Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 11
1 frtóoSéíMéÖÆJiÐ"' &^$^§Á,<íúR, 15?8M4®®®8f }lm 1 ^c<>4i endur vera fífl. Spyr stöðugt á móti: Hvað gerir þú góði? Eg er blaðamaður, svarar fyrirspyrjandi nervös. Oggreinilega mjög léiegur biaðamaður, segir Ferreri. Og hvað gerir þú góði? spyr hann annan. Ég er blaðamaður og kvik- myndagerðarmaður, svarar fyrir- spyijandi stoltur. Og greinilega ja fn lélegur í báðum fögum, segir Ferreri. Dæmi um yfirlýsingar: „Konan er æðri karlmanninum því hún hefur aldrei verið til. Karlmað- urinn er hins vegar hættur að vera til. Það er betra að hafa aldr- ei verið til heldur en að vera hætt- ur að vera til.“ Og: „Nei, ég hef aldrei reynt að ögra fólki. Eg er ekki ögrandi. Afturámóti er ég geggjaður og það stafar af því að ég er sykursjúkur.“ Einn blaða- mannanna leggur mikla merkingu í fyrirferð falskra tanna í annarri mynd Ferreris á hátíðinni, Hús brosanna sem fjallar um gamalt fólk á elliheimili og spyr aftur og aftur um þessar fölsku tennur. „Falskar tennur, falskar tennur," segir Ferreri loks, „hvaða læti eru þetta út af fölskum tönnum? Ég veit allt um falskar tennur. Maður setur þær inn og tekur þær út. Það er allt og sumt. Hvað gerir þú góði?“ Með góðum vilja má halda því fram að ísland sé með tvær myndir í keppninni: Sturla Gunnarsson er upprennandi stjarna í kanadískri kvikmyndagerð en hann er fæddur á íslandi. Fyrsta bíómynd hans Frið- helgi eða Diplomatic Immunity er athyglisverð pólitísk spennumynd, en í Kanada er Sturla þekktur fyrir pólitískar heimildamyndir og fjöl- margar sjónvarpsmyndir sem sumar hafa verið sýndar hérlendis, þ. á m. þættir úr syrpunum sem kenndar eru við Alfred Hitchcock, Ray Bradbury og The Twilight Zone. Að kvöldi frumsýningardags Friðhelgi er boðið til veglegs samkvæmis með miklum mat og víni og afburða suður-amer- ískri tónlist í anda myndarinnar sem gerist á ófriðartímum í E1 Salvador. Þarna er glaumur og gleði og mikill ljöldi manns. Við hittum móður Sturlu, bráðhressa konu sem talar íslensku eins og hún hafí aldrei far- ið. Við hittum Þorstein Þorsteinsson, öðru nafni Thor Henrikson, ungan vestur-íslenskan kvikmyndagerð- armann sem er með hjartað á ís- landi en fæturna í Toronto og segir að ótrúlega margir Vestur-íslending- ar starfi í kvikmyndagerð. Og við hittum Sturlu Gunnarsson, hávaxinn, grannan, ljóshærðan, bláeygan og brosmiidan; drengjalegur þótt hann sé að verða fertugur. „Mikið er gam- an að hitta ykkur,“ segir hann á lýt- alítilli íslensku, „ég fæ svo sjaldan tækifæri til að tala íslensku." Hann er svolítið á nálum út af viðtökum myndarinnar svo það tækifæri er betur notað síðar á hátíðinni. Daginn eftir fær Friðhelgi þessar viðtökur í The Montreal Gazette: „Powerhouse real-life-as-fiction dramatic debut by acclaimed documentarian Sturla Gunnarsson ... Don’t miss it.“ Fleiri af keppinautum Friðriks Þórs: Stórbrotinn tími eftir Frakk- ann Gérard Jugnot, skrambi lunk- in gamanmynd um miðaldra kont- órista, leiknum af leikstjóranum, sem missir fótanna og lendir i ræsinu, hugmyndarík og fersk. Og: Freud fer að heiman, dönsk- sænsk framleiðsla, fyrsta mynd Suzanne Bie, danskrar vinkonu Friðriks, heillandi og dramatísk svört kómedía um harmleik í létt- geggjaðri gyðingafjölskyldu. Menn eru farnir að velta fyrir sér líklegum sigurvegurum. Derek Malcolm segir að margir veðji á Nord, franska mynd