Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 15
.», MQRGUNtíLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.iSEPTEMBER> 1991 ■lCx 15 Þannig fagnaði það brottför KGB. „Komdu aðeins með mér,“ sagði þingmaðurinn við mig. Við geng- um bak við húsið og þar sýndi hann mértvo kjallaraglugga. „Fyr- ir innan þessa glugga var ég í haldi og pyntaður í rúmt ár,“ sagði hann. „Hvenær rýmdu þeir bygg- inguna," spurði ég. „Fyrir röskum klukkutíma," svaraði hann. Mér fannst til um hvað hann sagði þetta rólega og var laus við alla heift og biturð. Þegar við gengum aftur til fólksins sá ég að margir þekktu þennan mann og heilsuðu honum. Hann sagði mér einnig að í þess- ari byggingu hefðu 600 þúsund verið pyntuð. Slíkar hörmungar eigum við bágt með að skilja hér. Vegna þessarar skoðunarferðar urðum við of sein í rútuna. En fylgdarmaður minn var ekki lengi að bjarga því. Hann sagði lögreglu- mönnum á Lödubíium þar skammt frá að með honum væri íslensk kona sem þyrfti að komast til sjón- varpshússins. Hjá þessum lög- reglumönnum, eins og öilum öðr- um sem ég skipti við, fann ég inni- legt þakklæti til íslendinga og þeir óku mér að sjónvarpshúsinu og skiluðu mér þangað áður en rútan kom. Inni í húsinu var hræðilegt um að litast. Áður en sovéskir hermenn yfirgáfu það höfðu þeir eyðilagt allt sem þeir máttu. Þeir höfðu velt um stólum, rifið pappíra og rústað öllu sem þeir gátu, þrátt fyrir að þeir yrðu að hafa hraðan á. Það var ótrúlegt að menn í slíkri aðstöðu gætu sýnt slíka skemmd- arfýsn. Þegar við ókum framhjá sjónvarpstuminum á leið heim að hótelinu sáum við ótal krossa sem landsmenn hafa reist til að minn- ast ýmissa mikilvægra manna og atburða. Þar lá þá stór og mikill stálkross sem reisa átti til að minn- ast janúaratburðanna. Þeir höfðu þá ekki enn fengið leyfi til að reisa stálkrossinn, en nú hefur það vafa- laust verið gert. Þess má geta í Kaunas hefur verið reistur stór hvítur kross, íslandskross, til þess að minnast framlags Islendinga til málefna Litháens. Gífurlegur fögnuður Hápunktur ferðarinnar var úti- fundur í Vilnius, en rúmlega hundrað þúsund voru þar saman- komin. Hann var haldinn á torgi við Þinghúsið, þar sem drápin urðu í janúar sl. Okkur var ekið að vígg- irtu þinghúsinu þar sem ungur maður hafði þá nýlega verið myrt- ur. Við vorum vöruðjóð sprengjum sem enn væru í víggirðingunni og nágrenni hennar. A fundinum, sem var fyrsti fundurinn í sjálfstæðu Litháen, töluðu Landsbergis og annar forystumaður Litháa fyrstir, síðan biskup landsins og svo ég. Á þessu og ótal mörgu öðru fann ég Minnismerki frelsisins í Riga. hug landsmanna til íslendinga. Fólkið var í þjóðbúningum, með blys og kerti og söng ættjarðarlög. Eg sá drengi og telpur sækja eld í logandi kerti á tröppunum og kveikja síðan á kertum hjá þeim sem fjær stóðu. Þetta var fallegt að sjá. Fólkið hélt líka á spjöldum sem á stóð: „Evrópuþjóðir, leyfið okkur að vera með í samfélagi fijálsra þjóða.“ Meðan ég flutti ávarpið var ég umkringd öryggisvörðum og þann- ig var það líka með hina sem töluðu. Áður en ég byijaði að tala rétti frú Landsbergis mér blóm- vönd. Siðan hóf ég ræðu mína á því að bera fólkinu kveðju frá for- sætisráðherra íslands, Davíð Odds- syni. Þá brutust út mikil fagnaðar- læti frá öllu því fólki sem þakti torgið og þök og svalir nærliggj- andi húsa. Síðan flutti ég kveðju frá utanríkisráðherra, þinginu og allri íslensku þjóðinni og sagði að íslendingar hefðu viðurkennt sjálf- stæði allra Eystrasaltsríkjanna og að utanríkisráðherrum þeirra væri boðið til íslands tveimur dögum seinna til þess að undirrita samn- ing um gagnkvæmt stjórnmála- samband. