Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 6
15 $ HaawHT'rae .f.iMCRsmiBiaÐiÐ] HAMUA?ÍT22qUMi/1AM ffiaAjawiaaoM MEIRA UM REIMLEIKA effir Guðrúnu Guðlougsdóttur í SÍÐASTA sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist grein þar sem sagði frá reimleikum í gamla félagsheimilinu Slétta- landi í Holtum í Rangárvalla- sýslu. Þar var sagt að efnivið- urinn í húsinu hefði verið kom- inn af Keflavíkurflugvelli. Einnig var varpað fram þeirri spurningu hver hún hefði verið vofan sem gekk þar um ljósum Iogum, hvort hún hefði tengst efniviðnum í húsinu og þá hvort harmleikur hefði tengt hana efniviðnum. Mér datt ekki í hug að þessum spuming- um yrði nokkurn tíma svarað. En fljótlega eftir að greinin birtist hringdi til mín glöggur lesandi Morgunblaðsins og sagði mér að efniviðurinn í Sléttalandi hefði ekki komið af Keflavíkurflugvelli heldur úr hersjúkrahúsi við Helga- land í Mosfellssveit. Hann vís- aði mér einnig á mann sem séð hefði umrædda vofu og teldi sig vita hver hún væri og sagði mér Ioks hvaða smiður hefði reist þetta umtalaða félags- heimili. Ef einhvem fýsir að vita meira um þetta sérkenni- lega reimleikamál ætti hann að lesa frásagnir þeirra Jóns Vigfússonar og Ingivaldar Ól- afssonar sem hér fara á eftir. FRÁSÖGN JÓNS VIGFÚSSONAR Árið 1956 var ég að vinna í vega- vinnu austur í Holtum í Rangárvalla- sýslu við að bera ofan í gamla veg- inn sem lá miklu nær félagsheimilinu Sléttalandi, heldur en vegurinn gerir núna. Eg var að vinna á gröfu og við vorum búnir að vera lengi við Sandhólafeiju og lágum við í tjöldum. Svo þegar kom fram í september fékk Vegagerðin Sléttaland fyrir okkur til að vera í, þar sem kalsamt var orðið í tjöldunum. Allir voru fegn- ir að komast í hús, þar var miðstöð og „allar græjur". Við fórum þama inn og byijuðum á að elda okkur kvöldmat, að því loknu fór fólk að taka á sig náðir. Það hagaði þannig til að fyrst var gengið bakdyramegin inn í eldhúsið og svo kom veitingasal- ur. Við vorum með kojumar okkar í salnum, sitt hvom megin við skot sem var við aðaldymar inn í salinn. Eg svaf út við vegg og kojan náði ekki alveg út að dymnum. Þegar ég var nýsofnaður kemur allt í einu ■ þessi hræðilegi hávaði, það var eins og setbekkur sem þama var væri tekinn upp og honum skellt af miklu afli aftur niður. Það vöknuðu allir við þetta. Menn reyndu að sofna aft- ur en hávaðinn hélt áfram og var barið í þilin lengi nætur. Við vomm þarna í hálfan mánuð og alltaf var eitthvað að heyrast þama, högg, þmsk og skrölt sem við kunnum ekki við. Ráðskonan og maður hennar, sem var bílstjóri í flokknum, sváfu hinum megin í húsinu. Einu sinni var ég, og annar maður, til að koma ofan úr gryfju og heim í hús til að borða hádegismat. Þegar við emm komnir framhjá eldhúsdyrunum sjáum við hvar kona kemur gangandi. Hún var í grárri kápu með hvítan kappa um hárið. Við sjáum aftan á hana, hvar hún gengur inn um dymar, þar sem ráðskonan var inni. Þegar við vomm komnir inn sögðum við við ráðskon- una: „Fékkst þú ekki heimsókn áð- an?