sem sýnd var áður en við komum. Frumsýningardagur Barna nátt- úrunnar rennur upp. Bíóið tekur á annað þúsund manns og það er þétt- skipað. Við finnum strax að myndin heldur áhorfendum í heljargreipum. Að sýningu lokinni er langvinnt og kraftmikið lófatak og stöðugur straumur fólks af ýmsu sauðahúsi til leikstjórans. Sumir eru nánast þegar þeir þakka honum fyr- áhrifamikla mynd. Dæmi um við- Gunnarsson segir: „Það var ekki aðeins sérstök reynsla fyrir mig að heyra íslenskuna og komast í snertingu við landið og þjóðina sem mjög náin í þessari mynd, heldur við. Hann hefur oft komið hingað áður og fer að fræða okkur um hátíð- ina, stemmninguna og aðbúnaðinn. Segir samkeppnina milli stóru grann- hátíðanna í Toronto og Montreal rosalega grimma; er sjálfur hrifnari af Toronto. Flest af því sem hann segir reynist ekki vera jafn rétt og það er hnyttið. Uppi á hótelherbergi rífur sjón- varpið okkur út úr þotuþreytunni og inn í andrúmsloft hátíðarinnar. Ein af sjónvarpsrásunum sendir út efni frá henni allan sólarhring- inn - blaðamannafundi með leik- stjórum og leikurum, sýnishorn úr flestum hinna 225 mynda sem boðið er upp á, og viðtöl, einlæg en viðvaningsleg, við listamenn- ina. Áður en við förum niður í mat þetta fyrsta kvöld eru þar á skjánum Dusan Makavejev, sá gamli júgóslavneski prakkari, og Norman Jewison, frægasti leik- stjóri Kanada sem fyrir löngu varð HoIIywood að bráð og er sérstak- lega heiðraður í dagskrá hátíðar- innar. Svo förum við niður og borðum hamborgara með dýrindis rósavíni. „Það er mikið að þú kemur,“ seg- ir lágvaxin kona sem gengur beint að Friðriki Þór þegar við erum að verða okkur úti um nguðsynleg skil- ríki daginn eftir. Þetta er Catherine, fulltrúi fransks dreifingarfyrirtækis Barna náttúrunnar, sem mætt er á staðinn til að reyna að selja mynd- ina. „Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum,“ bætir hún við. Og hún tekur íslenska leikstjó- rann undir arminn og leiðir hann á vit hugsanlegra kaupenda. Eg fer að skoða keppinauta hans. Alain Tanner frá Sviss, þrautreyndur festi- valleikstjóri, býður upp á Manninn sem týndi skugganum sínum, hug- myndafræðilega ástarsögu sem reyn- ist vera tilgerðarlegt og uppstillt stagl. Síðan kemur hálffertugur Suð- ur-Kóreumaður, Chang Kil-soo með Silfurfolann, býsna djarfmannlega lýsingu á samskiptum kóresks sveita- fólks, einkum kvenna, við bandaríska hermenn í Kóreustríðinu. Sumsé kór- eskt Ástand. Sálfræðin er stundum einfeldningsleg en myndin engu að síður grípandi og forvitnileg. Kóreu- menn eru með mikinn viðbúnað í Montreal, stóra sendinefnd og bjóða svo til glæsilegs samkvæmis eftir frumsýninguna. Meðal annarra orða: Samkvæmi. Ég reyni að spyrjast fyrir um á ■ hverju velgengni mynda í svona keppni byggist. Margir halda því fram að því meiri viðbúnaður á staðnum, því fjölmennari sendi- nefndir og veglegri samkvæmi, þeim mun meiri líkur séu á verð- launum. Ekki vil ég trúa því. Hvernig er hægt að ná tangar- haldi á fjölmennri dómnefnd víðs vegar að úr heiminum? Sameigin- legur vinur okkar Friðriks Þórs, bandaríski kvikmyndaframleið- andinn Jim Stark, sem hyggst framleiða næstu kvikmynd hans, hafði sagt okkur að vonlaust væri að Börn náttúrunnar fengju nokk- ur verðlaun í Montreal; þeim væri úthlutað fyrirfram. Til að fá til dæmis nýjustu mynd Tanners í keppnina segðu stjórnendur henn- ar: Ef þú lætur okkur