Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 4
•~4 'C MOHGUXBI.AÐIÐ SÚNNUÐAGUR 15. SÉPTÉMBÉR'-Íð91 MÓÐIR, DRÓS OG MEYJA þær naktar nema hvað þær hylja brjóstin með handleggjunum eða með því að hálfsnúa sér frá mynda- vélinni. Stúlkurnar komu einnig fram í stuttum svörtum kjólum á lokakvöldinu en%ekki í síðkjólum eins og tíðkast í fegurðarsamkeppni íslands. Ein af fegurðardrottning- unum úr fegurðarsamkeppni Is- lands tekur þó þátt í keppninni sem ungfrú alheim á hveiju ári. Sú hlið mála fær þó litla umfjöllun í fjölm- iðlum enda lítur það betur út fyrir almenning að stúlkurnar séu að fara að taka þátt í keppni þar sem fegurðin hefur þann tilgang að hjálpa bágstöddum börnum. Stúlk- urnar fara þó og reyna sitt besta til að standa sig vel, í þeim tilgangi kom m.a. ungfrú ísland 1985 fram í efnislitlum gærubúning í stað þess að skarta skautinu enda hið fyrr- nefnda mun kynþokkafyllra. ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ LÍTUR ÚTFYRIRAÐVERA! í fegurðarsamkeppni er konan upphafin vegna útlitsins. Grein af sama meiði er þegar konan er for- dæmd vegna útlitsins í nauðgunar- málum. í báðum tilfellum er konan metin eins og dauður hlutur út frá útlitslegum einkennum, m.ö.o. útlit- ið segir til um innrætið, það endur- speglar ákveðin sannindi um „eðli“ kvenna. Það hangir síðan á spýt- unni að um leið og farið er að meta konuna eins og dauðan hlut er hún orðin óvirk. Skýrt og jafn- fram ógeðfellt dæmi um hlutgerv- ingu konunnar í fegurðarsam- keppni, er þegar fegurðardrottning íslands 1982 var mótuð í-kökuformi og síðan snædd af gestum við krýn- ingu ungfrú íslands 1983. Það hversu efitt uppdráttar hr. Íslandskeppnin átti á sínum tíma sýnir vel hversu bundið það er við konur að dæma eftir útlitinu. Undir- rituð gerði stutta athugun, 1990, þar sem m.a. var spurt um álit fólks á hr. íslandskeppninni, og ef svar- andinn var karlkyns, var hann spurður nánar hvort hann gæti hugsað sér að taka þátt í keppni af þessu tagi. Viðbrögðin við þess- ari spurningu voru mjög skýr, flest- um þótti hr. íslandskeppnin kjána- leg og enginn maður gat hugsað sér sjálfan sig í þessari keppni. Þátttaka í fegurðarsamkeppni þótti í hæsta máta ókarlmannleg, kepp- endurnir væru strákar en ekki „raunverulegir" karlmenn. ÍSLENSKAR KONUR ... Það er til þess tekið erlendis hve íslenskar konur eru sjálfstæðar og sjálfsagt má rekja það til einhverra séreinkenna í okkar menningu. Norrænn menningararfur geymir m.a. líflegar frásagnir af kvenskör- ungum sem ekki kölluðu allt ömmu sína. íslenskar stúlkur fá að kynn- ast konum á borð við Guðrúnu Ósvífursdóttur, Hallgerði langbrók og ýmsum huldukonum svo ekki sé nú minnst á Línu Langsokk, sterk- ustu stelpu í heimi. Þessar kvensur létu ekki bjóða sér hvað sem var og falla illa inn í þá staðalmynd af óvirku konunni sem virðist lifa góðu lífi í erlendum tímaritum, sjónvarps- efni og kvikmyndum: Undirrituð viil halda því fram að vinsældir feg- urðarsamkeppna á íslandi megi m.a. rekja til þess að gefið sé í skyn að verið sé að velja mikilvæg- an fulltrúa íslensku þjóðarinnar. Fulltrúa sem þarf að vera með bein í