Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 9

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 9
að honum. Hann gnæfði yfir alla dökku kollana, hár og ljóshærður, sá eini með þann háralit á staðnum. Ég gekk bara til hans og spurði hann hvort hann væri ekki íslensk- ur. Við tókum það ráð að leigja sam- an lítið hótelherbergi. Og gerðum það í heilan mánuð. Við vorum nær peningalaus og urðum einhvern veg- inn að bjarga okkur. Síðan fann strákurinn herbergi fyrir sig og ég fékk herbergi í kirkjuturni fyrir milli- göngu finnskrar stelpu, sem var í sama skóla og ég. Þetta er banda- rísk kirkja sem heitir San Paolo Fuori le Mura og er við eina aðalgöt- una í Róm. Á neðstu hæð turnsins er skrifstofa, á annarri hæð eru sex herbergi sem eru leigð út og þeim fylgir mjög stórt eldhús og baðher- bergi, síðan býr presturinn með sína fjölskyldu á þriðju hæð og svo efst bjó ég. Þarna leigðu tvær bandarí- skar nunnur sem voru nú dálítið sérkennilegar. Morgunbænasöngur- inn hjá þeim hófst klukkan fímm á morgnana og klukkan átta var hátt- atími. Nunnurnar voru alveg bijálað- ar í poppkorn. Það var þeirra eina nautn. Og þegar þær leyfðu sér þann munað borðuðu þær ekkert annað þann daginn. Svo kenndu þær skoska þjóðdansa í kirkjunni, og það fannst mér brjálæðislega fyndið.“ Accademia di Costume e di Moda Þegar þarna er komið sögu er Vala búin að taka inntökupróf í Accademia di Costume e di Moda, sem er skóli á háskólastigi, og það gekk auðvitað eins og í sögu. Hún ;segir að þessi skóli taki fjögur ár í eiginlegu námi en síðan fari fímmta árið í að afla efnis í lokaritgerð og skrifa hana. En í hveiju er námið fólgið? „Námið felst í búningateikningu, tískuteikningu, modelteikningu, auglýsingateikningu, litafræði og mikil áhersla er lögð á bóklegu fög- in, svo sem listasögu, sem er hin sama og kennd er í háskólanum, og ennfremur leikhússögu og búninga- og tískusögu. Einu sinni í viku kem- ur ein af virtustu blaðakonunum og flytur fréttir úr tískuheiminum og sýnir myndbönd af því nýjasta sem er að gerast í tískunni. Eftir fjög- urra ára nám þarf að skrifa ritgerð undir handleiðslu kennara, rétt eins og í háskóla, og síðan veija hana fyrir dómnefnd. Það er kannski rétt að taka fram að öll próf í bóklegum fræðum ení munnleg, svo það er eins gott að vera vel heima í málinu." Synd aó Rómverjar skuli byggja Rómaborg Ekki er að efa að Vala talar ít- ölsku betur en margur ítalinn. En hvernig ætli hún kunni við sig á It- alíu og hvað segir hún um Italina, þá blóðheitu manngerð? „Einhver sagði að Rómaborg væri yndisleg borg og synd að Rómveijar skyldu byggja hana! Rómaborg er aldrei of lofuð í mín eyru. Ég fæ aldrei nóg af henni. Það er stórkost- legt að virða fyrir sér byggingarstíl- ana og andstæðurnar þar. Þú sérð tvö þúsund ára gamlar byggingar og síðan er hægt að lesa söguna í byggingum fram til okkar daga. Þú sérð kannski hátískuverslun í nú- tímahúsi en á næsta horni blasir við sögufræg bygging. En hvað viðkem- ur aftur íbúunum gegnir öðru máli. Þeir höfða ekki eins til mín. Það er fremur erfítt að kynnast þeim náið. Allt virðist slétt og fellt á yfírborðinu og allir sýnast