Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 18

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 18
o,18- C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAjR SEPTEMBER 1991 Textavarp: Vandkvæði með íslenska stafi Kostnaður við breytingar á sjónvarps- tækjum nemur um 5-10.000 krónum EFTIR að tilraunasendingar RÚV á textavarpi hófust í ágúst, kora í ljós að í fjölda sjónvarpstækja sem hafa móttökubúnað til þessa, sjást íslensku stafirnir ð og þ ekki, auk þess sem vand- kvæði eru með broddstafi. Kostnaður við breytingar á slíkum sjónvarpstækjum nemur um 5-10.000 kr. Vegna tæknilegra ors- aka hættu forráðamenn Stöðvar 2 við að senda út textavarp og hyggjast í staðinn útbúa svipaða þjónustu sem nýtist öllum áskrifendum stöðvarinnar. Að sögn Baldvins Jónssonar fram- kvæmdastjóra markaðssviðs var talið að aðeins 8-14% áskrif- enda gætu nýtt sér textavarp. Utsending textavarps RÚV hefst 30. september, eins og áætlað hefur verið. Ekki er vitað hversu stór hluti sjónvarpa hér- lendis hafa móttökuútbúnað texta- varps, né heldur hversu mörg tæki af þeim geta sýnt íslenska stafí. Að sögn Péturs Guðfinnssonar framkvæmdastjóra Sjónvarps, var upphaflega ætlunin að kanna þessi atriði. „Við hættum hins vegar við það þar sem sýnt þótti að fólk vissi alla jafna ekki hvort tæki þess hefðu móttökuútbúnaðinn eður ei enda ekki hægt að prófa það hérlendis fyrr en nú. Innflytj- endur tækja hafa vitað af því að þessar sendingar voru fyrirhugað- ar í tæp tvö ár og því skyldum við ætla að þeir hefðu gert viðeig- andi ráðstafanir.“ Stofnfund- ur áhuga- manna um fjölmiðla- rannsóknir FÉLAG áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir verður stofnað sautjánda septem- ber næstkomandi I stofu 201 í Odda klukkan 21. Félagið er stofnað í fram- haldi af ráðstefnu nor- rænna fjölmiðlafræðinga sem haldin var í Reykjavík í síðasta mánuði. í undirbúningsstjóm eru Páll Vilhjálmsson, Guðmundur Rúnar Ámason og Elías Héð- insson. Félagið verður opið öll- um áhugamönnum um fjöl- miðlarannsóknir. Birgir Skaftason, framkvæmda- stjóri Japís, segir framleiðendur selja tæki sem séu með skandinav- ískum stöfum. Ekki hafi verið hægt að athuga hvort íslensku stafirnir væru hluti þeirra fyrr en tilraunasendingamar hófust hér- lendis. „Eftir að við komumst að þvi hvaða búnað þarf fyrir íslensku stafina, höfðum við samband við framleiðendur tækjanna og nú er verið að vinna í því máli. En ís- land er lítill markaður ög spurning hvað framleiðendur era til í að gera. Það fylgir þessu sáralítill kostnaður fyrir þá en sé búnaður- inn ekki í tækjunum, er heilmikið mál að setja hann í. Ég geri ráð fyrir að kostnaðurinn við búnaðinn og ísetningu sé á bilinu 5-10.000 kr. Við eigum hins vegar ekki móttökubúnað fyrir þau tæki sem ekki eru gerð til þess. Sé hann til kostar hann öragglega hátt í verð á nýju sjónvarpstæki." Birgir segir það ekki frekar vera dýr tæki en ódýrari sem geti sýnt íslenska stafi. Sér hafi ekki sýnst viðskiptavinir leggja meiri áherslu á íslenska stafi í texta- varpi en t.d. mynd- og hljóðgæði. „Ég held að textavarpið nýtist að öllu leyti þó að íslenskir stafir séu ekki. Éólk nýtir þetta til að verða sér út um styttri skilaboð og þó það sé ekki skemmtilegt að lesa textann svona, er það vel hægt.“ Og þrátt fyrir vandkvæðin með íslensku stafína, hefur RÚV út- sendingar í lok mánaðarins, vænt- anlega á fréttaágripi, veðurfregn- um og mögulega fréttum af flugi.