nefinu og vera virkur í að veija hagsmuni Islendinga á erlendri grund. Til þess að varpa ljósi á þetta er ekki úr lagi að rekja aðeins hvaða stakkaskiptum keppnin tók á síðasta áratug. Keppnin um herra Island féll ekki í góðan jarðveg hjá Islendingum. Það þykir ekki karlmannlegt að taka þátt í fegurðarsamkeppni. máta að þátttaka var beinlínis nið- urlægjandi fyrir stúlkurnar, er ekki að undra þótt vinsældir keppninnar hafí farið dvínandi. Baldvin Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni íslands, lýsti því yfir í við- tali við DV, 1989, að eitt af því sem stóð keppninni fyrir þrifurrr þegar hann tók við henni, 1982, var að íslenskar stúlkur höfðu ekki náð í titil í keppnum erlendis í langan tíma auk þess sem nokkuð skorti á að yfirbragð keppninnar væri menningarlegt. Til þess að efla vin- sældir keppninnar þyrfti að sýna fram á árangur í keppnum erlendis og breyta framkvæmd keppninnar hérlendis. Strikið var sett á að ná titlinum í keppninni ungfrú heimur. Það var því ekki um annað að ræða en að leita að stúlku sem félli vel að fegurðarhugmyndum forsvars- manna keppninnar í London. Umgjörð keppninnar á íslandi tók mið af umgjörðinni í London auk þess sem reynt var að höfða til ættjarðarástar íslendinga. Hefur mikið verið hamrað á gildi þess að eiga fegurðardrottningar við mark- aðssetningu íslands á erlendri grund. Keppnin var kynnt á þann máta að stúlkurnar væru í og með eins. konar fegurðarsendiherrar ís- lands og ynnu að því að liðka fyrir að ýmis mikilvæg mál, s.s. samn- ingar um sölu á fiski, kæmust í höfn. Hun væri mikilvægur boðberi íslenskrar menningar og sjálf tákn- ræn fyrir þann hreinleika og nátt- úrufegurð sem ísland sjálft býr yf- ir. Þessar tvær ólíku áherslur hafa Fegurðarsam- keppnin 1983. Sigurvegarin- n frá því 1982 rennur ljúflega ofan í þá sem voru viðstaddir keppnina. FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS A sjöunda áratugnum tíðkaðist að velja þátttakendur í fegurðar- samkeppni Íslands á dansleikjum sem haldnir voru víða um land og voru keppendur stúlkur úr salnum sem fengnar voru til að stilla sér upp á svið með númer. Áhorfendur sem oft voru orðnir æði drukknir höfðu atfyræðisrétt sem þeir nýttu auk þess sem ekki var óalgengt að menn sýndu álit sitt á stúlkunum með hrópum og köllum úr salnum. Fannst gagnrýnendum keppninnar þetta minna einna helst á gripasýn- ignar. í hnotskurn beindist gagn- rýnin gegn því að konan væri með- höndluð sem hver önnur markaðs- vara og stillt á svið og metin eins og nautgripur. Eða eins og Lilja Björnsdóttir kvað eftir að haldnar höfðu verið tvær fegurðarsam- keppnir sama sumarið: Þau marka svo djúpt okkar menningarspor og margan það kætir að vonum. Nú halda þeir sýningar haust bæði og vor á hrútum og nautum og konum. (Liljublöð, 1960) Rauðsokkur sem voru háværar á hippatímanum sýndu andúð sína á keppninni í verki með því að krýna kvígu samtímis því sem ungfrú Is- land var kosin. Jafnframt mættu þær 1. maí 1970 í kröfugöngu með Venusarlíkneski með borða sem á var ritað „Manneskja ekki markaðs- vara“. Þessi mótmæli voru áberandi og virtust síast í gegn hjá