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér aðrar eins viðtökur. Fólkið hrópaði Islandia, Islandia og orðið astjú, sem þýðir þakk- læti, milli þeirra sex atriða sem ég skipti máli mínu í. Þessi stutta ræða varð vegna þessa ótrúlega löng og á meðan bárust sífellt fleiri blóm upp í fangið á mér, svo ég var að lokum að sligast undan rós- um og gladíólum. Þetta var með ólíkindum. Eftir fundinn var gerð braut fyrir okkur gegnum mann- fjöldann og meðan við gengum burt reyndi fjöldi fólks að gefa okkur blóm og snerta okkur. Daginn eftir fórum við Jóhannes með lítilli vél til Moskvu. Flugið sem við áttum að taka til Frankf- urt hafði verið fellt niður vegna undangenginna atburða og það hentaði okkur ekki slást í hóp með hinum þátttakendunum sem fóru akandi og síðan með feiju heim. Við fórum með sömu vél og sendi- menn frá Litháen sem ætluðu að vera við útför þeirra sem féllu á Rauða torginu. í Moskvu skildu leiðir okkar Jóhannesar. Þó hans sé ekki mikið getið í þessari frá- sögn þá reyndist hann mér hinn ákjósanlegasti ferðafélagi. Ég reyndi hann að því að vera dreng- ur góður. Ég hef heldur ekki getið sem vert er samskiptanna við Þor- stein Magnússon hjá Alþingi, sem hjálpaði mér á ýmsan hátt, m.a. við að ná í ýmsa aðila hérna heima. Það var oft erfitt að ná heim og stundum var sá kostur tekinn að Þorsteinn hringdi í viðmælendur fyrir mig og lagði svo tól við tól. Þannig kom ég margvislegum skilaboðum áleiðis mun fyrr en ég ella hefði getað. Ég vil líka geta þess að ég átti mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið, ég bar mest allt sem ég sagði fyrir ís- lands hönd þarna úti undir álit manna þar. Þessi ferð mín við Eystrasalts- ríkjanna við þessar óvenjulegu kringumstæður verður mér ávallt minnisstæð. gg hika ekki við að segja að ég verði aldrei söm eftir þessa ferð. Það sem ég sá og heyrði þarna mun móta afstöðu mína til baráttu undirokaðra þjóða fram- vegis. Þegar ég hugsa um það sem þarna gerðist eftir á er niðurstaða mín sú, að stundum geti þeir at- burðir orðið að ekki tjói að bíða eftir formlegri afgreiðslu mála. í slíkum tilvikum þurfa að koma til einstaklingar sem þora að taka áhættu. Mér finnst Jón Baldvin Hannibalsson hafa sýnt mikið hug- rekki, sem og núverandi og fyrr- verandi formenn Sjálfstæðis- flokksins með frumkvæði sínu inn- an þingsins og ekki síður á loka- stigi þessa máls. Alþingismenn og raunar öll íslenska þjóðin hafa einnig stutt dyggilega við bakið á sínum forystumönnum í einörðum stuðningi þeirra við sjálfstæðisbar- áttu Eyrasaltsríkjanna." gírmótorar rafmótorar Hef opnað SALFRÆÐISTOFU í Lágmúla 5 Sálfræðileg meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka virka daga kl. 18-20 í síma 67 60 48. Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN 4 SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 , SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR • | SERVANT PLÖTUR I I SALERNISHÓLF oJ BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ' A LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA. Þ.MRSRlMSSON&CG Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Lárus H. Blöndal sálfræðingur TILBOÐ ÓSKAST í Isuzu Trooper L.S. 4 W/D, árgerð ’88 (ekinn 26 þús. mílur), Chevrolet Corsica, árgerð '88 (ekinn 44 þús. mílur), Nissan P/U King Caþ4x4, árgerð '85, Chevrolet Blazer S-10 Sport 4x4, árgerð ’85 og aðr- ar bifreiðarerverða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 17. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA ENN ANYER XAMPOX MEÐ FRARÆRA HAUST OG VETRARIJNU. GÆÐIXAMPOX ERU VEL ÞEKKT OG FÁST ÞEIR NÚ Á EFTIRTÖLDUM ÚTSÖLUSTÖÐUM xampox li VARIST EFTIRLÍKINGAR Stína Fína & Co, Laugavegi 74 • Skæöi, Kringlunni • Skóhöllin, Hafnarfirði Skóverslun Kópavogs, Hamraborg • Skóbúöin Keflavík Skóstofan, Eiðistorgi • Skótiskan, Akureyri • Skósalan, Laugavegi 1 Kaupstaöur, í Mjódd • Mílanó, Laugavegi 63 xampox SÉRLEGA VÆNIR NÁTTÚRULEGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.