„Þetta er í raun eins og þeg- ar við hófum litaútsendingar á sín- um tíma, fyrst í stað vora fáir sem áttu litatæki. Fólk vissi hins vegar af þessum nýja möguleika og hafði hann í huga þegar það hugði á tækjakaup. Nú vita sjónvarps- áhorfendur af þessari nýju þjón- ustu og við vonum að hún veki áhuga fólks,“ segir Pétur Guðfinn- son. ■ Getur Ríkisútvarpið staðist auknar kröfur samtímans þegar fyrirsjáanlegt er að hið opinbera verður tregt til að auka framlög? Mun Ríkisútvarpið geta sinnt sinum skyldum lendi það undir útgjaldahníf hins opinbera? Hver eru svör RÚV víð minnkandi tekjum? Það heyrist æ oftar að velferðarkerfið sé að vaxa okkur upp fyrir höfuð og að hið opinbera geti ekki sífellt gengið í vasa skattborgaranna og sótt fé til hinna ýmsu viðfangsefna. Þessa dagana kristallast þessar hugmyndjr í aðgerðum rikisstjórnarinn- ar í heilbrigðis- og menntamálum. Áhrifa þessa hugsunarháttar mun gæta víðar og munu ríkisreknir fjölmiðlar ekki fara var- hluta af þessum breytingum. Til þess að halda áfram á braut vaxtar og þroska þarf Ríkisútvarpið aukið fjármagn. Það er spá mín að það verði æ erfiðara fyrir Ríkisútvarpið að afla því pólit- ísks fylgis að auka tekjur þess með auknum álögum á almenn- ing. Hvað gerist þá? ó svo það verði sífellt erfiðara að fá fé úr sjóðum almenn- ings til rekstrar stofnana á borð við Ríkisútvarpið þá munu áfram verða gerðar miklar kröfur til þess bæði um magn og gæði efn- is. Þar sem nærri 30% af tekjum Ríkisútvarpsins eru af sölu á aug- lýsingatímum, þá verður það að mæta þessum auknu kröfum til þess að auglýs- ingatekjur dragist ekki.líka sam- an. Staða Ríkisútvarpsins við aðstæður sem þessar er ekki öf- undsverð. Ef við gefum okkur að það reyni að mæta auknum kröfum um gæði og magn, þá stendur þeim tvær gættir opnar og á þeim báðum er einungis litl- ar rifur. I fyrsta lagi kemur til greina að auka eigin tekjur með því að auka sölu á eigin efni, auka sölu á auglýsingum, leita að styrktar- aðilum og annað í þeim dúr. Því fylgir sú hætta að einkenni opin- berra fjölmiðla láti á sjá vegna of mikillar nálægðar við markað- inn, — en sjálf- stæði gagnvart fjármagnsöfl- um er eitt þeirra atriða sem opinberir fjölmiðlar telja sér mjög til tekna. Hinn kosturinn er að auka magn og gæði án þess að til aukins kostnaðar komi. Starfs- mönnum Ríkisútvarpsins finnst það örugglega engin valkostur því eins og fram hefur komið þá era þeir ásamt dagskrárgerðar- fólki að framleiða hveija útsenda stund tíu sinnum ódýrar en ná- grannar okkar á Norðurlöndum. Eins og sjá má þá er hvorugur kostur Ríkisútvarpsins í þessari stöðu góður. Það stendur að sumu leyti frammi fyrir því að ákveða í hvorn fótinn á sér það á að skera. Ef hins vegar það yrði ofan á að draga úr gæðum í þeim skiln- ingi að vanda til allrar vinnu og frágangs en stefna hins vegar á vinsælt efni, þá opnast ýmsar leiðir, og málið verður allt ein- faldara. Slík stefnubreyting væri að sumu leyti breyting á eðli Rík- isútvarpsins — a.m.k. breyting á þeim skilningi sem lengst af hef- ur verið lagður í það hugtak eða heiti. Ríkisútvarpið hefur lengst af verið skilgreint sem menning- arstofnun sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna líkt og skóli. Það hlutverk hefur verið að mennta, fræða og skemmta og ágæti þeirrar þjónustu verður ekki mælt sem hlutfall af vin- sældum. Þetta allt saman þýðir í raun að Ríkisútvarpið er að nálgast krossgötur. Framundan eru kaflaskil þar sem tekjur munu ekki aukast jafnt og þétt, sam- hliða auknum kröfum. Nýr vera- leiki bíður bak við næsta horn og spumingi er einfaldlega sú hvort sá veruleiki rúmi nokkuð stofnun á borð við það Ríkisút- varp sem við þekkjum í dag. BAKSVIÐ cftir Ásgeir Friðgeirsson