fá myndina er nokkuð öruggt að þú færð verð- laun. Yfirmaður hátíðarinnar, Serge Losique er eins konar lif- andi goðsögn í kanadísku menn- ingarlífí, guðföðurtýpa sem deilir og drottnar, og hvað sem öðru líð- ur ber flestum saman um að hann reyni að beita dómnefndirnar áhrifum sínum. Hvaða möguleika . eiga Börn náttúrunnar frá íslandi í svona stórfiskaleik? Ekki ætlar The Icelandic Film Corporation að standa fyrir stóru samkvæmi. Derek Malcolm segir mér að Losique hafi ekkert vit á kvik- myndum, sé umdeildur valdsmað- ur sem sæti nú mikilli gagnrýni í Montreal, einkum af hálfu frönsku pressunnar, fyrir stjórn sína á hátíðinni, bæði listræna og fjár- hagslega. Losique og starfsmenn hans mega þó eiga það að þeir kipptu Börnum náttúrunnar út úr norrænu dagskránni og settu hana í keppnina. Og svo hefur hann skemmtilegan hlátur, skrækir eins og simpansi. Og svo bauð hann Friðriki Þór og öðrum Norðurland- afulltrúum heim á búgarð sinn og eldaði ofaníþá lambakjöt af nýslá- truðu. Myndimar hrannast upp. í keppn- inni sé ég Á flótta, fyrstu mynd ungs Kanadamanns, Bemards Berg- erons, stælmikla og kraftmikla stór- borgarmynd um ungan mann sem stelur öllu sem hann kemst í tæri við - sígarettustubbum og kaffi- dreggjum jafnt sem kærustum vina sinna og söfnunarbaukum betlara. Frískleg frumraun sem að lokum er borin ofurliði af eigin stíl. Utan keppni eru meðal annarra íslandsvin- urinn Krzysztof Zanussi með virðing- arverða lýsingu á sektarkennd þeirra sem lifðu af Auschwitz gagnvart písl- arvætti munks að nafni Kolbe, — virðingarverða en ekki sérlega áhrifamikla; ungur danskur leik- stjóri, Lone Scherfig, með Afmælis- dagur Kajs, eina af þeim hlýlegu, manneskjulegu myndum sem frá Danmörku koma þessi misserin, um nokkra vini á miðjum aldri sem fara til Póllands í leit að ódýru vodka og ókeypis píkum; sá roskni ítalski óþekktarormur Marco Ferreri, sem eins og Dusan Makavejev virðist telja að heiminum sé stjórnað úr klofi sérhvers manns, sýnir nýjustu mynd sína Holdið, undarlega óerótíska stúdíu á holdsins lystisemdum þrátt fyrir íðilfagra og lostafulla aðalleik- konu og skemmtilegan fyrri hluta. Ferreri á blaðamannafundi: Situr glottandi í öndvegi og lítur út 'eins og gamall api með skeggkraga. Segist ævinlega haga sér eins og trúður á slíkum fundum til að tryggja það að þeir standi lengur en fimm mínútur. Segir flesta gagnrýnendur, nei alla gagnrýn- snart sagan sjálf mig djúpt. Allt í kringum mig var fólk að lýsa hrifn- ingu sinni því Böm náttúrunnar er alþjóðleg einmitt vegna þess hversu íslensk hún er.“ Þýskur kvikmynda- gerðarmaður, Horst Wiescher segir: „Þetta var heillandi mynd, - mynd fyrir hjartað, full af hlýju. Ég hef ekki hingað til orðið vitni að því hér á hátíðinni að áhorfendur komi í slík- um mæli til leikstjóra að þakka fyrir mynd.“ Richard Morris, forstjóri bandarísks dreifingarfyrirtækis seg- ir: „Afburða snjöll kvikmynd og hug- rökk. Hún sýnir fólk sem skiptir mann máli, gamansöm, dularfull og áhrifamikil." "Tvær konur úr hópi innfæddra bíógesta: „Stórkostleg mynd sem hreif okkur sterkt." Það er ekki laust við að Friðrik Þór Frið- riksson verði feiminn. Daginn eftir kemur blaðagagnrýn- in. La Presse í Montreal segir að Börn náttúrunnar sé einhver feg- ursta mynd í keppninni og sú sem komi hvað mest á óvart. „Kvik- mynd um frelsið, um æsku hjart- ans ... Fridriksson notar hina sér- kennilegu fegurð íslensks lands- lags. Og hið myndræna andlit roskins aðalleikara sem heitir, að ég held, Gísli Lfalldórsson ... Börn náttúrunnar éiu sannkölluð upp- götvun ...