vinir allra, en það ristir kannski ekki djúpt. Það er ríg- ur á milli ítalanna í norðri og þeirra sem byggja suðurhlutann. Einhveijir rómversku krakkanna voru búnir að vara mig við Sikileyingum, en raun- in er sú, að mér hefur samið ágæt- lega við þá og komið mér upp örlitl- um vinahópi meðal þeirra. En besta vinkonan er til dæmis rómversk. Svo eru það ítölsku karlmennimir — þeir geta helst ekki látið kvenfólk í friði. Sífellt þurfa þeir að flauta og kalla eða bara elta mann. Mér fínnst þetta hálfgerð kvenfyrirlitning af þeirra hálfu. Það er eins og maður sé ein- hver ómennskur hlutur. Ég held sámt að þeir láti svona frekar við útlendinga heldur en samlanda sína. Þetta hefur stundum verið rætt í ; MORGUJVíBtiAÐIi) SUNN.UDAqHR W.sSEPTEMBER 1991 C ;,9 vinahópi, og helst érum við á því að þeim sé ekki sjálfrátt. Það er best að hlægja bara að þessu.“ Ég hafði heyrt því fleygt að Vala ætti einn mjög góðan vin á Ítalíu. Er besti vinurinn kánnski frá Sikiley? „Já, reyndar," segir Vala feimnis- lega, en vill lítið gera úr því sam- bandi. „Við Antonio höfum búið saman í þijú ár. Það kom nú eigin- lega ekki til af góðu að ég kynntist honum. Hann var nefnilega sá eini af ítölunum sem talaði ensku þegar ég hóf nám í skólanum og þess vegna var svo þægilegt að tala við hann. Ég hjálpaði honum með teikningar og hann aðstoðaði mig við ítölskuna. Mér er minnisstætt að þegar hann sagði mér að hann væri frá Sikiley dauðbrá mér. Það var búið að inn- prenta hjá mér hræðslu við fólk þaðan. En það átti eftir að breytast. Við höfum fylgst að í náminu og stuðningur hans hefur verið mér ómetanlegur. Ég má til með að segja þér að á þriðja ári eru tveir bestu nemendur skólans valdir. Þeir verða að hafa meðaleinkunina 9, en það er hæst gefíð 10. Þá þarf að leggja fram möppu með teikningum sem síðan eru dæmdar, og svo eru veitt verðlaun — og við vorum valin! Finnst þér það ekki stórkostlegt?“ Hvort mér fínnst. En þegar Vala á í hlut er stóratburða von. Hún segir mér einnig að þau Antonio hafí unnið tii verðlauna þegar þau hönnuðu í sameiningu skraut á fatn- að sem sýndur var á sýningu hand- verksmanna í Róm í fyrra. „Mér var boðið til fjölskyldu Ant- onios um jólin í fyrra, og það var afskaplega skemmtilegt. Mamma hans hringdi í mig áður en við kom- um og spurði mig hvað mér þætti best að borða og var að setja saman matseðilinn. ítalir hugsa mikið um mat og tala ekki síður mikið um mat. Við urðum að heimsækja fjölda fólks og alls staðar voru heimabak- aðar kökur og annað góðgæti og allir voru sérlega alúðlegir. Meira að segja hafði önnur amman heklað sjal handa mér, en þær eru mikið fyrir állskonar sjöl þar í landi." Ólýsanleg stund Þá er komið að síðasta og besta þættinum í spjallinu við Völu. Hún fatnaðinn. Hér voru því engir viðvan- ingar á ferðinni. Þar sem keppt var til fernra verðlauna var valin dóm- nefnd, skipuð ýmsum aðilum úr tískuheiminum, blaðamönnum o.s.frv. Og nú get ég sagt þér í hveiju þessi sýning okkar nemendanna var fólgin, en það var að hanna litla „línu“ sem samanstendur af sex kjól- um eða öðrum kvöld- og dagfatn- aði, og eru tíu vikur áætlaðar til verksins. Ég var