ungum stúlkum, þegar við bættist að fram- kvæmd keppninnar var á þann Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur 1988, sposk á svipinn enda alin upp við það að klára matinn sinn. Það samræmist hins vegar ekki fegurðarímyndinni að vera með fullan munninn af jarðarberjum og sjálfsagt hefur einhver annar fengið að borða þau. gert ungfrú íslandskeppnina að kostulegri blöndu hugmynda tekna frá Vesturlöndum um hina óvirku fegurðardís og íslenskra hugmynda um valkyijur sem eru virkar í að halda fram hinum íslenska málstað. Augað fær að sjá eitt en eyrað að nema annað. Ef keppnin frá því 1990, eins og hún var sýnd á Stöð 2, er skoðuð kemur margt forvitnilegt í ljós. Stúlkurnar eru sýndar í baðfötum í Bláa lóninu, þær sýna þar flestar hinna þokkafullu knébeygju og halla undir flatt, stellingu sem ein- kennandi er fyrir fegurðarsam- keppni. Félagslegi sálfræðingurinn Erving Goffman taldi hana tákna undirgefni og vilja til að þóknast öðrum. Önnur myndbrot sýna stúlk- urnar busla í Bláa lóninu og sýna ærslalæti líkt og helst sjást hjá bömum. Þau stílbrigði eru reyndar einkar vinsæl í auglýsingum sem sýna konur. Stúlkurnar eru allar í eins bolum og eins málaðar þannig að augað leitar ósjálfrátt eftir öðr- um sérkennum sem greint geta þær hvora frá annarri, vexti, háralit o.s.frv. Mikið er um tilvitnanir í brúðkaup, sýndur er dans sem hef- ur þau hamingjusömu endalok að pilturinn fær stúlkuna og rennir hring á fingur hennar. Sýnd er nýjasta tíska þar sem rúsínan í pylsuendanum er þegar ein fyrir- sætan kemur fram í hvítum brúðar- kjól, og fegurðardrottningin sjálf fær demantshring að gjöf. Kepp- endumir sýna síðkjóla og nokkrar léttar spurningar em lagðar fyrir þá, s.s. hvað fékkstu mörg páska- egg? Myndir þú ráðeggja öðmm stúlkum að taka þátt í svona keppni? Hvað metur þú mest í fari annars fólks? Einnig spurningar sem ítreka það fyrir áhorfendum og stúlkunum sjálfum að þær verða fulltrúar þjóðarinnar erlendis. Held- ur þú að ísland eigi framtíð fyrir sér sem ferðamannaland? Heldur þú að böm þín muni alast upp í góðu samfélagi? Ýmislegt er gert til þess að sýna fram á tengslin milli þeirrar kvenlegu fegurðar sem verið er að leita að í fegurðarsam- keppninni og fegurðar íslenskrar náttúru. 1989 var t.d. lögð áhersla á Vatnajökul, 1990 var lögð áhersla á Bláa lónið. LANDKYNNING? Linda Pétursdóttir og Hólmfríður Karlsdóttir fengu báðar mikla athygli við það að verða kosnar ungfrú heimur, tekin vom viðtöl við þær hér heima á íslandi þar sem sérkenni þeirra sem einstaklingar og persónutöfrar koma vel í ljós. Ekki er að efa að þau kynni hafa orðið til að auka vinsældir keppninnar hérlendis. Hins vegar ber að hafa í huga að ef skapa á jákvæða ímynd af íslandi erlendis með því að draga athyglina að fegurðardrottingum þá hlýtur það að verða skilyrði að fegurðarsam- keppni sé mikils metin í viðkomandi landi. Ennfremur að almenningi finnist fegurðardrottnginar hafa eitthvað til síns máls. Hér skortir nokkuð á. Eftir því sem kvenna- baráttan hefur sótt í sig veðrið í vestrænum ríkjum hefur fegurðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.