“ Le Boleil í Québec talar um ungan íslejiskan Wenders sem sýni „góða stjórn á myndmáli og þjónar aðeins sögu en ekki tilgerð- arfullum stíl. “ Og Friðrik Þór fær bréf frá þakklátum áhorfanda. Hún segir að myndin hafí „flutt mig heim, á einhvern undarlegan hátt. “ Að horfa á hana hafi verið eins og að sjá inní sjálfan sig. Bréfritarinn, Johanna Mercer, segist vera kvikmyndagerðarmað- ur í Montreal. Langafi hennar og amma hafí verið Sigurður Sölva- son og Jóhanna Jóhannesdóttir sem flust hafí til Vesturheims frá Skagafírði. Johanna Mercer kveðst aldrei hafa fundist hún eiga heima í Vestur-Kanada, þar sem hún ólstupp; hún hafi verið utan- gátta. Börn náttúrunnar, mystík myndarinnar og tilfinning fyrir landinu, hafí skýrt fyrir sér hvers vegna sér hafí aldrei liðið eins og heima hjá sér í Kanada. Fyrir þessa konu, eins og fyrir aðalper- sónurnar Geira og Stellu, er Börn náttúrunnar ferðalag heim til upp- runans. Johanna Mercerkom aftur og aftur á vit Barna náttúrunnar. Stórstjörnurnar hellast yfir hátíð- ina. Oliver Stone, þungur að sjá, Sid- ney Poitier, svartur að sjá og Ant- hony Hopkins, blíðlegur eins og Hannibal Leehter að sjá. Á blaða- mannafundi er hann 'spurður hvort þetta hlutverk í einhverri mestu að- sóknarmynd seinni ára, Lömbin þagna, hafí breytt matarsmekk hans. Hann hlær vandræðalega: „Ég hef aldrei verið mikið fyrir kjöt...“ Hann segist þakka velgengni sína hermi- krákuhæfileika sem hann hafi rækt- að frá bernsku. „Það er auðvelt að leika, og með aldrinum verður það enn auðveldara. Maður þarf bara að kunna replikkumar og gæta þess að rekast ekki á leikmunina." Hann kveðst oftast finna persónuna þegar hann sé kominn í gervi; eitt yfir- skegg eða alklæðnaður breyti grí- munni og sálarlífinu um leið. Og Marcello Mastroianni er spurður á öðrum blaðamannafundi hvemig hann fari að því að vera svona ung- legur: „Með því að sofa, borða og vinna og sofa svo meira.“ Smátt og smátt er hróður Barna náttúrunnar að spyrjast út á hátíð- inni. Það er farið að tala um að hún eigi góða möguleika á verð- launum. Áhorfendafjöldi og við- tökur á næstu tveimur sýningum slá frumsýninguna út. Lófatakið lengra, bravóköll bætast við, enn fíeiri óska leikstjóranum til ham- ingju. Friðrik Þór fær bréf frá Losique sem kveðst þar vera svo „yfír sig ánægður“ með að hafa myndina í keppninni að hann vilji bjóða henni og leikstjóranum að koma í beinu framhaldi til borgar- innar Quebec þar sem hann standi fyrir annarri hátíð með úrvali þess besta frá Montreal. Friðrik Þór langar ekki til að vera lengur en þorir ekki að segja nei. Menn sem rétt er að hafa góða gætu móðg- ast. Fulltrúar hátíða í Sydney í Ástralíu, Istanbul í Tyrklandi og Poitúgal falast eftir myndinni. Catherine sölukona segir áhuga dreifíngarfyrirtækja fara stöðugt vaxandi. En drögum ekkert und- an: Vinir okkar þrír úr rúgbrauð- inu hafa fyrirvara. Derek Malcolm erhrifínn en músíkin ferí taugarn- ar á honum; Helle Hellman er hrifín en það fer í taugarnar á henni þegar myndin ekur yfír mörkin til hins yfirnáttúrulega; StigLarsson erhrifínn en innkoma Bruno Ganz íhlutverki engils und- ir. lokin fer í taugarnar á honum. Þýska myndin Laxaber eða Salm- onberries