í þessum hópi, ein útlendinga. Fyrst var auðvitað að teikna flíkumar og síðan að velja efni og fylgihluti, skó, hatta og því um líkt. Flestir fá sér skraddara til að sauma, en það getur hleypt kostn- aði allt upp í hálfa milljón íslenskra króna. Og svo mikla peninga átti ég ekki til. Þá kom sér vel að hafa sótt sníðanámskeið, en það hafði ég gert í tvö ár þar sem sú kennsla fæst ekki í skólanum. Ég eyddi mjög miklum tíma í að teikna og útfæra þannig hugmyndir mínar. Síðan sneið ég allt fyrst úr ódýrum efnum og mátaði á sýning- arstúlkurnar, leiðrétti svo sniðin og mátaði aftur og breytti enn nú aft- ur. Þegar ég loks varð ánægð settist skipti næstum því dag og nótt — að fá að sjá þennan fatnað sýndan af glæsilegustu sýningarstúlkum heims. Mér fannst þetta eiginlega næg laun erfíðisins. En þá kom það! „E adesso il grande momento, la prima classifícata é ... VALA SC- HOPKA!“ Kynnirinn gerði heyrin kunnugt' hver hefði hreppt fyrsta sætið og nefndi víst nafnið mitt, en ég heyrði það líklega ekki. Örugg- lega í eina skiptið sem ég þekkti ekki nafnið mitt! Þar sem allra augu beindust að mér varð mér skyndilega ljóst að það var ég sem átti að ganga fram. Hugsaðu þér, ég var í fyrsta sæti. Þetta var alveg æðislegt. Fyrst stirðnaði ég upp og gat varla hreyft mig, en svo áttaði ég mig á að ég yrði að taka á móti lófaklappi og fagnaðarlátum á hefðbundinn hátt og hneigði mig því í allar áttir. Og auðvitað var ég stolt. Þessu fylgdi ólýsanleg tilfínning — yndisleg til- fínning." Vala hefur öll færst í aukana við þessa frásögn og það er gaman að fylgjast með henni rifja upp þessa óskastund í lífí hvers nemanda — að njóta árangurs erfiðis síns. En Einn af kjól- um Völu á tískusýning- unni í er beðin að segja frá eldrauninni síð- astliðið vor, þegar hún vann sig næstum í kafl „Ég hélt að ég myndi ekki komast í gegnum lokaáfanga fjórða árs sem er tískusýning á fatnaði frá fimmtán nemendum. Tvisvar á ári ér haldin hátíðleg vika hátískunnar í Róm, rétt eins og í París, og er talið til menn- ingarviðburða. Þá sýna helstu tískuhönnuðir Rómar nýjustu „línuna" og fjölmiðlamenn flykkjast hvaðanæva að úr heim- inum, auk þess sem ítalir fylgj- ast spenntir með, en þeir fylgjast ótrúlega vel með öllu því sem er að gerast í tískuheiminum. Nú í ár tók akademían mín þátt í þess- ari hátíð í fyrsta sinn með sýningu okkar nemendanna fímmtán. Við vorum reyndar með opnunaratriði hátíðarinnar. Það var því geysileg spenna í loftinu, enda áttu nemendur og skólinn í heild eftir að vekja mjög mikla athygli. Það var um opinberan atburð að ræða, og við urðum að standa okkur. Til hlutanna var vand- að sérstaklega og helsti tískusýning- arstjóri ítala fenginn til að skipu- leggja sýninguna og tískusýningar- stúlkur í hæsta gæðaflokki sýndu Völu var vel fagnað í lok sýningarinnar. ég niður við að sauma, en þá voru aðeins tíu dagar eftir fram að sýn- ingu! Heldurðu að það hafi verið kuldi? Algjört bijálæði. Á þessum tíma svaf ég ekki nema í mesta lagi þijá og hálfan tíma á sólarhring." Margur er knár þótt hann sé smár, hugsaði ég, og var sannfærð um að Vala hefði áreiðanlega verið dugleg við að taka lýsið