“ En hún svaraði því neitandi. Við sögðumst hafa báðir séð á eftir þessari konu inn til hennar, en það var sama, hún hafði engan séð eða heyrt. Höggin, skröltið og öll þessi hljóð héldu áfram og við tókum að venjast þessu og vomm jafnvel að gera að gamni okkar yfir þessu. Alltaf var verið að hrekkja okkur smávegis en allir gátum við þó sofið. Svo var það kvöld eitt að allir fóm heim til sín sem sváfu með mér í veitingasalnum. Þeir ætluðu að koma fljótlega en það leið og beið og þeir komu ekki. Eg fékk mér blað og fór að lesa, mig minnir að það hafi ver- ið tímaritið Satt. Ég var ekki einn í veitingasalnum en þijár manneskjur hinum megin í húsinu. Útvarpið var í gangi þar til ég slökkti Ijósið og ætlaði að fara að sofa. Varla hafði ég lagst útaf þegar mikil læti verða í salnum. Ég kveikti ljósið en lætin halda samt áfram. Þegar klukkan var að ganga fjögur var ég orðinn svo leiður á þessu að ég ætla út í bíl og fara heim til mín að Hjallanesi í Landsveit, en þá fór bíllinn ekki í gang. Þegar ég kem í dymar bakdyra- megin þá var slíkur bölvaður aðgang- ur niðri í kjallara að ég hugsaði með mér að ég skyldi athuga hvað þar væri á seyði, kannski væri þetta í miðstöðinni. Ég var með vasaljós og fór niður en sá ekki nokkum skapað- an hlut, það var allt í lagi með mið- stöðina. Ég fór svo upp og lagðist í kojuna. Ég var ekki smeykur og sá ekki ástæðu til að ónáða fólkið hinum megin í húsinu. En varla var ég lagst- ur þegar tekið var að dumpa í vegg- inn hinum megin við mig og svo ofan við mig og alls staðar í kringum mig. Eg hugsaði með mér að ég væri sennilega að verða vitlaus. Um klukkan fjögur keyrði um þverbak. Þá var hávaðinn orðinn slíkur að varla var hægt að vera inni við og útvarpið færðist til á borðinu. Ég sneri mér til veggjar og reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Klukkan hálfsex sé ég hvar út- varpið kemur á fullri ferð á móti mér á borðinu. Þá var ég aftur búinn Jón Vigfússon að kveikja og horfði á þetta furðu lostinn. Ég sneri mér undan en fyrir- gangurinn endurtók sig og þá leit ég aftur við og þá sé ég hvar kona situr með hendurnar fram á borðið og horfir á mig. Ég horfi á móti og konan segir: „Jæja, loksins." Ég horfði á hana í nokkrar sekúndur en svo hvarf hún. Ég sneri mér þá til veggjar og nú brá svo við að ég gat sofnað og svaf til morguns. Ég man mjög vel hvernig hún leit út. Hún var með hvítan kappa um dökkt hárið, í hvítum búningi og með stór, svört gleraugu. Þetta var lítil kona og heldur fríð sýnum. Ég sagði félögum mínum frá þessu morguninn eftir og verkstjórinn okk- ar hlustaði á. Þá kemur allt í einu bylmingshögg í þilið á bak við mig. Verkstjórinn rauk upp og spurði hvað þetta væri. Við sögðumst gjama vilja að hann segði okkur það. Skömmu seinna sá vörubílstjóri, sem mætti öðrum vörubíl úr flokknum, hvar þessi sama kona sat á milli flokk- stjórans og bílstjórans inni í bílnum sem kom á móti honum. Eftir þetta hætti ég að vinna þama vegna per- sónulegra mála. En ég frétti seinna að reimleikamir hefðu minnkað eftir að Hafsteinn Bjömsson miðill og annar maður með honum komu aust- ur til að athuga þetta mál. Ég hugsaði ekki mikið um þessa atburði eftir að ég hætti í vegavinn- unni. En löngu seinna las ég frásögn eftir Pétur Björnsson frá Rifí og þóttist þá þekkja af lýsingu hans konuna sem ég sá austur í Slétta- landi forðum daga.“ AMERÍSKA HJÚKRUNARKONAN Jón Vigfússon lánaði mér bókina Séð heim að hersjúkrahúsinu við Helgafell í Mosfellssveit; 1 Hitaveitustokkur. 2. Hlaðan á varmá - Gagnfr.skóli. 3. Mosfell. 4. Ásar - Helgafell Hospítal. 