Islenskir fjölmiðlamenn munu vafalaust minnast lengi sumarsins 1991, er þeir í framtíðinni ganga gegn- um hina hefðbundnu „gúrku- tíð“ sumartímans í striti við að fylla síður blaða, eða frétt- atíma útvarps og sjónvarps. í sumar og þá einkum síðasta mánuð hefur vandamálið þvert á móti verið að finna öllum fréttunum rými og fylgjast með heimssögunni gerast næstum frá klukk- utíma til klukkutíma að ógleymdri dramatíkinni í tengslum við fjárlagagerð rík- isstjómar Davíðs Oddssonar, þar sem stefnt hefur verið að meiri niðurskurði í rekstri hins opinbera, en dæmi eru til, allavega um langt árabil. Óhætt er að gefa Ijölmiðl- um almennt hæstu einkunn fyrir fréttaflutninginn og öll- um verða ógleymanlegar klukkustundimar, sem snigl- uðust áfram í beinni útsend- ingu, er lýðræðissinnar í Rússlandi, undir forystu Jelts- ins brutu á bak aftur valda- ránið í Kreml. Þá stóð heims- byggðin bókstaflega á önd- inni. Og áfram heldur þróunin með ægiflóknum vandamál- um, sem fylla munu forsíðum- ar um ókomna tíð. En það er eitt að fá fréttim- ar beint í æð og annað að meta þær og skýra fyrir les- endum og hlustendum í ítar- legri umfjöllun. Hér er þar sem kreppir að mannfáum og almennt fátækum íslenskum fjölmiðlum. Undirritaður hef- ur saknað þess að fá ekki reglulega yfirgripsmiklar fréttaskýringar, jafnvel í dag- bókarformi, eins og lesa má í bandaríska dagblaðinu USA TODA Y, sem nú fæst glænýtt daglega, að ekki sé talað um allt sem fram fer að tjalda- baki. Hægt er að færa rök fyrir því að atburðarásin sé enn svo hröð og fréttirnar svo miklar, að ekki sé enn grund- völlur fyrir stórsamantektum og þau rök em góð og gild hvað varðar Sovétríkin og átökin í Júgóslavíu. En nú eru fjárlögin að mestu í höfn og ekkert til fyrirstöðu að bijóta til mergjar allt sem þar gerð- ist, hvort sem er í blaðagrein eða sjónvarpsþætti. Hvað er- lendu viðburðina varðar má búast við auknu framboði af fréttaskýringaþáttum, sem sjónvarpsstöðvarnar þurfa að fylgjast grannt með og hafa þegar fengið nokkra til sýn- ingat- og svo fréttaskýringum í erlendum blöðum og tímarit- um, sem blöðin geta fært sér í nyt. Mér er fyllilega ljóst, að ýmsum kann að finnast þetta heimtufrekja og að bera í bakkafullan lækinn, en þetta er efni, sem fjölmiðlafíkil þyrstir í og vonandi er þetta allt á dagskrá alveg á næst- unni. En úr því ég er að minnast á fréttaskýringár í gæðaflokki fæ ég ekki örða bundist yfir óvenju rætinni grein, sem birt- ist í Pressunni sl. fímmtudag, þar sem harkalega var veist að Eggert Magnússyni form- anni Knattspyrnusambands Islands í hreinu dylgjuflóði, sem haft var eftir ónafn- greindum heimildarmönnum og klykkt út í greinarlok, að ekki hefði náðst í Eggert vegna málsins. Þessar dylgjur voru svo hraktar lið fyrir lið í yfirlýsingum, sem stjóm KSÍ og aðalstjóm knattspyrnufé- lagsins Vals birtu í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. Vonandi hafa flestir þeir, sem lásu umrædda grein í Pressunni, lesið svörin í Morgunblaðinu, og að tekist hafi að hreinsa Eggert af óhróðrinum að mestu, en því miður eimir allt- af eitthvað eftir. Sem gamall Valsari hef ég alltaf'dáðst að þeim félögum mínum, og stuðningsmönnum annarra íþróttafélaga, sem leggja á sig ótrúlega vinnu til að halda deildunum gangandi, oft með persónulegum ijárskuldbind- ingum. Án slíkra karla og kvenna væri ástandið innan íþróttahreyfingarinnar ekki upp á marga fiska. Þetta fólk á allt annað skilið, en að veg- ið sé að mannorði þess á þann hátt, sem gerðist í Pressunni. Ingvi Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.