sitt í upp- vextinum. „Að auki tók ég að mér að sauma tvo kjóla fyrir Antonio, en hann var í vandræðum með þá. Spennan í kringum þessa sýningu er ólýsanleg. Daginn áður en hún „skall á“ átti ég eftir að sauma einn jakka sem var dálítið erfíður, með bryddingum og öðru seinlegu. Ég lauk sv.o næst- um því við hann um nóttina. Reynd- ar var síðasta talan sett á jakkann hálftíma áður en sýnningin hófst. Nú, það kom að sýningunni og stúlk- urnar komu fram ein af annarri og ég stóð álengdar, ásamt öðrum í hópnum, og var eins og fest upp á þráð, alveg rosalega stressuð. Þreyt- an og svefnleysið var farið að segja til sín. Það má kannski segja að í undirmeðvitundinni hafí ég gælt við þá hugmynd að ná í fjórða sætið. En nei, ekki var ég þar og þá hugs- aði ég ekki meira um það, en naut þess að standa á sviðinu á meðan kynnirinn Jjuldi upp nöfn vinnings- hafanna. Ég var svo sæl yfír því að sjá þennan draum rætast — að fá að sjá mín eigin verk sem ég hafði lagt hart að mér að skapa svo vikum Verð- launas- kreyting Völu og Antonios. hún heldur áfram. „Þegar allt umstangið, kossar og faðmlög var afstaðið fór ég heim til mín og svaf í heilan sólarhring og veitti ekki af. Sýningin hafði í heild tekist mjög vel og næstu daga á eftir var fjallað um hana í helstu fjölmiðlum Ítalíu, sýndar myndir í fréttatímum sjónvarpsstöðva og þar fram eftir götunum. Þar sem ég var ■sigurvegarinn voru höfð viðtöl við mig á tveimur sjónvarpsstöðvum og í einu dagblaðanna, auk þess sem sigursins var alls staðar gétið í tísku- þáttum fjölmiðlanna." Þess má geta að Vala hlaut eins- konar verðlaun sem fylgdu efsta sætinu, en þau felast í því að hún fær að spreyta sig í tískuhúsi að námi loknu. Én hvemig brást „aðall- inn“ í skólanum við þegar litla stelp- an frá íslandi sannaði yfírburði sína? „Auðvitað varð liðið svekkt, það fór ekki á milli mála. Reyndar var síðastliðinn vetur hræðilega erfiður. ítalirnir vom með allskonar klíku- skap og það var rosalegur rígur á milli nemenda og ýmis miður góð meðul notuð. Ég fékk að heyra það að ég hlyti að hafa komist inn í góða klíku. Ég, íslendingurinn, sem umgekkst mest Sikileyinga. Sér var nú hver klíkan!“ Vala skellihlær við þessa síðustu athugasemd, svo fáránleg er hún. Nei, hún þurfti ekki á neinni klíku að halda til að ná fyrsta sæti. Að- eins hæfileikana og eðlislægan dugnað.En nú væri gaman að fá að vita eitthvað um framtíðaráformin. „Næsta ár fer í að skrifa lokarit- gerðina. Síðan er bara að safna í „möppuna“ sína teikningum, mynd- um og hugmyndum og ganga svo á milli ráðamanna í tískuiðnaðinum og reyna að fá vinnu. í kjölfar sigurs- ins fékk ég tilboð frá fyrirtæki sem heitir ERREUNO og var upphaflega stofnað af þeim hjá Armani, en eru nú orðnir sjálfstæðir. En ég þarf að hugsa minn gang. Ítalía er fyrir- heitna landið, þar er svo margt í gangi sem tengist tískuheiminum. Og í mínum huga er Ítalía ómótstæð- ileg.“ Vala á efalaust eftir að komast langt á sinni völdu braut, eins og henni einni er lagið. Ef til vil eiga konur í framtíðinni eftir að klæðast drögtum með merkinu „A la Vala“. Hver veit? *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.