Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 19

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 C 19 Þriðja nefndin í burðarliðnum sem endurskoða á útvarpslögin í menntamálaráðuneytinu er nú unnið að undirbúningi að skipun nefndar, sem ætlað verður það hlutverk að endurskoða útvarpslög- in. Gert er ráð fyrir að nefnd þessi taki til starfa í septembermánuði. Tveir fyrirrennarar Ólafs G. Ein- arssonar núverandi mennta- málaráðherra, þeir Svavar Gestsson og Sverrir Hermannsson, höfðu báðir gert atlögu að útvarpslögun- um í ráðherratíð sinni, en hvorugur kom í gegn nýjum útvarpslögum á Alþingi. Sú nefnd, sem nú er í burðarliðnum, verður því sú þriðja í röðinni, sem skipuð er af mennta- málaráðherra og hefur það hlutverk að fjalla um endurskoðun útvarp- slaganna. „Ég hef trú á því að það muni gerast núna að útvarpslögin verði tekin til endurskoðunar. Bæði hef ég heyrt það á Ólafi G. Einarssyni að hann hafi fullan hug á því og eins held ég að nú sé almennur skilningur á því að lögin þurfi nauð- synlega endurskoðunar við,“ segir Þorbjörn Broddason, formaður út- varpsréttarnefndar. „Að mínu mati þarf að skýra betur ýmis þau ákvæði, sem eru í lögunum. Það er margt í þeim sem er erfítt að framkvæma og þó mein- ing útvarpslaganna sé ef til vill ekki alslæm, þá koma bæði upp vafaatriði og túlkunaratriði. Eins þurfa að vera skýrar reglur um eignarhald ljósvakamiðla, nú á tím- FOLK í fjölmiðlum ■ NOKKRIR af reyndustu dag- skrárgerðarmönnum Rásar 2 hverfa til annarra starfa nú í september. Af dægurmáladeild fara; Sigurður Þór Salvarsson sem snýr sér að textagerð og hugmyndasmíð hjá auglýsingastofunni „Hér og nú“ en Sigurður hafði starfað lengst allra á Rás 2 og Kristín Ólafsdóttir, sem fer í bameignafrí. ■ Þá hefur Eva Ásrún Alberts- dóttir sagt skilið við þáttinn 9-4. Hún er lærð ljósmóðir og ætlar að snúa sér að því að koma næstu kyn- slóðum íslendinga í heiminn. ■ Halldór Halldórsson hefur sagt starfi sínu lausu á fréttastofu Ut- varps. Hann mun starfa sjálfstætt við skyld störf, blaðamennsku sem lausamaður og jafnframt við al- mannatengsl, útgáfuþjónustu og ráðgjöf. ■ Tíu umsækjendur sóttu um stöðu leiklistarstjóra útvarps, sem auglýst var laus til umsóknar. Það eru; Elísa- bet Brekkan, leikhúsfræðingur,Ey- vindur Erlendsson, leikstjóri, Helga Bachmann, leikari, Ingólfur Björn Sigurðsson, María Kristj- ánsdóttir, leikhúsfræðingur, Krislj- án Hreinsson, Viðar Eggertsson leikstjóri og Þórunn Magnea Magn- úsdóttir, leikari. Tveir umsækjendur óskuðu nafnleyndar. * BERGUÓT ■ Tveir nýir dagskrárgerðarmenn eru komnir til liðs við dægurmála- deild Rásar 2, Bergljót Baldurs- dóttir, sem hefur starfað við dag- skrárgerð á Rás 1, og Anna Krist- ine Magnúsdóttir, en hún hefur m.a. verið blaðamaður við Pressuna o g Heimsmynd. um fijálsrar ijölmiðlunar, en í nú- verandi lögum er ekkert sem hindr- ar það að stöðvarnar safnist á fárra manna hendur. Þetta þarf að vera ljóst, hreinlega til þess að tryggja markmiðið sem er tvímælalaust það að stuðla beri að ljölbreytni í ljós- vakamiðlunum, en eins og allir þeir, sem opna fyrir útvarpsstöðvarnar, heyra eru þær afskaplega einhæf- ar.“ Það er fjöldamargt annað sem þarf endurskoðunar við, að sögn Þorbjörns. „Það þarf að skilja betur á milli kapalkerfa annars vegar og ljósvakamiðla hins vegar. Núver- andi lög kveða á um að íslenskar stöðvar eigi að flytja íslendingum efni við þeirra hæfi. Þær fengu aft- ur á móti ekki leyfi til þess að reka endurvarpsstöðvar fyrir erlent efni. Hægt er að koma til okkar erlendu endurvarpssjónvarpi með hjálp kapalkerfa og án atbeina sérstaks sjónvarpsfyrirtækis. Kapalkerfin eiga eftir að koma og ég kvíði þeim ekki enda tel ég að íslensk menning muni ráða við það.“ I útvarpslögunum er jafnframt kveðið á um að stöðvunum beri að efla íslenska tungu og almenna menningarþróun, en ekkert er sagt til um með hvaða hætti beri að gera það, segir Þorbjörn. „Hvað er annars almenn menningarþróun? Slík ákvæði í útvarpslögum þurfa annaðhvort að vera 'ljósari eða hreinlega að strikast út.“ Þorbjörn Broddason, formaður Utvarpsréttarnefndar. Hvar færðu náttföt á 500 krónur? Á sama stað og þú færð peysur frá 400 krónum, nærhuxur frá 70 krónum og úrvals herrafrakka frá 4.000 krónum. Það er óhœtt að segja að Newcastle sé besti verslunarstaður íEvrópu, enda vöruverð hvergi lægra né vöruúrvalið meira. Ferðaskrifstofan Alis býður nú upp ájólaferðir ífjóra eða fimm daga á sambœrilegu verði og vörurnar íNewcastle. Fjórir dagar á 22.900 krónur ogfimm dagar á 2^.900 krónur. Newcastle er borgin með stœrstu verslunarmiðstöð iEnglandi, Eldon Square. Yfir ÍUO verslanir, veitingastaðir og iðandi,fjörlegt mannlíf. Og Newcastle er lika borgin með stœrstu verslunarmiðstöð Evrópu, Metro Center, en þar er ennfjörlegra mannlifog yfir 300 verslanir, alltfrá Marks & Spencer til Levis,frá Selfridges til C&A. Það er sama hvaðþig vantar, þú færðþað i Newcastle, og það á lægra verði en þú getur imyndadþér. [FERÐASKRIFSTOFA BÆJARHRAUNI 10 ■ SÍMI 65 22 66 • FAX: 651160 j ◄ 4 < J | 4 4 4 4 * Verð miðast við staðgreiðslu. Flugvallaskattur ogforfallatrygging er ekki innifal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.