eftir Percy Adlon, höfund hinnar ágætu myndar Bagdad Café, ætlar sér greinilega stóran hlut í keppninni. Kynning er mikii og allir heístu aðstandendur viðstaddir. Myndin sjálf veldur okkur vonbrigð- um. Hún er ruglingsleg ástarsaga um samband tveggja einmana kvenna í afskekktum smábæ á snævi þöktum auðnum Alaska. En sam- kvæmið eftir frumsýninguna er rosa- legt og rosalega hallærislegt: Ein- hverjir hvítir landslagsskúlptúrar út- um allt og gervisnjór og niðurdrep- andi effektatónlist úr hátölurum. Percy Adlon líður sennilega ekki sem best í þessu tilstandi- og segir í ræð- ustúf: „Trúlega væri hægt að gera heila bíómynd fyrir kostnaðinn við þessa veislu!“ Daginn fyrir úrslit keppninnar hringir Sergé Losique íFriðrik Þór og biður hann um að koma bak- sviðs fyrir verðlaunaathöfnina. Hvað þýðir það? spyrjum við Sturlu Gunnarsson þar sem við sitjum um kvöldið yfír bourbon og kók á barnum. Það þýðir að þú færð verðlaun Friðrik, svarar Sturla brosandi. Ég fer á blaðamannafundinn þar sem niðurstaðan er kynnt. Friðrik Þór liggur á meðan í eftirlætisstell- ingunni uppá hótelherbergi, horfír út í tómið og strýkur yfirskeggið. Ekkert hefði glatt hann meira en að Gísli Halldórsson hefði fengið verð- launin fyrir besta leik í karlhlut- verki. En þau fær með óskýranlegum hætti hinn aldni spænski Francisco Rabal sem er langt frá sínu besta í mynd Tanners. Bandaríska leikkon- an Laura Dern og kóreska leikkonan í Silfurfolanum deila með sér leik- konuverðlaununum. Börn náttúrunn- ar er verðlaunuð fyrir besta listræna framlagið. Það er klappað. Aðalverð- launin fær Percy Adlon fyrir Salmon- berries. Asskoti hefur partíið skilað miklu. En það er engu að síður létt andrúmsloft í fámennum herbúðum íslensku sendinefndarinnar. Og ennþá léttara um kvöldið þeg- ar verðlaunaafhendingin fer fram. „Þú áttir að fá aðalverðlaunin," segja menn hver af öðrum við Friðrik Þór. Átti hvað? Innan úr dómnefndinni heyrum við að á tímabili hafí litið út fyrir að Börn náttúrunnar fengju þessi aðalverð- laun og ekki nóg með það, - Gísli Halldórsson átti að fá leikaraverð- launin. En svo var farið að þrýsta. Tanner og Adlon áttu sér sterka málsvara. Málamiðlunin var þessi. Nújæja. Eða eins og Halldór gamli segir í Börnum náttúrunnar: Það held ég ... Laura Dem situr fyrir aftan okkur með kærastanum sínum, finnska súperleikstjóranum Renny Harlin; hún er falleg á sinn föla hátt en dálítið vælukjóaleg. Sovésk kona hafði breitt úr sér í sæti hennar og neitaði lengi vel að víkja. Starfsmað- ur hátíðarinnar bað þau afsökunar og vonaði að þessi leiðindi skyggðu ekki á kvöldið. Ekkert getur komið okkur í vont skap, svaraði Harlin. Laura Dern ræður sér ekki fyrir kæti þegar hún tekur við verðlaunun- um fyrir leik sinn í bandarísku mynd- inni Rambling Rose eftir Martha Coolidge. Þegar Laura Dern og Frið- rik Þór Friðriksson standa hlið við hlið á sviðinu með verðlaunahausana sína og ræða um sameiginlegan kunningja, Sigurjón Sighvatsson, er ekki að sjá að ísland sé utangarðs- land í kvikmyndaheiminum. í kaotísku kaffíteríusamkvæminu á eftir getur Percy Adlon ekki hætt að tala um hrifningu sína á Börnum náttúrunnar. Um mið- nættið skálum við Friðrik Þór til tilbreytingar í bourbon og kók og erum orðnir sammála um eitt: Is- land vann! Kvikmyndahátíðir eiga að hafa lukkulegar lyktir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.