður undir eina stjórn eftir stofn- un nýs ríkjasambands. Síðar hafði fréttastofan TASS eftir æðsta yfir- manni hersins, Vladímír Lobov, að stjórn sovéska kjarnorkuheraflans yrði að vera áfram í höndum vald- hafa í Kreml þrátt fyrir aukin völd leiðtoga lýðveldanna. Efnahagur Sovétríkjanna er einnig að hruni kominn. Júrí Lúzhk- ov, sem fer með efnahagstengsl við útlönd í nýskipaðri efnahagsnefnd, sagði í gær að matvælaskortur blasti við í gjörvöllu landinu og búast mætti við hungursneyð ef matvæli bærust ekki bráðlega frá Vesturlöndum. Sjá fréttir á bls. 20 og for- ystugrein á miðopnu. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og þingmenn á fulltrúaþingi Sovétríkjanna fagna að loknum sögulegum fundi í gær. Þingið afnam sjö áratuga gamla stjórnskipan Sovétríkjanna og lagði grunninn að nýju, laustengdu ríkjasambandi. Júgóslavía: Harðir bardagar stefna friðarráðstefnu í hættu Belgrad, Zagreb, Páfagarði. Reuter. SERBNESKIR skæruliðar gerðu harðar árásir á króatíska bæi í gær og þar með dró úr likunum á því að haldin verði ráðstefna um frið í Júgóslavíu á vegum Evrópubandalagsins (EB). Króat- ar höfnuðu í gær tillögu forsætis- ráðs Júgóslavíu um að landa- mærum yrði breytt til að binda enda á bardagana og sóru að berjast „til síðasta blóðdropa". Bærinn Vukovar nötraði með fárra mínútna millibili þegar sprengjuárásir voru gerðar á hann. Að sögn króatískra fjölmiðla voru einnig gerðar árásir á Osijek og aðra bæi í Slavóníu-héraði í austur- hluta Króatíu, sem serbneskir skæruliðar og sambandsherinn girtu af á miðvikudag. Yfirvöld í Króatíu sögðu að minnsta kosti átta lögregiumenn og þjóðvarðliða og sjö borgara hafa fallið í gær og í fyrradag. Þeir sögðu að vopnahléið, sem tók gildi á mánudag, hefði verið brotið 61 sinni. Carrington lávarður, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, er hefur umsjón með fyrirhugaðri friðarráðstefnu EB sem halda á í Haag á laugardag, sagði í viðtali við breska útvarpið BBC í gær að viðræður gætu að- Króatískur þjóðvarðliði kannar verslun í bænum Sunja í Króatíu. eins hafist ef bardögunum linnir. Sendimaður á vegum EB, Henri Wijnaendts frá Hollandi, ferðaðist í gæc um átakasvæðin í Króatíu til að reyna að koma í veg fyrir frek- ari bardaga. Hann varaði við því að þolinmæði EB væri senn á þrot- um. Tillaga forsætisráðs Júgóslavíu var greinilega sett fram með það í huga að gera serbneska minnihlut- Reuter verksummerki eftir árás Serba á \ anum í Króatíu kleift að vera afram hluti af Júgóslavíu þótt Króatía yrði sjálfstætt ríki. Branko Salaj, upplýsingaráðherra Króatíu, sagði að landamæri Króatíu væru „óbreytanleg". Forsætisráðið lagði til að hinar ýmsu þjóðir, sem búa í Júgóslavíu, yrðu sjálfráðar um hvort þær yrðu áfram hluti af ríkja- sambandinu eða ]_ stofnuðu sjálfstæð ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.