5. Youmentary Hous camp - Markholtshv. 5. White Horse camp. 7. Helgafell. 8. Þingvallavegamót. Ljósm: U.S.M.C. 10 sögur úr Dulheimum, þar sem umrædda frásögn er að finna. Pétur Bjömsson segir þar frá stúlku sem hann tók upp í bílinn þegar dimmt var orðið af nóttu. „Þetta var ung og falleg stúlka, klædd hjúkrunar- konubúningi. Á höfðinu var hún með hvítan kappa og framan a honum var lítill, rauður kross.“ Stúlkan sagðist vera að bíða eftir Dikk sem fór upp í Hvalfjörð, einnig frá ótta sínum um að hann hefði verði sendur burt og að hún óttaðist Jakk. Enn- fremur sagði hún Pétri að þau væru öll þijú frá sama stað í Ameríku. „Þegar stríðið braust út fórum við öll í stríðið, og vorum send hingað og lentum öll á þessum sama stað. Um leið og hún sagði þetta benti hún með hendinni fram fyrir bílinn. Ég leit þangað og sá framundan mikla húsaþyrpingu, og voru flest húsin í braggastíl og allt uppljómað með svo sterkum ljósum að það var sem um bjartan dag. Mikið af fólki og bílum var þar á sífelldri hreyfíngu." Stúlk- an sagði Pétri ennfremur að báðir ungu mennirnir væru skotnir í henni en hún elskaði Dikk sem Jakk legði fæð á. Meðan stúlkan talaði fylgdist Pét- ur með staðnum og sýndist eitthvað mikið standa til og spyr stúlkuna. „Já,“ segir hún. „Ég fór í gönguferð upp í dal, en þegar ég var nærri komin alla leið til baka keyrði Jakk á mig, og ég veit að hann gerði það viljandi, nú eru þeir að fara að sækja mig.“ Pétur biður því næst stúlkuna að sýna honum hvar keyrt hafi verið á hana. „Haltu áfram, ég skal sýna þér staðinn, þegar við komum þang- að.“ Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni. Pétur rauk útúr bílnum og opnaði hann og ætlaði að bjarga stúlkunni en greip þá tómt, enginn var í sæt- inu. Samt heyrði hann sagt einhvers staðar frá braggahverfínu: „Dikk, ó, Dikk minn, komdu.“ Þegar Pétur leit þangað voru engin hús né ljós að sjá, mótaði aðeins fyrir dimmum og draugalegum holtum í náttmyrkr- inu og þokusuddanum. FRÁSÖGNINGIVALDAR ÓLAFSSONAR Þegar ég hafði rætt við Jón Vig- fússon og lesið frásögnina í bók Pét- urs Björnssonar lagði ég leið mína til Ingivaldar Ólafssonar sem byggði félagsheimilið Sléttaland einhvem tímann á árunum í kringum 1950. Frásögn hans var á þessa leið: „Nokkrir menn tóku sig saman um að byggja félagsheimili í Holtum í Rangárvallasýslu og fengu mig til að vinna að þeirri byggingu. Ég var við þetta af og til töluverðan tíma. Veggir voru úr holsteini, en efni í sperrur og þak var keypt nýtt. Að innan var húsið klætt með masóníti sem tekið var úr herbragga sem til- heyrði hersjúkrahúsinu við Helgafell í Mosfellssveit. Að utan var húsið klætt með riflajámi. Einhvem veginn var það svo að ég gat ekki verið við bygginguna eftir að farið var að skyggja. Þótt ég sæi aldrei neitt varð ég alltaf að hætta þegar skyggja tók. Ég var á þessum tíma farinn að slá upp fyrir húsum og fleira þvíum líkt. Eg hef hvorki fyrr né síðar fundið fyrir nein- um óþægindum þar sem ég hef verið að smíða nema þarna. Ekki einu sinni í kirkjum. En nú er búið að skipta um klæðningu í Sléttalandi og reynd- ar þak líka. Ég tel því víst að öllum reimleikum sé af húsinu létt, því vofan sem sást og heyrðist í hefur án efa fylgt gamla masónítinu úr herspítalanum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.