Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Þar sem friósældin ræóur nú rikjum eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur ÞAU áiög voru sögó hvila á Málmey i Skagafirði að þar þrifust hvorki mýs né hestar. Jafnframt máttu engin hjón búa i eynni lengur en 20 ár ef ekki ætti illt af að hljót- ast, slysfarir eða önnur stór óhöpp. Þá átti húsfreyjan að hverfa úr eynni og aidrei að sjást þar aftur ellegar myndi hún missa vitið. Málmey fór i eyði um áramótin 1950- 1951. Nú eru þar aðeins tóftir einar, graslendi mikið og mannhæðarháar hvannir þar sem áður stóðu mannvirki. Friðsældin er þar allsráðandi og söngur fuglanna hefur ofan af fyrir þeim gestum, sem heimsækja eyna. Ýmsar fuglategundir hafa tekið sér bólfestu i eynni þó segja megi að lundinn hafi i auknum mæli numið þar land hin siðari ár þó i smáum stil sé, ennþá að minnsta kosti. í ákjósanlegu veðri ekki alls fyrir löngu, sól og hita, var ferðinni heitið út i Málmey. öluvert er um að ferðamenn leggi léið sína þangað og Páli Magn- ússyni, sportbátaeiganda á Hofsósi, þótti ekki tiltökumál að ferja okkur enda sagði hann að töluvert væri um Málmeyjarferðir hjá sér með útlendinga jafnt sem íslendinga. Sumir færu í land og aðrir létu sér nægja siglingu hringinn í kringum eyna og svo jafnvel annan hring í kringum Drangey. Málmey er á norðanverðum Skagafirði. Hún Iiggur í norður af Þórðarhöfða fram undan Sléttuhlíð- inni, um hálfa mílu frá landi. Að lögun er hún löng og mjó. Séð fram- an úr Skagafirði líkist hún risav- öxnum bryndreka á siglingu. Eyjan er há og sæbrött og sjávargatan því brött og erfið. Graslendi er þar mikið. Eyjan er um fjögurra km löng og 2,4 ferkílómetrar. Hún er fremur láglend, einkum að sunnan, en hækkar því meir sem norðar dregur og er hæst 156 metrar yfir sjó og heitir þar Kaldbakur. Sökk- ull hennar er úr hallandi blágrýti. Að sunnan er það þakið jökulruðn- ingi, en norðar er stafli úr hraunlög- um frá ísöld. I Málmey var búið með miklum myndarbrag enda var eyjan talin vera hin besta bújörð. Hún er langstærst af þeim þremur eyjum, sem fjörðinn prýða og sú eina sem byggð hefur verið ef und- an er skilin dvöl Grettis og Illuga í Drangey. Ekki mun kunnugt hvenær Páll Magnússon „skipstjóri" skilar farþegum í land. Morgunblaðið/JI Hluli uppgöngunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.